Liðið gegn Villa

Síðasti útileikur Klopp er gegn Aston Villa

Fyrsti útileikur Klopp með Liverpool var 17.okt 2015 og var það 0-0 Jafntefli gegn Tottenham en maður sá strax áhrifin sem hann hafði á liðið.  Leikmenn hlupu úr sér lungun í þeim leik og er fræg mynd af Lallana nánast detta í fangið á Klopp þegar hann var tekinn út af í lokinn alveg búinn á því.

Þetta er liðið í dag.

Svo sem ekki mikið sem kemur á nemað að Andy er líklega meiddur.

39 Comments

  1. Ef mig misminnir ekki þá hefur okkar mönnum gengið nokkuð vel á Villa Park í gegnum árin. Villa menn í stressinu að tryggja sér meistaradeildarsætið, frískur Rauður her nýtir sér það og vinna 1 – 3.

    YNWA

    4
  2. Afhverju leyfa þeir honum að labba nánast inní markið hjá okkur.
    Lélegur varnarleikur

    3
  3. Hvenær hefði þetta mark fengið að standa hjá Liverpool, samanber Endo í varnarveggnum,

    2
  4. Úna sést að þetta lið okkar var ekki meistaraefni. Vantar klárlega skapandi miðjumann.

    2
    • Sammála, meira ruglið! Láta sóknarmenn njóta vafans og málið dautt! Fleiri mörk, meiri skemmtun, áhorfendur og leikmenn fá um leið að fagna fyrir alvöru þegar mörk eru skoruð!

      3
  5. Hörkuleikur í gangi.

    Andstæðingarnir aldrei þessu vant stressaðri en okkar menn.

    Verður þetta leikurinn þar sem Gomezinn skorar loks?

    2
  6. Finn hvergi upplýsingar um af hverju Robbo er fjarverandi.
    Hafið þið heyrt eitthvað?

  7. Þetta er ekki fyndið hvað andstæðingar geta vaðið í gegnum miðjuna okkar og upp að markinu. Væri nett pirraður ef Núnezinn okkar heði brennt af í þessum tveimur xG + + færum sem þeir fengu í fyrri hálfleik.

    Jæja hvað vantar í þetta lið okkar?

    Allir saman:

    1, 2, 3…

    AFTURLIGGJANDI MIÐJUMANN!!!

    Jessör.

    5
    • Búið að vanta afturliggjandi miðjumann í tvö tímabil því Fabinhio var í fyrra álíka og Casemiro er búinn að vera hjá United í vetur. Hræðilegur.

      4
  8. Ekki sannfærður um rangstöðu þarna á 58min. Markið hefði átt að standa.

    3
  9. Af hverju sulturnar í VAR-herberginu sleppa því að draga rangstöðulínu í fjórða marki okkar skil ég ekki. Ég er alls ekki viss um að Diaz hafi verið rangstæður.

    9
  10. Allister búinn að gefa 2 færi á 2 min. Gott að heyra þulinn á simanum fagna hveru marki hjá Villa eonsog sonur hans hefði skorað . Þegar Liverpool skorar er einsog sonur hans hafi skorað sjálfsmark.

    5
    • Liðið endar í þriðja sæti, hvaða heimskulega innlegg var þetta!

      • Samt klaufalegir í sínum aðgerðum, hvort sem er í vörn eða sókn.

        1
  11. Talandi um sultur……. hvaða dúttl er þetta í varnarleiknum hjá okkur í marki 2 hjá Villa?! Meira helv…. fokking fokk! Botninn dottinn úr leik okkar manna við 4falda skiptingu!!

    3
    • Að taka bestu menn liðsins út af; Elliott, Diaz og Gakpo, hefur áhrif.

      6

Upphitun: Aston Villa á útivelli

Villa – Liverpool 3-3 Loka útileikur Klopp