Gullkastið – Súper Sunnudagur

Súper Sunnudagur og Liverpool einir á toppnum eftir þessa viku. Stórar fréttir af þjálfaraleit Liverpool og tveir hrikalega mikilvægir leikir framundan.

Fengum meistara Bjössa Hreiðars til að spá í spilin með okkur að þessu sinni.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og Sigurbjörn Hreiðarsson.

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 469

Til stuðnings umræðu í þætti – Hér er munurinn á leikjaálagi Liverpool og Arsenal það sem af er þessu ári og hversu mikið lykilmenn liðanna hafa verið að spila það sem af er tímabili

Það er kannski ekki skrítið að þeir hafi sloppið aðeins betur við meiðsli. Arsenal hefur einu sinni spilað þrjá leiki þar sem þeir fengu bara 2-3 daga í hvíld á milli. Þessa einu viku töpuðu þeir ósannfærandi gegn Porto. Seinni leikurinn sem kom tveimur dögum á eftir Brentford var nú ekki sannfærandi heldur og endaði í vító.

Það er alls ekki þar með sagt að þeir geti það ekki en þeir hafa alls ekki verið að glíma við alvöru leikjaálag það sem af er tímabili, það er að breytast núna í apríl sem er ansi þéttur hjá þeim rétt eins og auðvitað Liverpool og Man City.

Liverpool til samanburðar

Liverpool spilaði í janúar einum leik minna en Arsenal í janúar og febrúar. Þar af voru tveir af þessum leikjum milli Liverpool og Arsenal. Alveg magnað að vængbrotið lið Liverpool hafi virkað þreytt í leiknum á Emirates í byrjun febrúar. Apríl inniheldur átta leiki sem er galið og það er samt vegna þess að Liverpool tapaði (blessunarlega?) í bikarnum! Þetta er loksins a.m.k svipað galið hjá Arsenal og vonandi erum við að endurheimta nokkra lykilmenn fyrir lokakaflan sem hafa verið lengi í meiðslum.

Ef allt er eðlilegt þarf Arsenal að nota breiddina í næstu leikjum því þeir hafa komist upp með það hingað til að spila á nánast öllum sínum lykilmönnum í vetur.

Hvernig Liverpool er á toppnum m.v. meiðsli og leikjaálag fer ekki nógu hátt í umræðunni um þetta tímabil, rétt eins og menn eins og Van Dijk, Mac Allister og Salah eru ekki nærri nógu mikið í umræðunni um bestu menn þessa tímabils.

Sjö lykilmenn Arsenal hafa spilað um og fyrir 80% af deildarleikjum tímabilsins og þeir sömu spila líka megnið af Evrópuleikjunum. Raya er “bara” með um 80% því Ramsdale var í byrjunarliðinu í sumum leikja Arsenal í byrjun tímabilsins. Sumir af þeim sem ná ekki yfir 80% er vegna þess að þeir eiga ekki alveg fast sæti í byrjunarliðinu og eru partur af róteringu Arteta.

White, Gabriel, Saliba og Rice hafa allir spilað meira í vetur en Van Dijk sem hefur spilað langmest fyrir Liverpool. Ödegaard og Saka reyndar líka. Van Dijk er eini leikmaður Liverpool sem hefur spilað meira en 75% af deildarleikjum liðsins í vetur, eini af ellefu!

Það þarf ekkert að vera að þetta sé betra eða verra fyrir okkar menn en vonandi fáum við lykilmenn fyrir lokakaflann sem koma með þann kraft í liðið sem þarf til að klára mótið. Það tala allir um að Arsenal sé mun sterkara í ár heldur en í fyrra sem má vel vera rétt en þeir voru á sama tímapunkt tímabilsins í fyrra með 72 stig (sjö stigum meira en þeir eru með núna) og fengu bara 12 af 27 mögulegum í síðustu níu umferðunum, þá voru þeir ekki í neinni keppni annarri en deildinni frá mars.

Næsti þjálfari 

Það er áhugavert að skoða (skv. WhoScored.com) hvað hefur verið ríkjandi leikkerfi hjá toppliðunum í Evrópu í vetur. Sérstaklega þar sem þeri sem helst eru orðaðir við Liverpool stilla upp með þriggja manna vörn.

2 Comments

  1. Takk fyrir þessa flottu samantekt. Comez með meira en 2500 mínútur. Gaurinn er ótrúlegur þegar hann er heill. Ég er ekki sammála því að gott sé að okkar lið sé fallið úr FA bikarnum. Langar í þann bikar sem oftast.

    3
    • Auðvitað vill maður alltaf vinna alla bikara en er nú meira að meina að það er mögulega ágætt ef maður skoðar leikjaprógrammið í apríl og maí. Liverpool hefur tapað tveimur titlum á einu stigi og ég er bara meira til í þetta eina stig en að vinna FA Cup.

      1

Liverpool 2-1 Brighton

Samfélagsmiðlahetja óskast!