Slúður – Hverjir fara?

Liverpool hefur verið meira í umræðunni lokadögum leikmannamarkaðarins undanfarin ár en félagið var á upphafsárum Klopp. Félagið er einfaldlega ekki nálægt því eins snjallt í leikmannakaupum og það var frá 2017-2019 og þetta er ein afleiðing þess. Vonandi sjáum við Liverpool í miklu betra formi á leikmannamarkaðnum í janúar og næsta sumar.

Það sem af er þessari viku er mun meira verið að orða leikmenn frá Liverpool heldur en öfugt. Sóra frétt vikunnar er að Liverpool hefur samþykkt a.m.k tvö tilboð frá Leverkusen og Brentford í Sepp van den Berg upp á £25m. Þetta er ekki staðfest og heimild sem þarf að taka með fyrirvara en ef rétt er ljóst að þar erum við að sjá Liverpool koma aftur sem frábærir sölumenn á leikmannamarkaðnum. 

Áður er búið að selja Fabio Carvalho á £27,5m til Úrvalsdeildarfélags og Bobby Clark er að fara á £10m til Meistaradeildarliðs. Auk þess er Liverpool líklega að fá um £10m í söluákvæði fyrir eldri sölur á Solanke og Luis Alberto. Joel Matip og Thiago eru farnir af launaskrá þannig að það er klárlega nóg til. 

Joe Gomez var ekki í hóp í síðasta leik heldur og hefur verið sterklega orðaður í burtu þá við góð Úrvalsdeildarlið og ljóst að Liverpool hefur enga þörf á að selja hann nema fyrir góðan pening. Hann er 27 ára og er líklega síðasti valkostur í þremur stöðum í vörninni þannig að það er vel skiljanlegt ef hann er sjálfur aðeins farinn að ýta á aðra áskorun. Hann var víst kominn með samkomulag við Newcastle fyrr í sumar og spurning hvort hausinn hafi ekki verið farinn annað í kjölfarið?

Arne Slot er stór óvissufaktor, hversu stóran hóp telur hann sig þurfa og hvernig gengur honum að halda lykilmönnum heilum yfir tímabilið? Eins og staðan er núna virðist hann sáttur við mun minni hóp en Klopp var að vinna með undanfarin ár. Það er heldur ekkert eðlilegt að vera með kvíðaröskun fyrir tímabil því félagið er bara með 5-6 miðverði og 9-10 miðjumenn tiltæka eða bara 5-6 öfluga sóknarmenn!

Mögulega er byrjunarlið Liverpool í U21 árs liðinu í kvöld vísbending um brottför mjög margra af yngri leikmönnum liðsins sem eru tilbúnir fyrir fullorðins fótbolta. Liðið sem Liverpool stillir upp er svona:

Fréttin þarna er að þá vantar menn eins og Ben Doak, Kadie Gordon, Tyler Morton, Pitaluga, Calum Scanlon, Owen Beck, Stefan Bajcetic, James McConnell eða Harvey Blair sem allir eru sterklega orðaðir við brottför á láni eða varanlega og ættu allir að taka þátt í svona leik. Sá eini sem maður sér félagið alls ekki selja af þessum er Bajcetic en lán er mjög skiljanlegt.

Stór hluti af þessum strákum tók þátt í síðasta tímabili í t.d. deildarbikar, bikar og Evrópudeildinni. Berg, Carvalho, Beck og Morton spiluðu allir töluvert á láni annarsstaðar.

Tökum í gamni þessa stráka úr hópnum og sjáum þá hvernig hann er í kjölfarið

Brottför Adrian eða Pitaluga skiptir engu máli ef Kelleher fer ekki og Jaros stækkar þann hóp umtalsvert en hann er einmitt einn af þeim sem var á láni síðasta vetur. Áhugavert engu að síður ef Liverpool klárar kaup á framtíðarmarkmanni núna í þessum glugga sem kemur ekki fyrr en eftir 1-2 ár. Skýr skilaboð til þeirra um að þeir eru ekki hugsaðir sem framtíð félagsins í þessari stöðu?

Joe Gomez er þriðji kostur í hægri bakverði og líklega er hann á eftir Tsimikas aftur í vinstri bakverði undir stjórn Slot. Það er klárlega hægt að styrkja stöðuna vinstra megin en það vantar ekki fleiri bakverði. Eins fáum við vonandi meira frá Robertson í vetur en bara 50% af tímabilinu, það var mjög óvanalegt.

Ef að Gomez kveður ofan á Matip og við höldum Berg ekki heldur er orðið allt of stutt enn eina ferðina í Nat Phillips (sem fer líklega bara aldrei frá Liverpool). Konate er vonlaust að treysta á marga leiki í röð og Quansah er ennþá lítið reyndur. Hér vantar nýjan mann sem er í svipuðum klassa og Matip og helst með þak til að verða á kaliberi við Van Dijk. Man Utd er að styrkja þessa stöðu hjá sér með einu mesta efni framtíðarinnar og De Ligt, það er meira sannfærandi en Liverpool gerir með að losa sig bara við 2-3 miðverði. Arsenal er eins búið að styrkja þessa stöðu gríðarlega með landsliðsmanni ítala og endurkomu Timber, voru fyrir með mjög góða miðverði sem meiðast lítið sem ekkert.

Ef að Bajcetic, Morton, McConnell bætast við Thiago, Clark og Carvalho yfir miðjumenn sem kveðja í sumar eru Liverpool engu að síður enn með 6 miðjumenn um þrjár stöður auk Nyoni. Hjá eðlilegu liði eru það alveg nógu margir en hér má sannarlega setja spurningamerki við gæðin. Sérstaklega aftast og ljóst að félagið ætlaði sannarlega að styrkja sig þar. Þessi breidd er samt mjög fljót að virkja mikið betri ef við fáum einhverntíma +80% tímabil frá 2-3 miðjumönnum Liverpool sama tímabilið. Undir stjórn Klopp náði einn miðjumaður að spila meira en 80% af heilu tímabili (Wijnaldum), öllu níu árin!

Frammi erum við að auki með fimm sóknarmenn um þrjár stöður sem ætti alveg að duga yfir tímabilið. Auk þeirra eru svo Danns sem sparkaði í hurðina á aðalliðshópnum á síðasta tímabili.

Ef við teljum bara tvo af markmönnunum þá eru þetta 20 leikmann sem væru eftir fyrir utan unga leikmenn eins og Nallo, Nyoni, Danns, Kone-Dogherty sem líklega fá einhverjar mínútur í vetur.

Það væri gott að stækka þennan hóp um 2-3 leikmann núna í ágúst en mikilvægara væri að kaupa meiri gæði í 2-3 stöður en félagið er með fyrir.

Vangaveltur

Miðvörður – Ef að Liverpool er að gera góða stöðu á van den Berg gæti það orðið til þess að ákveðið verði að bíða með sölu á Gomez. Ef að Gomez fer er erfitt að hugsa sér að félagið verði ekki búið að ganga frá kaupum á eftirmanni hans þá þegar. Nýr miðvörður er lang líklegastur úr því sem komið er.

Miðjumaður – Zubimendi sagan staðfesti að félagið leggur áherslu á að kaupa miðjumann og Zubimendi sjálfur sýnir að það er ekki endilega verið að leita að nýjum Fabinho eða þeirri tegund af varnartengilið sem við þekkjum heldur. Það ætti að stækka markaðinn fyrir mögulega miðjumenn umtalsvert þó félagið hafi gefið það út að úr því Zubimendi klikkaði verði ekkert gert.  Hér tókum við saman nokkur nöfn sem hugsanlega gætu komið til greina

Bakvörður – Væntanlega treystir Slot á Robertson og Tsimikas í vetur en það er ekki hægt að útiloka alveg kaup á nýjum vinstri bakverði. Bæði hefur Liverpool verið orðað við Ait-Nouri frá Wolves sem myndi strax keppa við Robertson um stöðuna og eins minna þekkt nöfn. Nýr miðvörður gæti eins komið inn sem bein samkeppni við Robertson.

Markmaður – Ef að Liverpool er í alvöru að kaupa Giorgi Mamardashvili er það kannski dæmi um díl sem stokkuð er á þar sem tækifærið er núna og tíminn réttur til að tryggja hann. Eitthvað sem félagið hefði sannarlega mátt gera líka í bæði vörn og á miðju undanfarin ár. Þetta er leikmaður með tölfræði sem bendir til þess að hann sé efni í alvöru heimsklassa og er á góðum aldri. Ef hann kemur ekki kaupir félagið líklega ekki markmann í þessum glugga.

 

44 Comments

  1. Ég skil ekki sölu á Gomez. Nema að hann vilji sjálfur feta nýja braut. Mjög nothæfur squad player. Doak, K.Gordon og Bajetic allir líklegir að nýtast eitthvað í league cup eða á bekk ef aðalliðs hópurinn þynnist. Þsð yrði samt ótrúlegt ef allir sem þú taldir upp myndu fara á láni eða seldir.

    Hef sagr það síðan í vor að áherslunar ættu fyrst og fremst að vera sexa, miðvörður og vinstri bak. Veit ekki hvort ég mun hlæja eða gráta ef engin af þessum stöðum yrði bætt áður en glugginn lokar. 8 leikir í CL, 19 í deild og kannski 3 í league cup gera 30 leiki bara fyrir áramót auk 3ja landsliðs glugga. Ekkert smá álag á ca.20 leikmenn að græja það og þ.e.a.s. ef allir haldist heilir.

    Lfc fer ekki með tvo og hálfan miðvörð inní mótið. Ef Sepp fer kemur pottþétt miðvörður. Brantwhaite eða what’s his face væri flottur. Væri gaman að taka hsnn frá Neverton og kannski auka líkurnar á falli þeirra, tímabilið áður en þeir fá nýjan völl ha ha ha ha. Wolves gaurinn er góður, allavega miklu betri en Tsmikas. Zubi er víst að sannfæra konu og börn að flytja í suddann í Liverpool. Hann kemur á gluggadegi, bæng!

    6
  2. Sælir.

    Sepp van den Berg seldur til Brentford og Owen Beck gæti farið til Celtic. Búið er að selja Harvey Blair til Portsmouth.

    2
  3. Takk fyrir góða yfirferð Einar. Það er auðvitað frekar skrítið að fylgjast með þessu úr fjarska og maður hreinlega skilur ekki hvað er í gangi. Ég skil að menn séu að losa leikmenn sem þeir telja ekki að eigi framtíð fyrir sér á Anfield. Fótboltinn er brutal bisness og ef menn hafa ekki það sem þarf eru þeir umsvifalaust losaðir af samningum. En að liðið sé svo sterkt, sem það er vissulega að mörgu leiti, að ekki séu fáanlegir nema mögulega einn á miðjuna sem styrkir liðið en hann vildi svo bara ekki koma. Að það séu enginn annar fáanlegur sem sé betri en Endo eða Jones. Ég bara kaupi þá sýn stjórnarmanna Liverpool alls ekki. Maður er farinn að óttast að enginn nýr komi inn í þetta lið í ágúst og að leikmannahópurinn verði frekar þunnur.

    10
  4. Hvernig þeim tókst að selja Sepp fyrir 30 m punda 25+5 addons er mér óskiljanlegt.
    En hvernig væri að nota þessa snilldar samninga taktík og kaupa þá inn 1 eða 2 ?
    Væri virkilega nice

    5
    • Finn hvergi neina einustu staðfestingu á þessari sölu. Áreiðanlegustu heimildir sem ég finn eru að tvö tilboð upp á 20m + 5 adds on hafi verið samþykkt.

      2
  5. Eina glóran í því að selja Gomezinn er að það vanti sóknarþenkjandi miðvörð, svipaðan og Virgil, einhvern sem skorar úr hornum og sendir draumabolta fram á við. Gomez hefur ekki verið mjög liðtækur í þeim efnum. Ef svo er, þá er e.t.v. ágætt að selja hann ásamt Berg og fá þá meiri gæði í staðinn.

    Martröðin 20-21 kom einmitt í kjölfar þess að Lovren var seldur og enginn keyptur í staðinn þegar þeir meiddust hver af öðrum.

    Svo getur verið að Slot telji sig fara betur með lappir og liðamót en forverinn gerði. Þá er e.t.v. ekki þörf á þessari miklu breidd.

    En ma-ma-ma-ma-maður hefur nú samt áhyggjur eins og Reykásinn sagði…

    8
  6. Sælir félagar

    Ég deili áhyggjum ykkar vegna engrar sjáanlegrar styrkingar á hóp sem verið er að hefla af lag fyrir lag svo hann þynnist jafnt og þétt. Ef til vill verður svo spónlagt yfir heflunina með tveimur til þremur lögum af gæða harðviði þó þess sjáist engin merki enn sem komið er. En vonum það besta og bölvum í hljóði uns allt verður ljóst í lok gluggans.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  7. Ef að þessir ungu strákar eru ekki nægilega góðir til að minni úrvalsdeildarfélög vilji fá þá lánaða þá eiga þeir varla framtíð fyrir sér hjá félaginu, sjáum t,d Rhys Williams sem er lánaðar til D deildar félags þrátt fyrir að hafa spilað helling af leikjum með Nat Philips á sínum tíma.
    Auðvitað væri flott ef hægt væri að lána þá efnilegustu til annara liða í úrvalsdeildinni þá væri það frábært en hvort að þeir séu nægilega góðir er erfitt að segja, en ég væri t.d til í að sjá Ben Doak lánaðan í úrvalsdeildina.

    4
  8. Tsimikas “whispers”
    Það er verið að hvísla um að það Tsimikas sé mögulega að fara á láni til hans gamla liðs Olympiacos.
    Endalaust að kroppa af liðinu, ekki það að ég er ekkert ósáttur að missa hann frá okkur EF það kemur inn betri maður í staðinn.

    4
  9. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að við séum frekar rólegir á markaðnum með nýjan stjóra í brúnni, þannig að ég býst ekki við miklu frá LFC í þessum glugga og ég helda að þetta verði hálfgert jójó tímabil.

    En ef Gomez fer ekki þá hlítur að koma 1 stk CM og ég væri til í sterkari leikmann á vinstri kantinn með Robertson.

    Það er samt galið til þess að hugsa að við séum eina liðið í PREM sem er ekki búið að kaupa nýjan leikmann og það er vitað mál að það þarf að styrkja hópinn og það þarf að minnka bilið í Man C.

    4
  10. Jæja þá er það svo gott sem staðfest.
    Er hann þá ekki gjaldgengur með þeim á Anfield á sunnudaginn ?

    Fabrizio Romano
    @FabrizioRomano
    ·
    4m
    ???? Sepp van der Berg has decided to go to Brenford as he accepted their proposal, here we go!

    Liverpool and Brentford finalising deal for £25m package while player set for medical tests later today.

    Deal to be sealed in the next 24h.

    2
      • Hvort sem heildarupphæðin er 25 eða 30 milljón pund plús 17,5% af næstu sölu.

        3
  11. Sælir félagar

    Set þetta hér til gamans svo fólk geti lesið eitthvað annað en sölufréttir

    BREAKING NEWS : Huge news has been confirmed on Johan Bakayoko’s transfer to Liverpool ? Liverpool Fans Rejoice as Bakayoko Transfer Is Announced – could be be the New Salah??. Liverpool fans are celebrating the news of Johan Bakayoko’s transfer to Anfield.
    The big question on everyone’s mind is whether he’ll be able to fill the shoes of Mohamed Salah. We’ll take a closer look at Bakayoko’s potential impact on the team and what this means for Liverpool’s future.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
      • Sælir félagar.

        Þetta er nú bara til skemmtunar Einar. það er frekar lítið nefnilega af skemmtilegum styrkingar fréttum í sambandi við liðið okkar því miður. Þess vegna verðum við að skemmta okkur við svona gamansögur 🙂

        Það er nú þannig

        YNWA

        6
  12. Þetta eru allt leikmenn sem gott er að losna við. Mér finnst eins og liðið sé að styrkjast við brottför þesaara leikmanna. Menn stíga upp. Ég er til dæmis miklu spenntari fyrir Gravenberch. Hann leit mjög vel í sínu hlutverki hjá Slot.

    Ég er eiginlega kominn þangað að mér þætti pínu töff að Liverpool sé eina liðið í heiminum sem ekkert kaupir í sumar. Siðan bara alvöru kaup í janúar. Vonandi er liðið þá í einu af efstu fjórum og Slot með góða hugmynd hvað vantar.

    Það verður mjög áhugavert að fylgjast með meiðslum á þessu tímabili. En aldrei mun ég þó gangrýna aðferð meistara Klopp. Hann bjó til að mínu mati skemmtilegasta fótboltalið seinni ára. Og það skilaði titlum á tíma Pep og City. FSG hefðu átt að hjálpa meira þar.

    Nýr kafli og spennandi. Get ekki beðið eftir næsta leik!!

    Áftam Liverpool og áfram Slot!

    10
    • Sammála….held það sé gott hjá Liverpool að bíða fram í jan svo Slot sjái hópinn almennilega….en þeir stökkva ef rétt tækifæri gefst ekki nein panik kaup…

      6
  13. Þetta er farið að minna mig á hvernig Arsenal hagaði sér undir stjórn Asse w. Ég trúi ekki öðru en stórt eða jafnvel stórt möfn komi fyrir lokun gluggans.

    1
  14. Nú tala helstu pennar um að Liverpool sé að sækja miðjumann á 15 MP 28 ára japanann Masay Okugawa frá Augsburg.
    Vinnusamur og agaður leikmaður – enginn B- kostur á miðjuna – en litlar launakröfur eru hans helsti kostur.

    Jafnframt er líklegast að Liverpool leysi brotthvarf Gomez með Abdul Munin frá Rayo Vallecano – talað um 12 MP eða lánsdíl. Hughes og teymið hans vilja fara varlega í stórar breytingar enda erfitt að styrkja byrjunarliðið.

    Segið svo að það sé ekkert að frétta bakvið tjöldin !

    2
    • fyndinn

      Þessi japani kemst hvorki í liðið hjá Augsburg né japanska landsliðið.

      6
      • Þetta getur ekki verið rétt !
        Álíka galið og taka einhvern slakan Tyrkja úr þýsku deildinni eins og Özan Kabak til að koma í staðin fyrir Van diijk
        eða
        fá einhvern gæja eins og Arthúr Melo sem enginn vill snerta á með priki til að hrista upp í miðjunni.

        Liverpool færi aldrei þessa leið að taka þennan Japan :/

        5
  15. Vá hvað þetta er orðið hrikalega metnaðarlaust. Heppnir ef liðið endar ofar en 6 sæti.

    5
  16. Þetta virkar voða skrýtið fyrir minn smekk. Við erum með allt nýtt þegar kemur að stjórnun Liverpool í dag. Michael Edwards og Richard Huges komu áður enn Arne Slot var tilkynntur. Þannig það virkar eins og þeir hafi enga hugmynd hvað gerðist í Mars á síðasta tímabili þegar kemur að meiðslum. Verst geymda leyndarmálið er að Jota mun meiðast spurningin hversu alvarlega. Konate það er kraftaverk ef hann spilar 3 leiki í röð hann mun meiðast. Nunez mun meiðast. Curtis Jones mun meiðast. Meira segja Allison hefur meiðst meira á sínum Liverpool ferli enn sjálfur Salah sem hefur þurft að þola 400 fleiri tæklingar á sama tíma. á einum tímapunkti á síðasta tímabili var nánast hálfur hópurinn fjarverandi svo vikum jafnvel mánuðum skipti útaf meiðslum, Kannski útaf álagi tengt leikstíl Klopp.

    Ég veit ekki eins greinarhöfundur segir það vantar miðvörð það eiginlega nístir hjartað hvað það er augljóst. Konate ef hann spilar 50% ég get ekki fram á meira við hann. Jarrel Stoðsendingakóngur United sorry guys þessi gæji þarf að fara á lán gera sín mistök sem leiðir ekki að við dettum útúr titlabaráttu og missum leik sem var nánast EINSTEFNA í allt í einu 2-1 undir dýrustu mistökinn á síðustu leiktíð kláraði ekki bara okkar titlabaráttu heldur drap allt momentum í hópnum. City og Arsenal eru ekki level above okkur heldur 2-3 levelum bæði varðar gæði og breidd í miðvarðarstöðu.

    Yrði sáttur ef það kæmu 2-3 gæði í hópinn enn hvað á maður að halda með Edwards og Huges eru þeir að reyna kaupa leikmenn á 2017-19 verði ? er Liverpool illa statt fjárhagslega eftir stækkanir á leikvangi síðustu árum? Í raun myndi ég segja það ef bara markmaður er keyptur þá er augljóst að það sem Arsenal var að reykja 2013 að John Henry er loksins búinn að finna það og er aldeilis með alvöru Wolf of wall street party á skrifstofum Liverpool. er það ekki eina sem útskýrir þetta metnaðarleysi sem er búið að vera í sumar í leikmannakaupum ?

    8
    • Kannski er þetta liður i sölunni á klúbbnum. Lækka launakostnað og semja ekki til langs tima.

      5
  17. Eigendur Liverpool ætluðu aldrei að taka stór skref í byrjun en heilluðust af orku Klopp og gáfu allt í botn. Maður veltir fyrir sér hvort þeir séu að slaka á klónni eftir brottför hans. Það mun taka nýjan mann allavega eitt tímabil að læra á ensku deildina og með þunnan hóp mun það ekkert hjálpa. CL, tvær bikarkeppnir og þessi fræga jólatörn + deildin er eitthvað sem Slot þarf að læra á. Það er því lærdóms vetur framundan og vonandi endum við með góða einkunn í maí.

    4
  18. Hreinsa út, hreinsa meira, selja, selja, selja þennan, selja hinn ……………….. Er að verða mjög pirrandi !

    7
  19. Eins og staðan er núna.
    Liverpool ráða inn einhvern snilling frá Bourmouth Richard Hughes sem er búinn að vera í allt sumar að eltast við markvörðinn Giorgo Mamardashvili frá Valencia sem hann ætlaði að lána til síns gamla félags.
    Þetta hefur dregist í margar vikur, líklegast verður þeta nú staðfest en hann verður áfram á Spáni í allavega 1 ár, ok frábært að huga að markavarðastöðu núna því það er ekki eins og við séum með 2 frábæra markverði.
    Þeir selja Carvalho, Bobby Clark, Sepp Van Der Berg og ef Joe Gomez fer þá eru þetta tæplega 100 mp í vasann hjá eigendum liðsins.
    Það eru 9 dagar eftir af glugganum og það er nákvæmlega EKKERT að frétta af kaupum.
    Núna þarf bara að bretta upp ermar og kaupa 2-3 leikmenn og ekkert kjaftæði.
    Örfættan miðvörð, varnarsinnaðan miðjumann og backup fyrir Salah.

    12
    • Ótrúleg svartsýni og stórorðaflaumur hérna inni (ekki bara hjá þér Red) um hvað allt sé ömurlegt. Það þarf ekki nema að horfa á lista yfir nettó eyðslu liða til að sjá að það að eyða peningum er ekki ávísun á árangur, ekkert frekar en það að ausa fjármunum í vonlaus opinber kerfi skilar betri árangri fyrir notendur þjónustunnar.

      Eigendur Liverpool hafa ekki tekið krónu út úr klúbbnum frá sínum kaupum, ekki eina! Ef það koma 100m í kassann þá eru það fjármunir sem verða nýttir fyrir klúbbinn. Hvort það fer í leikmannakaup, uppbyggingu tengda vellinum eða aðstöðu veit ég ekkert um, en það sjá það allir sem skoða málið hvað það hafa verið ótrúlega jákvæðir hlutir í kringum félagið í tíð núverandi eigenda.

      Vildi ég að við keyptum allt og alla og ynnum alla titla… já, í sjálfu sér. Mér er hinsvegar ekki sama hvernig það er gert og hef engan áhuga á því að eitthvað eyðimerkurríki kaupi klúbbinn til að fegra eigin ímynd. Þá tek ég frekar heiðarlega baráttu og réttan anda og lifi með því sem það skilar.

      10
  20. Ég hljóp á mig, það er víst búið að kaupa inn næstu stjörnu….

    BREAKING: Liverpool have completed a deal to sign 16-year-old Alvin Ayman from Wolves, who will receive £2m in compensation for the midfielder. [
    @FabrizioRomano]

    4
  21. Sælir félagar

    Liverpool er víst að bjóða ca. 70 millur í Branthwaite hjá bláliðum í Liverpool borg. Það væri gaman ekki síst fyrir þá sök að MU ætlaði sér þennan miðvörð til að styrkja vörnina hjá sér. Þetta er öflugur 22 ára strákur sem á örugglega eftir að verða góður undir Slot 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    3
    • Enginn af neinum sem mark er á takandi hefur neitt nýtt fram að færa varðandi Branthwaite.

      Þessi orðrómur hefur verið í gangi í 2 mánuði.

      Þessi félög munu ekki leka neinu út um neinar viðræður sín á milli. Verði af þessu þá verður fyrirvarinn lítill sem enginn.

      Sama á við um hitt þvaðrið sem þú kóperar af sorpmiðlum um límir hingað inn.

      3
  22. Menn tala hér um að kaupa STÓRT í janúar ? Það vita allir að það er miklu erfiðara að fá gæða menn í þeim glugga.
    Þetta er að verða ógeðslega pirrandi metnaðarleysi hjá huges og edwards. Það virðist bara vera ásættanlegt að stefna að topp 6 ! Er það styrking að selja leikmenn? Er meðvirknin alveg að fara með menn hérna ? Halda menn virkilega að þetta lið sé betra en city og Arsenal ?

    12
  23. Ef að Richard Hughes ætlar sér að láta taka mark á sér og skila góðu sumarverki þá væri gott að fá þessa leikmenn sem eru létt orðaðir við okkur núna, en ekki halda í ykkur andanum á meðan þið bíðið.

    Giorgi Mamardashvili
    Khvicha Kvaratskhelia
    Jarrad Branthwaite
    Piero Hincapie

    8
  24. Græðgi og níska eru varhugaverð en aldrei meira en þegar þau fara saman.
    Eigendurnir kóróna þó lítilmennsku sína með því að banna opinberu síðunni að segja frá einu kaupum sumarsins. 16 ára pjatti keyptur á 2M punda.

    Hvernig væri að hætta þessari meðvirkni pistlahöfundar? Eruð þið enn á því að eigendur séu svo góðir samningamenn af því að þeir halda svo þétt að sér spilunum?

    Svo er það svo gott að selja únglíngana vegna þess að þeir fá svo lítinn spilatíma í Premium League. Heyr á endemi. Þurfum við þá ekki í öðrum keppnum? Þetta snýst allt um málma og að vera stoltur LIverpoolari.

    Annars er allt gott að frétta frá Ystu Nöf. Það held ég nú.

    YNWA

    13
  25. Ég ætla að halda í mér fram yfir glugga-lokun. Við vitum ekkert þangað til. Kannski koma kaup og kannski ekki? Ef enginn verður keyptur – þá er í góðu lagi að æsa sig. En ótímabært á þessari stundu.

    4
  26. Hvernig væri að slaka aðeins á!! Ju við erum að selja leikmenn en þetta eru gaurar sem eiga aldrei möguleika á að komast í aðalliðið eða verða heimsklassa leikmenn. Hopurinn er alveg nógu stór og afhverju að kaupa bara til að kaupa? En hvað þarf liverpool að kaupa akkúrat núna? Mitt svar er engan. Aftur á móti væri voða gott að hafa auka varnarmann en það mun koma. Að halda það að liverpool verði að kaupa til að verða betri er því miður afar einföld og barnaleg hugsun. Eins og Slot segir er að við kaupum ef það gerir hópinn betri og því er ég alveg sammála um.

    6
    • Heyrðu í mér þegar við lendum í meiðslum og förum að síga niður í töfluna 😉

      7
    • Stórfínar sölur alltsaman.

      Breiddin í hópnum er þokkaleg en ég væri til í að losa nokkra í viðbót og kaupa 2-3 sterkari leikmenn.

      4
  27. Liverpool er sem sagt eina liðið í heiminum sem getur ekki keypt leikmenn sem gera liðið betra, einmitt, hahahahaha. Við hljótum bara að rúlla öllum keppnum upp og vinna fjórfalt ef liðið er svona ótrúleg gott. Lið sem SPRAKK á lokaspretti í deildinni á síðasta tímabili. SPRAKK !

    9

One Ping

  1. Pingback:

Gullkastið – Ballið byrjað

Brentford á sunnudag (upphitun)