Er varnartengiliðurinn útdauður?

Team DMC

Eftirmaður Fabinho virkaði síðasta tímabil sem eitt augljósasta sárið á Liverpool liðinu, tvö tímabil í röð er Liverpool sagt hafa reynt að kaupa stærstu bitana á þeim markaði án árangurs, Tchouameni fór til Real Madríd og við munum Caicedo (og Lavia) sirkúsinn í fyrra. Takmarkið núna er því myndi maður ætla að finna alvöru varnartengilið sem er betri en Wataro Endo og Stefan Bajcetic.

Þetta er þegar betur er að gáð bara alls ekki svo auðvelt, hinn eiginlegi varnartengiliður virðist vera að deyja út sem eru alvarlegar fréttir fyrir okkur í TeamDMC samtökunum. Miðverðir og/eða bakverðir eru farnir að leysa miklu meira það svæði sem áður var verndarsvæði varnartengiliða og miðjumenn í dag þurfa að vera ennþá fjölhæfari en áður. Liverpool vantar alls ekki áttur sem þekkja það að spila sem sexur. Miðjumenn Arne Slot hjá Feyenoord voru raunar mun meira slíkar tegundir varnartengiliða heldur en svona Fabinho alvöru DMC.

En þegar við setjum fókusinn á hvað er í boði á leikmannamarkaðnum sem bætir til muna þar sem við eru með fyrir vandast málið.

Eitt heitasta nafnið er Joao Neves hjá Benfica. Hann hefur að því er virðist tekið stöðu Florentino Luis í liði Benfica en sá var töluvert í umræðunni síðasta sumar. Neves er reyndar mun meira en bara varnartengiliður og enduðu þeir tímabilið t.a.m. saman á miðjunni hjá Benfica. Þetta er gríðarlegt efni og virðist verða verðlagður í takti við það. Þetta er jafnframt jafnaldri Bajcetic, er hann það mikið betri að það borgi sig að hlaða í €70-100m? Líklega er þetta meira alhliða miðjumaður en varnartengiliður, gerir hann alls ekki minna spennandi en ekki beint það sem Liverpool vantar.

Adam Warton er svipað dæmi, mjög spennandi leikmaður og jafn gamall Bajcetic. Hann getur spilað sem átta og gerði það hjá Blackburn en var jafnan aftast hjá Palace. Hann kom til þeirra í janúarglugganum þegar ljóst var að Doucoure yrði meiddur út tímabilið. Annar leikmaður sem var töluvert orðaður við Liverpool síðasta sumar sem endar tímabilið sannarlega í skugganum á tvítugum strák.

Ef að Ugarte samlandi Nunez yrði fáanlegur í sumar eftir aðeins eitt tímabil hjá PSG væri það eitthvað sem Liverpool ætti kannski að skoða þar sem þar er alvöru varnartengiliður og enn einn sem fór í annað stórlið síðasta sumar. Verður að teljast mjög ólíklegt þó.

Reijnders og Rovella eru báðir miðjumenn sem eru að gera góða hluti á Ítalíu en eins og flestir hinir meira áttur sem geta spilað aftar frekar en sexur. Zubimendi 25 ára hjá góðu liði Real Soceidad gæti verið valkostur á góðu aldri. Archie Gray verður vonandi ekki ferilinn hjá Leeds og Liverpool mætti sannarlega vera það lið sem reynir að landa honum en hann væri ekki svarið sem varnartengiliður.

Sá varnartengiliður á þessum lista sem kannski hefur hæsta þakið í þeirri stöðu er Baleba hjá Brighton. Þeir vita hvað þeir eru að gera á leikmannamarkaðnum og fengu hann inn fyrir Caicedo. Það að hann hafi ekki spurngið út í fyrra þarf ekki að þíða að hann gerir það ekki. En líklega er best fyrir hann og hans líka að gera það einmitt hjá liði eins og Brighton og fara svo til stærra félags.

Önnur nöfn á blaði sem varnartengiliðir

Ef að við tökum aðeins stærra brainstorm yfir hugsanlega varnartengiliði sjáum við að það eru nokkrir leikmenn á góðum aldri að spila þessa stöðu hjá liðum sem Liverpool ætti að geta keypt frá. Fæstir virka betri en það sem félagið er með fyrir.

Hjulmand var einn af þeim sem var í umræðunni í fyrra, er að standa sig vel á EM og var lykilmaður hjá Sporting í vetur, þar spilar hann samt á miðjunni með þriggja manna vörn fyrir aftan sig.

Doucoure var sæmilega spennandi fyrir síðasta tímabil en hefur ekkert spilað eftir áramót, nei takk!

Tonali hefði líka verið spennandi fyrir 18 mánuðum, alvöru gæði sem væru mjög gaman að fá til Liverpool en myndi alls ekki veðja á að hann sé að fara neitt!

Wieffer var sexa hjá Slot í Feyenoord en jafnan með annan miðjumann sér við hlið í 4-2-3-1 leikkerfi.

André sem var heitasta nafnið um áramótin á síðsta tímabili er bara ennþá hjá Fluminense sem er í dag lélegasta lið deildarinnar í Brasilíu og sitja á botnunum. Sýnir kannski hvað svona orðrómar geta verið innihaldslitlir þegar á hólminn er komið. Koné og Thuram eru einnig ennþá hjá sínum liðum, þar eru t.a.m. leikmenn sem eru ekki mikið meiri sexur en Gravenberch, Mac Allister og Jones eru sexur.

Þeir bestu í TeamDMC

Ef að Liverpool mætti kaupa bara þann varnartengilið sem Slot myndi vilja er markaðurinn furðu lítill og hlutverkið ennþá óljósara.

Tchouaméni byrjaði ekki í úrlistaleik Meistaradeildarinnar, miðjumaðurinn Camavinga var í hans stað í liðunu með þremur öðrum áttum.

Declan Rice hefur töluvert ferðafrelsi í þéttri vörn Arsenal og er rétt eins og Rodri hjá Man City mun meira alhliða miðumaður. Báðir fá þeir töluverða hjálp á miðsvæðinu frá annaðhvort bakvörðum eða miðvörðum sem spila nánast sem varnartengiliðir. Hjá Man City eru Stones, Akanji eða Aké oft meira að spila sem varnartengiliðir en varnarmenn. Eins hjá Arsenal þá leysa White og Zinchenco mikið inn á miðjuna. Það er sem dæmi áhugavert að bera saman nokkrar lykiltölur hjá Mac Allister og Declan Rice síðasta tímabil.

Varnartengiliður sem mögulega gæti verið spennandi en ekki fáanlegur fyrir Liverpool er Onana frá Everton en þar erum við líka töluvert farin að lækka standardinn.

Rest

Ef að við svo gott sem klárum rest af því sem eru í boði fyrir þessa stöðu á vellinum koma þessi nöfn helst upp. Mögulega er eitthvað þarna sem Edwards og Hughes reikna Liverpool í vil en ég efa það. Wataro Endo hefði btw ekki komið til greina í þessari færslu í fyrra þar sem hér er aðeins verið að skoða leikmenn undir 30 ára gömlum.

Liverpool liðið

Ef að Slot spilar með svipað kerfi og hann gerði hjá Feyenoord eða Klopp var að gera hjá Liverpool eru þrjú sæti í liðinu fyrir miðjumenn.

Szoboszlai, Elliott, Carvalho og Bobby Clark eru allir líklegir til að berjast um tíuna en hinir meira um stöðurnar tvær fyrir aftan þá. Szoboszlai getur vissulega leysta þær stöður líka en til þess á alls ekki að þurfa að koma.

Stefan Bajcetic

Mögulega sjáum við á næstu árum hversu mikið áfall það var að missa Bajcetic út allt síðasta tímabil. Hann hefur bara spilað samtals ígildi um 11 deildarleikja í Meistaraflokki og var að koma til baka eftir heilt ár frá og því líklega ekki raunhæft að ætlast til að hann byrji næsta tímabil sem lykilmaður í hjarta miðjunnar hjá Liverpool. Áður en hann meiddist var hann hinsvegar eitt mesta efnið í sínum aldurshópi og við sjáum í þessari færslu hvaða leikmenn eru í hans aldurshópi.

Wataro Endo

Töluvert betri panic leikmannakaup en árið áður en þegar Liverpool fékk Arthur á láni og að mörgu leiti flottur Squad leikmaður. Liverpool verður engu að síður að hugsa stærra en Endo. Hjálpaði honum ekki í fyrra að fá ekkert undirbúningstímabil með Liverpool og þekkja ekki hraðannn. En þegar hann náði takti um miðbik tímabilsins átti Liverpool sína bestu leiki og Mac Allister fór að sýna afhverju hann er einn besti miðjumaður deildarinnar.

Mac Allister 

Ef að Liverpool kaupir ekki miðjumann í sumar er lang líklegast að Slot hefji tímabilið líkt og Klopp með Mac Allister aftast á miðjunni. Núna þó sem partur af tveggja manna miðju og væntanlega með töluverða hjálp frá Trent út bakverðinum. Slot verður að finna leið til að vernda varnarlínuna en á sama tíma koma Mac Allister miklu meira inn í action-ið á hinum vallarhelmingnum.

Gravenberch

Hollendingurinn gæti vel verið vanmetnasti leikmaður liðsins fyrir næsta tímabil og jafnvel líklegastur til að eigna sér aðra stöðuna aftast á miðjunni. Hann þekkir það að spila sem annar af afturliggjandi miðjumönnum liðsins frá því hann var hjá Ajax þó megnið að ferlinum hafi hann spilað sem átta. Fyrir nokkrum árum var Gravenberch töluvert meira efni í heimsfótboltanum en t.d. Joao Neves er núna. Hann náði ekki í gegn hjá Bayern og hefur verið óstöðugur undanfarin 1-2 tímabil en það gleymist aðeins að hann varð bara 22 ára fyrir mánuði síðan. Það eru til ansi mörg dæmi um heimsklassa miðjumenn sem voru óstöðugir á aldrinum 19-21 árs og mögulega hefði Gravenberch átt að bíða aðeins með að fara strax til Bayern, hann var bara það góður hjá Ajax.

Núna fær Gravenberch hollenskan stjóra sem þekkir hann vel og fær auk þess smá undirbúningstímabil með Liverpool liðinu öfugt við síðasta sumar, eins þekkir hann betur inn á deildina núna. Innkoma Slot ætti að vera dauðafæri fyrir Gravenberch að reyna festa sig í sessi í liðinu. Hæfileikarnir eru til staðar og það hljómar ekki illa að fá 1,9m háan leikmann á miðjuna. Spurningin er bara með hugarfarið.

Curtis Jones 

Hjá U21 árs landsliði Englendinga hefur Jones stundum verið að spila sem annar af aftari tveimur miðjumönnum og er vafalaust hugsaður í svipað hlutverk hjá Slot ef hann nær að halda sér eitthvað smávegis heilum. Hann er núna að fara hefja sitt fimmta tímabil hjá Liverpool og hefur ekki enn náði 1.200 mínútum í deild yfir heilt tímabil. Hann hefur aldurinn samt enn með sér, er bara 23 ára, ári eldri en Gravenberch. Hann má samt ekki við enn einu tímabilinu á sjúkrabekknum því samkeppnin um nákvæmlega hans hlutverk á miðjunni er töluverð hjá Liverpool.

Tyler Morton

Morton kom 19 ára gamall við sögu í samtals 9 leikjum Liverpool tímabilið 2021-22 eftir að hafa farið upp yngri flokka félagsins sem fyrirliði í sínum aldurshópi. Síðan þá hefur hann tekið tvö heil tímabil í Championship deildinni þar sem hann hefur spilað rúmlega 40 leiki hvort tímabil. Er hann söluvara í sumar eða fær hann séns hjá nýjum stjóra? Hann væri ekki ólíklegri en t.d. Quansah eða Bradley til að brjóta sér leið inn í liðið. Erfitt að átta sig á hversu öflugur hann er eftir tvö ár í Championship og hvert þakið er hjá honum og í raun erfitt að sjá hann á Liverpool leveli, því miður.

Trent Alexander-Arnold 

Það er áhugavert að Trent er að byrja á miðjunni hjá landsliði Englendinga en erfitt að lesa mikið í það þar sem stjóri liðsins er svo langt frá því leveli sem flestir leikmanna liðsins eru að vinna á. Það að Gareth Southgate sé að reyna vinna úr hæfileikum Alexander-Arnold eru glæpsamleg sóun. Það er því auðvelt að draga þá ályktun að hann eigi alls ekki heima á miðjunni og sé miklu betri í bakverðinum.

En á móti er ákveðin hola á miðjunni hjá Liverpool sem Alexander-Arnold gæti vel fyllt og ef uppgangur Conor Bradley verður svipaður og hann þegar hann kom inn í liðið er alveg hægt að sjá fyrir sér að Slot reyni að skapa pláss fyrir báða. Trent gæti hentað Slot frábærlega sem quarterback miðjumaður með hlaðborð af sóknarmöguleikum allt í kringum sig.

Niðurstaða

Liverpool kaupir mjög líklega ekki varnartengilið í sumar, mögulega verður keyptur miðjumaður sem getur leyst þetta hlutverk en mun líklegra er að félagið kaupi miðvörð og jafnvel einhvern sem getur leyst ofar á vellinum, svipað og City er að gera með Stones og Akanji eða Arsenal með White.

Varðandi varnartengiliðin þá er hans hlutverk að sjálfsögðu ekki útdautt, það eru tískubylgja í gangi núna með leikkerfi og flóknum útfærslum af leikmönnnum vítt og breytt úr stöðu sem virðist þrengja mjög af þessum leikmönnum.

Næsta tískubylgja verður svo að leggja aftur upp með djúpum miðjumanni og þannig láta rest af liðinu fúnkera…

#TeamDMC

4 Comments

  1. Er ekki frekar líklegt að innkaup verði í lágmarki í sumar og Slot taki veturinn í að meta mennina sem eru á svæðinu og hvernig þeir passa í hans kerfi? Hann fær ekki einu sinni almennilegt undirbúningstímabil með aðalhópnum því það eru svo margir í Evrópu- og Ameríkukeppnum í sumar, svo það hlýtur að vera hálf vonlaust fyrir hann að segja til um hvers konar leikmenn hann vantar áður en glugginn lokast.

    En vissulega væri ég til í einn almennilegan tudda í sexuna!

    2
  2. Útdauður…tja, það held ég nú ekki. Kaupstefna eða kaupleysi klúbbsins hefur skilað okkur einum carabao cup síðustu tvö tímabil. Þótt allir og amma þeirra vissu hvað þurfti fyrir tímabilið ’22-’23 var ekkert gert, jújú það var reynt við einn sem valdi svo R. Madrid auðvitað. Hann sér ekki eftir því. Í fyrra bauð klúbburinn uppá fíaskó í leit þeirra að dmc. Ef það var hægt að bjóða 115 í Caicedo af hverju í andskotanum var ekki reynt við Rice á síðustu tveimur árum?

    Mér finnst alltaf vanta 1-2 púsl í liðið til að geta klárað þessa titla sem liðið er svo nálægt að vinna. Og það er ógeðslega pirrandi að vita af hverju og ekkert gerist. Eitt af því er heimsklassa sexa, það er morgunljóst. Býst ekkert við því að klúbburinn geri eitthvað í því frekar en fyrri daginn.

    Slot þekkir ekkert Gravenberch betur af því að hann er líka Hollendingur frekar en ég þekki Bjarna Ben af því hann er Íslendingur eins og ég. Áhyggjuefni að hann fær engar minutur á em þrátt fyrir meiðsli Koppmeiner og De Jong. Vona þó innilega að þetta verði “breakthrough” tímabil hjá honum því þessi hraði, styrkur og kraftur er vannýttur.

    1
  3. Er ekki Slot á inverted fullback vagninum? Við erum þá varla að fara að kaupa pjúra DMC.

  4. Fengum alltof mörg mörk á okkur í vetur. Eitthvað þarf að gera í því.

    1

Fyrsta viðtal Arne Slot

Gullkastið – Ferðir á Anfield