Leikjaplanið – Ipswich úti fyrsti leikur

Þá er leikjaplan okkar manna fyrir næsta tímabil orðið klárt og uppgefið.

Það var einhver fyndinn sem raðaði upp fyrstu leikjunum…setti auðvitað Liverpool FC í hádegisleik í fyrstu umferð laugardaginn 17.ágúst, alveg magnað í ljósi alls að svo sé. Við semsagt höldum á Portman Road í Ipswich í fyrstu umferð og Arne Slot verður leikstjóri í karnivali nýliðanna. Það er alveg bananahýði.

Fyrsti heimaleikurinn er svo við Brentford viku síðar áður en við höldum á Old Trafford í þeirri þriðju. Fyrra Merseyside-derbyið er helgina kringum 7.desember og helgina áður (30.nóv) tökum við á móti Manchester City.

Jólaprógrammið er mun rólegra en oft áður en þegar maður horfir yfir erfiða kafla þá er það klárlega síðustu 5 leikirnir. Þá eigum við heimaleiki við Tottenham, Arsenal og Palace og útileiki við Chelsea og Brighton.

Eins og við fórum yfir í podcasti gærdagsins þá er nú verið að teikna upp þá leiki sem helgaðir verða kop.is – ferðum vetrarins í samstarfi við Verdi ferðaskrifstofuna. Við setjum fréttir hér inn um leið og eitthvað verður þar klárt!

4 Comments

  1. Orðið grunsamlega oft sem LFC fær nýliða á útivelli í fyrsta leik.

    3
  2. Það var nú bara augljóst hver fyrsti leikur Liverpool yrði, var búinn að spá þessu. Fáum mjög oft graða nýliða á útivelli í fyrsta leik og auðvitað hádegisleik í austur Anglíu en það er bara eins og það er, tökum það og byrjum Slot era með sigri.

    2
    • Fengum Chelsea í fyrra.
      Annars Fulham úti (nyliðar) Norwich úti ( nýliðar) Leeds heima (nýliðar) Norwich heima (nýliðar).
      Svo með Ipswich núna þá eru þetta 5 nýliðar síðustu 6 tímabil.

  3. Ekkert að því að vera með fyrsta leik á útivelli í hádegi gegn nýliðum verra ef það er á milli leikja í meistaradeildinni….mjög gott að eiga síðasta leikinn á heimavelli….

    1

Gullkastið – Hvað gera hin liðin í sumar?

Fyrsta viðtal Arne Slot