Liðið gegn Brentford

Þá er komið byrjunarliðið í fyrsta alvöru heimaleik Arne Slot hjá Liverpool. Liðið er óbreytt að öllu leiti nema því að Konate byrjar í miðverði á kostnað Quansah.

Alisson

Trent – Konate – Van Dijk – Robertson

Szoboszlai – Gravenberch – Mac Allister

Salah – Jota – Diaz

Bekkurinn: Kelleher, Gomez, Endo, Nunez, Gakpo, Elliott, Tsimikas, Quansah, Bradley.

27 Comments

  1. Ekkert óvænt við byrjunarliðið.
    Væri gaman að halda hreinu í dag.
    Koma svo rauðir !

    YNWA

    5
  2. Áhugavert hvernig hann byggir þetta upp. Eliott og Nunez – tveir leikmenn sem maður er búinn að vonast til að muni springa út – eru báðir á bekk.

    Svo verður spennandi að sjá hvernig Gravenberch þróast inn í þetta nýja hlutverk. Brentford er klassa ofar Ipswich.

    5
  3. Geggjað! gamla góða skyndisóknin! Hvenær skoruðum við síðast úr svona löguðu???

    Sendingin frá Jota algjört gull. Frábær afgreiðsla frá Diaz.

    Já, hvenær…? og hversu miklar líkur eru á að Nunez á síðasta tímabili hefði nýtt færið?

    5
  4. Enginn miðjumaður að heilla það sem af er leiknum. Szobo ómarkviss, Gravenberch missir boltann og Macca lítt sýnilegur.

    Tveir fyrrum púlarar að hita upp hjá Brentford!

    5
    • bull er þetta, Gravenberch verið frábær. En Mac A og Szobo svosem ekkert spes.

      2
      • Gravenberch hefur verið ómarkviss eins og hinir og lán að hann skyldi ekki fá rautt eftir tveggjafótatæklinguna!

        2
  5. Ekki mesta tempoið en ágætur fyrri. Veit ekki alveg hvað mér finnst um Mac svona aftarlega. Vill sjá hann framar.

    2
  6. Margir leikmenn sem eiga mikið inni og vonandi að Slot skerpi aðeins á þessu fyrir seinni hálfleikinn.
    Væri til í að sjá Nunez koma inná í svona 30 mín.

  7. Allt í lagi fyrri. Vill sjá Jotta út fyrir Nunes og sprengja þetta soldið upp.

    Svo virðist vinstri bakvörður Brentford hafa Salah soldið í vasanum í fyrri. Vonum að það lagist.

    1
  8. Ætli það sé ekki best að fá Endo í stað Gravenberch og Eliott í stað Szoboszlai?

    Báðir á gulu og hafa ekki heillað. Gestirnir hafa fengið of mörg færi. Gott að fá Macca framar.

    Svo þarf Salah að vinna betur úr sendingunum.

    1
  9. Þetta lofar góðu……margt gott en vonandi betri í seinni…..finnst þeir spila skemmtilega á milli línanna…..

  10. Úff … við verðum að bæta við marki. Mæli með skiptingum!

    1
  11. Þekkja menn það hér, er síminn farinn að blokka þekktar IP tölur hjá NordVPN? Virðist ekki geta horft úr áskriftinni heima að utan.

  12. Flottar sóknir en eitt stk Flekken kemur i veg fyrir meiri markamun!

    Talsverð bæting á miðjunni

    Jæja þá mætir Carvalho…

  13. Uff Caravalho að koma inna, er ekki typiskt að hann skori.

    Verðum að fara að skipta inna, gera eitthvað.

    1-0 er engin forysta
    Koma svo

    1
  14. Já, glæsilegt. Narta í ungverskan ullarsokk! Szobo átti þarna lykilsendingu og Macca!

    Salah heldur sínu striki hvað sem á gengur – oft mistækur en þvílíkur íþróttamaður!

    Sannarlega sanngjarnt!

    6
  15. Jæja Nunez… rangstæður…en hittir ekki markið frá markteig Þurfum við að spila í ljósbláu til að hann skori?

    En yfir það heila er þetta flottur sigur og miklir yfirburðir. Skoruðum úr gagnsóknum en glæsilegt spil oft á tíðum endaði með dauðafæri. Virkilega fínt hjá okkar mönnum.

    Diaz, Konate, Robertsson, Virgil, Trent, Alisson hafa allir verið afbragð. Salah er auðvitað Salah!

    5
  16. Virklega yfirvegaður seinni hjá okkar mönnum. Mörkin gætu verið fleiri en 3 stig og hreint lak varla hægt að biðja um meira.

    4
  17. Flottur leikur svona heilt yfir. Mér finnst stóri munurinn á liðinu undir stjórn Slott er að það er öruggara varnarlega. Hitt er að mér finnst liðið eiga þónokkuð inni í íað vera lið sem heldur boltanum löngum stundum, þetta segi égþó liðið hafi verið með 63% með boltann vegna þess að á sumum köflum var Brentford þónokkuð með boltann, t.d á fimm mínútna kafla var brentford með 80% með boltann (sá þessar upplýsingar á skjánum) en það sem kom á móti var að Brentford skapaði sér ekki mikið af færum á þeim kafla.

    Mér fanst Brentford alls ekkert spila illa og fjarri því að vera “ruðnings” boltalið eins og ég átti von á, þó boltinn þeirra var köflum hundleiðinlegur. Þeir spiluðu oft ágætlega sín á milli og sumt sem þeir gerðu var örugglega erfitt fyrir lið að verjast, eins og t.d þegar markvörðurinn tók aukaspyrnur á vallarhelmingi andstæðingins.

    1

Brentford á sunnudag (upphitun)

Liverpool 2-0 Brentford