Liverpool 2-0 Brentford

Liverpool vann sinn fyrsta heimaleik á leiktíðinni þegar liðið vann Brentford með tveimur mörkum gegn engu.

Fyrstu tveir leikirnir hafa því unnist 2-0 og voru það Luis Diaz og Mo Salah sem skoruðu mörkin.

Hvað gerðist marktækt í leiknum?
Þessi leikur var á margan hátt svona nokkuð yfirvegaður en ágætur. Það var ekkert ógurlega mikið um einhver opin færi en Liverpool gerði sitt bara það vel og nýtti þau tækifæri sem þeir fengu ágætlega. Mörkin tvö voru mjög góð og Liverpool átti margar efnilegar rispur og augnablik í og við teig Brentford, sem tókst nú afar lítið að ógna á móti og það sem rataði á markið varði Alisson heilt yfir mjög þægilega.

Liverpool komst yfir á fyrsta korteri leiksins og sigldi þessu bara heim frá því augnabliki. Luis Diaz skoraði eftir frábærlega útfærða skyndisókn og sendingu frá Diogo Jota. Seinna markið skoraði Mo Salah með frábæru slútti eftir sendingu frá Luis Diaz.

Hverjir voru bestu mennirnir í leiknum?
Að mínu mati fannst mér Luis Diaz mjög góður, hann gerði hlutina heilt yfir bara svo einfalda og effektíska og var mikil ógn fyrir utan glæsilega markið sem hann skoraði og stoðsendinguna. Mo Salah fannst mér á margan hátt mjög góður en stundum var eins og síðasta touchið ætlaði að svíkja hann eitthvað en svo skoraði hann glæsilegt mark og allt er fyrirgefið. Miðjan var mjög góð og fannst mér þeir Gravenberch og Szoboszlai sérstaklega eftirtektaverðir í leiknum – og Mac Allister var óheppinn að eiga ekki stoðsendingu í mögulega einu fallegasta samspils marki leiktíðarinnar. Vörnin leysti rosalega vel úr sínu og Trent fannst mér flottur en Robertson líklega aðeins betri og var óheppinn að skora ekki í leiknum en hann átti tvö mjög fín færi.

Hvað hefði betur mátt fara?
Það er í raun ekki út á neitt að setja í þessum leik. Þetta var svona svo gott sem fullkominn 2-0 sigur, Liverpool þurfti aldrei að stíga á bensíngjöfina og vann leikinn mjög auðveldlega. Jú auðvitað hefði verið frábært að skora mark eða tvö í viðbót og það er alltaf eitthvað sem má bæta en það er rosa erfitt að ætla að draga eitthvað eitt sérstaklega fram í sviðsljósið sem augljósa og áberandi bætingu.

Næsta verkefni
Um næstu helgi kemur í raun fyrsta alvöru áskorun leiktíðarinnar þegar Liverpool mætir Man Utd á Old Trafford. Þeir hafa litið ágætlega út á köflum í fyrstu leikjunum en sömuleiðis með sín veikleikamerki áfram en eins og við sáum í fyrra er ómögulegt að spá fyrir um hvernig mótherjinn mætir í þessa leiki. Það verður afar forvitnilegt að sjá hvernig Arne Slot og hans menn leysa fyrstu stóru áskorun leiktíðarinnar.

31 Comments

  1. Gríðarlega ánægður með þennan sigur. Hér á Ystu Nöf er heyskapur í hámarki. Ég gaf frí til þess að horfa á leikinn hér í hlöðunni á Ystu Nöf en núna verður unnið til 3 í nótt! Gullstundir. Allir eru svo afskaplega kátir. Heyja, heyja, heyja Liverpool. Gaman að þessu.

    39
  2. Sterkt að halda hreinu.

    Sýnist Slot vera á góðri leið með að múra fyrir lekann sem elti liðið allt síðasta tímabil. Held að Brentford hafi einungis fengið eitt færi í leiknum.

    Allir leikmenn skiluðu góðum leik.

    Þetta lofar góðu.

    19
  3. Hvaða fýla var í TAA. ?

    En þetta er svakaleg breyting frá Klopp tímanum. Öll ára og nálgun á allt svo allt öðruvísi.
    En vonandi skilar þetta sér, en held að Slot myndi vilja fá einhverja menn inn fyrr en seinna.

    9
  4. Flottur leikur en þetta var nú bara Brentford þannig að við skulum alveg vera róleg og halda okkur á jörðinni.

    5
  5. Góður sigur í dag og nokkuð öruggur. Ég get þó ekki að því gert að mér finnst liðið núna veikara en það var fyrir 2-3 árum síðan. Eiga stuðningsmenn að fara að sætta sig við það að vera að berjast um topp 4-6 miðað við það að vera að berjast um titilinn??? Manni finnst staðan á leikmannasölum og kaupum bera vott um það að þeir sem stjórna Liverpool sætti sig við það. Viðtal við Virgil eftir leik í dag er ekki að auka bjartsýni manns á að hann haldi áfram hjá félaginu heldur. Hvernig lið er Liverpool án Virgil, Salah og Trent??

    12
  6. Hér a A er heyskapur löngu liðinn og áin fellur fram hratt fram.Latum TTA sigla sinn sjó ef hann getur ekki glaðst yfir því að vera i lfc.

    3
  7. Þrír punktar, öruggur sigur, engin meiðsli og bekkurinn notaður. Hvað er þá hægt að fjalla um, jú búum til drama úr því að Trent virtist vera fúll.

    Hverjum er ekki sama? Hef aldrei séð menn brosa þegar þeim er skipt út af vellinum.

    Flott byrjun hjá Slot.

    15
    • drama alla leið, Trent fúll og fer til Madrid,, það mátti heyra á viðtalinu við VVD að hann er líka að fara.

      Ég túlkaði bogafagnið hans Salah þannig að hann er að fara frítt til Saudi.

      Og já þetta var bara Brentford og því engin ástæða til að gleðjast vegna þess að liðið er veikara en fyrir 2-3 árum.

      12
    • Búa til drama um að TAA sé fúll meiga menn ekki ræða það sem þeir sjá?
      Það er líka alveg óþarfi að ræða um að allt sé í himnalagi eftir 2 sigurleiki móto Ipswich og Brentford. Trent var reyndar fljótur að birta myndir af sér brosandi eftir leik á samfélagsmiðlun. Enda bjó þetta atkvik til leiðinlegan fréttaflutning í kringum liðið strax í kjölfarið eitthvað sem Liverpool var nánast laust við í næstum 9 ár.
      Held við áttum ekki á því hvað hlutirnir voru flottir í kringum hópinn sjálfan. Og ég vona innilega að það haldi áfram. En að við séum ekki að þurfa hlusta á neikvæða umræðu um leikmannahóp félagsins. Það er oft sannleikskorn í því.

      1
  8. Að mörgu leyti var þetta til fyrirmyndar. Brentford getur staðið í stóru liðunum með 11 manna langferðabíl í eigin teig. Það er ekki auðvelt að koma boltanum í netið þegar svona er spilað. Mörkin tvö komu líka úr gagnsóknum en í nokkrum tilvikum stóð maður upp úr sófanum og klappaði þegar einnar snertingar spilið skilaði næstum marki. Þar munaði oft litlu.

    Núnez sýndi sömu takta og í fyrra. Rangstæður og ómarkviss í þessu eina færi. Gakpo er miklu skemmtilegri framherji, eins og stendur amk. Það þarf að taka úrúgvæann í alvöru endurhæfingu.

    En hvað um það. Höldum hreinu þessa tvo leiki og skorum tvö í hvorum leik. Nú verður spennandi að sjá hvernig gengur að viku liðinni!

    6
  9. Ég verð að viðurkenna að ég átti von á meiri byrjunar erfileikum hjá Slot. Það er eins og strákarnir hafa spilað fyrir hann í nokkur ár en ekki nokkrar vikur.
    Við eigum samt klárlega eftir að fá meiri mótspyrnu en Ipswich og Brentford en so good so far. Liðið er til í að halda bolta og draga andstæðingana nær okkur og svo keyra á þá og náðum við að gera það nokkrum sinnum mjög vel þar sem boltin fékk að fljóta hratt á milli manna og svo bara boom liðið komið í stórsókn.

    Þetta var mjög flottur sigur í dag og aftur gleðst maður yfir að í stöðunni 2-0 þá var bara slökkt á leiknum og lítið tekið af sénsum. I LOVE IT sagði Siggi Sigurjóns í Dalalíf og er ég bara sammála kauða.

    Salah, Jota , Diaz allir mjög ógnandi.
    Miðjan okkar Mac, Sly og Gravenbert áttu miðsvæðið
    Vörnin mjög traust og Alisson er besti markvörður í heimi.

    Næsti leikur er Man utd á útivelli . Þar fáum við alvöru áskorun en ég hef fulla trú á Slot og strákunum hans.

    YNWA

    12
  10. Væll er þetta. Við erum að byrja vel með nýjan stjóra sem hefur ekki tapað leik með Lverpool frá því að hann byrjaði alvöru undirbúningstímabil og tímabilið núna. Það eru engir leikir auðveldir í þessari deild og enginn ástæða til að gera lítið úr mótherjunum. Veit ekki betur en að Arsenal og City hafi verð fyrir ofan okkur í deildinni samt eru þeir ekki með Van Dijk , Trent eða Salah.

    11
  11. Sælir félagar

    Tvö – núll og allir að spila vel. Mér finnst liðið sýna miklu meiri getu og leikgleði en við er að búast eftir erfiðan vetur í fyrra og erfiðan skilnað frá Klopp. Arne Slot virkar feikna vel á mig og liðið er að spila vel undir hans stjórn. Eftir seinna markið lokuðu leikmenn Liverpool leiknum frekar auðveldlega og sigldu sigrinum í höfn af miklu öryggi. Ég veit ekki með aðra en ég er sáttur með spilamennskuna og les ekkert í fýluna hjá TAA eða ummæli VvD á Sky. Þegar Slott verður búinn að fá tvo leikmenn “sem styrkja” liðið núna í gluggalok þá verður maður nú ennþá sáttari 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    11
  12. Vesalings Darwin. Ef það sé ekki adrenalín þá sé hann ekki í stuði… Þetta er ekki að gera sig hjá honum ennþá. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að hann sé fjær byrjunarliðinu núna heldur en hann var hjá Klopp. Sennilega er hann ekki innréttaður fyrir snyrtilega ferkantaðan possession bolta.

    3
  13. Ég er að sjálfsögðu ánægður með tvo sigra, markinu haldið hreinu og varnarleikurinn stabíll. Arne kemur sterkur inn þar. Ég er þó ekki fyllilega sannfærður um spilamennsku liðsins fram á við enn sem komið er, sérstaklega í fyrri hálfleik. Núna tveir leikir þar sem liðið strögglar, að mínu mati fyrstu 45. Markið lét þetta líta betur út en við vorum ekkert að rúlla þessu upp fyrir hlé. Við erum að tala um Ipswich og Brentford, með fullri virðingu, gleymum því ekki.
    Liðið mun þurfa að mæta vel fókuserað strax frá byrjun um næstu helgi ef ekki á illa að fara, sá leikur verður alvöru brekka.

    2
  14. Ég verð bara að segja þetta byrjar miklu betur en ég átti von á….hélt að fyrstu leikirnir yrðu alltaf erfiðir sama hver anstæðingurinn yrði … allir þjálfarar ný byrjaðir og auðvitað nýjar áherslur að horfa á þetta lið það er svo mikil ró yfir öllu aldrei neitt pannik bara og allir virðast vera ná hvað þjálfarinn vil nema Darwin díses fékk 30 mín til að sína hvað hann getur og hann gat ekkert.
    En annars bara algjör snilld ef þetta heldur svona áfram verðum farinn að syngja Arne slot lala lalala
    🙂 YNWA

    3
  15. Það sem ég tók eftir í þessum leik var spilamennskan á köflum þegar menn voru í léttum einnar snertingar fótbolta. ég verð að segja að so far þá heillast ég að þessari byrjun hjá Slot og félögum.
    2 leikir og hreint lak og 4 mörk skoruð.
    Ég vonast ennþá eftir 1-2 kaupum og svo nýjum samningum hjá þeim Trent, Salah og Van Dijk

    6
  16. AAAAAARRRRNEEEEEE SLOOOOTTT LALALALALAAAA

    Þetta er bara komið, geggjað! Nei í fúlustu alvöru þá er þetta bara mjög gott start en það er ekkert meir en það. Stóra prófið kemur í næsta leik og þá sjáum við betur hvar liðið stendur. Og ekki einu sinni þá er hægt að vera fullviss um hvernig þetta mun æxlast, hvort sem það verður sigur eða tap. Leyfum sirka 10 leikjum að klárast áður en við byrjum að dæma þetta.

    En gefum AS credit fyrir gott start og leikirnir hafa bara verið mjög skemmtilegir áhorfs.

    5
  17. Góður leikur og flott dagsverk – liðs frammistaðan góð.
    Það sem er sérstaklega áberandi er hvað liðið lítur vel út sem ein heild – virkar sem vel smurð vél.

    Það má segja að ákveðin líkindi séu með fyrstu tveimur leikjunum þar sem Liverpool fór hægt af stað (fyrir utan þessa fræbæru skyndiskókn þar sem Díaz sett´´ann).

    Síðari hálfleikur miklu betri þar sem liðið skapaði sér margar góðar stöður og færi líkt og í Ipswich leiknum.

    Ekkert nema jákvætt að segja um liðið og erfitt að draga einhverjar út úr með afgerandi hætti.

    *
    Það er hinsvegar mikið áhyggjuefni hversu þunnskipað liðið er af gæðum af bekknum. Ef þetta væru bara 38 deildaleikir í vetur þá svæfu flestir stuðningsmenn rólega en mótið vinnst ekki í september og menn munu meiðast og þreytast.

    Curtis Jones ekki í hóp (meiddur?) og aðeins Endo sem gat leyst miðjumenn okkar af í dag. Það sér það hver heilvita maður sem vill sjá að slík miðja mun ekki skila neinum titlum eða titilbaráttu í vetur.

    Það var jafnframt vandræðalegt að sjá hvað Darwin var úr takt við aðra leikmenn þessar 15 mínútur og gæða munurinn á honum og Jota í framlínunni – er grátlegur! Ekki síst hvað varðar að pressa og að vera í flæði og takti við spil og hreyfingu liðsins.

    Hrikalega ánægður með Slot að hann er ekki rembast við að koma Darwin inn í liðið – það er pressa vegna verðmiðans og að reyna þróa þessa takmörkuðu vöru sem Liverpool því miður keypti. Leikmaðurinn er ekki nógu góður og því byrjar hann ekki.

    *
    Það eru einhverjir stuðningsmenn sem eru svo “einfaldir” að halda að Slot sé töframaður sem geti haldið öllu byrjunarliðinu heilu og fersku í vetur með réttri álagsstýringu.
    Vonum að eigendurnir séu ekki svo blindaðir af seðlunum og hagnaði félagsins að þeir ætli að falla í þá grifju að styrkja ekki liðið um tvo leikmenn !

    Við erum með frábært lið – það væri hrikalegt að styrkja það ekki og eiga raunhæfan möguleika á baráttu um stóran titil í vetur. Tækifæri er svo sannanlega til staðar.

    9
    • Sæll Hákon

      Aðeins í sambandi við Darwin Nunez og innkomu hans. Að mínu viti var liðið komið í allt annan gír þegar Darwin kom inn á en áður. Salah búinn að skora mark númer 2 og liðið spilaði bara rólegan göngubolta og drap leikinn hægt og örugglega. T. d. komst Elliot tvisvar í góða stöðu til að gera árás (senda/ráðast inn í teiginn) en hætti við það í bæði skiptin og spilaði boltanum rólega til baka þar sem öftustu menn dóluðu með boltan í rólegheitum.

      Í eina skiptið sen Darwin var í stöðu til að gera eitthvað markvert var þegar Salah ætlaði að senda á hann í teignum en sendingin var misheppnuð og fór því forgörðum. Þar fyrir utan var ekkert í gangi nema ein rangstaða sem var reyndar frekar klaufaleg hjá Darwin. Ekki að þetta skipti miklu máli en sögur gengu um það að Slot vildi halda Darwin og hafi talað við hann persónulega og sagt að hann væri í framtíðarplönum liðsins. Það held ég að sé rétt og er á sömu skoðun og Slot um að Darwin á eftir að koma að góðum notum í vetur 🙂

      7
      • Sammála Sigurkarl.
        Darwin á eftir að reynast okkur vel, ef ég mann rétt þá skoraði hann níu mörk á síðasta tímabili og lagað upp önnur níu sem telst bara nokkuð gott hjá leikmanni sem byrjaði oftar en ekki á bekknum
        en vissulega gat maður reytt hár sitt yfir öllum færunum sem hann klikkaði á en á móti kemur að hann var þó að koma sér í þessi færi sem er ekki sjálfgefið þótt tréverkið hafi óþarflega oft fengið að kenna á því hjá strákunum.

        5
  18. Frabær úrslit og vel spilaður leikur svona eftirá. Mér leið samt þannig í stöðunni 1-0 og rétt fyrir seinna markið að Liverpool mætti ekki við því að fá á sig jöfnunarmark. Og eins og svo oft áður, reddaði Salah málunum.

    Eftir tvo leiki undir stjórn Slot líður manni sem hann sé með góða stjórn á hlutunum. Við eigum samt eftir að sjá hvernig liðið bregst við að lenda undir. Þá er sennilega gott að Klopp var með liðið á undan, því það þurfti ansi oft að byrja leiki marki undir á síðasta tímabili.

    Maður sér samt alveg þrátt fyrir góð úrslit að það þarf að styrkja liðið. Og ekki með einhverju reddi enn eina ferðina. Alvöru kaup takk!

    Varðandi óánægu Trent þá held ég það sé óumflýanlegt það skapist smá gremja hjá sumum leikmönnum við þjálfaraskipti. Það smitar kannski út frá sér. Nýjir leikmenn í uppáhaldi og þannig. Held það verði allt búið fyrr en síðar. Sigur gegn Man U væri gott fyrir hópinn. Alvöru leikur það. Mikið undir hjá báðum liðum.

    Áfram Liverpool og áfram Slot!

    7
  19. Liverpool var með 92% sendingahlutfall í leiknum á móti Brentford, hæsta hlutfall hjá liðinu síðan 2003-2004.

    Þessi fallegi einnar-sendinga-bolti sem liðið er að spila gersamlega tætti í sundur sérleyfisbílinn sem Brentford lagði í teignum hjá sér.

    2-0, annan leikinn í röð og annar leikurinn í röð þar sem er haldið hreinu.

    Ofurleikurinn næstu helgi er það sem mun reyna á Slot-boltann í fyrsta sinn. Upphitunin er búin – nú er það stóra sviðið og við munum niðurlægja ManUtd í næsta leik.

    Áfram að markinu – YNWA!

    18
  20. Staðfest með Mamardashvili allavega núna 30+5 addons joinar okkur 2025 þá eins og var vitað.
    Fín kaup uppá framtíð vissulega.

    13
  21. Þessi leikur er ekki endanlega unninn fyrr en það birtist leikskýrsla hérna inn á kop.is. Koma svo!

    3
  22. Það sem ég sá í þessum tveimur fyrstu leikjum er það að liðið spilar á köflum mun neðar og leyfir mótherjanum að hafa boltann í einhvern tíma til að fá þá hærra upp á völlinn ,vinna boltann og keyra á þá,sem mér finnst hafa tekist ágætlega með tilheyrandi opnunum. Þegar Klopp var þarna var of oft verið að klappa boltanum og þrýsta liðum inn í teiginn með 70% possession og illa gekk að finna glufur gegn rútuliðunum.Hápressuboltinn var oft að virka vel þá gegn liðum sem þorðu að spila fótbolta en þegar rútuliðin mættu til leiks var oft lítið að frétta með því að troða þeim inn í og fyrir framan teiginn.

    Þetta er allavega mín sýn á þessa fyrstu tvo leiki,nokkuð sáttur en löng leið enn eftir fram á vorið.

    Kveðjur úr “sófaspekingshorninu”.

    9
  23. … aðeins að öðru.

    Sven-Göran Erikson er látinn, blessuð sé minning hans.

    Á starfsferli sínum afrekaði hann virkilega margt, t.d. ávann hann sér og með sínum liðum eina 18 titla sá ég einhvers staðar í dag. Engum þessara titla náði hann með Liverpool. Þar ávann sér hins vegar virðingu og sæmd, svo mikla að hann þurfti bara að nefna það (eða segja eitthvað smátt) og allar hendur ruku upp til handa og fóta til að búa til eitthvað virkilega sérstakt. Bæði fyrir hann en líka fyrir Liverpool samfélagið allt.

    Sjálfum finnst mér magnað hvað hægt er að kveikja upp og magna upp það góða í mjög mörgu fólki.

    YNWA

    5

Liðið gegn Brentford

Gullkastið – Óvænt slúður af leikmannamarkaðnum