Gullkastið – Ferðir á Anfield

Lúðvík Arnars á Verdi Travel gestur vikunnar

Leikjaplanið fyrir næsta tímabil er komið út og af því tilefni heimsóttum við Lúlla Arnars á skrifstofur Verdi Travel til að fara yfir fótboltaferðir næsta vetur, þann bransa almennt og bara fótboltann almennt. Enginn á landinu með meiri reynslu í þeim bransa.

Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 478

11 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Eru sætin semsagt fyrir aftan markið? Getur einhver vottað fyrir að þetta séu góð sæti? Finnst talsvert betra að vera ca. í miðjunni á hlið, væntanlega eins og flestum.

    1
  2. Já, fyrir aftan markið. Og aftur já, frábær sæti. Virkilega flott yfirsýn yfir völlinn, í réttri hæð, ekkert of ofarlega, né neðarlega.

    1
  3. Rangnick kemur heldur betur á óvart með snarpt og vel þjálfað Austurríki! Top of the group og þar með verður ekkert af mínum draumi um austurríska rassskellingu á Southgate og co. Kannski fáum við England – Holland í staðinn í 16 liða úrslitum?

    2
  4. Er þessi áhugi Liverpoool á fyrrum Everton manninum Anthony Gordon mikill, þeir vildu fá Jarrel Quansha í staðinn þá hafi Liverpool sagt nei.
    Veit ekki hvort ég væri til í að sjá hann í Liverpool treyjunni, kemur hann samt ekki frá Liverpool áður en hann fór til þeirra bláu ?

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Er varnartengiliðurinn útdauður?

Liverpool orðað við Anthony Gordon