Þó að Liverpool sé ekki enn byrjað að láta taka til sín á leikmannamarkaðnum hefur alveg verið smá lífsmark það sem af er sumri. Skoðum aðeins hvað Liverpool er líklegt til að gera og sem og helstu keppinautar.
Verdi Travel er komið með ferðir á alla heimaleiki fram að áramótum en Kop.is verður með fararstjórn í tveimur þeirra, Aston Villa (nóv) og Ipswich (janúnar).
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 480
Þar sem breiddin í hópnum er góð þá er að skiljanlegt að Slot vilji vinna með leikmannahópinn áður en teknar eru ákvarðanir um leikmannakaup og sölur.
Styrkur Slot er að vinna með unga leikmenn og gera þá betri og á næstu vikum mun hann væntanlega meta hvort líkur séu á að Jones, Elliott, Gravenberch, Carvalho, Bajcetic ofl séu líklegir til að verða burðarásar í liðinu til framtíðar
Klopp fylgdi nánast alla tíð langur meiðslalisti og í fyrra voru yfirleitt 6-12 leikmenn á listanum hverju sinni á meðan Arsenal voru að mestu með 1-2 (meðtalinn leikmann sem var frá út tímabilið í fyrsta leik) og City oft með hreinan lista og sjaldan með fleiri en 2 leikmenn í einu.
Maður leyfir sér að vona að þetta komi til með að breytast í tíð Slot.
Helst vil ég gagnrýna klúbbinn fyrir seinagang í samningamálum Salah, VVD og TAA.
Skv. Greame Bailey þá vill Van Vijk skrifa undir nýjan samning.
En ég er skíthræddur um að Real Madrid séu búnir að sannfæra TAA um að koma til þeirra frítt á næsta ári.
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn Einar og Steini
Sá þetta á netinu áðan. Hvað segja menn um þetta. Fyrir mína parta eru þetta góðar fréttir
.HERE WE GO: As of right now, Liverpool has just revealed that they have successfully finalized the purchase of a world-class player named Guehi, who is valued at £65 million. This is Liverpool’s first signing for the summer of 2024/25.
The medicals is expected to take place on Thursday, and the contract for the long-term deal was signed this evening.
Það er nú þannig
YNWA
Hvaða sorpmiðla ertu að lesa?
Góður leikmaður eins og verðmiðinn gefur til kynna. Var ekki Chelsea með forkaupsrétt eða fær slatta af endursölunni? Finnst eins og það hafi verið eitthvað þannig í umræðunni.
Annars veit maður ekkert hvað Slot er að spá. Eða hvað hann ræður miklu eða litlu. Maður nennir varla að spá í þessu fyrr en maður hefur séð nokkra æfingleiki.
Ég er núna að velta fyrir mér hversu mikilvægur Trent er Liverpool FC. Er hann ómissandi? Á hann skilið Salah laun?
Sælir aftur
??????: Japanese outlet have stated Takefusa Kubo to Liverpool is reportedly in its final stages and there is a possibility that a deal will be reached soon
Set þetta hér inn líka en veit svo sem ekki meir.
Það er nú þannig
YNWA
Eru þættirnir ekki lengur aðgengilegir í podcast qppinu ?, eða spotify ?
eru á Spotify en ég veit ekki með appið
Ég hlustaði á hann í Podcast appinu. Þarft að leita af Gullkastinu
Þættirnir poppa allavega upp hjá mér bæði á Podcast appi og eins í Spotify.
Ég verð að viðurkenna það að ég hálfkvíði fyrir því að sjá engan Klopp á hliðarlínunni. Það verður ekki auðvelt fyrir Slot að taka við af heilögum Norberti.
Sugursteinn, drífa sig norður. Ekki hanga í RVK í lúsmýinu. Hvaða ferð er KOP ferð ?
Held ég drífi mig bara aftur austur 🙂 KOP-ferðirnar sem komnar eru í sölu eru á Aston Villa og Ipswich. Nú er bara að skella sér með.
Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt – kærkomið í “brælunni” hérna á suð-vesturhorninu.
Fyrir mér þá skiptir almennilegur varnartengiliður – gamla góða sexan – aðalmáli. Við sáum það hvað vörnin og miðjan varð solid þegar við fengum Fabinhio inn hjá okkur. Eins sáum við það þegar Fabinhio var aðeins farinn að dala hvað þetta var mikilvægt hlutverk á vellinum hjá okkur.
Erum við síðan alveg búnir að gefa það upp á bátinn að TTA verði meira á miðjunni og að það verði leitað eftir einhverri styrkingu í hægri-bak?
Að lokum, legg til að þið veljið líka Öguverks-Liverpool-búninginn á lið 21. aldarinnar. Það mætti tvinna saman treyjunum þremur frá mismunandi tímabilum og búa til svona ultimate treyju-kit-þríeyki, að sjálfsögðu undir merkjum Ögurverks 🙂
Áfram að markinu – YNWA!
Stutt í fyrsta leik…..3 stöfðar sýna hann lfctv…lfctvgo…..og eitthvað annað….
ESPN+