Stelpurnar fá West Ham í heimsókn

Enn eina helgina eru bæði liðin okkar að spila, í dag eru það stelpurnar sem hefja leik kl. 12:00 á Prenton Park og fá West Ham í heimsókn. Maður hefði kallað þetta Dagný Brynjars og félaga, en hún hefur ekkert spilað með í vetur þar sem hún var að eignast sitt annað barn núna í febrúar, og óskum við henni og fjölskyldu hennar auðvitað innilega til hamingju með það. Líklega er engu logið þegar við segjum að stöllur hennar í Hamraliðinu hafi saknað hennar á leiktíðinni, síðustu tímabili hafa Hamrarnir verið um og fyrir ofan miðja deild, en eru í botnbaráttu á þessu ári. Reyndar í hæfilegri fjarlægð frá Bristol sem sitja örugglega í neðsta sæti, og við munum að það fellur aðeins eitt lið í vor. Það eru því allar líkur á að þegar að téð Dagný snýr aftur á völlinn verði það í efstu deild, hvort sem það verður í lokaleik tímabilsins eða í haust. Talandi um stöðuna í deildinni, þá er hún svona:

Eins og sést eru okkar konur í baráttu við United um 4. sætið í deildinni, og vilja rétta sinn hlut eftir leiðinlegt tap gegn Leicester í bikarnum um síðustu helgi. Sérlega böggandi tap í ljósi þess að Leicester drógust svo á móti Spurs, og ef okkar konur hefðu unnið um síðustu helgi þá hefði það verið vel raunhæft að komast á Wembley. En það er frá og búið spil og áfram gakk. United mæta Bristol á sama tíma á eftir, við erum kannski ekki að reikna með að United tapi mörgum stigum í dag, en vonandi ná þær Amy Rodgers og Amalie Thestrup eitthvað að stríða þeim og mögulega hirða einhver stig. Annars fór stórleikur umferðarinnar fram á föstudaginn þar sem Niamh Charles og félagar í Chelsea unnu Arsenal, og í gær töpuðu Everton stelpurnar gegn Villa.

Svona stillir Matt Beard upp liðinu í dag:

Laws

Clark – Fahey – Fisk

Koivisto – Lundgaard – Matthews

Holland – Höbinger

Kiernan – Roman Haug

Bekkur: Micah, Parry, Kearns, Daniels, Lawley, van de Sanden, Enderby

Ég man ekki hvort Leanne Kiernan hafi byrjað deildarleik áður á þessu tímabili, allavega gaman að sjá hana og Niamh Fahey fá tækifæri til að fagna “St. Patricks day” með 3 stigum vonandi. Fuka Nagano er enn frá með “hamstring” en hún var vel á veg komin og ætti að vera klár í slaginn í næsta leik, sem er einmitt gegn grönnum okkar í Everton á sunnudaginn eftir viku. Sá leikur fer fram á Goodison Park, og nú er ekkert annað í boði en að vinna helvítin. Kannski verður Taylor Hinds líka komin til baka þá, en það er þó held ég ólíklegra.

Hægt verður að fylgjast með leiknum á The FA Player – sé ekki að hann sé sýndur á Viaplay – en ef lesendur vita af honum á fleiri streymisveitum þá er um að gera að láta vita.

KOMASVO!!!!!

5 Comments

  1. Þess má svo geta að akademíustrákarnir okkar spila gegn City núna kl. 13, nú og svo er það auðvitað leikur karlaliðsins á Old Trafford kl. 15:30 sem ætti nú ekki að þurfa að rifja upp.

    2
  2. Varðandi akademíuleikinn, þá eru Kaide Gordon, Lewis Koumas, Trent Kone-Doherty, Nallo og Mrozek allir í byrjunarliðinu (að ógleymdum Jay Spearing), og Frauendorf á bekknum. Sem segir okkur að t.d. Jayden Danns gæti alveg verið í hóp hjá aðalliðinu á eftir.

    3
  3. Þægilegur 3-1 sigur, algjör óþarfi að fá þetta mark á sig en breytir svosem engu um fjölda stiga sem fást fyrir leikinn. United unnu Bristol á sama tíma svo baráttan um 4. sætið er áfram í járnum.

    Þá er það bara Merseyside derby næsta sunnudag kl. 13 á Goodison Park!

    4

Heimsókn til erkifjandas, United í bikarnum

Byrjunarliðið – leikþráður gegn Man Utd.