Carvalho á útleið – Zubafréttir

Í dag berast það sterkar fréttir af leikmannamálum að vert er að trúa, einn ábyggilegasti twitterpenninn tengdur LFC setti þetta innlegg inn nú rétt í þessu:

Þetta eru kannski ekkert óvæntar fréttir, en þó hafði Fabio fengið fullt af mínútum í sumar og spilað fínt. Hins vegar er ekki líklegt að hann vinni vængbaráttu við Diaz, Jota og Gakpo eða fölsku tíuna við Elliott/Szobo. Gott verð og öflugar klásúlur fyrir leikmann sem aldrei náði að sanna sig fullkomlega hjá okkur og hans val var klárt, vildi fá öruggar mínútur og það skiljum við.

Í morgun bárust svo fréttir af því að einn af okkar ungu og efnilegu leikmönnum, Lewis Koumas, hafi skrifað undir langan samning við félagið og í kjölfarið lánaður til Stoke í Championshipdeildinni allt næsta tímabil. Verður gaman að sjá hann takast á við það verkefni.

Við erum auðvitað öll helst að bíða eftir jákvæðum fréttum af innkomum í liðið og þar hefur stærsta umræðan verið um Martin Zubimendi sem tók þátt í æfingaleik með Real Sociedad í vikunni. Á ýmsu hefur gengið en heitasta slúðrið núna segir að leikmaðurinn sé enn á því að koma til Liverpool en verið sé að vinna að því hvernig díll verður settur upp milli liðanns.

Meðal þess sem er núna verið að ræða er að spænska liðið sé að horfa til að fá leikmann/leikmenn sem hluta af dílnum. Þar eru margir kallaðir til en heitast þó rætt um að Tyler Morten eða Sepp van den Bergh gætu orðið hluti kaupverðs eða ungir leikmenn lánaðir, þá helst Bobby Clark.

Vonandi er salan á Carvalho og það að verið er að fækka á æfingasvæðinu vísbending um það að eitthvað fari nú að hreyfast hraðar, það er jú bara vika í mót!

20 Comments

  1. Ekki ætla ég að þykjast vita betur en forráðamenn Liverpool. En ég mun sjá eftir Carvalho.

    Ég velti fyrir mér á sama tima hvort planið sé að gera atlögu að titlinum eða hvort það sé horft til meistaradeildarsætis þetta tímabilið? Því þrátt fyrir hetjulega baráttu á síðasta tímabili þá var liðið áberandi þriðja best.

    Áfram Liverpool og áfram Slot!

    11
  2. West Ham búið að fá 7 leikmenn. Liverpool sjá á eftir 4. Það bara hlýtur að vera að 2-3 leikmenn verði keyptir á næstunni. Manni líst bara ekkert á þetta.

    10
  3. Sammála Hafliðasyni.
    Ég var spenntur frá fyrsta degi með að Carlvaho gæti orðið hörku leikmaður hjá okkur, hann verður það þá bara fyrir Brentford.
    Sonur minn samt meira svekktur sem er nýbúinn að kaupa sér Liverpool treyju með Carlvaho 28 aftaná.

    Vona heitt og innilega að Zuba sé að koma, væri mikil styrking fyrir komandi tímabil.

    8
  4. Ég verð nú að segja að ég er mjög hissa á þesum fréttum ef rétt reynist?

    Ég var að vona að Carvalho væri kominn með hlutverk hjá okkur. Skýrsluhöfundur talar um að hann sé aftar í goggunaröðinni eftir Jota, og Gakpo eða Elliott og Szoboszlai, ég er bara ekki sammála því.
    Fyrir það fyrsta þá er Jota búinn að vera mikið meiddur undanfarið og Elliott í rauninni líka?

    Carvalho er búinn að líta vel út í þessum æfingaleikjum og að fara að selja hann núna gætu verið stór mistök, sérstaklega þar sem það virðist ekki vera mikil hreyfing hjá okkur í innkomu á nýjum leikmönnum. Ég hefði viljað gefa Carvalho tækifæri fram að áramótum hið minsta og taka stöðuna þá?

    5
  5. Mun sjá mikið eftir Carvalho ! Nú hlýtur að fara að koma tími á að styrkja þær stöður sem þarf að styrkja. man utd að kaupa tvo varnarmenn bara í dag ! chelsea að versla magn innkaup í Costco, Villa að styrkja sig vel , sem og Arsenal, City að kaupa eins og venjulega 2-3 góða leikmenn.
    Af hverju í ÓSKÖPUNUM gengur allt svona hægt hjá Liverpool ?
    Ég er ekki að kaupa það sem Slot segir að það sé bara svona erfitt að finna menn til að styrkja liðið, þegar öll önnur lið geta gert það. ÞETTA ER GLATAÐ ! Gengur bara allt, allt of hægt !

    3
  6. Það er búið að selja leikmanninn, ert samt ósammála því að hann hafi verið á eftir Jota, Gakpo, Elliott, Szobo í goggunarröðinni.

    Góð upphæð fyrir hægan leikmann sem floppaði bæði hjá Liverpool og Leipzig.

    3
    • Indriði, er þetta komment þitt ætlað mér?

      Ég talaði bara um Jota og Elliott sem spurningamerki út af þeim meiðslum sem hafa verið að hrjá þá?

      Ég get nú ekki sagt það að Carvalho hafi verið hægur í þessum æfingaleikjum, satt best að segja leit hann bara vel út í þeim. Þótt hlutirnir hafi ekki gengi undir stjórn Klopp eða hjá Leipzig þá þarf það ekki endilega vera dauðadómur yfir hans ferli, kannski er hann flopp enn ég hefði viljað gefa honum tækifæri allavega fram að áramótum til að sanna sig, ég þarf ekki að minna fólk á að Gakpo var nú ekki endilega að gera gott mót á síðasta tímabili, enn blómstraði á EM?

      3
      • Já maður sá svosem að Carvalho hefur hæfileika og vissulega stóð hann sig vel í lánsdvölinni hjá Hull.

        Hins vegar nýtti hann illa tækifærin sem hann fékk hjá Klopp og var hundóánægður með hversu fá þau voru.

        Eitthvað segir manni að hann hafi frekar viljað fara en að berjast fyrir sæti sínu hjá Liverpool.

        Vissulega meiddist Elliott illa gegn Leeds fyrir 3 árum en hafa einhver meiðsli verið að hrjá hann síðan?

        Mögulega er þessi sala vísbending um að Gordon eða einhver sambærilegur sé að koma.

        1
      • Já Indriði, ég var að vona það sama að hann yrði eitthvað hjá okkur. Enn ef hann vill sjálfur fara er það undir honum komið og er því betra að fá annann leikmann í staðinn sem er tilbúinn að spila fyrir okkur.

        Jú það er rétt hjá þér með Elliott hann var ekkert meiddur síðasta tímabil.eins og ég hélt.

        Anthony Gordon er spennandi kostur í mínum huga og vonandi fáum við hann

        1
  7. Buy back klásúla væri ekki vitlaust. Salan mjög skiljanleg. Eins og Maggi segir eru menn á undan honum. Auk gæti Jones og Szobo tekið AML stöðuna ef í hallæri fer. Carvalho vill mins og ekki hægt að lofa honum þeim. Hann spilaði þetta mikið á pre season því þetta er augl.gluggi. Ef hann hefði verið ónotaður væri lfc heppið að fá 10m fyrir hann. Sama með VDB, augl.gluggi og geta fengið plús 15m fyrir hann núna. Tek það samt fram að ég vill sjá VDB fá séns, ekki selja.

    2
    • Ég held það sé akkúrat málið, hann hafi fengið mikinn spilatíma í sumar þar sem planið hafi verið að losa hann. Finnst pínu fyndið hversu margir hér sjá ofsjónum yfir því að maður sem sýndi aldrei neitt að ráði hjá LFC sé seldur, bara þar sem hann hefur sýnt einhverja spretti á pre-season. Liðið er ágætlega sett í hans stöðu og þarfnast frekar styrkingar aftar á vellinum, og því skynsamlegt að selja menn sem eru aftarlega í goggunarröðinni.

      2
  8. Philips,Sepp og kannski Kelleher eftir að fara líka ! Topp 6 verður að teljast ásættanlegt bara. Mér er alveg hætt að lítast á þetta ! Einn inn, sem er Zuba.

  9. Voðalega eru menn stressaðir.
    Betra að kaupa ekkert en að kaupa bara eitthvað.
    Carvalho er að fara vegna hugafars það er svolítið ljóst og svo er hann langt fyrir aftan þá sem maggi telur upp.

    Heyrði í podcasti .net að þeir kölluðu Edwards og co kafbátagæjana. Við vitum ekkert hvað er verið að gera bakvið tjöldin.

    En eigum við ekki að treysta þessum gæjum?
    Þeir hafa sýnt okkur að þeir vita hvað þeir eru að gera.

    5
    • Sammála þér um Carvalho, það hafa alltaf verið fréttir af og til um að hann sé ekki með hausinn rétt stilltan. Ekki rétta hugarfarið og ekki til í að berjast nógu mikið.

      2
  10. Þessi umfjöllun, sérstaklega lýsing Ian Graham á analýsu LFC á leikmannakaupum er nákvæmlega það sem við sjáum núna og hefur verið stefna LFC: Borga þeim vel sem standa sig hjá þér og versla minna því það klikkar svo oft.

    Kaupa marga unga og selja þá ef þeir eru ekki verða byrjunarmenn. Kaupa fáa reynda og dýra sem gefa leikkerfinu stuðning strax.

    https://analyticsfc.co.uk/blog/2021/10/18/measuring-transfer-success-through-minutes-played/

    2
  11. Sé ekkert að þessari sölu fyrst breiddin í framlínunni er svona mikil. Sumir gagrína Carvalho fyrir að vilja að fara en ég held að þetta beri vott um raunsæi. Ef hann er að keppa um stöðu á vellinum við Diaz, Gakpo, Jota, Szoboszly og Elliot og jafnvel fleirri leikmenn sem gætu komið í glugganum, þá verður að segjast að það er ansi hörð samkeppni og það væri afrek út af fyrir sig að komast í hóp, hvað þá spila í byrjunarliðinu. Ég skil hann ágætlega og óska honum velfarnaðar gegn öllum liðum nema Liverpool.

    Var ekki reglan hjá FSG selja fyrst og kaupa svo ?

    Allavega yrði ég sáttur ef Martin Zubimendi, kæmi en fyrir mér er varnatengiliðsstaðan sú veikasta hjá Liverpool.

    Ég veit ekki hvernig slot sér miðvarðarstöðuna. Hvort Sepp Van Der Berg komi inn fyrir Matip og þeir verði aðeins með fjóra miðverði í aðalliðshóp eða fleirri. Við erum með sex miðverði núna sem stendur en ég er efins um að Rhys Williams og Nat Phillips séu það sem Slot er að leita að. En hvað veit ég svo sem. Hann er víst góður í að þróa leikmenn áfram og kannski er hann sáttur við þá og sér eitthvað í þeim.

    3
  12. Liverpool er EINA félagið í EPL sem hefur ekki keypt leikmann/menn. EINA ! Nú má búast við fjölgun leikja í CL og þá bara styrkjum við liðið EKKERT ? Ég veit ekki með aðra stuðningsmenn en ég sætti mig ekki við einhverja man utd meðalmennsku, ég vill að liðið berjist um alla titla sem í boði eru.

    9
    • Höddi B, ég skil af mörgu leyti áhyggjur þínar, það er alveg ljóst að við þurfum að kaupa tvo til þrjá leikmenn til að hafa næga breidd fyrir komandi tímabil. Vonandi kemur Martin Zubimendi, svo þurfum við líka að tryggja áframhaldandi þjónustu Virgil van Dijk og Salah,

      Ég vil treysta Arne Slot fyrir verkefninu enn klukkan tifar og það eru rétt þrjár vikur eftir af sumarglugganum svo ég vona að það fari að draga til tíðinda fljótlega eftir helgina.

      2

Fullyrt að Liverpool kaupir varnartengilið í ágúst

4-1 sigur á Sevilla/ 0-0 gegn Las Palmas