Í haust spiluðu þessi tvö lið leik sem markaði ákveðin vatnaskil. Ekki hjá liðunum tveimur heldur í umræðunni um notkun á VAR kerfinu. Það þarf ekki að rifja það upp við nokkrun Liverpool mann að mistökin í þeim leik voru með þeim verri sem gerð hafa verið í fótboltaleik.
Í storminum sem því fylgdi voru upptökur af samskiptum dómara í fyrsta sinn (að mig minnir) gerðar opinberar og vanhæfnin og skorturinn á fagmennsku var ótrúlegur. Það er ekkert eins og reiðin sem fylgir því að sjá liðið sitt dæmt úr keppnisleik og sú reiði brann í mörgum Liverpool manni. Klopp minntist á þenna leik í vikunni á blaðamannafundi, miðað við pirringin í okkur stuðningsmönnum er erfitt að ímynda sér hvað leikmenn og þjálfarar hugsuðu eftir leikinn.
Það var auðvitað ekki við Spursarana að sakast í þeim leik. En þvælan sem vall upp úr Ange eftir leikinn, um að lið þyrftu að sæta sig við að svona gerðist, fór öfugt ofan í marga. Sérstaklega þegar hún er borin saman við seinni orð hans þegar Spur lentu í svipuðum vandræðum. Það sem maður sér mest eftir er að reiðin yfir þessu máli var slík að kannski ef lið og stuðningsmenn hefður sameinast og krafist umbóta hefðu þær kannski orðið að veruleika. En ættbálkahatur fótboltans er mikið og þess í stað hélt kerfið áfram að rúlla á sama hátt.
Andstæðingurinn – Tottenham.
Þrátt fyrir að tvö töp síðustu vikuna hafi (nánast) gert út um meistaradeildardraum Tottenham, mega þeir heilt yfir vera ánægðir með tímabilið. Þegar þeir eiga fjóra leiki eftir eru þeir með jöfn mörg stig og þeir kláruðu mótið í fyrr með. Það þrátt fyrir að hafa tekið inn óþekktan stjóra og misst sína stærstu stjörnu.
Ange hefur sannarlega komið með ferskan blæ inn í ensku deildina. Hann, og liðið sem hann er að móta, minnir óneitanlega á ódýrari útgáfu af Liverpool. Hann er hress og opin við blaðamenn, óneitanlega of þrjóskur stundum og vill spila skemmtilegan hápressubolta. Hljómar þetta eitthvað kunnulega sem lýsing á þjálfara?
Líklega náði þrjóskan í honum einhvers konar hápunkti þegar liðið spilaði við Chelsea fyrr í vetur. Spurs voru orðnir tveimur færri í byrjun seinni hálfleiks en spiluðu samt með afar háa varnalínu og voru sundurtættir af nágrönnum sínum.
Fyrir tveim vikum leit út fyrir að Tottenham gæti gert fína atlögu að Meistaradeildarsæti. Klúbburinn hefur í allavega áratug, kannski meira, verið svona korter í að verða að topp fjögur liði sem er oftast í Meistaradeildinni. En það hefur þá ekki tekist að byggja upp þann stöðuleika sem þarf til að skila sætinu ár eftir ár. Síðan þeir töpuðu fyrir ákveðnu rauðklæddu liði í Madríd árið 2019 hafa þeir aðeins einu sinni náð inní Meistaradeildina.
Við hverju eru að búast á morgun? Erfitt að segja. Tottenham vilja spila hraðan og skemmtilegan bolta en þegar það misheppnast lýta þeir út eins og hauslausar hænur. Þeir voru líka í erfiðum leik við Chelsea (það er erfitt að ofmeta hversu mikið Spursarar hata Chelsea) á fimmtudaginn á meðan okkar menn fengu viku til að melta vonbrigði síðustu helgi. Líklega munu Tottenham þurfa að rótera mannskapnum meira en þeir vilja, sem er gott fyrir okkar. Það er líka þess vert að minnast á að í þessum leikjum alla jafnan mikið skorað, það þarf að fara aftur til 2015/16 til að finna 0-0 jafntefli. Það var líka fyrsti leikur Klopp með Liverpool.
Okkar menn
Það er erfitt að skrifa það, en þetta verður næst síðasti leikur Klopp á Anfield. Okkar menn þurfa þrjú stig til að gulltryggja þriðja sætið í deildinni. Þrátt fyrir vonbrigði síðustu vikna væri það frábær góður árangur fyrir lið sem er oft búið að vera með heild lið á meiðslalista og skipti út allri miðju sinni síðasta sumar. Eins spurningin verður hugarfar leikmanna. En mótmælum áhorfenda vegna miðaverð er lokið og því vera allir fánarnir á Kop stúkunni, vonandi að stemningin fylgji því.
Alisson verður auðvitað í markinu og Trent og Robbo sitthvorum megin. Maður er orðin algjörlega óviss hvort Konate eða Quansah byrji leiki með Van Dijk. Konate er klárlega betri, en framtíðin er bjartari fyrir unga manninn. Líklega byrjar frakkinn þennan leik en það væri ekkert óvænt ef Quansah fengi bara þessa leiki sem eftir eru.
Endo verður á sínum stað en það er erfitt að segja hverjir verða fyrir framan hann. Ætla að giska á Szobozslai og MacAllister.
Svo er það framlínan. Þrátt fyrir dramað um síðustu helgi, kannski vegna þess, er öruggt að Salah byrjar þennan leik. Sjálfur vil ég alltaf framlínuna Diaz-Nunez-Salah en Gakpo er líka góður kostur. Ætla spá þessu svona með öllum þessum varnöglum.+
Spá.
Þessi leikur verður einhver vitleysa. Leikar enda 3-3, Salah með tvennu og svo verður eitthvað langskot af miðjunni sem klárar markaskorið áður en Spurs jafna.
Að lokum vil ég þakka lesendum fyrir veturinn, líklega er þetta mín síðasta upphitun í ár svo ég óska ykkur gleðilegs sumars og að þið njótið þessara síðustu þriggja leikja Klopp í botn!
Van Dijk er meiddur.
Takk fyrir upphitunina. Bara svo það verði sagt, þá má Ange hoppa upp í afturendann á sjálfum sér.
Veit að margir vilja ekki dvelja við dómaramistök og líklega jafnast hlutirnir yfir tímabil að einhverju leiti en það er því miður sár staðreynd að ef markið hefði fengið að standa á móti Tottenham og við hefðum fengið réttmæt víti á móti Arsenal og Man. City værum við enn í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.
Vona svo að Klopp spili í dag þeim leikmönnum sem hafa sýnt baráttu og vilja að undanförnu. Hinir mega fara í sumarfrí mín vegna.
Og spáðu í því ef Rauði Herinn hefði verið með fulla orkutanka heima á móti Crystal Palace og úti á móti Everton, leikir sem á pappírunum áttu að vera 6 stig eða jafnvel 9 stig ef skytturnar í liðinu væru á skotskónum – en það eru víst alltaf þessi stóru EF………….
YNWA
……….. ef West Ham leikurinn er talinn með.
Takk fyrir skínandi upphitun.
Þrátt fyrir bætt gengi Tottenham m.v. í fyrra og brottför Kane, þá hlýtur seinni partur þessa tímabils að vera þeim vonbrigði. Þeir hófu leika af slíkum krafti og talað var um Ange sem einhvern töframann í bransanum. Núna eru þeir komnir aftur í sömu nagladekkjahjólförin á hraðbrautinni og fyrri tímabilin, lafandi undir fjórða sætinu, vantar alltaf herslumuninn góða.
Ég hefði viljað fá fulltrúa hvolpasveitarinnar aftur, ef einhver spyr mig. Eldmóð og áræðni. Ekki þessa þreytu og andlegu uppgjöf sem stóru kanónurnar virðast haldnar af.
Sá markasúpuna í gærkvöldi eftir leiki dagsins – Trossardinn kann þetta – viðstöðulaust og öruggt í hornið. Tala nú ekki um endurkomu Haalands – einfalt og klínískst. Ekki að ofhugsa hlutina eins og okkar menn hafa verið að gera undanfarið, senda boltann í dauðafærum, klappa honum aðeins of oft, tapa einbeitingunni. Þoli ekki að horfa á þetta.
Má ég biðja um eldmóð og áræðni í 90 mín. + uppbót?
Vonandi klárum við þessa þrjá síðustu leiki með sóma, svona í þakklætisskyni við Jurgen Klopp.
Það eru miklir óvissutímar framundan hjá klúbbnum. Ég styð ráðninguna á Arne Slott, enn tíminn verður að leiða það í ljós ef hann getur náð fram sama árangri og Jurgen klopp, því hann mun trúlega eins og Jurgen Klopp þurfa þurfa að standa í því einn og sér.
Ég ætla að spá Liverpool 3 – 1 sigri í dag.
Sigur í dag og það sem eftir er tímabils takk.
Takk fyrir þjónustuna í vetur Ingimar Bjarni
Fáum við kærkomna þrennu frá Nunez ?
Sælir félagar
Takk fyrir upphitunina Ingimar og allar hinar í vetur. Alltaf góður. Hvað leikinn varðar þá vil ég stórsigur. Ég vil að skjóðurnar sem ekki hafa nennt að leggja sig fram fyrir klúbbinn, stjórann og okkur stuðningsmenn sýni núna hvað þeir geta og af hverju liðið er búið að vera í efsta sæti lungann úr tímabilinu. Ég vil liðið sem Ingimar stillir upp og ég vil að leikmennirnir mæti til leiks frá fyrstu sekúndu af þeirri ástríðu og krafti sem í þeim býr. Liðið hefur fengið kærkomna hvíld og hefur undirbúið sig í langan tíma fyrir þennan leik. Sigur með 5 marka mun er mín krafa.
Það er nú þannig
YNWA