Æfingaleikur gegn Real Betis

Núna kl. 23:30 hefst fyrsti “formlegi” æfingaleikur sumarsins þegar okkar menn mæta Real Betis í Pittsburg í Bandaríkjunum. Það er nokkurnveginn sterkasta liðið sem er í boði sem hefur fyrri hálfleikinn, en svo má reikna með að það verði skipt um lið í seinni hálfleik og C-lið Liverpool spili síðari hálfleikinn.

Uppstillingin er líklega eitthvað á þessa vegu:

Kelleher

Bradley – Quansah – Sepp – Tsimikas

Endo – Jones

Salah – Szoboszlai – Elliott – Carvalho

Bekkur: Jaros, Bajcetic, Chambers, Phillips, Gordon, Doak, Beck, Nallo, Koumas, Morton, Blair, Stephenson, Nyoni

Jota nær ekki á leikskýrslu þó hann sé nýkominn inn í hóp, sést vonandi í næsta leik.


UPPFÆRT: leik lokið með 1-0 sigri þar sem Szoboszlai skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik eftir stoðsendingu frá Salah. Jones þurfti að fara af velli eftir hálftíma leik, Nyoni kom í hans stað í sexuna við hlið Endo og stóð sig ljómandi vel, var hreinlega með skörpustu mönnum liðsins, og átti reyndar sendinguna sem byrjaði sóknina sem markið kom upp úr.

Jaros og Morton komu inná í hálfleik í stað Kelleher og Endo, og eftir um klukkutíma leik var restinni af byrjunarliðinu skipt út og þá leit liðið sirka svona út:

Jaros

Stephenson – Phillips – Chambers – Beck

Morton – Bajcetic

Doak – Blair – Nyoni – Gordon

Nyoni fór svo af velli á 70. mínútu og Lewis Koumas kom í hans stað. Ungu strákarnir héldu dampi og sigldu þessu í höfn.

Fínn æfingaleikur, og það sem við tökum helst úr þessum leik er þetta 4-2-4 leikkerfi, hvort sem það á svo eftir að vera ráðandi þegar alvaran hefst eða vera bara eitt af tólunum í verkfæratöskunni. Eins yrði maður ekki hissa þó Trey Nyoni fái fleiri tækifæri í vetur. Salah og Endo voru ekki að finna fjölina sína, reyndar dæmigert að Salah spili þannig leik en sé samt með stoðsendingu. Conor Bradley var öflugur, svosem ekkert nýtt þar. En annars er laaaaangt í land að við getum eitthvað dæmt einstaka leikmenn eða Arne Slot, það er nóg eftir til þess.

24 Comments

  1. Fyrsta skipting leiksins eftir hálftíma leik, Jones fer sennilega meiddur af velli fyrri Nyomi í vatnspásunni.

    1
    • spilamennskan skánað mikið eftir að Nyomi kom inná. Jones og Endo byrjuðu illa.

      Bradley og Seppi líta vel úr í vörninni.

      5
      • Sammála. Það var tvisvar sem hann tók eitthvað touch sem hann lærði pottþétt frá Thiago sem opnaði miðjuna.

        3
  2. Fyrri hálfleikur:

    Besti maður vallarins by a country mile, Conor Bradley. Næstur á eftir honum, Jarell Quansah. Og hver haldiði að vilji borga 20 milljón pund fyrir van den Berg?

    2
    • Og svo ég dragi nú aðeins í land, þá batnaði leikur van den Bergs eftir því sem á leið. Kannski verður hann áfram í herbúðum Slots í stað þess að verða seldur? Gæti ástæðan fyrir frekar háum verðmiða verið að Liverpool horfir til þess að halda honum á komandi leiktíð?

      Til viðbótar: Trey Nyoni! Vá vá vá.

      3
  3. Sælir félagar

    Ég sá ekki leikinn en það er sterkt að byrja fyrsta alvöru æfingaleikinn á sigri. Jones meiddur!!! Vá hvað það kemur mikið á óvart.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
  4. Var á leiknum. Gríðarlega áhugavert. Taktískt margt breytt og verður áhugavert að sjá Slot leiks með hópinn.

    Van de Berg er góður. Og ég meina EPL góður. Held að LFC muni reyna að halda honum og ekki kaupa miðvörð. Staðsetningar, lestur á leik, og hraði er allt þarna. Engar óþarfa áhættur en óhræddur að taka fyrsta bolta og stinga sér framfyrir sóknarmenn.

    Trey Nyomi er ótrúlega spennandi. Hann er grínlaust svona Bellingham týpa. Getur spilað alls staðar á miðjunni og vann box to box. Sást örugglega ekki eins vel í sjónvarpi hvað hann var vinnusamur.

    Salah var ekki að heilla. Kerfið passaði honum ekki vel. Átti nokkra spretti með Bradley og Szobo en eins og í fyrra ekki alveg skarpur.

    Bradley var ótrúlegur. Hann hefur styrkt sig líkamlega og er tilbúinn.

    Þarf að ræða hvað á að gera með TAA. Held að hann þurfi að fara í 6u bekk…

    Morton var fínn, Bajetic mistækur. Tsimikas þarf að selja. Carvalho átti eina rispu. Góður hópur en vantaði svo að segja allt byrjunarliðið…

    7
    • Hann var ekki dramatískur en hann er virtist mjög einbeittur.

      Er hann ekki bara svolítið eins og Klopp var í byrjun—að einbeita sér að fótboltanum? Fannst Klopp stundum kominn með puttana í of marga hluti.

      1
    • Mér fannst ég heyra í honum meira og minna allan leikinn. Kallandi á menn frá hliðarlínunni. Ólíkur Klopp að því leyti. Ef Klopp fór að öskra í leikjum var það yfirleitt á dómarana en ekki leikmennina. 🙂

      2
  5. Rosalega er rólegt í kringum félagið núna, hreyfingar og orðrómar um flest önnur lið en við bara í rólegheitum og ekkert að frétta.
    Hvernær verða allir leikmennirnir komnir til baka úr fríi ?

    3
    • Er ekki Liverpool eina úrvalsdeildarliðið sem er ekki búið að kaupa einn einasta leikmann? Og deildin byrjar eftir 18 daga!

      6
  6. Sælir félagar

    “SHOCKING NEWS: “I think it’s time to move on, I’ve accomplished a lot with PSV, and I want to play in the Premier League with Liverpool,” stated Fabrizio Romano. A “world-class” player has agreed to join Liverpool on a “jaw-dropping” £220,000-per-week contract, according to Sky Sports.
    The signing of the player is interpreted as an indication of the club’s resolve to compete at the “highest level” and he is “believed” to be a coveted acquisition. Breathtaking” Star Set to ‘Soar’ at Liverpool – £220k-a-Week Deal ‘Signals’ ‘Serious Intentions”.

    Set þetta hér inn svona til skemmtunar þar sem ekkert – bókstaflega EKKERT er að frétta af félagaskiptum leikmanns/manna til LFC

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
  7. Er það bara ég sem hef áhyggjur af Alexander Arnold ,maður les um að hann eyði fríinu með Bellingham og með fyrirsætu í Monaco.þetta er nú farið að vera svolítið snobbað fyrir minn smekk og ég vona bara að þetta þotulif sé ekið búið að snúa hausnum á honum frá Liverpool sem stendur fyrir allt annað en snobb .

    3
    • hræddur um að hausinn sé farinn.

      TAA var sagður sá eini í enska hópnum sem þoldi Bellingham

      1
  8. Sælir félagar

    Það er afskaplega lítið að gerast hjá LFC á leikmannamarkaðnum og meira að segja Arteta er undrandi og ánægður með þá frammistöðu hvað þá aðrir. Það er ekki hægt að segja það sama um stuðningsmenn Liverpool. Þó segja megi að þetta sé frekar gömul saga en ný þá er þetta afar þreytandi og leiðinlegt fyrir okkur sem styðjum liðið. Annað slagið hafa komið sögusagnir um að LFC ætli að gera þrenn stórkaup en það nýjasta í þessum efnu er að stefnan sé sett á einn góðan varnartengilið.

    Hvernig væri að stjórn klúbbsins hunskaðist til að gera það sem hún ætlar að gera svo viðkomandi leikmenn fái einhvern tíma til að æfa með hópnum fyrir byrjun leiktíðar. Þar að auki höfum við stuðningsmenn einhvern tíma til að gleðjast yfir einhverju áður en sísonið hefst með erfiðum leik gegn Ipswich. Mér er fyrirmunað að skilja þessa aulapólitík.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Talsverður munur á Liverpool og helsta keppinautnum í næstu borg.

      Man Utd var að kaupa Zirkzee og Yoro fyrir tæpar 90 milljónir, takk. Og seldu Donny van de Beek fyrir 1% af kaupverðinu fyrir fjórum árum. Kom á ca. 40 milljónir fór á 420 þúsund. Það er 130 milljóna kjaftshögg á nokkrum dögum. Mætti halda að eigandi Vopnafjarðar ætti peninga-prentvél heima hjá sér í Mónakó…

      Where’s the money, John?

      2
      • Mig minnir nú að Utd hafi áður keypt (og keypt) ((og keypt)) en ekkert gerst…

      • @Hyypia

        Þetta var eingöngu samanburður milli tveggja liða út frá innkaupum í sumar – og engum innkaupum í sumar. Ekki nein spá um velgengni Man Utd.

        Þínum skrifum til stuðnings má hinsvegar nefna að Utd á hinn stórfenglega 80 milljóna vængmann Antony óseldan uppi í erminni og getur sennilega ekki losað sig við hann nema að gefa hann. Kjúklingurinn Amad Diallo hirti sæti Antonys glæsilega í gærkvöldi svo nú verða þessar 80 milljónir bara heima í tölvuleik næsta vetur.

Gullkastið – Lífsmark á leikmannamarkaðnum?

Gullkastið – Leikmannaslúður