Síðasti útileikur Klopp er gegn Aston Villa
Fyrsti útileikur Klopp með Liverpool var 17.okt 2015 og var það 0-0 Jafntefli gegn Tottenham en maður sá strax áhrifin sem hann hafði á liðið. Leikmenn hlupu úr sér lungun í þeim leik og er fræg mynd af Lallana nánast detta í fangið á Klopp þegar hann var tekinn út af í lokinn alveg búinn á því.
Svo sem ekki mikið sem kemur á nemað að Andy er líklega meiddur.
Ef mig misminnir ekki þá hefur okkar mönnum gengið nokkuð vel á Villa Park í gegnum árin. Villa menn í stressinu að tryggja sér meistaradeildarsætið, frískur Rauður her nýtir sér það og vinna 1 – 3.
YNWA
Hafi þið ekki áhyggjur af miðjunni.
Vá hvernig fór hann að þessu lol
Þetta útilokar þá alveg 90 mínútur af væli.
Afhverju leyfa þeir honum að labba nánast inní markið hjá okkur.
Lélegur varnarleikur
Hvar var miðjan.
Hvenær hefði þetta mark fengið að standa hjá Liverpool, samanber Endo í varnarveggnum,
Úna sést að þetta lið okkar var ekki meistaraefni. Vantar klárlega skapandi miðjumann.
Ég hata VAR svo mikið.
5 mín að reyna teikna línur
Sammála, meira ruglið! Láta sóknarmenn njóta vafans og málið dautt! Fleiri mörk, meiri skemmtun, áhorfendur og leikmenn fá um leið að fagna fyrir alvöru þegar mörk eru skoruð!
Miðja með Endo, Elliott og MacAllister er svakalega hæg
Hörkuleikur í gangi.
Andstæðingarnir aldrei þessu vant stressaðri en okkar menn.
Verður þetta leikurinn þar sem Gomezinn skorar loks?
Þessi hraðaupphlaup okkar.
Quansah stendur sig virkilega vel. Sá hefur tekið framförum.
Heldur betur!!!
Og mark í kaupbæti!
Finn hvergi upplýsingar um af hverju Robbo er fjarverandi.
Hafið þið heyrt eitthvað?
Smá hnjask á Robbo.
Ok takk.
Þetta er ekki fyndið hvað andstæðingar geta vaðið í gegnum miðjuna okkar og upp að markinu. Væri nett pirraður ef Núnezinn okkar heði brennt af í þessum tveimur xG + + færum sem þeir fengu í fyrri hálfleik.
Jæja hvað vantar í þetta lið okkar?
Allir saman:
1, 2, 3…
AFTURLIGGJANDI MIÐJUMANN!!!
Jessör.
Búið að vanta afturliggjandi miðjumann í tvö tímabil því Fabinhio var í fyrra álíka og Casemiro er búinn að vera hjá United í vetur. Hræðilegur.
Geggjað mark hjá Quansah
rangastaða allan daginn og allt kvöldið
Þetta er rosalegur leikur.
Langar að sjá Szobo Nunez og Jones koma inná.. .
Ekki sannfærður um rangstöðu þarna á 58min. Markið hefði átt að standa.
Af hverju sulturnar í VAR-herberginu sleppa því að draga rangstöðulínu í fjórða marki okkar skil ég ekki. Ég er alls ekki viss um að Diaz hafi verið rangstæður.
Líkt þessu liði okkar. Gefa skítamörk.
Allister búinn að gefa 2 færi á 2 min. Gott að heyra þulinn á simanum fagna hveru marki hjá Villa eonsog sonur hans hefði skorað . Þegar Liverpool skorar er einsog sonur hans hafi skorað sjálfsmark.
Ahaha litla hrunið hjá Liverpool
Enn og aftur þetta lið. Nú töpum við þesdum leik.
Er þetta klaufalegasta Liverpool lið sögunnar.
Liðið endar í þriðja sæti, hvaða heimskulega innlegg var þetta!
Samt klaufalegir í sínum aðgerðum, hvort sem er í vörn eða sókn.
Talandi um sultur……. hvaða dúttl er þetta í varnarleiknum hjá okkur í marki 2 hjá Villa?! Meira helv…. fokking fokk! Botninn dottinn úr leik okkar manna við 4falda skiptingu!!
Að taka bestu menn liðsins út af; Elliott, Diaz og Gakpo, hefur áhrif.
Geggjaður leikur…..kemur sigurmark
Svakalega er ég orðinn þreyttur á Salah. Ekkert í gangi
HA! Kom Curtis Jones inná?? Var að sjá hann í mynd!