Gullkastið – Ballið byrjað

Sigur á nýliðum Ipswich í fyrsta leik tímabilsins og tími Arne Slot formlega hafinn. Er liðið tilbúið í heilt tímabil eða lætur Liverpool loksins til sín taka á leikmannamarkaðnum?

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 483

27 Comments

  1. Sælir bræður og takk enn og aftur fyrir góðan þátt. Þetta eru menningarverðmæti sem full þörf er á að koma á heimsminjaskrá UNESCO.

    Verð samt að segja að það er mjög gaman að hlusta á ykkur í þessum Ragnar Reykás-gír, miðað við barlóminn sem var í ykkur í síðustu viku vs. núna þegar við sáum þessa frábæru frammistöðu hjá okkur mönnum 🙂 þið þurfið ekkert að sveiflast svona rosalega mikið með það hversu mikið er í glasinu, svo framarlega sem það er eitthvað í því!

    Viðurkenni það alveg að ég hefði farið sáttur með stig út úr þessum leik, aldrei auðvelt að mæta nýliðum í fyrsta leik, sérstaklega á þeirra heimavelli. Hinsvegar þá var Slot óhræddur að leggja upp með sitt skipulag og augljóst að hann er ekkert hræddur við að skikka menn á bekkinn, út í horn eða út úr hópnum. Vona bara að þetta þróist ekki út í einhverskonar Brendan Rodgersisma hjá honum og hann endi eins og David Brent enska fótboltans 🙂

    Að því sögðu þá grunar mann að það muni fleiri fara frá félaginu og fleiri koma inn fyrir lok gluggans. Þetta er alveg hreint út sagt yndislegur tími þessar vikur þegar tímabilið er að hefjast og hamagangurinn eftir því. Ég er vongóður um góðan árangur í vetur, við erum með fantagóðan hóp og framtíðin er björt.

    Áfram að markinu – YNWA!

    10
    • Tja fyrirfram sáttur með janftefli gegn Ipswich og engan árangur í leikmannakaupum og samningamálum?

      5
    • Mig minnir nú að glasið sé búið að vera hálf fullt hjá mér ansi lengi 🙂 Allavega var lítill barlómur í mér í síðustu viku, bara helvíti bjartur á tímabilið.

      En sammála því, það fara líklega einhverjir fyrir gluggalok (og koma jafnvel einhverjir líka).

      4
    • Nú kem ég aðeins af fjöllum? Var mikill barlómur í okkur yfir Ipswich leiknum eða liðinu yfirhöfuð í síðustu viku? Hefði sannarlega verið hundfúll með allt nema sigur þar og man ekki betur en við höfum allir spáð tveggja marka sigri.

      Það er annað að vera hundfúll yfir því hvað félagið hefur verið máttlaust á leikmannamarkaðnum og ekki ennþá klárað samning við neinn lykilmann. Það held ég sannarlega ennþá að komi ekki til með að hjálpa Slot og Liverpool þegar líður á veturinn þrátt fyrir fínan sigur á Ipswich. Vona sannarlega að Richard Hughes eigi ennþa einhverja ása upp í erminni því fyrstu mánuðir hans í starfi hafa verið vægast sagt ósannfærandi

      5
      • Það hefði mátt halda eftir hlustun á þættinum að liðið væri bara algerlega í molum eftir að einhver díll við Zubimendi hafði ekki farið í gegn og ekkert annað gerst í leikmannamálum? Við erum með meiðslalausan leikmannahóp sem gersamlega valtaði yfir hin ensku liðin á undirbúningstímabilinu. Það eru engin rauð flögg á radarnum hjá mér – girðið ykkur í brók og verið með í partýinu 🙂 það eru ekki nema tvær vikur í landsleikjahléið!

        Samningamálin eru bara í vinnslu, þó svo það sé ekki verið að flagga því eitthvað út á við í fjölmiðlum. Við þekkjum þetta alveg, svona virkar þetta hjá FSG, Edwards & co. – þurfum ekkert að tuða yfir þessu þegar dæmin sýna að við höfum haft þetta bara allt undir control í fortíðinni.

        Fyrsti leikur við nýliða í Prem er eitt mesta bananhýði sem ég veit um. Sem betur fer voru nýliðarnir engin fyrirstaða fyrir okkar menn enda yfirburðirnir algerir í seinn hálfleik.

        4
  2. Sælir félagar

    Sammála Einari og Steini um barlóminn og Steinn er yfirleitt sá sem er bjartsýnastur og jákvæðastur en Maggi minn hefur það hlutverka að segja það sem er leiðinlegast að segja en Einar svo mitt á milli. Þetta er svona fyrir mér sú hlutverkaskipan sem þeir Kop-arar hafa komið sér saman um. En hvað um það, takk fyrir þáttinn og Gullköstin er algjört sáluhjálparatriði fyrir mér. Ég hefi ekki misst af einu einasta slíku í mörg ár. Ég er fullkomlega á sömu skoðun og Einar um kaupstefnu FSG og eymdina í þeim málum.

    Það er ekki þannig að ekki séu til leikmenn sem bæta liðið þó það sé gott. Þeir einfaldlega kosta mikið og þá rennur FSG kalt vatn milli skinns og hörunds, þeir fá svima og liggur við yfirliði vegna nískunnar. Meiri aumingjarnir verð ég að segja. Þó þeir hafi einstaka sinnum tekið upp veskið (VvD t.d.) þá finnst mér þeir fara versnandi í nískunni sem er ekki gott. Nýr stjóri þarf stuðning og fær hann ósvikinn frá okkur stuðningsmönnum en FSG verkjar svo í “budduna” að þeir eru nánast hljóðandi út í eterinn. Það þarf að breytast og gerir það vonandi. Það er ekki nóg að selja – það þarf líka að kaupa og kaupa dýrt.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1
    • Bara skil ekki þetta tuð alltaf um nýsku og hve mikilir aumingjar FSG eru. Þeir eru ekki nýskari en það að þeir taka ekkert út úr rekstrinum, búnir að endurbyggja allan aðbúnað í kringum Liverpool, fengu einn dýrasta þjálfara sem völ var á (Klopp) á sínum tíma og koma Liverpool aftur í fremstu röð. Þeir vissulega vilja kaupa skynsamlega og láta allt batteríið ganga upp fjárhagslega, réttu megin við núllið.
      Síðan eru margir hérna á spjallinu orðnir svo sannfærðir um Klopp hafi farið af því að FSG voru ekki að bakka hann upp. Hefur það einhver staðar komið fram að það sé ástæðan??? eða eru menn bara svona duglegir að lepja slefið upp eftir hvern annan að þeir eru farnir að trúa því (hundurinn Lucas anyone….).
      Varðandi innkaup í sumarglugganum þá er ég í raun nokkuð sáttur með að ekkert hafi verið keypt so far. Mér finnst eðlilegt að Slot meti hópinn almennilega áður en einhver sé keyptur, fyriri suma hefur hann aðeins haft nokkrar vikur. Kæmi mér í raun ekkert á óvart þó ekkert gerðist fyrr en í janúar.
      Að lokum er það mín skoðun að Klopp hafi gert það rétta með að hætta á þessum tímapunkti, ekki af því að FSG voru svona vondir við hann, heldur af því að mér fannst hann, eins og hann sjálfur hefur sagt, vera búinn á því. Hann þurfti að kúpla sig út úr þessu og taka sér pásu.
      Ég er svo virkilega ánægður með FSG og vona að þeir verði sem allra lengst meirihlutaeigendur af Liverpool. Ég vill að liðið sé rekið á eðlilegan hátt sem fótboltafélag, en ekki fá einhverja nýríka Nonna sem eru í Football manager. Það er ekkert sem mér finnst skemmtilegra en þegar uppalinn leikmaður slær í gegn og verður partur af aðalliðinu frekar en að kaupa einhvern næsta eitthvað.

      21
      • sjálfur hefur Slot talað um að hann vilji sjá ný andlit. Er hann þá ekki búinn að leggja mat á hópinn fyrst hann segir svo? Hvers vegna þá að bíða fram í janúar?

        5
      • Og réttu mennirnir eru bara á lausu og bíða eftir að vera keyptir??? Mér finnst líklegast að ein staðan hafi verið varnarsinnaður miðjumaður í staðin fyrir Endo. Get ekki betur séð en að FSG og co hafi reynt að kaupa þann mann sem er líklega sá sem Slot vildi, en viðkomandi var með heimþrá og vildi ekki koma (sem er fínt, því ekki viljum við kaupa mann með heimþrá). Hafði klárlega ekkert með nýsku að gera.
        Þó þú viljir fá nýtt andlit í staðinn fyrir einhvern annan, þýðir ekki endilega að sá rétti sé á lausu og geti verið keyptur á eðlilegu verði.

        1
      • Þurfa menn ekki að fara að heiman til að fá heimþrá?

        Skiptir litlu hvað ég vil, heldur endurtek ég að Slot hefur sagt tvisvar í viðtölum að hann búist við leikmannakaupum fyrir lok gluggans og var það eftir að Zubimendi díllinn varð að engu. Já rétt, ástæðan var ekki níska eiganda heldur leikmaðurinn sjálfur.

        Því má ætla að Slot og félagar vilji styrkingu og þá held ég ekki til að stækka hópinn heldur til að styrkja byrjunarliðið.

        Hvort réttu leikmennirnir séu lausir fyrir eðlilegt verð verður að koma í ljós. Amk finn ég ekki til með eigendum LFC þó þeir þurfi að hækka sig umfram það sem þeir telja eðlilegt verð fyrir leikmann sem bætir liðið.

        Ég tel þó nokkuð líklegt að fleiri verði seldir en keyptir.

        5
      • Sæll Doddi

        Svona án þess að það skipti máli efnislega þá er níska skrifað með einföldu í-i. Okkur greinir á um afstöðuna til FSG. Þeir hafa ýmislegt gott gert og þó fyrst og fremst það að bjarga félaginu frá gjaldþroti og þá er svo sem upp talið það sem þarf að hrósa þeim fyrir. Uppbyggingin á Anfield og svo æfingasvæðinu er ekki sérlega hrósvert. það hefur ekki kostað meira en sem nemur verði eins leikmanns úr efstu hillu markaðarins.

        Þeir hafa rekið LFC með miklum sóma hvað varðar að auka verðmæti þess. Verðmætið hefir líklega ca. 15 faldast á eignatíma þeirra og þeir hafa ekki lagt krónu (pund) úr eigin vasa í þetta félag, klúbburinn og verðmæti hans standa undir öllu því sem eytt er í leikmannakaup og uppbyggingu enda er verðmæta aukningi gríðarleg á þeim árum sem þeir hafa átt félagið. Það er því engin frágangs sök að ætlast til að þeir leggi einhver pund í leikmannakaup svona miðað við þá gríðarlegu eigna og fjámuna aukningu sem hefur orðið á félaginu á eignar tíma þeirra. Svona bara mín skoðun en ég virði alveg þína sem slíka þó ég sé henni ósammála.

        Það er nú þannig

        YNWA

        5
      • Já takk fyrir það Sigkarl að láta mig vita af þessari stafsetningarvillu, ég er nokkuð viss um að ef þú lest aftur í gegnum póstinn frá mér finnur þú fleiri :o)
        Ég er reyndar algjörlega ósammála þér með að uppbyggingin á Anfield og æfingarsvæðinu sé ekki lofsverð, sjáðu t.d. hvað Old Trafford hefur blómstað í eign Glazer bræðra.
        Virði félagsins hlýtur (búinn að tékka það er Ý í hlýtur) að fylgja eftir gengi félagsins, ef virðið hefur 15 faldast, þá hlýtur félaginu að ganga virkilega vel og ef félaginu er að ganga vel, þá hljóta leikmannakaup að vera virkilega vel gerð, ekki nema að þetta sé allt bölvaður grís og heppni.
        Þess vegna finnst mér svo skrítið þegar menn tala um nísku (með einföldu) eiganda (þú reyndar kallar þá líka aumingja) sem samt eru búnir að gera svo margt virkilega gott fyrir félagið.

        4
  3. Verið að tala um hvað Liverpool eru að engjast um eins og ormar að reyna lækka verðið sem er búið að biðja um frá Valencia í markvörðin með skrítna nafnið.
    Second offer núna en samt minna en þeir biðja um og nú ert United að sveima um að mögulega reyna hijacka þessu frá þeim.
    Enn eitt failið í uppsiglingu útaf nísku FSG ?

    5
  4. Flottur sigur en það má ekki gleyma því að allt annað en 3 stig hefði verið óásættanlegt þrátt fyrir að um nýliða á heimavelli sé að ræða.

    Það er kannski tvennt sem má helst taka út úr þessum leik:

    1. Salah virðist vera kominn úr þessum djúpa dal sem hann var í á síðasta tímabili.
    2. Gravenberch sennilega að spila með sínum bestu leikjum og af þessari frammistöðu að dæma má segja að hann geti verið í stóru hlutverki á miðjunni í vetur.

    Hvað varðar tímabilið í heild þá er engin sérstök ástæða til of mikillar bjartsýni (titilbarátta eða meistaradeildartitill). Spá um þriðja sætið virðist því miður afar raunhæf ! 🙁

    Gæða “droppið” er einfaldlega svakalegt þegar Liverpool þarf að láta reyna meira á hópinn. Fyrirsjáanlegt er að ákveðnir leikmenn sem eru ekki nógu góðir til að vera í lykilhlutverki hjá liði sem mun berjast um titilinn fram á lokadag – munu þurfa að spila heilan helling í vetur.

    Vandamálin byrja þegar:

    1. Slot neyðist til að spila Darwin Nunez reglulega í byrjunarliðinu eftir að Jota meiðist. Við vitum það að Jota spilar ekki meira en helming leikja sem byrjunarliðsmaður (því miður). Jota er okkar lang besti framherji. Hinn kosturinn er að spila Gakpo út úr sinni bestu stöðu og hafa hann frammi.

    2. Endo og Curtis Jones eru næstu menn inn í “áttu” stöðuna. Liverpool fékk allt út úr Endo í fyrra sem hægt var að fá út úr honum. Flottur í hópinn og getur haft hlutverk, en við byggjum seint upp meistaralið með hann í lykilhlutverki sem fyrsti maður inn af miðjunni. Curtis Jones er 23 ára meiðslapési sem hefur aldrei sýnt þann stöðugleika í leik sínum að hann sé eitthvað meira en meðal góður miðjumaður.

    3. Konate meiðist! Þá þarf að treysta á að Quansah þoli álagið og pressuna yfir heilt tímabil. Gæti vaxið í það á þessu tímabili en þetta er mikil áhætta að hafa þá bara þrjá.

    Slot virkilega flottur og leikurinn gaf til kynna að hann sé alvöru stjóri – eins langt og það er hægt að meta hann af einum leik.
    Vandamálið er að verkfærin sem hann fær í hendurnar til að vinna með í vetur eru ekki nógu góð. Það þarf meiri gæði og þessi söngur um að það sé svo erfitt að finna leikmenn til að styrkja liðið er algjör brandari.
    Það er langur listi af leikmönnum sem myndu styrkja Liverpool liðið langt umfram (Darwin – Endo og Curtis Jones) sem virðast þurfa að vera með fyrstu mönnum inn í liðið þegar álag og meiðsl skellur á.

    Njótum bara á meðan það er en – ágúst september og október 🙂

    6
    • Endo hefur aldrei og mun líklega aldrei spila “áttu” stöðuna. Hann er fyrst og fremst varnarsinnaður miðjumaður sem hefur leyst af í hægri bakverði einhvern tíman á ferlinum.

      3
  5. Eitthvern meigin þá halda menn hér að hópurinn sé sterkari núna afþví Slot kom inn? er hann með eh magic touch og tekur Jesús á þetta og allir haldast heilir bara og allt verður perfect.

    FSG eru að SELJA hópurinn er MINNI en síðasti hópur undir Klopp sem endaði í 3dja sæti.
    Gæti Slot verið næsti Klopp og performað enn betur en hann ? já kannski ..er það líklegt ? nei það er það ekki.

    Það var #6 þetta er augljóst ! Endo fenginn inn sem tímabundinn plástur og við vitum ekki hvernig Gravenberch mun ganga þarna þegar við mætum alvöru liðunum. (Ipswich er ekki mælikvarði á það.)

    Það vantar miðvörð (Matip farinn , Konate er konate og mun meiðast, VVD árinu eldri , Quansah er hann tilbúinn í að spila mikið?) Gomez ? talað um að hann sé til sölu afhverju það veit enginn maður finnst það persónulega galið ef enginn kemur inn.

    Það vantar vinstri bak (Tsimikas er einfaldlega miðlungs leikmaður og Robertson meiðslagjarn og árinu eldri þetta er augljóst)

    14
    • Þegar Klopp kom þá jók hann æfingaálagið mikið sem gerði það að verkum að hver leikmaðurinn á fætur öðrum tognaði aftan í læri.

      Ákafinn í leikstíl Klopp varð til þess að hann var undantekningalítið með langan meiðslalista.

      Við sáum þetta líka þegar Postecoglou kom með aukinn ákafa í leik Spurs. Í nóvember var hann með 14 leikmenn á meiðslalistanum.

      Á meðan sigldu Guardiola og Arteta í gegnum mótið á sirka 15 manan hóp. og voru sjaldan með meira en 1-3 menn á meiðslalista.

      Svipað má segja með Slot hjá Feyenoord.

      Kannski eru Arteta og Guardiola með einhverja töfralausn til að halda leikmönnum heilum.
      Eða kannski er þetta spurning um að stilla álagið þannig að leikmenn haldist frekar heilir.

      Maður sá það vel á skiptingum Slot gegn Ipswich að það lág ekkert annað en álagsstýring að baki skiptingunum á TAA og Robbo.

      9
      • Sammála þér Indriði, ég held og það sem ég hef lesið um Slot þá virðist hann vera mjög góður í því að stjórna álaginu á leikmönnum og halda þeim heilum sem var kannski einn af fáum ókostum hjá Klopp hvaða hann keyrði leikmenn rosalega út þannig að meiðsla listinn var alltaf nokkuð langur hjá Liverpool.

        Bara það eitt að stjórna álaginu betur á leikmenn og halda þeim heilum ætti að styrkja liðið umfram það sem verið hefur.

        Þess fyrir utan þá held ég að við eigum eftir að sjá að minnsta kosti tvo góða leikmenn bætast í hópinn fyrir glugga lok, líklega miðvörð og miðjumann en hvort það verði þessi orginal sexa er ég ekki viss um heldur hef ég trú á að það komi frekar alhliða miðjumaður eitthvað svipað og Mac Allister.

        2
  6. Sælir.

    Hafsentinn Rhys Williams fór á lán til Morecombe þangað til í janúar. Liverpool vill fá £6 milljónir fyrir Nat Phillips og 45 fyrir Joe Gomes og 20 fyrir Sepp van den Berg. Ef stærðfræðin bregst mér ekki þá eru þetta £71 milljón sem ætti að duga fyrir einum góðum hafsent. Best væri ef sá leikmaður hefði reynslu af ensku Úrvalsdeildinni.

    Að öðru. Hvar get ég nálgast miða á Arsenal – Liverpool í október?

    3
    • Bæði Bayern Leverkusen og Brentford hafa samþykkt að borga 25 milljón pund fyrir Sepp, svo pyngjan gildnar sem því nemur. Að því gefnu að hann fari.

      3
      • svakalegur peningur fyrir Seppa.

        Myndi vilja halda honum en skiljanlega vill hann ekki verða fjórði eða fimmti í goggunarröðunni.

        1
  7. Ég ætla nú ekki að ofmetnast eitthvað yfir 0-2 sigri á liði sem er að fara að falla niður um deild aftur. Er það einhver STÓRSIGUR ? Shitty vann nú Frönsku útlendingahersveitina á útivelli sem sama markamun.
    Það er nokkuð ljóst að Liverpool þarf 2-3 leikmenn, ef Sepp,Gomes, Philips, Carvalho, Bobby, og kannski Be Doak fara allir, ofan á Thiago og Matip.
    Við þurfum þá einhvern sem er eins fjölhæfur og Gomes og svo vængmann (Gordon) og þá kannski vinstri bakvörð líka. Vonandi er þessi Huges að gera eitthvað, ef hann er þá til í alvörunni 😉

    4
    • Höddi B hvað spiluð þessir leikmenn marga leiki fyrir Liverpool á síðasta tímabili Sepp, Gomes, Philips, Carvalho, Bobby, og Be Doak Thiago og Matip ef við sleppum Gomez og Matip þar til hann meiddist úr þessari upptalningu þá spiluðu hinir nánast ekkert og því kannski ekki mikill skaði að missa þá burtu ef við miðum við síðasta tímabili en vissulega nokkrir ungir og efnilegir leikmenn í þessum hóp en ég er ekki viss um að þeir hefðu fengið margar mínútur í vetur hvort sem er.

      Við sem sem aðdáendur heimtum úrslit en á sama tíma sjáum við rómantíkina í því að gefa ungum leikmönnum tækifæri en því miður fer það ekki alltaf saman.

      Að vinna nýliðana í fyrsta leik er ekki svo sjálfsagt því ef ég mann rétt þá töpuðu til dæmis Arsenal í hittifyrra fyrir Brentford í fyrsta leik þegar Brentford komust upp í efstu deild.

      5
      • Sepp, Philips og Carvalho voru á láni, og stóðu sig bara mjög vel. Bobby átti þátt í að vinna titil fyrir okkur og Gomes var mjög góður þegar við vorum í meiðsla vandræðum.
        Mér finnst allt í lagi að selja Sepp og Philips, en þá vill ég fá einhverja í staðin. Mér finnst alltaf ömurlegt þegar við erum að selja unga og efnilega leikmenn, vill frekar lána þá. Ef við seljum Gomes, Sepp og Philips, þá öskrar það á okkur að það vantar varnarmann.
        Vonum það besta ! Að Huges fari að mæta í vinnunna.

        2
  8. Enginn veit hvernig leikmannamálin þróast núna síðustu dagana. Þetta er ekki ákjósanlegt, því að svo margt þarf að haldast í hendur. Og þó að megi hrauna yfir Hughes og Edwards, þá má ekki gleyma að síðustu tvö og jafnvel þrjú tímabil voru leikmannainnkaup i hálfgerðum ólestri. Sýnist augljóst að ósætti var milli Klopp og Edwards, og eftir að Edwards fór voru tveir bráðabirgðamenn í jobbinu og lítið gert nema kaupa til að fylla fyrir það sem fór úr um dyrnar. Ef ekki væri fyrir að við lánuðumst til Hendó og Fab fóru af eigin dáðum sem leiddi okkur að Maca og Szobo þá gætum við verið komin með öldrunarheimili á miðjunni og að prísa okkur sæl að ná í topp 6.

    Veikleiki Klopp var (eins og margra þjálfara gegnum tíðina) að hann var of tryggur sínum máttarstólpum. Það sem hefur verið að bjarga okkur eru kaup á nokkrum kjúllum gegnum árin, sem og það að við höfum verið að fá ótrúlega rækt úr akademíunni. LFC er með Jones, TAA, Bradley, Quansah, og Kelleher (Elliott var keyptur 16 ára einnig) sem hafa verið lengi hjá liðinu — og við sjáum Carabao cup síðasta tímabil þar sem Hvolpasveitin vann leikinn. LFC er með eitthvað La Masia dæmi í gangi sem bjargaði okkur síðustu tvö árin — en það er ekki nóg.

    1. Ef Van Den Berg og Gomez eru seldir þarf amk. 1 ef ekki 2 nýja hafsenta í hópinn.
    2. Það þarf spilandi sexu í stað Endo sem er stoppsexa. Bajetic þarf spilatíma, en er ekki treystandi í að vera spilandi sexa miðað við það sem við sáum í undirbúningi. Ef hann fer og Morton þá vantar amk. Eina sexu.
    3. Það þarf að huga að markmannsmálum því að Allison er að fá hnus frá Saudi og Kelleher verður annað hvort seldur núna eða eftir tímabilið, því hann er ólíklegur til að verða nr 1 markmaður
    4. Það þarf að ákveða hvað á að gera með 5-6 unglinga sem gætu þróast í byrjunarliðsmenn og annað eins sem gera það líklega ekki
    5. Það þarf að semja við VvD, TAA, og Mo. Ef einhver þeirra hellist úr lestinni þarf að kaupa leikmann sem kostar $75-100m til að koma í stað þeirra.

    VIð erum að fara í gegnum viðkvæmt tímabil — en ég held að ég geti sagt að ekkert í innviðum LFC, eigendum, eða leikmannahópnum er sambærilegt við t.d., hvernig mál æxluðust þegar Ferguson fór frá ManU, eða hjá Barcelona undir lok leiktíðar Messi.

    En það er langt síðan LFC var ótvírætt besta lið Englands. Við erum að læra að vera alltaf góð — en sá lærdómur hefur enn ekki náð fullum vexti. Við þurfum að vera alltaf í UCL amk. 5-10 ár, og vera að keppa um titilinn amk. fram í apríl flest ár í 10 ár til að vera óumdeilanlega besta lið Englands. Og leiðin í svoleiðis stöðugleika er ekki að skjótast upp eitt tímabil og hrynja svo niður í 6 sæti og þurfa að klifra upp að toppnum aftur. Sígandi lukka þar sem allir innviðir þola að missa einn eða tvo leikmenn, þjálfara, eða aðra leiðtoga. Enginn má vera stærri en félagið ef félagið á að vera það stærsta í Englandi.

    11
  9. Sama hvað sagt er og skrifað. Þá er með hreinum ólíkindum að Liverpool sé ekki buið að styrkja hópinn og tímabiðið hafið.

    Það var ekki talað um annað en hvað þetta yrði erfitt verkefni fyrir Slot að taka við af Klopp. En á meðan liðið nær í þrjú stig í leik þá sleppur þetta. Þetta gæti samt súrnað ansi hratt.

    Fyrsta nafnið sem mér datt í hug í markið var Simon Mignolet. Ég geri mitt besta til að styðja og halda með þeim sem spila leikina fyrir liðið okkar, en rosalega átti ég erfitt með Mignolet. Og það frá fyrstu mínútu.

    Áfram Liverpool og áfram Slot!

    4

Ipswich 0 – 2 Liverpool

Slúður – Hverjir fara?