Enn eina helgina eru bæði liðin okkar að spila, í dag eru það stelpurnar sem hefja leik kl. 12:00 á Prenton Park og fá West Ham í heimsókn. Maður hefði kallað þetta Dagný Brynjars og félaga, en hún hefur ekkert spilað með í vetur þar sem hún var að eignast sitt annað barn núna í febrúar, og óskum við henni og fjölskyldu hennar auðvitað innilega til hamingju með það. Líklega er engu logið þegar við segjum að stöllur hennar í Hamraliðinu hafi saknað hennar á leiktíðinni, síðustu tímabili hafa Hamrarnir verið um og fyrir ofan miðja deild, en eru í botnbaráttu á þessu ári. Reyndar í hæfilegri fjarlægð frá Bristol sem sitja örugglega í neðsta sæti, og við munum að það fellur aðeins eitt lið í vor. Það eru því allar líkur á að þegar að téð Dagný snýr aftur á völlinn verði það í efstu deild, hvort sem það verður í lokaleik tímabilsins eða í haust. Talandi um stöðuna í deildinni, þá er hún svona:
Eins og sést eru okkar konur í baráttu við United um 4. sætið í deildinni, og vilja rétta sinn hlut eftir leiðinlegt tap gegn Leicester í bikarnum um síðustu helgi. Sérlega böggandi tap í ljósi þess að Leicester drógust svo á móti Spurs, og ef okkar konur hefðu unnið um síðustu helgi þá hefði það verið vel raunhæft að komast á Wembley. En það er frá og búið spil og áfram gakk. United mæta Bristol á sama tíma á eftir, við erum kannski ekki að reikna með að United tapi mörgum stigum í dag, en vonandi ná þær Amy Rodgers og Amalie Thestrup eitthvað að stríða þeim og mögulega hirða einhver stig. Annars fór stórleikur umferðarinnar fram á föstudaginn þar sem Niamh Charles og félagar í Chelsea unnu Arsenal, og í gær töpuðu Everton stelpurnar gegn Villa.
Svona stillir Matt Beard upp liðinu í dag:
Laws
Clark – Fahey – Fisk
Koivisto – Lundgaard – Matthews
Holland – Höbinger
Kiernan – Roman Haug
Bekkur: Micah, Parry, Kearns, Daniels, Lawley, van de Sanden, Enderby
Ég man ekki hvort Leanne Kiernan hafi byrjað deildarleik áður á þessu tímabili, allavega gaman að sjá hana og Niamh Fahey fá tækifæri til að fagna “St. Patricks day” með 3 stigum vonandi. Fuka Nagano er enn frá með “hamstring” en hún var vel á veg komin og ætti að vera klár í slaginn í næsta leik, sem er einmitt gegn grönnum okkar í Everton á sunnudaginn eftir viku. Sá leikur fer fram á Goodison Park, og nú er ekkert annað í boði en að vinna helvítin. Kannski verður Taylor Hinds líka komin til baka þá, en það er þó held ég ólíklegra.
Hægt verður að fylgjast með leiknum á The FA Player – sé ekki að hann sé sýndur á Viaplay – en ef lesendur vita af honum á fleiri streymisveitum þá er um að gera að láta vita.
KOMASVO!!!!!
Þess má svo geta að akademíustrákarnir okkar spila gegn City núna kl. 13, nú og svo er það auðvitað leikur karlaliðsins á Old Trafford kl. 15:30 sem ætti nú ekki að þurfa að rifja upp.
Varðandi akademíuleikinn, þá eru Kaide Gordon, Lewis Koumas, Trent Kone-Doherty, Nallo og Mrozek allir í byrjunarliðinu (að ógleymdum Jay Spearing), og Frauendorf á bekknum. Sem segir okkur að t.d. Jayden Danns gæti alveg verið í hóp hjá aðalliðinu á eftir.
Þægilegur 3-1 sigur, algjör óþarfi að fá þetta mark á sig en breytir svosem engu um fjölda stiga sem fást fyrir leikinn. United unnu Bristol á sama tíma svo baráttan um 4. sætið er áfram í járnum.
Þá er það bara Merseyside derby næsta sunnudag kl. 13 á Goodison Park!
Vel gert stelpur
Háuljósin úr leiknum:
https://www.youtube.com/watch?v=b3fQClNe9bE