Liverpool orðað við Anthony Gordon

Samkvæmt fréttum dagsins hafa Liverpool og Newcastle átt í einhverjum viðræðum núna um helgina varðandi Anthony Gordon sem hefur af og til í sumar verið orðaður við Liverpool. Hann er auðvitað Scouser og fyrrum leikmaður Everton en ólst upp sem harður stuðningsmaður Liverpool sem kannski gefur smá boozt í þetta slúður. Newvastle þar auk þess að selja leikmenn núna í sumar og helst fyrir mánaðarmót til að standast PSR reglurnar.

Newcastle eru sagðir hafa óskað eftir Jarrell Quansah í skiptum fyrir Gordon sem Liverpool tók ekki á mál og því spurning hvort ekki verði reynt frekar að fá Gordon. Eins er óvíst hversu mikla áherslu hann leggur á að fá að fara. Mögulega er Newcastle búið að leysa PSR vandamálið með sölu á Minteh til Brighton á £33m en sá er vængmaður sem lék í fyrra á láni hjá Feyenoord undir stjórn Arne Slot og var orðaður við Liverpool nýlega. Gordon fer því a.m.k. líklega ekki núna um helgina.

Einn helst blaðamaður tengdur Newcastle sagði samt fyrr í dag að þessi saga væri ekki endilega búin

Fróðlegt ef satt því þá er ljóst að Liverpool er að reyna kaupa enn einn vinstri kantmanninn og þá spurning hvaða áhrif koma á Gordon eða öðrum í þessa stöðu hefði á aðra leikmenn liðsins, sérstaklega þá Diaz sem hvað mest hefur verið orðaður við önnur lið.
Eins er þetta kannski vísbending um að Cody Gakpo er ekki endilega hugsaður á vinstri vængnum hjá Slot.

Liverpool er í dag með fjóra leikmenn sem öllum líður vel á vinstri vængnum og er fróðlegt að skoða á Transfermarket síðunni hvar þessir fjórir sóknarmenn okkar hafa helst verið að spila, bæði hjá Liverpool og áður en þeir komu til Liverpool.

Cody Gakpo er t.a.m. miklu meira vinstri kantmaður hjá PSV og þar er hann að nánast eingöngu að spila hjá PSV. Hjá Liverpool er hann skráður með rétt rúmlega 300 mínútur á vængnum í deildarleikjum.

Luis Diaz hef bara spila á vinstri vængnum og ef Liverpool er að reyna kaupa mann í þessa stöðu er nánast gefið myndi maður ætla að Diaz sé að fara. Hann þarf líka bara að skila betri tölum sóknarlega er hann er að gera og spurning hvort leikmaður eins og Gordon sé ekki með hærra þak til að taka skref uppávið á næstu árum.

Darwin Nunez hefur eins aðeins spilað á vinstri vægnum og skoraði m.a. 10 mörk og lagði upp 5 í fimm deildarleikjum sem hann spilaði á kantinum hjá Benfica sama tímabil og Liverpool keypti hann. Hann var engu að síður nánast bara nía hjá Benfica.

Diogo Jota er svo nánast jafnvígur á kantinn eða níuna og hefur spilað svipað lítið í þessum stöðum fyrir Liverpool og Wolves. Spilaðar mínútur Jota sýna samt vel að þarna getur Liverpool líka gert töluvert upgrade bara með því að kaupa leikmann sem tollir meira á vellinum.

En segjum sem svo að Liverpool ætli að styrkja þessa stöðu í sumar, værum við sátt við Gordon eða er annað meira spennandi í boði?

Þetta er t.a.m. verðmætustu leikmenn í þessari stöðu skv. Transfermarket m.v. 23 ára og yngri.

8 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Gordon með Nunez gætu hrætt flest lið með hraða sínum en hvort ég vildi skifta einhverjum út fyrir hann er ég ekki svo viss um. Gakpo og Nunez eru að standa sig vel með sínu landsliðum eins og Diez reyndar líka, það er helst spurning með Jota og þá aðallega út af því hversu ýlla honum tekst að halda sér heilum en hann samt er líklegt okkar besti markaskorari þegar hann tollir heill.

    1
  2. Daginn, er þetta ekki flott skipti Gordon inn og Díaz út. Díaz hefur einfaldlega verið vonbrigði 8 mörk og 5 stoðsendingar er ekki nóg og gott og tímabilið á undan var hann meiddur meirihlutan af tímabilinu.

    1
  3. Ég er búinn að vera með Gordon í Fantasy allan síðasta vetur og hann var heldur betr að skila sínu.
    Ég held að ég væri ekkert feiminn/ósáttur við að skipta honum inn fyrir Diaz.

    1
  4. Sælir félagar

    Ég væri ekki síður til í Nico Williams en Gordon. Þeir væru samt báðir uppfærsla á Diaz sem því miður er ekki alveg að skila því sem vonast var til. En við sjáum til hvað Arne og félagar gera í sumar

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  5. Anthony Gordon hefur hraðan og er enskur. Það sem skiptir líka mjög miklu er að hann er poolari, gefur auka passion vonandi í hans framlag. Hann hefur góða reynslu af ensku úrvalsdeildinni. Allt saman atriði sem gera hann mjög álitlegan.

    2
  6. Fer Dias ekki alltaf á endanum til spánar enda frá suður Ameríku og flest allir dreyma um að fara þangað

    1
  7. Ég þoli ekki þennan leikmann, en ef hann kæmi til Liverpool myndi ég elska hann.

    5

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Gullkastið – Ferðir á Anfield

Joel Matip að kveðja