Joel Matip að kveðja

Joel Matip er án efa Liverpool goðsögn.
Hann kom til okkar frítt 1.júlí 2016 og má segja að væntingarnar voru ekkert rosalegar en fáir áttu líklega von á því að hann myndi vera einn af bestu varnarmönnum á Englandi.

Þessi stóri og brosmildi varnarmaður var virkilega klókur að lesa leikinn, var góður á boltann, sterkur í loftinu og hafði góðan hraða.

Hann varð fljót lykilmaður hjá Liverpool en meiðsli áttu eftir að setja ansi stórt strik á hans Liverpool feril. Hann t.d náði aðeins 9 deildarleikjum þegar Liverpool varð Englandsmeistara( Gomez var miðvörður með Van Dijk) en á 8 tímabilum náði hann 150 deildarleikjum og samtals 201 leik í öllum keppnum.  Hann náði að vinna alla titlana  sem voru í  boði á Englandi og auðvita HM félagsliða, Super cup  og meistaradeildina sem hann að sjálfsögðu byrjaði í.

In all the years that i have been involved in football, i am not sure i have come across too many players who are more loved then joel Matip – Jurgen Klopp

Þessi orð frá Klopp eiga vel við, því að hann var gríðarlega vinsæll af stuðningsmönnum liðsins og ekki síður leikmönnum sem töluðu um hann sem frábæran liðsfélaga.

Ástæðan fyrir því að við erum að fjalla um þetta núna er að Joel Matip er opinberlega laus frá okkur 1.júlí 2024 og þökkum við honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Liverpool innan vallar sem utan.

YNWA Joel Matip

12 Comments

  1. Cody Gakpo hlýtur bara að vera fyrsti maður inn á vinstri kantinn á næstu leiktíð. Var að smella glæsimarki fyrir Holland.

    1
    • Algjörlega sammála Henderson 14 – fór reyndar hér inn á vegginn til að koma svipaðri athugasemd á framfæri. Gakpo er búinn að vera einn besti framliggjandi maður mótsins og ótrúlega gaman að sjá hann blómstra svona. Efast ekki um að Slúttarinn muni gera hann að samnafna sínum á komandi leiktíð. Þeir tala sama tungumál og allt.

      3
    • Cody Gakpo minnir mig á Eric Cantona halda bolta vel þegar þeir fá sendingu hrista svo af sér nokkra leikmenn og eru komnir á hættusvæði…..poppa svo óvænt upp þegar enginn á von á neinu…

      8
    • Gakpo er fínn slúttari.

      Verður fróðlegt að sjá hverning Slot mun nota hann.

      Ég hefði þó viljað sjá þennan hraða og þessa ákefð í Liverpool búningnum.

      1
    • Við keyptum Endó gamli.

      Salan á Fab vissulega slæm og illa ígrunduð.

      • Eruð þið alveg búnir að gleyma hvað Fabinho var orðinn hægur? Hann var skugginn af sjálfum sér. Ekkert skrýtið að Liverpool skyldi selja hann. Það sem var hinsvegar skrýtið var að félagið skyldi ekki kaupa jafn góðan mann í staðinn, með fullri virðingu fyrir Endo.

        1

Liverpool orðað við Anthony Gordon

Olivia Smith komin til Liverpool Women (Staðfest!)