Fulham 1-3 Liverpool

Mörkin

0-1 Trent Alexander Arnold (32.mín)

1-1 Timothy Castagne (45+2.mín)

1-2 Ryan Gravenberch (53.mín)

1-3 Diogo Jota (72.mín)

Gangur leiksins

Fyrri hálfleikur var nokkuð góður til að byrja með, nokkur færi í opnum leik fóru forgörðum eins og undanfarið og Fulham fékk nánast ekkert að vera með boltann. Það var töluverður ferskleiki sem lauk með marki Trent, beint úr aukaspyrnu. Eftir markið komst Fulham inn í leikinn og átti nokkur hálffæri þangað til þeir skoruðu rétt fyrir hlé. Kannski rétt að minnast á að skömmu fyrir markið var skyndisókn þar sem voru sex sóknarmenn gegn fjórum varnarmönnum. Það er löngu kominn tími á að teikna svona færi upp og taka þau fyrir á æfingasvæðinu því þetta er alveg rándýrt og eiga bara að vera nánast örugg mörk.

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, Fulham sá eiginlega ekki til sólar og Liverpool fékk slæðing af þokkalegum færum. Ég var farinn að halda að það væri ekki hægt að skora gegn Fulham nema með glæsimörkum þegar Diogo okkar Jota skoraði þriðja markið. Pressan var nokkuð góð og Fulham náði lítið að byggja upp sóknir, ekki einu sinni skyndisóknir. Skiptingarnar skiluðu ágætis ferskleika og sigrinum var siglt í örugga höfn.

Hverjir stóðu sig best?

Mér fannst Cody Gakpo og Luis Diaz vera mjög ferskir í sókninni þrátt fyrir að skora ekki, Jota var kannski sístur af þeim þrátt fyrir markið. Miðjan hvarf eftir markið frá Trent Alexander Arnold en náði svo góðum tökum á leiknum aftur í seinni hálfleik og lét þau tök ekkert af hendi restina af leiknum – en leikurinn datt aðeins niður eftir allar skiptingarnar. Vörnin var mjög stabíl og kannski lítið hægt að kvarta undan þeim í markinu.

Mörk hins vegar eru það sem telja og skipta mestu máli í fótbolta. Ég vel því Trent Alexander Arnold mann leiksins. Hann var með margar tilraunir til að senda sóknarmennina í gegn, skoraði glæsilegt mark og stóð vörnina vel að mestu.

Hvað réði úrslitum?

Gæðin í leikmannahópnum. Liðið réði lögum og lofum á vellinum meira og minna í 80 mínútur af þeim 100 sem voru spilaðar. Þetta var liðssigur sem gefur byr undir báða vængi í baráttunni framundan.

Hvað þýða úrslitin

Við erum með. Fimm úrslitaleikir eftir. 15 stig fara með okkur í 89 stig, það gæti dugað, en kannski ekki. Góð dreifing á álagi enda örstutt í næsta leik. Fleiri leikmenn að komast í leikæfingu eftir meiðsli.

Hvað hefði mátt betur fara?

Jöfnunarmark rétt fyrir hlé, slök leikstjórnun hefði alveg getað kostað meira en það gerði. Miðjan hvarf eiginlega eftir markið, Gravenberch og Elliot náðu ekki að halda dampi, hvorki sóknarlega né varnarlega. Höldum bara hreinu, þá vinnum við þessa leiki for crying out loud.

Næsta verkefni

Það er stutt á milli stríða. Næsta verkefni er grannaslagur gegn Everton á Goodison Park á miðvikudaginn. Þar kemur auðvitað ekkert annað til greina en sigur. Ég trúi!

 

28 Comments

  1. Salah og Nunez bekkjaðir og viti menn; þrjú mörk og þar af tvö úr opnum leik.

    Klopp veit hvað hann syngur.

    Toppbaráttan lifir. Áfram Liverpool!

    24
  2. Ég verð að koma hérna eftir að vera vælandi hérna unda farna leiki þá ætla ég að hrósa gakpo fyrir góðan leik í dag allt annað að sjá liðið og ein líklega umdeild skoðun Elliot er líklega besti miðju maður Liverpool en hvað með það haha frábær sigur lets gó

    12
  3. Loksins sætur sigur og 3 stig í hús. En súrt að horfa á stigatöfluna hafandi tapað fyrir CP á Anfield! Það sem það á eftir að bíta í lok leiktíðar!

    7
    • Tja, þetta sama Crystal Palace var að rassskella West Ham 5-1, svo eitthvað geta þeir.

      4
      • Mikið rétt en það sem ég er að fara er að City hefur ekki tapað leik síðan 6 desember! Þeir eru komnir í bílstjórasætið þar sem við vorum fyrir CP leikinn. Ég er ekki að sjá að City tapi stigum í þessum leikjum sem þeir eiga eftir = verða Englandsmeistarar í vor sem er gallsúrt þegar maður hugsar til CP leiksins á Anfield!

        4
  4. Skrifað fyrir leik.

    “Ég er sáttur með byrjunarliðið hjá Klopp og vona bara Gravenberch nýti tækifærið í byrjunarliðinu.

    Ég er bjartsýnn og spái 1-3 sigri í dag. Og við höldum í vonina.”

    Þetta er ekki búið. Jafnir Arsenal á toppnum. Og það virðist hugur í mönnum. Ég trúi.

    13
  5. Yndislegt, allt annað að sjá okkar menn.
    Frábært að fá TAA til baka.

    YNWA

    5
  6. Svolítið önnur líðan eftir sigurleiki en töp.
    Fannst fyrri hálfleikur slakur en sá síðari miklu mun betri.
    Góð mörk, góður sigur. Vel gert.

    4
  7. Þetta var fín leikur hjá okkur í dag.

    Mér fannst við betri með góða stjórn á leiknum og unnum sanngjarnan sigur.
    Oft hefur þetta verið svona = Miklu betri, fullt af færum en vinnum ekki af því að við erum ekki með nógu góða stjórn.

    Ég veit að þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir en mér fannst þetta Fulham lið ekki vera að fórna sér mikið í dag og virkaði eins og lið sem væri að bíða eftir sumarfrí en það þarf að klára svoleiðis lið líka og það gerðum við vel.

    Næsti leikur gegn Everton og við vitum að þeir elska að reyna að skemma fyrir okkur og væri gaman ef einhvern tæki tíman á því hversu lengi Pickford er með boltan í leiknum( ég giska á 10 mín ).

    6
  8. Hvernig værum við ef við værum stuðningsmenn neverton ? Klopp á sigurinn í dag, ég var efins fyrir leik, en ég er engin KLOPP. ELSKA LIVERPOOL ! áfram rauðir 🙂

    2
  9. Vá hvað ég hef beðið eftir Gakpo.
    Hann gæti orðið einn mikilvægasti leikmaður okkar nái hann sig í gang.
    Eða hann gæti orðið Keita II…

    3
  10. Ótrúlega gott að sigla þessum 3 stigum heim og Klopp breytti liðinu og tók stóra ákvörðun um að bekkja Salah og þá sem hafa verið slakir undanfarið. Og þeir breyttu engu með sinni innkomu.
    En næst er það everton sem munu leggja allt í sölurnar.

    7
  11. Loksins loksins unnum við leik!

    Algjörlega frábært að fá Trent til baka með þessa unaðslegu aukaspyrnu og kominn tími til. Eina málið er þá að koma Conor Bradley líka fyrir í liðinu. Kannski kemur það með nýjum stjóra sem notar þrjá miðverði? Og ungi Gravenberch stóð sig vel. Það er leikmaður þarna inni, hann þarf bara að fá meiri tíma og byggja upp reynslu. MacAllister er svo að verða algjör lykilmaður hjá Liverpool. Kannski er málið að gera hann að kafteini, því ég hef talsverðar efasemdir um leiðtoga-hæfileika van Dijk.

    Eftir þessa frammistöðu á Gakpo að fá að spila á vinstri vængnum næstu leiki. Diaz getur tekið hægri vænginn og Jota strikerinn eða þá Jota til hægri og Jayden Danns eða annar kjúklingur fyrir miðju. Darwin og Salah eiga að vera áfram utan (byrjunar)liðs það sem eftir er af tímabilinu.

    Salah er hættur og ég held mig við það sem ég sagði um daginn, það er löngu búið að segja honum að hann fái ekki nýjan samning… Darwin getur verið alveg hrikalega steiktur í hausnum, spilar bara á adrenalíninu og hefur alls ekki nægan sjálfsaga til að nýta færin. Ég vil samt ekki afskrifa hann alveg því það er mikil skemmtun að horfa á Captain Caos þegar hann er í stuði.

    Sólin skín loksins og liðið spilar betur! Ekki hægt að biðja um meira. 🙂

    6
  12. Mikið betra án Salah og Núnez…..halda þeim á bekknum og Klopp þarf að hafa pung til að halda Salah frá byrjunarliðinu í næstu leikjum því hann gerir ekkert nema að skjóta framhjá og skora í 10.hverju skoti.

    Everton næst og jafnvel Danns mætti koma inn í þeim leik. Ég veit ekki af hverju en ég hef bara misst alla trú á Salah kallinum.

    Everton næst!

    9
  13. Sælir félagar

    Sigur er sigur þó ekki hafi verið neinn glans yfir þessu. Liverpool hefur verið að skrapa botninn í frammistöðum sínum undanfarið en vonandi nær liðið þessum leik sem spyrnu upp á yfirborðið.

    Það er nú þannig.

    YNWA

    6
  14. Eitt atriði sem er vert að benda á er að bæði Endo og Szoboszlai eru vanir sex vikna vetrarfríi frá miðjum desember og út janúar í þýsku deildinni. Það gæti vel verið ástæðan fyrir því að þeir eru orðnir býsna máttlausir núna. Munar um minna. Sérstaklega er þetta áberandi hjá Szoboszlai sem er bara skugginn af því glæsimenni sem hann var í byrjun leiktíðar.

    Leikjaálagið í ensku deildinni með öllum bikarkeppnum og Evrópukeppnum er löngu komið fram úr öllu hófi og ekki batnar það við allan viðbótartímann í PL, sem gerir það að verkum að menn eru að spila 10-15 mínútur aukalega núorðið. Kannski ekki að undra að hálfu og heilu liðin eru á meiðslalistanum.

    3
    • Spurning þá um að fara að hætta með framlengingar í útsláttarleikjum og fara beint í vitaleppni?

      5
      • Já, það væri til bóta, held ég. Enginn tilgangur með þessum framlengingum.

        3
  15. Nú talað um að Amorim komi líklegast ekki til Liverpool ? hvað er eiginlega í gangi.
    Vona að þetta sé ekki rétt tel að hann hefði hentað vel í þetta verkefni líst ekkert á framhaldið ef við erum að fara í 3dja eða 4dja kost sem næsta þjálfara Liverpool.
    Er sporin of stór til fylla í eru menn hræddir við verkefnið ?

    6
    • Ragnar H, þetta er nú það sem maður er nú mest hræddur um. Ég tel nú mun meiri líkur á einhverjum wannabe gaur sem passi betur við veskið hjá FSG?

      Ég segi nú bara afhverju ætti alvöru þjálfari að vera hræddur við þetta verkefni?
      Ég vil alvöru þjálfara úr efstu hillunni sem passar við þá leikmenn sem við höfum, Ruben Amorim er spennandi kostur sem tikka þar í flest boxin. Ef farin verður einhver fáranleg leið í þessum þjálfaramálum gæti það kostað okkur flótta hjá okkar bestu mönnum og þar með er hryggsúlan farin úr liðinu. Við þurfum gæja á pari við Jurgen Klopp til að halda okkar bestu mönnum og líka til að trekkja að alvöru leikmenn til klúbbsins á næstu árum.

      Ég segi NEI við einhverri æfintýramennsku!

      4
  16. Kannski er þetta einfaldlega nú þegar frágengið við þann sem verður ráðinn. Hver veit.

    3
  17. Spurning um að drífa sig í að ná De Zerbi áður en annað lið tekur hann??? Alla vega ekki José Mourinho!!!!!

    3
    • Við þurfum bara að klára þetta með Rúben Amorim!
      Stjórn Liverpool veit hvað þarf að gera, borga klásúluna í samningnum hans og þar með er málið dautt.

      2
      • Souness, það er náttúrulega stóra spurningin?
        Í mínum huga er Liverpool er stór og spennandi klúbbur enn er eigandinn á sama leveli?

        1

Liðið gegn Fulham

Amorim ekki heldur á leiðinni?