Gullkastið – Byrjunin á endanum

Loksins sigur eftir hreint hræðilega viku hjá Liverpool.
Amorim er alls ekkert að koma til Liverpool, Arne Slot líklegastur núna! Eða hvað?
Derby slagurinn á morgun og West Ham í hádeginu á laugardaginn.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Bragi Brynjars formaður Liverpool klúbbsins

Hér er svo hægt að kaupa miða á Árshátíð Liverpool Klúbbsins 2024

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 471

6 Comments

    • Sigkarl……… hvað er það sem heillar þig við Slot?? Hvað hefur hann gert í 3ja liða deild í Hollandi sem heillar? Hafa hollenskir þjálfarar farið einhverja frægðarför til Bretlandseyja??

      2
      • úff segi ég bara..
        Man eftir einum öðrum gaur sem gerði góða hluti í hollandi…Ten Hag.

        Erum við virkilega komnir þangað ?

        3
  1. Ekki búinn að hlusta ennþá en hvernig væri að ná C. Palmer frá þessu ömurlega Chelsea liði? Enginn Evrópu keppni og liðsfélagarnir alltaf að reyna hrifsa boltann af þér þegar þú ert að reyna að víti. Salah út, Palmer inn.

    5
    • Að fá leikmann sem hélt með United í æsku, steig sín fyrstu skref með akademíu City, og spilar núna með Chelsea?

      Ekki það að ef hann vill spila fyrir Liverpool þá er mér drullusama um fortíð hans. En hann verður ekki ódýr.

      5
      • Nota Salah peningana. Verða ekki Che í veseni með ffp og þurfa mögulega að selja? Palmer, eins og flestir sem eru svona góðir, vilja CL bolta og það er eitthvað í að Che spili þar. Hann var að yfirgefa City, Man.U hafa ekki efni á honum og verða ekki í CL á næsta ári og Ars eru með góða menn í hans stöðu. Tilvalið að tjekka á þessu. Forward this message to Mr. Edwards, please.

        5

One Ping

  1. Pingback:

Amorim ekki heldur á leiðinni?

Everton – Liverpool (upphitun)