Upphitun: Aston Villa á útivelli

Þá er komið að síðasta útileik í stjórnartíð Jurgen Klopp hjá Liverpool. Við mætum þar Aston Villa sem hafa verið ógnarsterkir á sínum heimavelli í ár og geta með sigri í kvöld tryggt sér Meistaradeildarsæti á næsta ári sem væri gríðarlegur árángur fyrir Villa. Fyrri leikur liðanna á Anfield sem fór fram í fjórðu umferð var líklega okkar besti leikur í vetur þegar við unnum 3-0 sigur með mörkum frá Szoboszlai, Salah og sjálfsmarki frá Cash.

Liðin tvö koma bæði inn í leikinn í smá lægð, okkar menn búnir að detta úr Evrópudeild og titilbaráttu á síðusu vikum og Villa töpuðu undanúrslitaleik Sambandsdeildarinnar því verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta stemmd í leikinn. Villa er að reyna að halda Spurs fyrir neðan sig og okkar menn að reyna klára tímabilið með sæmd.

Það er svo auðvitað þegar það er að engu að keppa að meiðslalistinn lítur vel út. Þar eru bara fastamennirnir Thiago, Matip og Jota meðan aðrir eru heilir og tilbúnir að taka þátt í kvöld.

Ég ætla að skjóta á að við sjáum þetta lið frá Klopp á eftir. Okkar besta varnarlína og Elliott, Macca og Szoboszlai þar fyrir framan þar sem Endo og Jones hafa verið mjög slakir að undanförnu. Fremstan vill ég sjá Nunez í síðustu tveimur leikjunum og vona að hann nái að pota inn einu til tveimur mörkum fyrir lok tímabils og fari með smá sjálfstraust inn í sumarið því ég vil sjá hann áfram og ein helsta ástæðan fyrir því að með Edwards kominn aftur að sjá um félagsskipti trúi ég því að ef Nunez væri að gera það sama hjá öðru liði yrði hann okkar helsta skotmark í sumar. 24 ára sóknarmaður sem lítur nánast alltaf út fyrir að vera hættulegur búinn að koma að 31 marki í öllum keppnum og færi á undirverði þar sem hann hefur klúðrað aragrúa af færum. Ég held að þetta væru kaup sem myndu heilla Edwards og mig langar að sjá hvað hann getur fært okkur undir handleiðslu Slot.

Spá

Ég spái 1-1 jafntefli í frekar daufum leik. Watkins heldur áfram að skora en Salah jafnar leikinn fyrir okkar menn.

3 Comments

  1. Góðan daginn félagar og takk fyrir upphitunina Hannes. Ég ætla rétt að vona að leikmenn séu tilbúnir að leggja allt í sölurnar í tveimur síðustu leikjum Klopparans í bili í það minnsta og sigla heim þeim sex stigum sem í boði eru í þeim leikjum. Ég ætla að spá sigri í kvöld en þetta verður erfitt segi 2-1 eftir að hafa lent undir snemma leiks (sem gerist nánast aldrei eða þannig) Nunes og Salah með mörkin og Watkins mun væntanlega setja fyrsta markið. Njótum saman til loka og ég minni á að þetta er ekki búið fyrr en það er búið en líklega verðum við að sætta okkur við 3ja sætið héðan af og að venju kemur alltaf næsta season

    2
    • Skiptir engu þó við vinnum eða töpum, erum fastir í 3 sæti, getum ekki náð 2 sæti og getum ekki endað í 4 sæti.

      Þessir 2 síðustu leikir skipta engu máli.

  2. Þessir tveir leikir skipta auðvitað engu máli varðandi stöðuna í deildinni, en við poolarar viljum samt alltaf sjá liðið okkar spila vel og vinna leiki, nokkuð sem hefur gengið alltof illa síðustu vikur. Í hreinskilni sagt hefur okkar elskaða lið verið að bregðast okkur á örlagastundum og það hefur pirrað mig og aðra.

    3

Julian Ward líka kominn til baka

Liðið gegn Villa