Liverpool 4 – 3 Chelsea

Það er alltaf gaman þegar stelpurnar okkar ná að vinna toppliðin, og þetta er þriðji leikurinn í deildinni í vetur sem þær vinna gegn efstu 4 (Arsenal, United, Chelsea). Síðustu mínúturnar voru sérdeilis villtar: staðan var 2-1 fyrir Liverpool á 80. mínútu, þá jöfnuðu Chelsea konur, en mínútu síðar náði Leanne Kiernan aftur forystunni, og staðan orðin 3-2. Chelsea ná AFTUR að jafna á 83. mínútu, en svo þegar það voru komnar 2 mínútur inn í uppbótartímann (sem reyndist vera 10 mínútur þegar upp var staðið) skoraði Gemma Bonner sitt annað mark í leiknum og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum. Þess má geta að fjögur mörk komu með skalla eftir hornspyrnu: upphafsmarkið hjá Chelsea, markið hjá Roman Haug, plús bæði mörkin sem Bonner skoraði og fagnaði þar með að ná 150 leikja markinu fyrir Liverpool.

Þessi úrslit þýðir tvennt: okkar konur fara inn í United leikinn á sunnudaginn jafnar þeim að stigum, en United eru reyndar með talsvert betri markatölu. Í lokaumferðinni mætast svo United og Chelsea annars vegar, og okkar konur mæta Leicester hins vegar. Baráttan um fjórða sætið er því í algleymingi.

Hins vegar þýða þessi úrslit að Chelsea eru nánast búnar að missa deildartitilinn til City, þær eru núna 6 stigum á eftir þeim og eiga aðeins einn leik til góða. Vissulega eiga Arsenal og City eftir að mætast… svo þetta er ekki búið endanlega fyrir þær, en City eru með betri markamun svo þær mega hreinlega tapa einum leik af þessum síðustu tveim sem eru eftir.

Staðan í deildinni er annars svona:

Við verðum svo að sjálfsögðu með umfjöllun um leik kvennaliðsins gegn United á sunnudaginn, en honum lýkur rétt áður en strákarnir okkar mæta Spurs á Anfield.

6 Comments

  1. Sælir félagar

    Ótrúlega vel gert hjá Liverpool stelpunum og meira en nokkur maður reiknaði með. Nú er bara að halda dampi og takka MU dömurnar í kennslustund eða eitthvað. Nei ég segi svona en gaman væri að vinna þær líka 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  2. Klopp fór algerlega á kostum á blaðamannafundinum fyrir Tottenham leikinn. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna hans og örugglega blaðamennirnir líka!

    3
    • Var að horfa á blaðamannafundinn og hugsaði nákvæmlega það sama, mikið óskaplega á ég eftir að sakna Jurgen Klopp. Þetta verður bara ekki eins skemmtilegt án hans.

      Hlakka til að sjá síðustu leikina og vona innilega nafn hans verði sungið hástöfum allan tímann. Maðurinn hefur skilað vinnu sem enginn annar hefði getað gert.

      5
  3. Er að horfa á arsenal leikinn, thats a really harsh penalty, thats a really harsh free kick to disallow that goal… munurinn á dómgæslu til að halda einu liði í topbaráttu og reyna henda öðru liði úr top baráttu.

    Hversu mörg moment Arsenal eru búnir að fá ” smá break í dómgæslu ” á þessu tímabili er furðulegt.

    á meðan önnur lið tala um, ég vona þetta verði góður leikur og dómarinn endar ekki sem main talking point eins og í síðstu 10 leikjum í röð hjá okkur.

    1

Stelpurnar taka á móti Chelsea

Tottenham á heimavelli – Verður hefndin sæt?