Það er komið í ljós hverjir hefja leik eftir tæpan klukkutíma og reyna breyta vegferðinni sem liðið er á til hins betra. Skellurinn var stór á fimmtudaginn og liðið þarf að setja í alvöru gír:
Team news confirmed for #LIVCRY ??
— Liverpool FC (@LFC) April 14, 2024
Mun sterkari bekkur en við höfum vanist síðustu mánuði, vonandi að okkar menn geti leyft sér að skipta vel svo mínútur komist í lappir.
Hinum megin stilla Palace sér svona upp:
THE PALACE ?#CPFC | #LIVCRY | @ShopHumm
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) April 14, 2024
Velkomin til baka Alisson, núna er liðið farið að líta mun betur út, ég hefði þó viljað sjá Mac Allister á bekknum því mér fannst hann uppgefinn í byrjun seinasta leik.
Þetta verður sigur og ekkert annað, menn hljóta að koma dýrvitlausir til leiks.
szobizlai verðskuldað á bekknum
Gott að sjá Alisson koma til baka! Jones þarf heldur betur að sýna betri leik í dag en á fimmtudaginn og Salah má fara reima á sig markaskóna!
Koma svo, þrjú stig í dag takk fyrir!
YNWA
Er það bara ég, eða er þessi leikur að minna óþæginlega mikið á töpuð stig gegn Palace þegar suarez og gerrard og co voru svo nálægt þessu. Spennustigið verður svo svakalega hátt, er hrikalega hræddur um klaufamistök eða hreinilega rautt snemma leiks.
Það var ömurlegur leikur, okkur menn 0 – 3 yfir þegar ca 10 mínútur eftir, þá hrundi spilaborgin og CP jöfnuðu leikinn! Ógleði!
Sterkari bekk hefur maður ekki séð í langan tíma djuf er gott að fá Allison til baka.
Koma svo rauðir!
Come on Reds
Ha ha ha ha ha …..
Hvað er eiginlega í gangi með þá
Nei hættið þessu rugli, hverskonar aumingjavarnarleikur er þetta.. drullist í gang núna strax
Af hverju í andskotanum geta menn aldrei mættir tilbúnir í leiki ?
Það er eitthvað mikið að. Aumingja þeir sem hafa borgað stórar upphæðir fyrir að sjá síðasta leikinn.
Þetta er búið þeir geta gleymt þessum titli
18 sinnum höfum við þurft að upplifa þetta bull, eru taugarnar að hrynja hjá okkar mönnum eða erum við bara búnir á því? Ef Nunez hefði sent á Salah áðan værum við kannski að ræða annað, KOMA SVO, það er ekkert útrými fyrir mistök!
Guð minn almattugur,
Erum við að fara að henda inn hvíta handklæðinu i þessari deild lika
Jahérna……hvað er í gangi…takk Andy
Enn er Van Dijk eins og stytta horfandi á boltann í markinu. Konate mjög illa staðsettur. Andleysið og getuleysið um allan völl heldur áfram
Hvað helvítis rasshaus er að lísa leiknum a siminn sport?
Staðan ætti að vera 0-2.
Ef menn vakna ekki almennilega við þetta núna og valta yfir þetta Crystal Palace lið þá geta menn bara pakkað niður og farið í sumarfrí.
það er erfitt að horfa uppá þetta
Vonandi komnir í gang
Er ekki fullreynt með Nunez.
Hann getur ekkert !!! alveg farin hausinn á honum…
Mikið óskaplega væri gott að hafa alvöru 6. Endo er allt of kraftlítill leikmaður og er ekki að vernda vörnina eins og hann ætti að gera.
YNWA 🙂 þið eruð fyrstir til að yfirgefa liðið þegar þa gengur illa. Plast stuðningsmenn!
Engin búin að yfirgefa neitt! engin er yfir gagnrýni hafin…
Pollíana
Gagnrýni er eitt…. og á 100% rétt á sér.
En þetta dómsdagsblaður og svartagallsraus hérna er ekki gagnrýni.
Þetta er sjokkerandi frammistaða
Ég mundi ekki segja það, þeir eru allavega betri en gegn Atalanta. Ef þeir bara ná inn einu marki, þá held ég að þeir gætu snúið þessu við
Alveg er óþolandi hvað þessir sóknarmenn eru gersamlega steingeldir og að menn hoppi alltaf á Nunez því ekki hef ég séð neitt gott frá Salah eða Diaz búnir að vera algerlega ömurlegir.
Margt sem er ekki að virka. En Salah Nunez Diaz er bara alls ekki að virka. Skelfileg framlína.
Jæja er kannski ágætt að Klopp sé að hætta því ég held hann sé alveg búinn elsku kallinn og meira að segja leikmenn virðast ekki hafa trú á þessu lengur.
Þvílíka hrunið hjá fótboltaliði
Curtis Jones og Endo algjörir farþegar í þessum leik
þetta lið er algjörlega andlaust,, það er eitthvað sem er ekki að virka, það þarf mikið að breytast þarna.
Ja hérna hvað er hægt að segja. Þurfa koma grimmari í seinni og nýta færin.
Geta alveg unnið þennan leik.
Sorry en miðjan hjá okkur í dag er afskaplega döpur, Endo og Jones út á túni! Vörnin hriplek, Bradley slakur. Minnir um of á leikinn á fimmtudaginn, ef menn taka sig ekki saman í andlitinu þá fer þetta illa!
Held að ég sé búinn að sætta mig við það að Klopp hætti í vor.
Því miður já. það þarf að hrista upp í þessu.
Se ekki betur en við séum í sömu vandræðum með Palace og Atalanta. Útaf með Endu og inn með Szoboslai tilað fá meiri hraða og kraft á miðjuna. Þetta er búið að vera afleitt! Sýnist að þetta verðimupplegg allra liða gegn Liverpool hér eftir þvi það virkar fullkomlega.
Þetta er smá brekka sem vonandi klárast á jákvæðan hátt. Margir að spila undir getu og liðsframmistaðan alls ekki góð. Höfum átt færi sem er gott. Höfum verið að gefa bolta á miðjunni sem er slæmt. Endo ekki að heilla sem og Salah og reyndar fleirri. En lifum og vonum.
YNWA
Framlínan slök og miðjan í moði og lítið flæði.
Þetta er bara eins og að horfa á Space jam,menn hafa misst hæfileikana og FA,EL og deildin farið á 2 vikum – ótrúlegt.
Sælir félagar
Þessi framlína getur ekki skorað mark. Það má selja Salah og Darwin mín vegna. Nenni ekki að tjá mig um þessa vörn og miðju.
Það er nú þannig
YNWA
joda inn straxx í hálfleik !!!!
Myndi vilja sjá 3 skiptingar í hálfleik. Bradley út TAA inn enda út szoboszlai inn og salah út og jota inn.
City lenti undir 1 – 0 á móti þessu liði 6 apríl en rúlluðu svo yfir þá 2 – 4. Ég bíð spenntur eftir því hvernig okkar menn mæta til leiks í seinni hálfleik!
Róa sig, ekki öll von úti enn, Jota kemur ásamt Trent og Zobo og klára málið í seinni það vantar bara herslumuninn, héldu menn virkilega að Liverpool myndi valta yfir þetta fríska Palace lið ?
Zobo mættur sé ég.
Of auðvelt fyrir palace að spila sig í góða leikstöðu.
Lið okkar yfirspennt og ekki að höndla augnablikið í síðustu leikjum.
Ætla ekki að drulla yfir neinn enda ótrúleg staða að vera í eftir meiðsl lykilmanna á leiktíðinni, eitthvað verður þó að breytast í seinni.
Vantar gæði í allan okkar leik bæði með án með bolta. Verðum að vinna boltan oftar ofarlega á vellinum í pressu og ná að keyra á vörnina. Kemur vonandi í seinni. Hefði viljað breytingar á miðju og Jota í striker sem fyrst í seinni.
Koma svo.
Salah er inna er það ekki???
Vel spilandi CP er að taka okkur í R. Við þurfum að skrúfa hausinn Á
Hvernig stendur a þessu, eru allar lukkudísirnar búnar að yfirgefa okkur.
2 dauðafæri i leiknum og þetta Henderson viðrini alltaf fyrir
Nunez er inn í mqrkteig og með skot beint á hann… galið…
Hvað ætla menn að verja Nunez lengi??
Nýr þjálfari gæti hent honum út. en skelt á væng. who know. En striker er hann ekki.
Getur enginn neitt í þessu liði?
Erum við að heda okkur út úr tveim keppnum á einni viku. Við erum bara ekki betri og eigum ekki meira skilið.
Elliott og Jota breyta þessu……Salah týndur á hægri fer væntanlega uppá topp nuna
Ef við skorum eitt þá kemur annað vonandi þurfum við ekki uppbótartima
Held að það sé algjörlega sannað að við skorum ekki í þessum leik
Getum við skipt Jones útaf og selt um leið í sömu aðgerð? Spyr fyrir vin.
Má ég biðja um okkar frábæru, spólgröðu unglinga aftur í liðið? Getur ekki verið verra en þessir yfirborguðu, svokölluðu senior leikmenn!
Það er ótrúlegt að horfa upp á liðið svona lélegt.
Þetta var svakalegt… Það er orðið erfiðara og erfiðara að trúa…
Hvernig geta menn verið svona rosalega tognaðir í heilanum? Færanýtingin er eins og í drullubolta.
Dudek varsla 2005 hjá Allison……við vinnum þennan leik…TRÚA TRÚA TRÚA….
Ég skil ekki þessa færanýtingu. Þetta eru atvinnumenn í fótbolta. Jones skaut eins og hann væri í leðjubolta.
Búið, þetta er foucking búið þetta tímabil
Takk klopp og bless
Það góða við þetta að nú segir maður upp allri áskrift.
Carling cup tímabilið…
Serial bottlers staðreynd
Það er alltaf næsta tímabil!
Sagan endurtekur sig hjá Liverpool gegn Crystal Palace tíu árum síðar.
Hvernig er hægt að nýta færi svona illa!!!! Djöfulsins helvítis helvíti!!!!
Vörnin hjá Crystal Palace reyndar eins hjá AC Milan á gullaldarárunum og Henderson eins og Buffon þar fyrir aftan. Hvar var þetta gegn City um síðustu helgi?
Liðið hefur algjörlega farið á taugum einmitt þegar það er að styrkjast aftur og fá menn úr meiðslum. Van Dijk og Salah algjörlega brugðist sem leiðtogar á þessari síðustu viku. Þeir hafa reynsluna og eiga að draga liðið yfir línuna.
There is always next season!
Held að við höfum séð það í dag að það er bara fínt að Klopp sé að fara. Þessi spilamennska á tímabilinu á löngum fyrir neðan allar hellur. Í dag töpum við fyrir Palace á heimavelli og það vantar 8-9 leikmenn hjá þeim. Eiginlega ótrúlegt að vera í baráttu um titilinn eins og við höfum spilað. Þvílíka andlega skipan undanfarið. Höfum verið fá menn til baka úr meiðslum en spilamennskan áfram hörmung. Sjá svo Jones í færinu sem hefði getað breytt leiknum og komið okkur á toppinn. Vippa honum fram hjá! Maður skýtur ekki fram hjá einn á móti markmanni.Það getur enginn borið höfuðið hátt í síðustu leikjum. Gakpo var skástur í dag.