Á morgun leikur Liverpool síðasta heimaleik sinn í apríl og heldur inn í afar erfitt og mikilvægt útileikja prógram þar sem restin af leiktíðinni getur komið til með að taka á sig smá mynd. Liverpool þarf meðal annars að fara til Ítalíu og vonast eftir enn einu dramatísku Evrópu ævintýrinu eftir ansi vonda rassskellingu gegn Atalanta á Anfield síðastliðinn fimmtudag og þar í kring eru það útileikir í deildinni gegn Fulham, Everton og West Ham.
Það var allt sem klikkaði á Anfield í síðasta leik. Leikmennirnir voru slakir, þjálfararnir voru slakir og fólkið í stúkunni var slakt. Það var allt svo langt, langt, langt undir pari og eitthvað sem var vonandi einsdæmi og mun ekki koma aftur fyrir á leiktíðinni. Svigrúmið til svona klúðurs og frammistöðu er bara ekkert.
Hvað Klopp hyggst gera með liðsval sitt verður áhugavert en við sáum nokkur kunnuleg andlit aftur í liðinu gegn Atalanta og þeirra á meðal voru Diogo Jota, Stefan Bajcetic og Trent voru á bekknum og Diogo Jota kom inn á í þeim leik og Bajcetic spilaði með u23 liðinu í gær en Trent sat á bekknum og Klopp sagði að hann hafi ekki verið tilbúinn að koma inn á gegn Atalanta, það er því kannski pínu spes að hann hafi verið í liðinu ef það er staðan en vonandi er hann tilbúinn í einhverjar mínútur á morgun og Klopp gaf í skyn að Jota gæti spilað eitthvað meira svo kannski gæti hann sést í byrjunarliðinu. Alisson ætti vonandi að láta sjá sig aftur fljótlega en hann er farinn að æfa aftur en líklega verður hann ekki í byrjunarliðinu á morgun.
Crystal Palace hafa verið í töluverðu basli upp á síðkastið og ekki gengið vel að vinna leiki þrátt fyrir þjálfaraskipti fyrir nokkrum vikum síðan og hafa þeir aðeins unnið einn deildarleik síðan í febrúar sýnist mér en á móti kemur þá er bara einn eða tveir leikir á þeim tíma sem þeim hefur ekki tekist að skora í. Þeir mættu Man City í síðustu umferð og komust yfir í upphafi leiks og hefðu í raun bara átt að vera yfir með tveimur eða þremur mörkum í hálfleik en enda svo á að tapa 4-2 svo það má alveg segja að þeir séu sýnd veiði en ekki gefin.
Mikil meiðsli eru að herja á lið Crystal Palace og nokkrir fínir leikmenn verða ekki með þeim á morgun en þeir hafa leikmenn eins og Mateta, Eze og Olise sem eru mjög sprækir og geta svo sannarlega refsað ef þeir fá tækifæri til. Þannig að líkt og hefði þurft að gerast gegn Atalanta þá má Liverpool ekki gefa sömu skyndisóknarfæri á sér gegn Palace og þeir gerðu þá.
Bradley – Konate – Van Dijk – Robertson
Szoboszlai – Endo – Mac Allister
Salah – Nunez- Diaz
Ég held að Klopp geri nokkrar breytingar frá síðasta leik en geri kannski engar svona rosa drastískar breytingar á því og fari svona eins nálægt “sterkasta” byrjunarliðinu og er í boði miðað við þa´sem eru líklegir til að geta byrjað. Auðvitað frábært ef Trent, Jota og Alisson gætu byrjað leikinn því þeir eiga svo sannarlega heima í þannig byrjunarliði en mér þætti óvænt ef þeir byrji, það væri þá kannski einna helst Jota.
Kannski gæti Endo tekið sér sæti á bekknum og Jones komið inn á miðjuna í staðinn en sá japanski hefur verið þí pínu ströggli síðustu tvo til þrjá leiki sem og Joe Gomez sem ég held að muni setjast á bekkinn í þessum leik.
Þetta er ekki flókið, Liverpool þar öll þrjú stigin og þurfa þau að koma sama með hvaða hætti það gæti verið en það væri svo sannarlega gott fyrir allt og alla ef það kæmi eftir góða, örugga og sannfærandi spilamennsku þar sem Liverpool skorar nokkur mörk og fær ekkert á sig!
Sjáum hvað setur.
Þetta er ekki flókið! þurfum þrjú stig og við þurfum að fara að láta gangverkið tikka.
Eins og mér líður núna fer lítið fyrir bjartsýni. Mér er vonandi vorkunn.
Eðlilega ekki bjartsýni eftir hrakfarir á fimmtudaginn og lélega færanýtingu á móti ónefndu liði í Manchester. Sá hluta leiks hjá þeim í gær gegn Solanke og félögum og jesús minn almáttugur og allir hans englar hvað þetta MU lið er lélegt og að við skyldum ekki hirða öll stigin á móti þeim! Vonandi á það ekki eftir að bíta okkur í lok leiktíðar!
Einn góður kaffibolli eða þaðan af sterkari vökvi kætir og léttir lund………….. :O)
YNWA
Ekki flókið í mínum huga – sama hvaða liði verður stillt upp í dag þá þarf mannskapurinn að mæta brjálaður til leiks! Þrjú stig eru “möst” og svo má alveg fara nýta færin! City og Arsenal að dæla inn mörkum þessa dagana og við að lenda undir þar.
Hikst í dag eða töpuð stig – þá getum við farið að pakka saman! Koma svo………………….. !!!!
YNWA
Alvöru pressa á liðinu núna. Ef liðið á að eiga möguleika á að vinna deildina þá verður þessi lekur að vinnast. Það er varla hægt að fá þægilegri andstæðing en Palace í dag. Meiðslahrjáð lið og að engu að keppa. Ef Liverpool klárar ekki leikinn í dag þá kannski eiga þeir þetta bara ekki skilið.
2-0 sigur. Nunez og Salah.
KOMA SVO!!!
Vinnum þennan leik 6-0
Sælir félagar
Eftir reynslu undanfarinnar tveggja leikja er ég ekki bjartsýnn. Ég ætla því að hafa sem fæst orð um þennan komandi leik.
Það er nú þannig
YNWA
Liðið: Alisson; Bradley, Konate, Van Dijk, Robertson; Endo, Mac Allister, Jones; Salah, Nunez, Diaz.
Varamenn: Kelleher, Gomez, Szoboszlai, Gakpo, Elliott, Jota, Gravenberch, Alexander-Arnold og Quansah
Alisson snýr aftur sem eru góðar fréttir og vonandi fá þeir Trent og Jota mínútur í seinni hálfleik.