Gullkastið – Arne Slot og þjálfarakapall

Tókum aðeins snúning á því hvað Arne Slot hefur verið að gera undanfarin ár, hvaða áhrif hann hafði á Feyenoord og hvernig núverandi hópur Liverpool gæti hentað hans hugmyndafræði. Eins tókum við snúning á slúðrinu en öfugt við stundum áður á þessum árstíma er töluvert meira slúður tengt þjálfaramarkaðnum en leikmannamarkaðnum og nokkuð fróðlegar vikur í vændum hvað stjórastöðu nokkurra stórra liða varðar.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 476

Hópurinn sem Slot fær hjá Liverpool

13 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir gott spjall og þó Maggi og Einar séu góðir þá vantar mikið þegar Steini er ekki með. Það verða alltaf betri umræður með þremur en tveimur þó góðir séu og hver sem í hlut á.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • Mér fannst einmitt svo gott flæði í þessu samtali og báðir mjög vel að sér í þessum málefnum.

      Ég er samt áfram áhyggjufullur yfir komandi tímabili. Það verður ótrúlega erfitt að taka við þessu liði eftir Klopp. En á sama tíma verður að halda liðinu á tánum. Það er ekkert sem heitir aðlögunartimabil.

      Áfram Liverpool!!

      2
  2. Áhugaverðar pælingar varðandi framtíð einstakra leikmanna og hvernig áherslur Arne Slot munu hafa áhrif á hlutverk og þróun leikmanna næsta tímabil.

    Ég er sannfærður um að það verða teknar einhverjar stórar ákvarðanir sem hreyfa við okkur stuðningsmönnunum. Leikmenn sem hafa verið í stórum hlutverkum eða hefur verið ætlað stórt hlutverk munu hverfa á braut eða verður ýtt aftar í röðina varðandi hlutverk í liðinu.

    Nýtt stjórnendateymi hlítur að koma inn – leggja p*nginn á borðið og gera erfiðar breytingar sem talið er þörf á til að koma liðinu aftur á þann stall sem það var (90+ stig í deild og langt útsláttarkeppni meistaradeildarinnar). Þarna eru menn að fara að verða ísskaldir, ákveðnar tengingar og tilfinningar gagnvart leikmönnum eru nú rofnar þar sem nýjir aðilar eru við stjórnvölinn frá A-Ö.

    Mínar pælingar varðandi einstaka leikmenn:

    Darwin Núnez:
    Við Liverpool stuðningsmenn höfum ekki óskað þess neitt heitar en að þessi drengur nái að taka leik sinn á næsta “level” og verða heimsklassa framherji. Hann hefur fengið magnaðan stuðning og ótal mínútur til að verða stórstjarna – nú eru komin tvö heil tímabil og hann 25 ára. Hann er því miður langt frá því að vera heimsklassa framherji. Blákalt, þá er því miður en um að ræða “hráan” leikmann sem gerir ótal mistök í leik sínum.

    Þegar tilfinningasveiflurnar varðandi þennan dreng eru lagðar til hliðar og stuðningsmenn horfa heildstætt á þessi tvö tímabil þá hafa þessi kaup einfaldlega reynst okkar liði ansi illa.
    Tilfinningasveiflurnar hafa verið þannig að hann sé snillingur og væntingarnar skrúfaðar upp, t.d. eftir Newcastle leikinn. Síðan eru aðrir leikir þar sem hann gerir stuðningsmenn brjálaða en því miður eru þeir leikir of margir og jafnframt hef ég enga lyst á því að rifja þá upp.

    Ég ætla ekki að fara að kafa ofan í tölfræði og finna einhverja undirliggjandi þætti sem rökstyðja góða eða slæma þætti í leik hans.

    Það sjá það allir sem horfa á hverja einustu mínútu af Liverpool leikjum að leikmaðurinn klúðrar ítrekað RISA færum, virðist enga tilfinningu hafa fyrir tímasetningu hlaupa og staðsetningum og er því sífellt rangstæður og ákvarðana takan í upphlaupum og á síðasta þriðjungi er allt of oft hræðileg.

    Vondu fréttirnar í þessu er að bætingin milli tímabila í deildinni hefur verið lítil sem engin !
    Í reynd er hann oftar rangstæður og klúðrar fleiri stórum færum.

    Tímabilið 2023/2024:
    Mörk: 11
    Stoðsendingar: 8
    Big chances created: 11
    Big chances missed 27
    Off sides 33.

    Tímabilið 2022/2023:
    Mörk: 9
    Stoðsendingar: 3
    Big chances created: 11
    Big chances missed 20
    Off sides 17.

    Jafnframt lítur það við okkur þannig út á við að hann hafi ekki hausinn/karakterinn í það að leiða sóknarlínu Liverpool með þeirri pressu og fótboltagreind sem í það þarf.
    Skoðum bara mörkin hans í vetur, tímapunktur og á móti hvaða liðum. Hann skorar hreinlega varla mark gegn betri liðunum og þegar pressan er sem mest.
    Nánast öll mörkin hans í vetur koma gegn Burnley, Nott Forrest, Sheffield United og Brentford. Náði hins vegar að setja tvö á móti Newcastle og eitt á móti West Ham og þá er það upptalið í topp 10. Jafnframt er hann aðeins með 1 mark í síðustu tíu deildarleikjum en mínútunum fækkaði auðvitað verulega í síðustu fimm leikjunum.

    Það er engin tilviljun að þessi drengur skítur stanslaust í stöngin eða sláin út yfir heil tvö tímabil. Þessi söngur okkar um að nú hlýtur þetta að fara að vera stöngin inn er svo mikil einföldun og miklar fals vonir. Tvö heil tímabil er ekki óheppni eða tilviljun !

    Ef Darwin Núnez verður settur sem aðal framherji Liverpool í vetur þá er ég skíthræddur um að það gæti endað sem fyrsti naglinn í líkkistu Arne Slot. Það er ekki hægt að treysta á Jota yfir heilt tímabili til að stíga inn í og leiða framlínu liðsins.

    Teymi Liverpool verður að finna heimsklassa framherja til þess að ná þeim árangri sem er vænst af liðinu. Hvort sem það er markaskorari eða Bobby Firmino týpan.
    Í því felst að annað hvort þarf að selja Darwin eða setja hann í það hlutverk og að koma inn á í leikjum til þess að brjóta þá upp og valda vandræðum með krafti sínum og djöfulgangi.

    Mínar væntingar eru að hérna verði eitthvað gert og hér sé einna mest þörfin á breytingum til þess að brjóta upp þennan vítahring sem sóknarlínan er í með færanýtingu sína.

    Ibou Konate:
    Endalaus meiðsl og líður ekkert sérstaklega vel með boltann í uppspilinu. Þegar hann helst heill þá hefur hann nánast alltaf sýnt að hann er heimsklassa varnarmaður, þangað til í lok síðasta tímabils.
    Það er í fyrsta skipti sem ég man eftir að Konate var eða tengja saman marga vonda leiki í röð.
    Geggjaður leikmaður en hrikalega erfitt að þurfa alltaf að eiga við að brjóta upp miðvarðaparið til að ná stöðugleika í varnarleiknum.

    Hér held ég að það verði áhersla á að fá inn örfættann miðvörð vegna meiðslasögu Ibou og vandræða hans í uppspilinu. Ekki viss um að hann verði seldur en hans hlutverk verði 3-4 kostur í vörn en myndi hann sætta sig við það ?

    Curtis Jones:
    Hans stöðugleiki felst í því að vera reglulega meiddur og koma ryðgaður til baka og taka nokkra leiki til að koma sér af stað – og ná síðan alltaf 3-4 leikjum góðum og meiðast síðan aftur.
    Söngurinn um “hvað ef” hann helst heill … úfff !!! Keita, Ox, Thiago … hvað sungum við þennan söng lengi varðandi þessa leikmenn ?
    Sagan segir okkur að hann hefur ekki skrokk í að haldast heill og það er ekkert sem segir okkur að það muni breytast.
    Hans hlutverki ætlað sem einn af þremur fyrstu miðjumönnum eða fyrsti kostur inn verður að ljúka strax.

    Fáum inn grjót harðann djúpan miðjumann með þá eiginleika sem henta leikstíl Slot. Ef Jones væri ekki Scouser þá held ég að hann yrði seldur í sumar.

    Salah:
    Er hann á leiðinni hratt niður hæðina ? Er þetta mómentið til að selja hann ?
    Í fyrsta skipti á sínum ferli hjá Liverpool þá hefur Salah tengt saman fjölda leikja og langt tímabil þar sem hann hefur litið getað og hreinlega litið illa út (febrúar til maí).
    Gæjinn er búinn að vera ómannlegur öll þessi ár hjá Liverpool og ALLTAF skilað heimsklassa tímabili – þangað til núna.

    Ég gæti alveg trúað því að ýmislegt sé að gerast bakvið tjöldin og ákveðinn póker sé í gangi.
    Slúður frá Liverpool um endurnýjun samnings og Salah talar um næsta tímabil.
    Eru mögulega báðir aðilar í einhverskonar leikþætti þar sem Liverpool vill ekki koma út sem sá aðili sem lét Salah fara eða ýtti honum út og Salah vill ekki koma út sem goðsögnin sem krafðist þess að fara (hvað þá fyrir peningana í Arabíu).

    *
    Þetta eru stærstu “shockerarnir” sem ég gæti séð í sumar.

    1. Darwin út og heimsklassa framherji inn.
    2. Salah út.
    3. Djúpur miðjumaður keyptur (mun það virkileg gerast?). Jones ætlað aukahlutverk.
    4. Konate út eða 3-4 kostur og heimsklassa miðvörður inn (örvfættur).

    Ég spái því að tvennt af þessu gerist.
    – Mín ósk er nýjan framherja inn fyrir Darwin og selja hann.
    – Djúpan miðjumann og Jones ætlað aukahlutverk.

    20
    • Er alveg sammála þér Hákon. Finnst Konate alltaf virka frekar „clumsy“, tekur þetta meira á kröftum og stærð heldur en tækni. Má eflaust kenna því um að hann er alltaf að koma sér í spilaform og úps, meiddur. Sama með Jones Það er eitthvað við hann sem fer í taugarnar á mér, þetta endalausa klapp með boltann. Hef stundum á tilfinningunni að hann haldi að hann sé aðeins betri en hann er og svo er boltinn hirtur af tánum á honum og úps, meiddur.
      Selja Salah á meðan einhver vill borga sæmilega vel fyrir hann og kaupa góðan framherja (sem liggur kannski ekki á lausu). Veit ekki með Darwin, mjög fljótur og öllum langar að hann springi út en……

      1
    • Ég er ekki sammála með Nunez hann býr til svo mikið til fyrir samherja sína með hraða og krafti sínum og svo má ekki gleyma því að hann kom að 19 mörkum á tímabilinu og er að koma sér í færinn þótt hann sé stundum í krummafót fyrir framan markið.
      Hvað hina varðar þá hef ég trú á að þegar þeir eru lausir við djöfulskapinn í Klopp og æfingarálagið hjá honu, það sem maður hefur heyrt af Arne Slot er að hann passar betur uppá mannskapinn.

      4
    • Spot on með Darwin pælingar. 33 offsides? Hefði haldið þrefalt meiri. Brósi bettaði yfir einum leiknum að hann myndi verða offside 6x. Hann var offside 5x í fyrri hálfleik 🙂

      Jones er of ungur til að afskrifa. Það yrði glæpsamlega dýrt að missa hann annað þar sem hann myndi brillera.

      Hausinn á Konate var kominn á EM eftir að titillinn var úr augsýn. Hann er algjört beast á sínum degi. Verður key man undir Slot.

      Salah er living legend en já, nú er tíminn til að selja. T.d. yrði mjög spenntur að sjá Olise eða Palmer koma sem statement kaup á hægri kantinn. Palmer yrði líka frábær sem tía í Slot leikkerfi.

      1
  3. Ég er algjörlega sammála öllu sem Hákon skrifar hér að ofan, en tel nokkuð víst að Curtes Jones sé ekki á förum frá Liverpool í sumar. Ég myndi samt ekki sakna hans.

    4
    • Sælir félagar

      Ég trúi ennþá á Darwin og vil halda honum. Að öðru leyti sammála síðustu ræðumönnum.

      Það er nú þannig

      YNWA

    • þrjóskan í Klopp með að spila Jones undir lok tímabilsins reyndist dýrkeypt. Frammistöður hans gegn Atalanta, Palace og Everton eru með þeim verstu sem ég hef séð frá miðjumanni í Liverpool búning.

      5
  4. Smá útursnúningur en fréttir. Couthino á leið til Vasco þar sem hann er uppalinn. Fæ því að sjá hann á vellinum, Maracana, í Rio. Var frábær fyrir Liverpool á sýnum tíma. Okkar fjölkyldunnar lið í Brasilíu er einmitt Vasco.

    4
  5. Aldrei þessu vant á ég eftir að hlusta á Gullkastið heilum sólarhring eftir að þátturinn er sendur út, en hef lesið kommentin.

    Margt til í þessu hjá Hákoni og auðvelt að taka undir hans sjónarmið. Annars er erfitt að skilgreina tilfinninguna sem greip mann við áhorf leikja á nýliðnum vetri. Manni fannst liðið stundum svolítið kærulaust og skorta einhvern stálaga og yfirvegun sem þarf til að sigla sigrum í höfn í þessari deild. Líkt og liðið gerði of oft ráð fyrir að fá þúsund færi og því væri í lagi að klára ekki sóknir með 100% einbeitingu. Sem er náttúrlega ekki í lagi. Liverpool liðið er ekki mikið síðra en City, nema City fara að jafnaði ekki svona með færin sín og þó ljótt sé frá að segja þá virðist þessi þáttur í leik þeirra vera orðinn þroskaðri heldur en hjá Liverpool. Þessi sigurvegarareynsla.

    Svo er annað sem var áberandi. Liðin sem tók okkur ekki með hápressu áttu að jafnaði ekki breik (fyrir utan Manu), á meðan lið eins og Crystal Palace tóku okkur á eigin bragði og pressuðu látlaust í sínum 0-1 sigri á Anfield. Ein af ástæðum þess að Tottenham var komið 4-0 undir var sú að leikmenn þeirra voru megnið af tímanum 10-15 metrum frá boltanum, Liverpool hafði allt pláss í heiminum til að spila sig upp og þá er bara ein spurning að leikslokum þegar okkar menn eru á ferð.

    Sem kemur aftur að því sem ég nefndi hér að framan: Einbeitingarleysinu. Hvers vegna að hleypa Tottenham aftur inn í leik með tveimur mörkum, þegar enn er fullt eftir af leiknum? Sama í Aston Villa leiknum undir lokin. Að vísu var í hinum síðarnefnda um annars vegar einstaklingsmistök að ræða og hins vegar hálfgert trúðamark þar sem framherji andstæðingsins fær boltann í sig á fleygiferð og skorar glæsilegt mark nánast óvart.

    Það má töluvert bæta, ekki síst einbeitinguna og að vekja aftur upp þessa yfirburðatilfinningu sem einkenndi liðið fyrir aðeins fáeinum árum. Að hluta til er það hungur nýrra og ungra leikmanna – t.d. eins og sjá mátti hjá Sobozlai áður en hann missti touchið á miðjum vetri. Hvort þessi gredda hafi heilt yfir verið minni í vetur en hún var fyrir fimm árum vegna þessa að lykilmenn þess tíma eru enn lykilmenn, sem þó skynja breytingarnar eflaust eins og blómatíminn sé liðinn – skal ósagt látið. Gullna liðið okkar sem vann deildina var enn á siglingu upp á við en nú eru sömu menn farnir að sjá fyrir lok ferilsins innan fárra ára.

    Og seisei já. Miðvörður, djúpur miðjumaður og topp framherji væri góður gluggi, eins þótt við missum einhverja misstóra bita á móti.

    Fyrirfram hlýtur að teljast ásættanlegur árangur hjá nýjum stjóra að halda okkur í topp fjórum. Vilji sá stjóri skrá sig í sögubækurnar þá kemur liðið öllum á óvart og vinnur deildina. Ég veit alls ekki við hverju á að búast en vonast fyrst og fremst eftir skemmtilegu tímabili þar sem við verðum í báráttunni, hvort sem spennan felst í að ná meistaradeildarsæti eða vera í kapphlaupinu um sigur í EPL.

    YNWA

    1
  6. Ég er bara alls ekki sammála með Curtis Jones.
    vissulega hefur hann verið óheppinn með meiðsli en strákurinn er ekki nema 23 ára og hann er enskur sem er nauðsynlegt upp á regluverkið að gera.
    hann sýndi það líka þegar hann fékk tækifærið í fyrra að þegar hann var heill þá var hann frábær og ég tel að hann geti orðið mun betri.
    Gefa honum allavega 1 tímabil með Slot og sjá hvað hann nær útúr honum

    2
  7. Ég er fáránlega spenntur fyrir komu Arne Slot þótt ég viti nánast ekkert um manninn að vísu tekst mér að verða spenntur fyrir öllu sem snýr að Liverpool, mér tóks meira að segja að pína mig til að trúa á kraftaverk þegar gamla risaeðlan Roy Hodgson kom en það er annað mál.
    Ég er ekki viss um að það verði svo miklar breytingar á hópnum í sumar enda hef ég bullandi trú á þessum mannskap sem við erum með.
    Menn eru ósáttir við hvað Nunez hefur farið ílla með færinn en það má ekki gleyma því að hann er þó að koma sér í þessi færi og hefur verið einstaklega óheppinn með að skjóta í tréverkið en hann kom samt að 19 mörkum í vetur þrátt fyrir að vera talsvert notaður sem varamaður sem er ekki svo slæmt.

    6

Gullkastið – Klopp Tíminn Á Enda

Liverpool á leikmannamarkaðnum