Stelpurnar heimsækja Bristol

Það er orðið svolítið síðan að kvennaliðið okkar spilaði, bæði kom landsleikjahlé þar inn í og svo bikarhelgi strax á eftir. En í síðasta leik mættu þær City og máttu lúta í gras, kannski viðbúið því liðið okkar er ekki enn komið á þann stað að þær geti farið að veita þessum efstu 2-3 liðum harðvítuga samkeppni. Þess leiks verður einna helst minnst fyrir það að Missy Bo náði 100 leikja markinu fyrir Liverpool, og þá kom Mia Leath inná í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það er því verið að veita akademíuleikmönnum sénsa á öllum vígstöðvum.

Núna kl. 11:30 mæta þær svo Bristol í deildinni. Bristol eru neðstar í töflunni með 6 stig á meðan okkar konur eru í 5. sæti með 29 stig, tveim stigum á eftir United í fjórða sæti. Þær munu etja kappi við Spurs á morgun, svo okkar konur hafa tækifæri til að komast upp fyrir þær í töflunni, vonandi ekki bara þangað til á morgun. En það verður að fylgja sögunni að af þessum 6 stigum sem Bristol hafa náð í, þá kom eitt þeirra gegn okkar konum á Prenton Park í desember. Það var að sjálfsögðu Amalie Thestrup sem skoraði mark Bristol gegn sínum gömlu félögum, en hún er heldur betur búin að finna fjölina sína í markaskorunardeildinni og er meðal efstu leikmanna í keppninni um gullskóinn. Amy Rodgers og Rachel Furness verða svo einnig í byrjunarliði Bristol, ekki svo langt síðan að þær spiluðu í Liverpool treyjum.

En svona stilla okkar konur upp, og það lítur út fyrir að Matt sé að skipta yfir í 433:

Micah

Parry – Clark – Fisk – Hinds

Höbinger – Nagano – Kearns

Kiernan – Roman Haug – Enderby

Bekkur: Laws, Koivisto, Daniels, Bonner, Leath, Holland, Lawley

Þær Niamh Fahey, Jasmine Matthews og Shanice van de Sanden eru allar frá vegna meiðsla, en þær tvær fyrstnefndu ættu að koma aftur til æfinga í næstu viku. Taylor Hinds byrjar sinn fyrsta leik frá því áður en hún meiddist. Leath fær aftur séns á bekknum, og verður gaman að sjá hvort hún fái aftur mínútur.

Þetta verður eini leikurinn í deildinni í dag, en af einhverjum ástæðum er hann bara sýndur á The FA Player en t.d. ekki á Viaplay. Látið endilega vita ef þið rekist á streymi annars staðar.

Núna væri rooosa gaman að ná í þrjú stig og fjórða sætið.

KOMASO!!!!

3 Comments

  1. Markið hjá Höbinger reyndist vera eina mark leiksins, svo það eru 3 stig í húsi.

    Næst eru það Chelsea á Prenton Park, megum reikna með erfiðum leik þar. Næstsíðasti leikur tímabilsins er svo þar á eftir, aftur heima á Prenton Park, og þá koma United konur í heimsókn. Gæti orðið úrslitaleikur um 4. sætið.

    3

Atalanta 0 – 1 Liverpool (3-1)

Heimsókn á Craven Cottage