Fullyrt að Liverpool kaupir varnartengilið í ágúst

David Ornstein einn áreiðanlegasti blaðamaður Bretlandseyja þegar kemur að leikmannaslúðri talaði aðeins í gátum í morgun og fullyrti að Liverpool myndi leggja fram tilboð í varnartengilið í þessari viku og að sú staða væri aðal áhersla félagsins í sumar. Hann sagði jafnframt að Liverpool væri að skoða leikmann sem spilar ekki í Úrvalsdeildinni. Áður hefur félagið talað um að ekki sé auðvelt að styrkja liðið því aðeins leikmennn sem eru betri en það sem til er fyrir komi til greina.

Ef við vinnum með það sem við höfum út frá þessu er Liverpool þá væntanlega að fara kaupa mjög spennandi miðjumann á næstu vikum sem er betri sem varnartengiliður en þeir miðjumenn sem félagið er með fyrir.

Fyrr í sumar tókum við saman brainstorm yfir nánast alla varnartengiliði í boltanum og í einhverjum tilvikum miðjumenn sem geta jafnvel leyst hlutverkið aftast á miðjunni en eru mun meira áttur. Uppfærum þá vinnu aðeins hérna, framtíð einhverra leikmanna er t.d. nú þegar ráðin og þeir búnir að skipta um félag, eins er hægt að útiloka ansi marga úr því ekki verður keypt leikmann sem er núna í Úrvalsdeildinni. Hverjir koma þá helst til greina?

Fljótt á litið er eiginlega enginn sem öskrar á mann byrjunarliðssæti í liði Liverpool. Ekki eins og auðvelt var að sjá fyrir sér að Tchouaméni eða Caicedo hefðu gert. En gleymum ekki að það poppa upp svona “ómissandi” nöfn á hverju tímabili, við vissum ekkert um t.d. Caicedo 12 mánuðum áður en hann varð rúmlega 110m. virði.

Þeir sem helst eru í umræðunni núna eru Alan Varela hjá Porto sem kom til þeirra frá Boca Juniors fyrir ári síðan og náði að aðlagast deildinni í Portúgal um leið og varð strax lykilmaður hjá Porto. Þetta er alvöru varnartengiliður sem er kannski ekki fullmótaður en en hvað mest spennandi af þeim sem hafa verið í umræðunni. 23 ára og búinn að spila rúmlega 11.000 mínútur á ferlinum.

Zubimendi hjá Real Soceidad er annar nokkuð spennandi valkostur, hann kom t.d. inná fyrir Rodri í úrslitaleiknum á EM í sumar og var frábær hjá Soceidad í vetur. Hann er 25 ára og hefur verið lykilmaður hjá Soceidad í fjögur tímabil í La Liga.

Ugarte var mikið í umræðunni síðasta sumar og þá kannski ekki ósvipaður profile og Varela nema hvað hann kom mikið fyrr til Portúgal og er frá Úrúgvæ. Hann fór til PSG fyrir €60m en þeir voru að kaupa Joao Neves í síðustu viku frá Benfica, leikmaður sem annars hefði klárlega verið til umræðu fyrir okkur. Ugarte er alvöru varnartengiliður en spurning hvernig hann passar í Liverpool liðið og leikstíl Slot.

Enn einn frá Portúgal sem aðeins hefur verið orðaður við Liverpool er daninn Morten Hjulmand sem var frábær hjá Sporting í vetur. Hann er 1,85m, 25 ára og líklega klár í næsta skref fyrir ofan Sporting. Hvort það sé Liverpool er hinsvegar kannski aðeins ólíklegt.

Ekki er þetta nú stór listi eða nöfn sem hafa verið eitthvað sterklega orðuð við Liverpool. Síðasta sumar var ekki minni þörf á varnartengilið og markaðurinn virkaði svipað þunnur þar til Liverpool bauð allt í einu í Caicedo og virtist eiga séns á honum. Fram að því höfðu mun minni spámenn verið í umræðunni sem er spurning hvort séu enn á lista? Wataro Endo var t.a.m. ekki á neinum lista í fyrra (og vonandi er metnaðurinn hærri en 30 ára Japani)

Ederson hjá Atalanta hefur reyndar meira verið í umræðunni eftir að Liverpool spilaði við Atalanta í vetur en hann er líkt og flestir á þessum lista er meira átta frekar en sexa.

André er ennþá hjá Fluminese og virðist ekki á leið til Fulham líkt og þótti næsta víst fyrir nokkrum vikum. Liverpool hefði nú líklega klárað kaup á honum í fyrra eða janúar ef hann væri enn til skoðunar.

Manu Koné er ennþá leikmaður Borussia Mönchengladbach og var meiddur tæplega helminginn af síðasta tímabili. Hann líkt og Thuram hjá Nice er meira miðjumaður en varnartengiliður. Spurning hvor þeir félagarnir séu ennþá á lista hjá njósnarateymi Liverpool?

Sander Berge væri auðvitað Liverpoollegast af þessum öllum, 26 ára leikmaður Burnley sem var áður hjá Sheffield United og spilar vissulega ekki í Úrvalsdeildinni. Vonum nú að fyrstu kaup Slot tímans verði ekki svona óspennandi þó hann tikki vissulega í rétt box í einhverjum tölfræðiþáttum fyrir miðumenn.

Ef við förum í aðeins dýpra brainstorm yfir miðjumenn sem gætu komið til greina væru það helst leikmenn úr Seria A sem er heimamarkaður Richard Hughes eða leikmenn sem Slot þekkir frá Hollandi. Hughes er t.a.m. alin upp hjá Atalanta og bjó sem krakki í Bergamo.

Reijnders hjá AC Milan myndi t.d. slá tvær flugur í einu höggi þar sem hann er bæði í Seria A og var áður einn af bestu leikmönnum sem Slot var með í Hollandi (hjá AZ). Hann er hávaxinn og getur spilað aftast á miðjunni en hefur jafnan í gegnum ferilinn spilað með alvöru sexu og er því ólíklegur. Rovella og Locatelli eru önnur möguleg Seria A nöfn en ekkert í umræðunni.

Orkun Kökcu var lykilmaður hjá Slot í Feyenoord en aftur, ekki sem eiginlegur djúpur miðjumaður. Schouten hjá PSV var einn bestu leikmaðurinn í Hollandi síðasta vetur og er byrjunarliðsmaður í landsliðinu. Líklega ekki í plönum Liverpool samt.

Aðrir eins og Martel hjá Köln skora vel í einhverjum tölfræðiþáttum en erfitt að sjá þá sem valkosti fyrir Liverpool sem bæta það sem fyrir er.

Rest eru svo nánast allir miðjumenn sem spilað hafa aftast á miðjunni og auðvitað þeir miðjumenn sem spila í EPL og koma því ekki til greina sbr grein Ornstein. Ekki nema það komi eitthvað ævintýralegt twist þar sem Tchouameni er þessi dularfulla sexa sem Liverpool er að fara kaupa tekur því líklega ekki að leggjast of mikið yfir þessi nöfn.

Hver teljið þið að sé sexan sem Liverpool hyggst gera tilboð í og vantar einhvern á þennan lista yfir varnartengiliði? Helst þá miðað við leikmenn undir 27 ára aldri.

36 Comments

  1. Liverpool kaupir Schouten frá PSV og PSV fær Sepp Van den Berg + einhverja peninga.

  2. Það er nú ekki erfitt að vera áreiðanlegur blaðamaður þegar öll fréttin er að félagið muni gera tilboð í vikunni í ónefndan leikmann í tiltekinni stöðu. Það er hægt að skrifa þessa frétt um flesta klúbba þessar rúmu þrjár vikur sem eru eftir af leikmannaglugganum.

    Maður er kannski orðinn alltof þyrstur í að eitthvað gerist þegar svona fréttir fá þessa athygli. Ég held að við höfum allir vitað að það væri sennilegt að keypt væri í þessa stöðu ef rétti leikmaðurinn væri í boði.

    5
  3. Frábær samantekt

    Eg hef oft verið gagnrýninn a innkaupastefnu FSG. En ég er alveg rólegur i dag. Mér líst vel á Slot. Hann er ekki buinn að hitta alla leikmenn og alveg eðlilegt að fara sér hægt. Varnartengiliður i vikunni væru eðlileg kaup, hvern veit eg ekki, en hann er ekki að fara að hitta neinn á æfingasvæðinu nema að kaupa hann.

    Ég vona lika hann sjái eitthvað i Carvalho. Ég veit það er góður leikmaður. Skil ekki Klopp gat ekki notað hann. Ég verð líka mjög ánægður ef Nunez fær traustið og svo vonast ég til að Salah fái þá ást sem hann á skilið frá okkur stuðningsmönnum á komandi tímabili. Þeim fer fækkandi leikmönnunum sem færðu okkur nr.30. Mikilvægasta bikar Liverpool á tuttugustuogfyrstu öldinni.

    Áfram Liverpool og áfram…. Slot!

    24
  4. Það hallast allir miðlar að Martin Zubimendi sem hljómar bara ansi vel, virkar sem flottur leikmaður með mikla reynslu og er varamaður fyrir Rodri í landsliðinu.
    Vonandi er þetta bara klárað í vikunni og þá er ekki ólíklegt að Endo verði seldur enda svo sem ekki þörf á þeim 2 plús Stefan Bajcetic sem er klárlega meiri framtíð í heldur en Endo.

    9
  5. Má vera að leikmannakaup Liverpool séu úthugsuð ? Hin liðin hafa þegar keypt leikmenn og eiga því erfitt að keppa við Liverpool um £51m bita en hefðu mögulega átt möguleika á því fyrr í glugganum.

    Ég veit í sjálfu sér ekkert um þennan leikmann en eitt er ljóst að CDM staðan er veikasta staða Liverpool á vellinum. Ef þessi leikmaður er toppleikmaður í þessari stöðu, þá er þetta ansi mikil uppfæring á liðinu og möguleikinn á enska meistaratitlinum eykst.

    Diaz(Gapko) Nunes(Jota) Salah(Doak)
    Macalester(jones) Subimenti (Bajcetic/Endo) Szoboszly(Elliot/Gravenbert)

    2
    • Zubimendi yrði mikil bæting frá Endo sem líklega verður seldur ásamt Tyler Morton

      2
  6. Ég er sammála þér um að þessi leikmaður yrði líklega bæting á Endo en er innilega ósammála þér um að það eigi að selja Endó. Í sumum leikjum í fyrra var hann með okkar betri mönnum. Hann er mjög vanmetinn leikmaður. Við þurfum tvo til þrjá leikmenn um hverja stöðu á miðjunni í vetur. Það var allavega reynslan með Klopp.

    9
    • Endo var fínn um þriggja mánaða skeið í fyrra. Þessi utan ansi misjafn og átti marga slæma leiki.

      Klopp var sífellt með leikmenn í meiðslum og bar mikið traust leikmanna sem voru í sífeldum meiðslum sbr. Ox, Keita, Thiago, Jones.

      Ég leyfi mér að vona að þetta komi til með að breytast með Slot sem mig grunar að vilji frekar frekar gefa efnilegum leikmanni eins Bajcetic tækifæri og láti ekki Endo hindra framgöngu þessa frábæra leikmanns.

      5
      • Vissulega á eftir að koma í ljós hvernig Slot hugsar miðjuspilið og mögulega er Endo hugsaður í stórt hlutverk þó ég efi það. T.d. spilaði Gravenberch aftarlega gegn United.

        2
  7. Auðvitað væri gott að hafa hina og þessa en við erum ekki chel$ea sem geta átt 80 leikmenn í aðalliðinu.
    Staðreyndin er bara sú að til að kaupa góða dýra leikmenn til Liverpool hefur alltaf þurft að fjármagna það með sölu á minni leikmönnum.
    Endo var og hefur staðið sig með prýði en við erum með mikið af miðjumönnum. En svo ef að Badjetic er ekki klár í að vera í liðinu þá verður hann kannski bara lánaður og Endo verður áfram.

    1
  8. “Auðvitað væri gott að hafa hina og þessa en við erum ekki chelsea sem geta átt 80 leikmenn í aðalliðinu.”

    Liverpool er eins fjarri Chelsea og hugsast getur hvað rekstur varðar og ef það er skoðað út frá “financial fair play” þá var það með lang mest í plús af öllum samkeppnisaðilum. – Aðalliðshópurinn er skipaður af 12-14 leikmönnum sem eru uppaldir eða keyptir mjög ungir til félagsins.

    Ef þú skoðar sjálfur Liverpoolsíður yfir leikmannahópinn þá sýnist mér vera um 15 -17 leikmenn sem voru keyptir fullorðnir til félagsins ( Fer eftir því hvernig á það er litið) sem er í raun fáranlega lítil tala t.d í samanburði við Chelsea eða nánast alla hina klúbbana sem við erum að keppast við.

    Við vorum að missa Matip og Thiago af launaskrá og ef ég man þetta rétt þá er talið að Liverpool geti eytt allt að 150 m punda í þessum glugga ef liðið kærði sig um. Öll önnur toppbaráttulið verða annað hvort að fara einhverjar krókaleiðir eða setja bogann lægra út svo þeir standist fjárhagsreglur enska fótboltans. Ef það er eitthvað lið sem hefur efni á að hafa fleirri fullorðna leikmenn á sinni launaskrá þá er það einmitt Liverpool.

    Endo var einn besti leikmaðurinn í þýsku deildinni áður en hann kom til Liverpool og ástæða þess að ég sé enga ástæðu að missa hann er sú að hann býr yfir virkilega miklum gæðum, bæði sendingalega og varnarlega. Hitt er að það má vel vera að hann passi ekki undir leikkerfi Slot en gæðalega séð held ég að hann sé frábær leikmaður fyrir Liverpool.

    7
    • Held bara að Endo hafi verið langbesti leikmaður Bundesligurnar þegar hann leiddi Stuttgart liðið í 16 sæti af 18. Það undarlega var þó að hann var hvergi orðaður við lið ársins eða neitt slíkt og fór hans frábæra frammistaða ansi hljótt en vakti þó áhuga liða eins og St-Étienne áður en Liverpool kom óvænt inn í myndina.

      Enda söknuðu Stuttgart Endo svo sárt að þeir fóru úr 16 sætinu upp í annað sætið næsta tímabil án þess að gera mikið annað en að kaupa Stiller og Guirassy fyrir peninginn sem Liverpool borgaði fyrir Endo.

      3
  9. Gaman að lesa kommentin hér. Ruglaður Liverpool-maður horfði á æfingaleikina, sem eru svosem ekki alveg að marka, en maður sá margt gott. Í Arsenal leiknum var áberandi hversu skerpan var sterk í rangstöðunni, sem er töluverð bæting frá síðasta sísoni þar sem svo margt var í rugli með það beggja vegna vallarins. Liðið hreyfði sig nánast upp á millimeter miðað við sókn aðstæðningsins og hélt hárskarpri línu, sérstaklega á móti Arsenal. Þetta var eins og kyrkislanga með langa þroskasögu. Það hefði verið hægt að skera Palómu-tertu með þeim hníf og allir hefðu fengið jafnt af rjóma. Gott þjálfaramerki frá Slot.

    Ungu leikmennirnir flottir. Salah í formi sem hlýtur að knýja Liverpool til að gera við hann nýjan samning. Það er ódýrara en að missa hann. Og ungu leikmennirnir margir bara afbragð. Jaros mjög flottur í markinu þennan hálfleik sem hann fékk. Ekkert að marka svona æfingamót þar sem megnið af leikmönnum eru varamenn í A-liði en það er hressleiki í liðinu og gæði. Liðið er í raun svo stútfullt af 95% gæðum að það þarf spes leikmenn til að koma og hrinda þeim út. Sjáum hvað setur. Inva.

    3
  10. Jæja allar sögur liggja til Martin Zubimendi.
    Það eru að mínu mati alvöru kaup. leikmaður sem spilar hlutverk á EM meistaraliði og á besta aldri.

    umræðan er að Liverpool hafi ekki verið að gera neitt meðan aðrir eru að kaupa.

    ef maður horfir yfir þetta helsta, þá er Liverpool ekki að dragast mikið aftur úr.
    t.d. ef við klárum t.d. Zubimendi þá er félagið komnir ansi ofarlega í þessum glugga.
    gæi sem er klár og með reynslu fyrir utan að þetta er spænskur landsliðsmaður.
    Það er betra að gera þetta á réttum hraða og taka inn réttu gæjana.

    þá er Arsenal með Riccardo Calafiori sem ég tel flott kaup og framhald af þeirra kaupstefnu sem hefur verið flott síðustu glugga enda liðið komið í baráttuna. +
    Lucas Nygaard – Nordsjaelland, free
    David Raya – Brentford, £27m
    Tommy Setford – Ajax, £850,000

    Villa
    Ethan Amundsen-Day – Copenhagen, undisclosed

    Cameron Archer – Sheffield United, £14m

    Chelsea ætla ég bara að taka í heild. þetta er svo mikið af bara eitthverju að ég væri frekar til í að kaupa bara ekki neitt. þessi gæi frá Villa er t.d. bara eitthvað leikrit útaf fjárhagsreglunum
    Hall er að fylgja þjálfaranum bara sem dæmi

    Kiernan Dewsbury-Hall – Leicester, £30m

    Marc Guiu – Barcelona, £5m

    Omari Kellyman – Aston Villa, £19m

    Tosin – Fulham, free

    Renato Veiga – FC Basel, £12m

    Caleb Wiley – Atlanta United, undisclosed

    Estevao Willian – Palmeiras, £29.1m

    Filip Jorgensen – Villarreal, £20.7m

    Man city
    Savio – Troyes, £33.6m
    ég bara treysti að hann verði fínn. þeir hafa sýnt það að þeir vita hvað þeir eru að gera.

    Manutd
    Leny Yoro – Lille, £58.9m

    Joshua Zirkzee – Bologna, £36.5m

    Silva Mexes – Ipswich, compensation

    James Overy – Perth Glory, free
    Það eru komin inn 2 nöfn þarna sem ættu að styrkja liðið eitthvað. en ungir strákar til utd síðustu ár hafa ekkert verið að smella neitt sérstaklega

    Newcastle
    Lewis Hall – Chelsea, £28m

    Miodrag Pivas – FK Jedinstvo Ub, undisclosed
    ??? styrking?

    Tottenham
    Lucas Bergvall – Djurgarden, £8.5m

    George Feeney – Glentoran, undisclosed
    svo er verið að orða Solanke sterklega við þá

    3
  11. Elsku kæri fóstbræðra- Indriði.

    Í fyrsta lagi sagði ég Endo var “einn besti leikmaðurinn” en ekki langbesti eins og þú reynir að umskrifa hér til þess að hæðast af mér á frekar misheppnaðan hátt. Leiðinlega barnalegt að geta ekki tjáð sig hérna án þess að þurfa að hlusta á svona ómálefnalegt og hundrað prósent alvöru þvaður og útúrsnúninga.

    Svo það er á hreinu er ég að vísa í Jurgen Klopp. Hann sagði að mjög margir hafi hrósað honum fyrir klókindi á markaðnum er Endo var keyptur og hann talaði um að Endo væri mjög virtur í þýsku deildinni. En Jurgen veit nátturlega ekkert um fótbolta og er miklu minna inn í því sem er að gerast í þýskudeildinni heldur en svona fótboltaprofesor eins þú sem veist svo mikið um þessa sparklist að þú þekkir muninn á bakverði og bjórdollu.

    AÐ Stuttgard hafi keypt tvo gæða leikmenn í staðinn er gott mál fyrir þá og svo sem ekkert nýtt að það sé gert en ef þú skoðar t.d hvernig Endo stóð sig í samanburði við Moisés Caicedo og Romeo Lavia þá er augljóst að 20 m pundunum sem við eyddum í hann var betur varið en þessar 160 m pundum sem var eytt í þá tvo herramenn.

    Farðu svo að láta renna af þér. .

    17
  12. Sælir félagar

    Það er nú svo að það gerist varla að Brynjar Jó. sé ómálefnalegur í sínum skrifum og er einn málefnalegasti og marktækasti “kommentarinn” á þessum vettvangi okkar Liverpool stuðningsmanna. Það er því frekar leiðinlegt að sjá að hann sé neyddur til köpuryrða við þann mann sem oftast er með persónuleg leiðindi við aðra spjallara hér á þessum vettvangi. Þú átt alla mína samúð Brynjar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    4
    • Þessi Zubimendi farsi er ekki mjög traustvekjandi. Sýnist innkaupaliðið vera í tómu rugli. Enda hverju búast menn við þegar einhver hollendingur sem ekki hefur sannað sig er fenginn til að stjórna. Liverpool er svolítið á Tottenham vegferðinni!

  13. Miðað við undirliggjandi hræringar á markaðnum og skvaldrið í kringum skrifstofur Liverpool þá er alveg augljóst að það munu einhverjir leikmenn skila sér inn í hópinn áður en leikmannaglugginn lokar.

    Miðað við skvaldrið í kringum Zubimendi þá finnst mér líklegt að þetta sé að gerast:

    Release clause á Zubimendi er 60M evrur cash á borðið skv. samningi.
    Zubimendi er tilbúinn að fara til Liverpool og Real Sociedad er búið að sætta sig við það.
    Edwards er á fullu að semja um greiðslupakka í kringum þessa release clause svo það þurfi ekki að staðgreiða kvikindið.

    Öndum svo bara rólega, helst með nefinu. Besti samningamaður í nútímafótbolta er með teymið sitt í málinu og það er mjög huggandi tilhugsun að vita til þess að við erum með fullorðna einstaklinga í bílstjórasætinu þarna.

    Áfram að markinu – YNWA!

    5
    • Ég held reyndar að Richard Hughes sé að sjá um þessi mál enda hans starf en ekki Edwards.
      Vandamálið eða kannski óöryggið í þessu er að Zubimendi hefur t.d neitað skiptum til Arsenal í sumar því að honum líður vel þarna.
      En vonandi er Liverpool verkefnið spennandi staður fyrir hann og hann sjái sig fyrir sem lykilmann í þessu verkefni og komi til okkar.
      Ætti að skýrast mikið á næstu 48 tímum vonandi .

      4
      • Held að það verði því miður ekkert af þessum kaupum. Leikmaðurinn vill ekki fara og það er rétt að hann hafnaði Arsenal í sumar. Þess vegna eru Arsenal að kaupa Merino í staðinn sem er líka hjá Real Sociedad.
        Hér er viðtal við hann sem var tekið þegar hann mætti aftur til æfinga:

        He has previously insisted he wants to stay at Real Sociedad and admitted his frustration about the ongoing speculation regarding his future.
        ” Yes, it bothered me. And it even got to the point of distracting me a little from what I had to do.

        Vona amk að það sé e-h plan B því að það þarf klárlega að kaupa varnarsinnaðan miðjumann. Held reyndar að ef Klopp væri ennþá stjóri þá væri þetta líklegra, held að Slot hafi ekki sama aðdráttarafl því miður.

        2
  14. Ekki synist mer þessi Árni Slott vera goð magnetta á gæða leikmenn ef satt sé að baskinn hjá Real Sosiad vilji frekar vera heima en koma á Anfield og þjoðverjinn hjá Hoffenheim vill frekar fara til Dordmund en til okkar ??? Sennilega hætti Jörgen út af nísku FSG ,bara kominn með nóg af þeim.

    1
  15. Botnlausar buddurnar hjá Chelsea sem versla leikmenn eins og enginn sé morgundagurinn! Hvernig er þetta hægt?? Maður er fyrir löngu hættur að skilja þessa ensku úrvalsdeild og peningamál þar um kring! Að ógleymdu VAR-inu!

    Á meðan…………. allt hljóðlaust á vestur vígstöðvunum hjá Rauða Hernum.

    Þolinmæði er dyggð!

    YNWA

    5
  16. Var einhver klásúla v/söluna á Solanke á sínum tíma, einhver % af næstu sölu?

    2
  17. Þetta er ekki flókið. Bara einföld CM fræði. Vilt hafa einn proven einn hopefull og eitt wild card í hverri stöðu.

    Það er vel pláss fyrir þetta wildcard í dmc stöðuna og þetta er ekki nein upphæð til að tala um. Endilega taka hann og láta alla 3 berjast um stöðuna.

  18. En talandi um CM. Fannst alltaf hella erfitt að kaupa leikmenn þaðan í CM 99/00 leiknum. Ansi mikil hollusta þar. Sá sem við fengum á endanum var alls ekki svo slæmur og væri alveg til í að hafa hann hvort sem er á vellinum eða línunni.

  19. Við þurfum að hafa það í huga að við erum með nýjan þjálfara, svo hann þarf sinn tíma til að átta sig á hópnum. Mér lýst bara nokkuð vel á Arne Slot hann virðist vera að skoða allan hópin sem hann er með og nær greinilega góðu sambandi við leikmenn. Miðað við það sem ég hef séð úr þessum æfingaleikjum virðist Slot vera með fleiri plön enn forveri hans þegar það kemur að leikkerfum, hann spilar öðruvísi bolta enn Klopp svona meira nær hugmyndafræði Pep Guardiola.

    Vonandi fær hann þá leikmenn sem hann telur að vanti í þær stöður sem eru veikastar.
    Martín Zubimendi er gæðaleikmaður og vonandi kemur hann til okkar fyrst Slot vill fá hann.

    4

Stórar vikur framundan

Carvalho á útleið – Zubafréttir