Liðið gegn Brighton (leikþráður)

Gleðilega páska kæru lesendur!

Ég veit ekki með ykkur en mikið er ég glaður með að þessu blessuðu landsleikjahlé séu nú að baki.

Það er ekki mikið í liðinu í dag sem kemur á óvart, nema þá kannski að Quansah sé við hlið VVD. Það ætti samt ekkert endilega að koma á óvart, við þurfum á honum að halda næstu vikurnar og við erum að spila 3 leiki næstu 7 daga (aðra 3 leiki 7 daganna þar á eftir osfrv).

Annars stillir Klopp þessu upp svona:

Ánægjulegt að vera komnir með smá breidd aftur á bekkinn – vonandi þurfum við ekki á þeim að halda í dag og við löndum þessum þremur stigum tiltiölega stresslaust fyrir stórleikinn síðar í dag.

Koma svo, þrjú stig takk!

YNWA

 

49 Comments

  1. Uppskriftin er einföld, það þarf að sigra alla leikina sem eftir eru af tímabilinu og þá stöndum við uppi með 3 bikara.
    Liðið á alveg að geta það, við fáum leikmenn ferska eftir meiðslin fyrir lokasprettinn og siglum þessu heim.
    En leikurinn í dag verður erfiður en við eigum að sigra þá á Anfield.

    6
  2. Paul tierny í var! bara svona ef þið haldið að við fáum eitthvað

    3
  3. Hvurslags helvítis kjaftæði er þetta.
    þessi deild er keyft… þessir dómarar eru keyftir

    1
  4. Það er allt a móti okkur, jafn soft snerting þetta gula spjald og snerting a Nunez inn i teig

    1
    • Þeir detta við allar snertingar vegna þess að dómarinn dæmir í hvert skipti alveg fáránlega léleg dómgæsla í fyrri hálfleik, hvers vegna fá brighton að taka langan tíma í öll föst leikatriði og dómarinn talar ekki einu sinni við þá um það.

      2
    • Já en hvað er með að dómara hyskið dæmi á í hvert sinn sem þeir láta sig detta algjört mong þessi ræfill

      5
    • Dómari leiksins búinn að vera arfaslakur ekki furða að menn baula við hálfleiksflautið.
      Gula á Mac er risagrín
      Og svo er hann að drepa allt tempó flautaði á allt og Brighton fá að taka sér 2 mín í allt.
      Meðvituð ákvörðun? Eða bara svona slappur

      4
  5. Orðinn pirraður á þessu brighton liði, hef trú á að við keyrum yfir þá í seinni hálfleik þegar Salah hefur skipt um skó.
    Ef að Szobozlai verður áfram slappur í seinni þá vil ég fá Elliot snemma inná..

    3
  6. Sælir félagar

    Salah verður að fara að spila fyrir liðið og hætta að skjóta endalaust ú hvaða stöðu sem er. Hann er ekki meira en liðið og verður fyrst og fremst að spila sem liðsmaður en ekki fyrir eigin markatölu. Áfram svo

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
    • Ég held samt að hann hafi alveg verið að reyna sendingar þarna en bara kom nákvæmlega ekkert úr því, Mac Allister búinn að vera eins og KDB mark 2 í þessum leik og feeda salah svona 10 bolta hann bara gerir ekkert við sendingarnar sem er sorglegt.
      Óska svo eftir Nunez sást síðast eitthvern tíman í öðrum leik.

      3
  7. Salah var ótrúlega slakur í fyrri hálfleik er alveg til í að éta sokk í seinni en hann þarf að hysja upp um sig.

    5
  8. Fjörugur leikur. Brighton stórhættulegir í skyndisóknum og samkvæmir sjálfum sér. Ef Salah hefði verið í stuði væri hann búinn að setja amk tvö mörk. Diaz bestur, endalaust að atast í þeim en þeir hafa því miður fattað að dómarinn dæmir í hvert sinn sem þeir setjast í grasið. Algjörlega óþolandi.

    Gaman að Bradley, óhræddur og er að læra á þennan kantara þeirra.

    En ég ætla að fá að vera bjartsýnn. Seinni hálfleikur er framundan og við erum oftast betri í honum

    2
  9. hvað er málið með þennan Dómara.. hann er algjörlega úti á túni

    2
  10. Salah Salah Salah!

    Efaðist aldrei um hann!!!

    Og sendingarnar í aðdragandum Konfekt.

    3
  11. Hann var teiknaður rangstæður , annað eins kjaftæði hef ég ekki séð!!!!!

    4
  12. YES þetta var erfiður leikur !
    áttum að nýta miklu meira af þessum færum en 3 stig hel sáttur við þetta !

    4
  13. Blæðandi magasár eftir þetta… áttum að klára þennan leik miklu fyrr.

    3
  14. Sælir félagar

    Macca minn maður leiksins en vil ekki tjá mig um annað eins og er.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
  15. Havð helvítis stækar eru i Tómasi hja Siminn að skipta strax fra Annfield og leifa okkur ekki að njota 5 min eftir að leikurinn klarast

    1
  16. Maður er þakklátur eftir þennan leik. Frammistaðan var herfileg. Bara Mcallister, Bradley og Diaz sem geta borið höfuðið hátt. Vorum latir, unnum fáa bolta og seinni bolta. Slútt og ákvarðanatökur á síðasta þriðjung mjög slakar. Með því verra sem ég hef séð í vetur og varla sanngjarnt að vinna með svona frammistöðu. Vonandi var þetta botninn á frammistöðum því við við vinnum ekki deildina með svona spilamennsku.

    1
  17. Mér fannst þetta sanngjarn sigur. Liverpool eru alltaf ryðgaðir eftir landsleikjahlé. Brighton spilaði eins og flest lið gera gegn Liverpool. Reyndu að drepa hraðan og tempóið í leiknum með því að falla í grasið við minnstu snertingar og rúlla að auki 2 hringi á eftir til að láta þetta líta illa út og dómarinn féll í gildruna með því að stoppa leikinn í sífellu ! Dómarinn hræðilegur. Þetta gerði það að verkum að Liverpool náði aldrei almennilega tökum á leiknum. Það er virkilega erfitt að spila gegn liðum sem spila svona. Þetta hafðist þó með þrautseigju. Það er alls ekki auðvelt að rúlla yfir lið sem spila svona haldi menn það. Áfram Liverpool. Góður sigur. Bara alls ekki sammála síðasta álitsgjafa að þetta hafi verið hræðileg frammistaða.

    1

Upphitun: Áheyrnaprufa fyrir De Zerbi á Anfield

Liverpool 2-1 Brighton