Brentford á sunnudag (upphitun)

Ég vek athygli á stórgóðum pistli Einars um slúðrið og væntar sölur frá því á miðvikudag og svo gullkastið frá því fyrr í vikunni þar sem var m.a. hitað upp fyrir leik helgarinnar!

Þrátt fyrir að það hafi verið nóg um fótbolta þetta sumarið, ég þurft á hvíld að halda frá Liverpool í lok síðustu leiktíðar og að ég hafi bara verið á 4 stigi sorgarferilsins eftir að Klopp fór þá saknaði ég enska boltans hrikalega mikið og er mig strax farið að kvíða fyrir næsta landsleikjahléi.

Ekki bara er þetta fyrsti heimaleikur tímabilsins heldur er þetta fyrsti (official) heimaleikur Slott og ég get ekki beðið!

Form & sagan

Liðin hafa ekki leitt saman hesta sína nema 6 sinnum á síðustu 25 árum eða svo. Liverpool hefur komið ágætlega úr þeim einvígum, sérstaklega á heimavelli, en þeir hafa unnið 4 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 1 leik.

Af þessum sex leikjum þá hafa þrír verið á Anfield, allir unnist án þess að fá á sig mark, markatalan 7-0. Þetta getur bara ekki klikkað, eða hvað? Það er alveg merkilega oft sem mér finnst ég vera með upphitun þar sem að formið og/eða sagan er með þeim hætti að þetta á að vera formsatriði að landa þremur stigum – það er samt aldrei þannig.

Gestirnir

Brentford hafa verið talsvert í því að kaupa Liverpool leikmenn síðustu vikuna eða svo. Það er alls ekki ólíklegt að við fáum að sjá bæði Carvalho og Van Den Berg á sunnudaginn, þó það sé kannski ólíklegt að þeir byrji leikinn.

Gestirnir koma inn í þennan leik fullir sjálfstraust eftir sterkan sigur gegn Crystal Palace í fyrstu umferð, sigur sem kom mörgum á óvart enda Palace verið sterkir undir stjórn Oliver Glasner.

Thomas Frank er í smá vandræðum með sókn liðsins, þó Mbeumo sé meira í því að valda andstæðingum liðsins vandræðum. Ivan Tony spilaði ekki um síðustu helgi og það er ólíklegt að hann verði í hópnum á sunnudag, hann vill komast í buft frá félaginu og mun að öllum líkindum vera seldur fyrir lok gluggans n.k. föstudag. Ofan á það þá meiddist Thiago (ekki okkar Thiago, aldrei eins og vant), dýrasti leikmaður í sögu félagsins, korteri eftir að hann kom til liðsins frá Club Brugge og verður líklega frá út árið (hnémeiðsli).

Ofan á það þá vantar Rico Henry og Aaron Hickey í vörnina en annars eru allir leikfærir.

Liverpool

Hjá okkar mönnum er það bara Quansah sem er tæpur fyrir helgina eftir að hafa meiðst lítilega í vikunni. Eitthvað var slúðrar um að Gravenberch hafi ekki æft með liðinu á föstudaginn en verið myndaður í æfingarsalnum. Ég veit ekki hvað, ef eitthvað, skal lesa úr því en ég ætla annars að skjóta á að liðið verði óbreytt frá því í sigurleiknum gegn Ipswich nema að Konate komi inn í byrjunarliðið í stað Quansah og Gomez taki þá sæti Konate á bekknum:

Alisson

TAA – Konate – Virgil – Robertson

Gravenberch – Mac
Szoboszlai
Salah – Jota – Diaz

 

Spá

Liverpool liðið var rólegt í fyrri hálfleik gegn Ipswich, enda kannski ekki við öðru að búast í fyrsta leik tímabilsins sem var hádegisleikur í þokkabót. Síðari hálfleikur var svo allt annar og það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig liðið setur upp þennan leik gegn Brentford, sem líklega mun verjast talsvert aftar en Ipswich gerði um síðustu helgi.

Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þessum leik. Kannski er það óskhyggja í mér en ég trúi því og treysti að við séum hættir þessum leiðinda vana að fá mark á okkur í upphafi leiks og við sigrum þennan leik nokkuð örugglega 3-0 þar sem að Jota, Salah og Diaz skora allir.

Koma svo!

YNWA

15 Comments

  1. Brighton með flottan sigur á sínum heimavelli 🙂

    Vonandi vinna okkar menn á morgun!

    13
  2. Það virðist vera nokkuð ljóst að bæði Arsenal og Man City munu trúlega berjast um titilinn í vor
    bæði lið eru ógvænlega sterk.

    Nú reynir á fyrir okkar menn að standa í lappirnar fyrir lok gluggans og kaupi þá menn sem okkur vantar í þær stöður sem eru mest aðkallandi

    Hvað finnst mönnum um þennan markvörð Giorgi Mamardashvili sem er verið að orða við okkur, hann virkar spennandi á mig, gæti verið framtíðar markvörðu hjá okkur?

    5
    • Arsenal og City álíka sterk og í fyrra.

      Calafiori þarf væntanlega að verma bekkinn í mest allan vetur hjá Arsenal.

      Svo er spurning hvort 20 ára og 20 milljón punda Brassinn og hinn 34 ára Gundogan breyti einhverju hjá City.

      3
      • Enda voru þessi lið í tveimur efstu sætunum í fyrra og virðast ætla að halda því áfram.

        Ég hef fulla trú á Slot enn það eina sem á eftir að koma í ljós er hvort hann mun fá einhvern stuðning frá eigandanum, klukkan tifar og eins og staðan er núna er engin viðbót komin í leikmannahópinn hjá okkur.

        4
      • Gæti verið.

        En hafa ber í huga að Arsenal missti ekki einn einasta lykilmann í langtímameiðsli á sl. tímabili og gátu róterað á sömu 14 leikmönnunum allt tímabilið. Verða þeir aftur jafn heppnir varðandi meiðsli?

        Einhvern veginn grunar mig að munurinn á liðunum hefði verið minni hefði LFC ekki verið með gegnumgangandi 5-12 menn á meiðslalista allt tímabilið.

        Það sást nokkuð vel hvernig gekk hjá liðium eins og United, Newcastle og Tottenham þegar þau voru komir með hálft byrjunarliðið á meiðslalista á sl. tímabili.

        Einhver von er um að þetta breytist með Slot. Hingað til hefur Slot gengið vel að halda liðum sínum heilum og leggur hann mikið upp úr álagsstýringu.

        4
      • Það er rétt hjá þér Indriði, ég er líka að vona það sama að Slot muni halda mönnunum meira heilum enn Klopp.

        Liverpool er stærsta spurningamerkið af þessum topp liðum og við gætum komið á óvart meira segja með þennan hóp sem við höfum núna ef við höldum mönnunum heilum allt tímabilið?

        2
  3. Erfitt en við eigum að vinna ÖLL lið heima. Vona að Carvalho spili ekki .

    4
    • Unnum þá sannfærandi í báðum leikjum á síðasta tímabili. 5 sigrar og 1 jafntefli í PL.

      Hvers vegna vonar þú að Carvalho spili ekki?

  4. Sælir félagar

    Takk fyrir upphitunina Eyþór. Sigur er það eina sem ég fer fram á. Við rennum svolítið blint í sjóinn með liðið og taktík hjá Slot því það er líklegt að hann spili öðruvísi gegn Brentford en Ipswich. Brentford er miklu sterkara lið en Ipsi og líklegt að uppleggið verði annað. Unnu Brentford ekki C.Palace um síðustu helgi nokkuð sannfærandi? Þetta verður því fróðlegt á Anfield í dag og vonandi mæta menn til leiks frá fyrstu mínútu. Aston Villa var engin fyrirstaða hjá Arse og M.City fór létt með sinn leik. Brighton vann fallegan sigur á MU og eru með fullt hús og við verðum að vinna á okkar heimavelli.

    Það er nú þannig

    YNWA

    2
    • “Aston Villa var engin fyrirstaða hjá Arse og M.City fór létt með sinn leik”. Segðu mér nú eitt Sigkarl, sástu þennan leik hjá Villa og Arsenal? Nallar voru alveg hundheppnir að vera ekki 2-0 undir í þessum leik, fyrst og síðast Ollie Watkins sem sá til þess.

      12
      • Á endanum þó, engin fyrirstaða. Arsenal eru ekki búnir að fá á sig mark og með 6 stig eftir tvo leiki. Ollie Watkins gæti vissulega hafa átt erfitt með svefn í nótt.

        2
      • Sæll SSteinn

        Það er alveg sama þó AV hafi átt einhver skot á markið og markmaður Arse hafi þurft að verja einhver skot. Ef leikmenn/maður AV er svo lélegur að skora ekki úr dauðafærum – eða markmaður Arse svo góður að Ollie gat ekki skorað þá er niðurstaðan sú sama. 2 – 0 sigur er afgreiðsla á leiknum og Arse hefur ekki fengið á sig mark það sem af er leiktíð. City fékk á sig klaufamark og kláraði svo Ipsí auðveldlega með 5 mörkum. Er eitthvað frekar að ræða um þessa leiki SSteinn.

        Það er nú þannig

        YNWA

        2
      • Þú svarar en svarar ekki spurningunni Sigkarl

        Þó að á endanum séu það úrslitin sem skipta máli þá voru Arsenal mjög ósannfærandi framanaf og ljónheppnir að vinna þennan leik. Enginn sem horfði á þennan leik getur sagt að Villa hafi ekki verið nokkur fyrirstaða.

        2

Slúður – Hverjir fara?

Liðið gegn Brentford