Gullkastið – Logn Á Undan Stormi?

Þrátt fyrir mjög miklar breytingar hjá Liverpool utan vallar hefur sumarið og byrjun á æfingatímabilinu verið eitt það rólegasta í seinni tíð hjá félaginu. Arne Slot er tekin til starfa og er smátt og smátt að fá leikmenn til æfinga eftir landsleikjaverkefni og sumarfrí og er samhliða að púsla saman nýju þjálfarateymi félagsins. Ferð til Ameríku er næst á dagskrá. Skoðum það helsta á leikmannamarkaðnum hjá Liverpool og öðrum helstu fréttir sumarsins.

Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 479

Mynd sem við ræðum útfrá í þætti um hvar sé svigrúm til bætinga í núverandi hópi

14 Comments

  1. Ótrúlegar tölur hja Virgil! Toppar alla aðra og spilaði líka alla leiki Hollands í sumar. Vonandi taka nýjir þjálfarar tillit til þessa því hann verður að haldast heill allt næsta tímabil.

    3
  2. Er ekki sammála með Salah. Selja hann í sumar. Hann er á allt of háum launum til að réttlæta framlengingu við 32 ára leikmann. Tölfræðin sýnir líka að leikur hans fer dalandi mjög á síðustu þremur árum; sprettir, taka menn á, hlaup tilbaka til að hjálpa vörn o.s.frv. Á meðan það fæst einhver silly money frá Saudi fyrir hann þá á að stökkva á það. Það þarf að hugsa um framtíðina og fsg kaupir ekki dýrt nema þeir selji dýrt.

    Varðandi Trent þá skil ég ekki hvernig hægt er láta hann eiga 12 mánuði eftir. Það á að endursemja 2 árum fyrir lok samnings við svona high profile leikmann, sérstaklega ungan heimaling sem btw er orðinn varafyrirliði og mögulegur framtíðar fyrirliði. Meina, við hverju bjóst fsg að myndi gerast í sumar og ekki búið að endursemja? Auðvitað fer allt á fullt og mesta paranoian er hvort Trent semji eða fari frítt næsta sumar. Skil ekki þessa apaketti stundum sem reka þennan klúbb. Pælið svo í því ef þeir fara svo frítt næsta ár, Salah og Trent, 200-250 m.p. ca. sem mögulega hefði verið hægt að selja fyrir.

    Er óviss með Virgil, hann var rosalegur síðasta tímabil en ekki líkur sjálfum sér í sumar. Kannski er aldurinn farinn að segja til sín. Hvað fæst fyrir hann ef hann vill ekki semja? Saudi borgar meira en veit ekki hvað evrópsku stórliðin borga fyrir 33 ára leikmann. Á að endursemja til nokkurra ára við svona gamlan leikmann?

    12
    • Góðir punktar Tigon trúi því að FSG séu að vinna vel í stöðunni…..mér finnst við of hægir að endurnýja leikmenn ef þeir virka ekki, city gerir þetta mjög hratt….

      6
  3. Eru Edwards og Huges mættir til vinnu ? Þvílíkur doði sem er yfir mönnum. Villa kaupir og kaupir, eru að styrkja sig verulega. Helv utd að næla sér í Yoro, chelski að kaupa. Allir nema LFC.
    Mér líst bara ekkert á þetta, vantar DM, CM allavega. Meistaradeild eru fleiri leikir en áður.

    5
  4. Flott pod að venju. Maður er aðeins farinn að svitna. United að styrkja sig vel með Zirkzee, Yoro og núna að virðist Manuel Ugarte. Ekkert leikmenn sem ég væri að míga á mig úr spenningi yfir væru þeir komnir til Liverpool en mikil styrking samt sem áður og efnilegir leikmenn. Á meðan er lítið að frétta af okkar mönnum og maður er farinn að kvíða pínu. Vonandi eru menn á fullu bakvið tjöldin að kokka upp eitthvað sniðugt. Okkur vantar alveg 2-3 ferska inn í hópinn.

    1
    • Muniði þegar Man Utd versluðu

      2023
      Mount, Houlund, Onana og Amraband og þetta átti að gera þá sterka

      2022
      Sancho, Ronaldo, Varane og þeir áttu að vera geggjaðir

      2021
      Donny Van De beek átti að redda öllu

      2020
      Harry magure, Bruno F, Bisaka og Daniel James áttu að koma þeim á toppin.

      Anda inn anda út. Að versla leikmenn þýðir ekki alltaf betra lið

      15
  5. Verið slakir.
    Við höfum séð þessa mymd áður!
    Allir að kaupa nema Liverpool og allt brjálað á Kop spjallinu…
    Svo byrjar tímabilið og allt er undir control hjá LFC meðan sumir aðrir panikuðu aðeins yfir sig um sumarið

    2
  6. Núna er einhverskonar Ctrl-Alt-Del tímabil þar sem nýr þjálfari þarf að meta hópinn og átta sig á hvað hann er með í höndunum. Það væri sérstakt ef hann færi að kaupa leikmenn áður en hann veit hvað hann hefur eða hvar hann þarf að bæta. Til samanburðar þá er ETH að hefja sitt þriðja tímabil og ætti að vita nokkuð vel hvað hann er með og hvar þarf að styrkja. Hollenskur sóknarmaður sem spilaði 4 mínútur á EM og 18 ára efnilegur CB , á algjöru yfirverði, eru ekkert að kveikja í mér verð ég að segja. Ég er búinn að færa væntingarránna mína vel niður úr því sem hún var hjá Klopp og geri ráð fyrir að næsta tímabil verði skrítið. Mögulega verður það geggjað og mögulega fengum við bara Ten Slot. En mér finnst óraunhæft að búast við leikmannakaupum fyrr en í fyrsta lagi eftir pre season túrinn. Mér finnst einnig líklegt að einhverjar kanónur fari frá LFC í sumar. Salah, Diaz, Nunez, VVD eða ATA jafnvel. Það myndi auðvitað kalla á styrkingu. Arne þarf sinn tíma til að átta sig á liðinu, deildinni, fjölmiðlum osfrv. og mun gera sín mistök. En hann er fyrir mér bara óskrifað blað og ég hef ekki hugmynd um hvaða sögu hann er að fara að skrifa.

    8
  7. Tap í fyrsta leik hjá Arne Slot.
    Er ekki sagt að fall sé fararheill.
    Ég ætla í það minnsta að trúa því þar til annað kemur í ljós.

    Það er þetta með að styrkja liðið, það getur verið tvíeggja sverð að kaupa fullt af leikmönnum og takmarkar þar með möguleika ungu strákana sem eru fyrir að þroska og dafna.
    Fyrir utan það að það er engin ávísun á betra gengi eins og hefur sannaðist hjá Chelsea og man utd að kaup fullt af nýjum leikmönnum.

    Ef Arne Slot nær að halda okkar helstu mönnum heilum þá er það á við mjög góða styrkingu og eins ef hann nær því besta út úr Darwin Nunez sem örugglega algjör martröð fyrir varnarmenn að passa uppá, Gakpo var meðal bestu manna á EM og vonandi nær hann að taka þá frammistöðu með sér til Liverpool.
    Jota skorar allt ef hann nær að tolla heill, Salah er bara Salah og það vita allir hvað hann getur og miðað við myndir af karlinum þá virkar hann í svakalegu formi.
    Dias er í guðatölu hjá mér eftir að hann skyldi city menn eftir á rassinum síðasta vetur (ógleymanleg augnablik).
    Miðjan er nokkuð vel mönnuð hjá okkur en það er helst vörnin sem maður hefur smá áhyggjur af ef það er kominn einhver þreyta í Van Dijk og ferða hugur í spánarsólina hjá Trent.
    Ég bíð spenntur eftir að tímabilið hefjist fullur bjartsýnis eins og ég hef alltaf verið um að mínir menn komi til með að brillera í vetur.

    4
  8. Ég var svona heilt yfir sammála ykkur í þessu podkasti. Það er ekki alltaf þannig.

    Annars uppskar ég þann heiður að vera uppnefndur “Dickhead” af tvífara Uncle Fester, stjórnenda Anfield Agenda fyrir það segja við hann að róa sig niður og gefa Slot tækifæri. Reyndar sagði ég “relax Sherlock, give Slot að change”. Kannski ekki fallegt af mér 🙂 ….. en komon…algjör óþarfi að kalla mig “Dickhead” og að fokka sér.

    Hann er reyndar aðallega reiður út í FSG fyrir að eyða ekki peningum sínum í heitustu bita markaðsins hverju sinni og er að fara úr límingunum út af því að Trent Alexsander er ekki búinn að skrifa undir nýjan samning. Honum finnst eigendur ekki hafa staðið á bak við Slot og Klopp í gegnum tíðina og séu með eindemum nískir.

    Því er ég algjörlega ósammála. Ég held að Klopp og Slot eru á línu FSG., sem er að þróa frekar upp sína eigin leikmenn í stað þess að kaupa alltaf dýrustu bita markaðsins. Það er jafn mikið þeirra stefna og stefna FSG.

    Þeir eru þjálfarar sem vilja vinna sína vinnu á æfingasvæðinu en eru ekkert voðalega vel við þessa blessuðj glugga, þvert gegn því sem þessi ágæti maður vill halda fram þá eru þeir mjög sáttir við sinn hóp.

    Jafnvel þó hann sagði mér að Fokka sér og kallaði mig tippahaus, þá held ég að hann sé ágætur. Allavega gaman af honum, þó hann missi sig í svona óþveratal. En samt dálítið dæmigert fyrir suma sem halda með þessu blessaða liði mínu. Dálítil einstefna í þeirra skoðunum.

    Ég er einn af þeim sem er hlintur FSG og þeirra stefnu. Tel þá skynsama og vita hvað þeir eru að gera. Þeir telja hópinn sinn ágætlega mettan og litla þörf að kaupa einhvern burðaarbita í þetta lið. Þeir eru þegar komnir þó það megi alltaf auka á breiddina. Ég er líka á því að við séum með mikið af ungum strákum sem eru tilbúnir að taka næsta skref. T:d leikmenn eins og Clark, Danns, Doak, Gordon, Bajcetic, Danns og tala nú ekki um Quansah og Curtis Jones sem eru þegar búnir að sanna ágæti sitt. Einhverjir af þeim fara á lán en vonandi einhverjir sem fá að spreyta sig og sanna hversu megnugir þeir eru.

    Vissulega vil ég halda Trent Alexsander og hann skrifi undir nýjan samning en ég skil ekki ástæðu þess að fara úr límingum yfir því að hann sé ekki búinn að skrifa undir nýjan samning. Ef hann vill fara þá er lítið við því að gera en þá má vel vera að ástæða þess að hann hefur ekki skrifað undir er t.d út af því að hann er búinn að vera með enska landsliðinu eða er enn í einhverju samningaþrefi.

    Einhvern tímann var Trent einn af þessum mönnum sem margir voru efins yfir og töldu kaup á rándýrum bakverði .það besta í stöðunni. Þessvegna sagði ég þessum manni að treysta Slot og hans stefnu. Hans sýn er væntanlega sú að hann vill ekki halda leikmönnum sem vilja fara og trúir því að hann geti þróað einhvern annan í bakvarðarstöðuna.

    Reyndar er þegar kominn einn þannig bakvörður, Conor Bradley, sem ég tel í raun betri en Trent, sér í lagi varnarlega og ekkert síðri sóknarlega, þó hann sé ekki með þessa frábæru sendingahæfileika og Trent býr yfir. Bradley er meira Andy Robertson týpa, vinnusamur og þindarlaus.

    Ég held að Slot eigi eftir að gera góðan vetur, ná meistaradeildarsæti, Vonandi nær hann að koma okkur titilbaráttu en það verður að koma í ljós. Ef við erum lausir við óþarfa meiðsli í vetur, eigum við raunhæfa möguleika á titli. Það er mín skoðun.

    YNWA

    8

England í úrslit á EM

Svigrúm til bætinga