Gullkastið – Brot af því besta og versta

Skoðum hvað er í boði á leikmannamarkaðnum

Fínn sigur á Tottenham og mikið nær hinu raunverulega Liverpool en þó með kunnuglegum sjúkdómseinkennum. Hvar þarf Liverpool að gera breytingar á hópnum í sumar og hvaða leikmenn eru í færi á markaðnum? Framundan er svo næst síðasti leikur Liverpool undir stjórn Jurgen Klopp.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sigfinnur Þrúðmarsson

Hér er svo hægt að kaupa miða á Árshátíð Liverpool Klúbbsins 2024

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 473

Listar sem eru til umræðu í þættinum um það sem er í boði á leikmannarmarkaðnum og eins stöðuna á Liverpool liðinu

 

 

 

 

19 Comments

  1. Á eftir að hlusta en óskalistinn minn er inniheldur meðal annars Braithwaite, Olise og Isak. Burt með Darwin og selja Salah. Væri líka til í Eze. Væri rosalegt að ná í þá tvo frá Palace. Eze og Jones geta deilt sjúkrabekknum, bara passa að vera ekki meiddir á sama tíma. Udogie frá Spurs væri flottur í vinstri bak.

    2
    • Tigon, viltu sem sagt selja Salah en gefa Darwin. Og fá 2 frá C. Palace aðþví að þeir unnu mu í gær.
      Það er ekkert annað

      15
      • Gefa Darwin? Hvar sagði ég það? Nógu andskoti var hann dýr þannig að eitthvað fæst fyrir hann. Er svo hrikalega pirraður á honum eftir að hafa varið hann með kjafti og klóm.

        Selja Salah, já. Ef það er einhvern tímann tími til þess þá er það núna í sumar og fyrir fúlgu fjár.

        Ef þú hefur ekki séð Eze síðustu tvö tímabil og Olise í ár þá nenni ég ekki að útskýra fyrir þér af hverju þeir ættu að vera á innkaupalistanum.

        3
  2. Florian Wirtz borga glásúluna og ekkert ruggl vantar svona gæja með Mac á miðjun í stað Curtis J.
    svo þarf að kaupa í sóknina líka ef Salah fer en vill frekar góðan miðjumann.

    YNWA

    3
  3. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn og gaman að heyra í þeim bræðrum frá Höfn. Gegnheilir Púllarar þar á ferð eins og við mátti búast. Minn óskalisti er svona:

    Vörn: Brantwaite frá Everton, ungur og gríðarlega öflugur og verður algert skrímsli með tímanum og mundi um leið veikja bláliðana verulega
    Inácio, Sporting , ég veit ekki mikið um hann en hef heyrt að hann sé magnaður. Scalvini, Atalanta sýndi okkur hvað hann getur og bara 20 ára og á eftir að verða svakalegur

    Bakverðir: Ait-Nouri Wolves gríðarlega snöggur og áræðinn. Kerkes, Bournemouth afar álitlegur líka og mér finns við vera góðir hægra megin svo þessir vinstri bakverðir er nóg.

    Ég sé ekki ástæðu til að styrkja miðju/sókn mikið en Olise, C. Palace er magnaður og svo Kvaratskhelia hjá Napoli eru báðir þessir ungir og eiga bara eftir að verða betri og betri. Kudus væri líka mikið gleðiefni í leikmanna hópi Liverpool. Ég vil ekki Isak því hann er mikið meiddur og það er ekki á bætandi þann lista hjá Liverpool.

    Af leikmönnum sem meg fara mín vegna eru nottla Matip, Thiago og Adrian að fara sem er gott en með þeim ættu að vera Tsimikas bara ekki nógu góður, Jota alger meiðslapési, Jones líka mikið meiddur, Endo varla nógu góður og svo má pæla í hvort Konate er ekki of mikið meiddur og svo virðist sem Quansah sé kominn fram fyrir hann. Það er líka spurning með Diaz þann dugnaðarfork því það virðast ekki vera mörg mörk í honum. Nunez vil ég hafa áfram því það eru mörk í þeim strák og þau eiga eftir að koma, sanniði til. Með Gomes er ég svona beggja blands. Þetta eru mín “tvö pens” svona fljótt á litið.

    Það er nú þannig

    YNWA

    8
  4. Ég myndi helst vilja að þessir færu á lán í gott lið þar sem þeir fengju alvöru tækifæri á að taka næsta skref.
    Ramsey, Bajcetic, Morton, Danns og Doak.

    Selja þessa
    Konate, Tsimikas, Jones, Jota því miður er hann bara alltof oft meiddur, og taka stöðuna á Salah hvort hann vilji semja upp á nýtt og taka annað tímabil. Svo er það er blessaður Nunez, selja ef það fæst alvöru peningur fyrir hann.
    En númer 1.2 og 3 er að semja strax við Trent sem er okkar lykilmaður og framtíð félagsins.

    Fá inn unga spennandi leikmenn sem hafa þó sannað sig.

    3
  5. Ekki skrifa ég mikið hér en aldrei myndi ég vilja fá nokkurn leikmann frá everton svo Brantwaite frá everton finnst mér ekki góð hugmynd !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    5
  6. Selja nunez sama hvað fæst, hann er vonlaus.

    Salah fær nýjann samning, sé ekkert vit í að selja hann, hugsa að innkoma úr varningi með hans nafni dekki hans kostnað á ári, hann ætti að klára ferilinn og enda svo við að starfa fyrir klúbbinn.

    Fá inn einn topp klassa sóknarmann sama hvað hann kostar, styrkja vörnina, vantar ekkert á miðjuna, okkur vantar alvöru sóknarmamn sem nýtir færin og hittir markið.

    En til að segja mína tilfinningu þá held ég að lítlar breitingar verði gerðar í sumar, jafnvel enginn inn.

    2
  7. Í mínum huga miðað við ca óbreyttan hóp……..ef það kemur einn leikmaður þá myndi ég vilja góðan djúpan miðjumann. Ef við fáum tvo þá myndi ég þiggja góðan meiðslalausan miðvörð. Síðan er það stóra spurningin hvort einhverjir af fyrstu 11-16 yfirgefi hópinn og þá þarf mögulega að bregðast við á annan hátt. Vonandi leiða nýir menn okkur frammávið og hafa gæfu til að byggja ofan á það sem nú þegar er til staðar. Ef það gengur eftir þá er framtíðin björt.
    YNWA

    2
    • Glatað……horfði á síðustu 20min hjá Leverkusen frábærir á móti Roma…..áhugavert að sjá þá takast á við Atalanta….

      4
  8. Ég var að kíkja á markaskorunartöfluna í PL.

    Jafnir í fimmta sæti með 18 mörk eru Mo Salah og Dominic Solanke. Pæliði í því.

    Ekki datt mér í hug að Solanke ætti eftir að springa svona út með Bournemouth. Gaman að sjá hann blómstra. Kerfið hjá Iraola virðist henta honum rosalega vel.

    1
  9. Ward að koma aftur til Liverpool ? hvað er að gerast..Edwards kominn aftur og núna hann.

    1

Liverpool 4 – 2 Spurs

Julian Ward líka kominn til baka