Gullkastið – Óvænt slúður af leikmannamarkaðnum

Lokavikan á leikmannamarkaðnum og Liverpool virðist loksins vera eitthvað að láta til sín taka. Federico Chiesa er heitasta nafnið í slúðrinu núna en hann er óvænt orðaður við Liverpool. Leikmaður sem verður 27 ára í haust og hefur verið á radar hjá Liverpool í nokkur ár. Hann hefur verið skugginn af sjálfum sér eftir erfið meiðsli árið 2021 og er ekki í plönum Motta hjá Juventus og á aðeins ár eftir af samningi þar. Áður er hann meiddist var hann hinsvegar besti maður ítala þegar þeir unnu EM og einn heitasti leikmaður Evrópu.
Auk Chiesa er Giorgi Mamardashvili markmaður Valencia sagður hafa farið í læknisskoðun og verði staðfestur í þessari viku sem leikmaður Liverpool en fari á láni til Valencia í a.m.k. eitt tímabil.
Erfitt að sjá hvernig þessir tveir væru forgangsatriði á markaði núna og eins stór spurning hvort Hughes og félagar séu að matreiða eitthvað meira og bitastæðara?

Liverpool er annars með fullt hús stiga eftir góðan sigur á Brentford og handbragð Slot er strax orðið augljóst á liðinu.
Næsta verk er fyrsta stóra prófið fyrir Slot, Man Utd á Old Trafford.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 484

14 Comments

  1. Aðeins punktar varðandi Chiesa sem er að mörgu leiti áhugaverður en maður stetur auðvitað risastóran varnagla við meiðsli undanfarin ár og hvað þau hafa tekið úr honum. Að því sögðu er ágætt að bera hann saman síðasta vetur við okkar fremstu sóknarþenkjandi leikmenn sem hann væri bein samkeppni við:

    Chiesa spilaði um 2.200 mín í deild timabilið 2023-24
    9 mörk og tvær stoðsendingar

    Diaz spilaði um 2.600 mín (400mín meira en FC) skoraði 8 mörk og lagði upp fimm
    Gakpo spilaði um 1.600 mín, skoraði 8 og lagði upp fimm
    Elliott spilaði um 1.300 mín, skoraði 3 og lagði upp 6
    Jota spilaði um 1.100 mín, skoraði 10 og lagði upp 5
    Nunez spilaði um 2.000 mín, skoraði 11 og lagði upp 8
    Szoboszlaði spilaði um 2.100 mín, skoraði 3 og lagði upp 2

    Chiesa er meiri no brainer á þessu verði sem svona Shaqiri kaup en ég áttaði mig á. Meiðsli áhyggjuefni en hann spilaði nú meira í deild síðasta vetur en allir okkar fremstu menn nema Salah og Diaz. Hann spilaði raunar jafn mikið síðasta vetur í deild og hann gerði tímabilið 2020-21 þegar hann var heitasti bitinn á markaðnum.

    Ekki að maður er samt töluvert með þessa tilfinningu líka

    6
    • Chiesa byrjaði helming leikja sem hann spilað fyrir Juve á síðasta tímabili sem 2nd striker.

      Gæti þá mögulega spilað sem framliggjandi miðjumaður líka.

      Tvímælalaust áhætturnar virði.

      Hann er enn 26 ára og það ætti ekki að vera mikið mál að losna við hann fyrir 12m næsta sumar ef dæmið gengur ekki upp.

      3
  2. Samála Magga varðandi Chiesa.
    og vonandi eru þetta bara svona Bolotelli kaup, nýja tíma hjá Liverpool.
    En vonandi endurtekur sagan sig ekki alveg og Chiesa muni ekki geta neitt og Slot skipt út fyrir einhvern annan!
    Annars heilt yfir þá virðist Klopp stefnan og hugmyndir um kaup og ungir strákar svolítið að fara í ruslið.
    allavega þær týpur sem eru þarna margir hverjir.
    framþróun af mörgum af þessum strákum virðist vera stöðvuð innan Liverpool með nýjum áherslum og hugmyndum en ætli svoleiðis fylgi bara ekki oft nýjum stjórum.

    Mér finnst margt jákvætt inná vellinum þótt eldri maður sem ég horfi oft með skilur ekki alveg þessa endalausa sendingar og að drepa tímann! það vantar allt rokk and roll í þetta 🙂
    Svo er öll áran á bekknum allt önnur! það er enginn stemming þarna!
    Já Klopp baup uppá svo mikið show að það mun taka mann tíma að hafa hann ekki þarna.

    sá reyndar vidjó þar sem hann átti að hafa mætt á leikinn og vildi láta lítið fyrir sér fara.
    mér finnst það ólíklegt að þetta hafi verið á leiknum möguglega eitthvað gamalt frá t.swift tónleikunum eða eitthvað álíka.

    En hef treyst FSG og þá Edwards til þess að taka rétta ákvarðanir og fyrst Slot var valin þá trúi ég því að þetta sé gæi sem er nógu stór til þess að búa til næsta lið með eða ánn ákveðna leikmanna ég er í sjálfu sér ekki stressaður fyrir því. Liverpool hefur aldrei verið veikari eftir að ákveðnir menn hafa farið. og undir FSG virðið liðið styrkjast í hvert skipti sem einhver gullkálfurinn fer!
    þannig fulla ferð áfram bara!

    4
    • “Annars heilt yfir þá virðist Klopp stefnan og hugmyndir um kaup og ungir strákar svolítið að fara í ruslið.allavega þær týpur sem eru þarna margir hverjir framþróun af mörgum af þessum strákum virðist vera stöðvuð innan Liverpool”

      Ansi harkalegt að dæma hugmyndafræði eftir tvo leiki með nýjum stóra?

      Hvað segir það að LFC séu að kaupa Rio Ngumoha?

      Van Den Berg og Carvalho eru 23 og 22 ára og voru ólíklegir til að spila mikið fyrir LFC.

      Gæti líka verið að leikmaður eins og Nyoni sé mun líklegri til en Bobby Clark til að verða heimsklassa leikmaður.

      Liðið var að ráða stjóra sem gerði frábæra hluti með gríðarlega ungt Feyenoord lið og einn af helstu kostum Slot er hversu vel hann vinnur með ungum leikmönnum.

      3
  3. Ansi fannst mér Christian Ziege sleppa ódýrt þegar talað var um vinstri bakverði. Keyptur á talsverðan pening og missti sætið sitt eftir örfáa leiki. Var svo seldur með miklum afföllum til Spurs ári seinna.

    5
  4. Ef við tölum um kaup á miðverði, hvernig miðvörð mynduð þið vilja fá ?

    Van Dijk er 1 kostur á þessu tímabili og spilar vonandi flesta leiki.
    Konate er jú meiðslagjarn en er frábær þegar hann er heill.
    Quansah er ótrúlega efnilegur og þarf að fá sína leiki.

    Viljum fá miðvörð sem tekur sætið af Konate / Quansah ( Í Van Dijk flokki)
    eða fá inn ódýran reynslubolta sem að er til taks sem 4 kostur ?

    4
    • Ég vil nú meina að við séum ekki illa staddir varðandi miðverði.

      Heill Konate er heimsklassa miðvörður og fáir raunhæfir kostir á markaðnum sem maður gæti talið einhverja uppfærslu á Konate. Meiðslasagan er svo annað mál og það er alveg spurning hvort skynsamlegt væri að skipta Konate út fyrir einhvern sem er ekki eins líklegur til að meiðast. Það er samt ekki að fara að gerast í þessum glugga.

      Það væri ansi illa gert ef bætt yrði miðverði sem færi fyrir framan Quansah í goggunarröðina. Það myndi einungis stöðva framþróun Quansah.

      Gomez er líklega besti fjórði kostur í heiminum í dag og nokkuð langt síðan að hann hefur meiðst í lengri tíma.

      Phillips hefur alltaf staðið sig i hvert skipti sem hann spilar fyrir LFC og alls ekki slæmur fimmti kostur. Hann er á háum launum og mun væntanlega sitja út samingstímann hjá Liverpool.

      VVD virðist enn vera í hæsta klassa og gæti alveg átt tvö ár eftir í þessum gæðaflokki.

      Varðandi vörnin finnst mér fyrst og fremst þurfa nýjan samning fyrir VVD. Náist það í gegn getum við farið að tala um framtíðarmann fyrir VVD næsta sumar.

      Svo er það þessi Nallo en hann ku vera mesta efni sem sést hefur í unglingaliðinu.

      4
  5. Væri sniðugt að fá inn miðvörð í anda Joel Matip, leikmann með reynslu úr deildinni og sættir sig við að vera 3-5 kostur í liðið, en best væri sennilegast bara að halda Joe Gomez ef hann sættir sig við það.
    Fá inn Chiesa og þá erum við í topp málum upp á breidd og fjölbreytni fram á við.
    Og svo helst sleggju á miðjuna en efast um að það verði klárað fyrir föstudag.

    2
  6. Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.

    Það verður heldur betur hasar á skrifstofunni hjá Hughes & co. þessa vikuna, sérstaklega þegar trúverðulegt slúður er á radarnum. Við vitum það vel að af Romano, Joyce eða Pearce eru að tala um það þá er einhver fótur fyrir því, óháð því hvort VHS-tækið sé orðið heitt eða ekki.

    Skil samt ekki þennan pirring í þeim sem virðast ekki höndla það að það sé ekkert keypt inn. Viljum við vera í einhverjum Chelsea-ManU-pakka þar sem allt er keypt sem hreyfist eða viljum við ekki einmitt fá það inn í liðið sem virkar og smellur saman við það sem er til staðar?

    Reyndar finnst mér ótrúlegt ef það eru einhverjir áhangendur með minna í glasinu en nafni minn í þeim efnum en það er annað mál 🙂 #djók

    Chiesa verður frábær viðbót við hópinn, auk þess þá sýnist manni í ljósi þess að ef Bajectic og Morton séu á leiðinni í lán þá sé Hughes með eitthvað stórt upp í erminni á sér. Farið að taka til í sokkaskúffunni og finnið besta parið sem þið viljið snæða um helgina 🙂

    Varðandi síðan Karius í markinu sem verstu markmannskaupin þá finnst mér heldur halla á minn mann þar í umræðunni. Það er ekkert hægt að dæma hann alfarið út frá því hvernig þessi Meistaradeildarúrslit fóru. Munið þið ekki hvað næst-stærsta kunta í heimi, Sergio Ramos, gerði við Salah í leiknum? Eftir að hann nánast handleggsbraut Salah þá hrundi leikur okkar manna og þá fór sem fór. Frekar vil ég sjá Mignolet þarna á milli stanganna, svona í ljósi þess að árangur Karius snarbatnaði eftir að hann fékk almennilega vörn fyrir framan sig.

    Treysti svo að við pökkum þessum ManUtd-lúðum um næstu helgi og Nistelrooy verði síðan búinn að taka við liðinu strax á mánudeginum. Það er bara einn sköllóttur Hollendingur sem er að gera góða hluti í ensku deildinni og hann er ekki frá Manchester.

    Áfram að markinu – YNWA!

    10
  7. Sæll Magnús

    Það er rosalega langur vegur frá því að vilja styrkja Liverpool liðið þar sem gæðin eru sem þynnst og mesta álagið (miðjan)
    EÐA
    vera Chelsea með botnlausu peningaeyðsluna sem þar ríkir.

    Þetta er vægast sagt fráleit nálgun hjá þér.

    Liverpool er því miður búið að prufa þá leið að gera ekki neitt þegar það var augljóst að það þurfti að styrkja liðið – það endaði ekki vel og því miður neyðirðu mig til þess að rifja upp nafnið Arthur Melo í þeim efnum.

    Í umræðunni um leikmannakaup er búið að búa til hræðilegan “frasa” um að þegar Liverpool mistekst að kaupa leikmann (sem gerist því miður of oft) að þá sé ekkert annað í boði en einhver “B kostur” (sem verður að þýðast sem einu leveli slakari leikmaður) eða þá þessi svokölluðu “panic kaup”.

    Að sjálfsögðu eru til fleiri leikmenn í sama gæðaflokki og Zubamendi – sem geta komið inn í liðið og styrkt það verulega. Þessi afbökun að Zubamendi sé “A kostur” og þar með sé ekki hægt að finna neitt nema “B kost” er svo óþolandi afbökun og einföldun.

    Liverpool er með teymi af hæfu starfsfólki til þess að finna leikmenn í afar háum gæðaflokki sem eiga að vera afar líklegir til að styrkja liðið umfram Endo og Curtis Jones.

    Það að Liverpool fái ekki einhvern tiltekin “A kost” – þýðir ekki að það sé ekki mögulegt að fá leikmann í sömu gæðum eða jafnvel betri !

    Ætli Mo Salah sé ekki skýrasta dæmið um það þegar leikamanna kaup gengu ekki eftir og hann var þá næsti inn. Þar var einfaldlega farið í næsta gæða leikmann sem búið var að kortleggja – rest is history.

    Það að styrkja ekki liðið er ekki dauðadómur á tímabilið. Hins vegar erum við aðdáendur frekir á árangur í formi alvöru titla.

    Hagsmunir okkar fara ekki alltaf saman með hagsmunum eigenda sem kunna að vera sáttir við 3. sætið og t.d. 8 liða úrslit í meistaradeild. Slíkur árangur viðheldur góðri vöru og arðsemi til handa eiganda.

    Sem er því miður líklegasta niðurstaðan miðað við hópinn í dag.

    5
    • Sæll Hákon. Það er ekki til nein fráleit nálgun í þessum efnum. Það eru hinsvegar til mismunandi skoðanir og þá sérstaklega þegar menn missa ‘kúlið’ og gera einhver mistök.

      Liverpool vinnur eftir annarri aðferð en flest af stórliðunum. Þetta er sjálfbært módel þ.e. Liverpool eyðir því sem það aflar og eigendurnir eru ekki að dæla pening inn í liðið, ólíkt því sem þekkist hjá öðrum af stórliðunum í kringum okkur og öðrum minni liðum sem eru komin í bullandi vesen útaf FFP-reglum og eru að setja allt í skrúfuna hjá þeim á lokametrunum í glugganum. Ímyndaðu þér ef við værum í þessari stöðu sem Chelsea og ManUtd eru í þar sem liðin eru að ræða það af alvöru að skipta á Jaden Sancho og Raheem Sterling ásamt himinháum launapökkum. Þökkum Guði fyrir að vera ekki í þeim pakkanum.

      Liverpool vinnur eftir mjög agaðri og skipulagðri stefnu sem snýst um að vinna rétta talentinn, fyrir rétta verðið og fyrir réttar launagreiðslur. Þessar þrjár breytur verða til þess að til verða valkostur A, B, C o.s.frv.

      Ef valkostur A er ekki í stöðunni þá er það augljóslega valkostur B sem er næstur á blaði og mögulega er það ekki að tikka í þessi box. Hin liðin sem eru hægt og bítandi að festa sig í ruslflokkinum myndu mögulega stökkva þarna á næstbesta eða næstnæstbesta bita en ég er svo þakklátur að við erum ekki þar.

      Vil ég sjá styrkingu á liðinu? Já, svo sannarlega. Er ég tilbúinn að borga hvað sem er fyrir það? Hell no!

      Liðið mun fá styrkingu en við verðum að mæla árangur í þeim efnum í næstu gluggum á meðan nýr þjálfari og nýr sporting director eru að koma málunum í stand.

      Að lokum, hagsmunir eigenda og hagsmunir liðsins sem og áhangenda fara 100% saman. Eigendurnir nefnilega vilja ná sem bestum árangri og sem flestum titlum. Eigandi sem er ekki á þeim staðnum í kollinum á ekkert með það að gera að eiga fótboltalið. Hinsvegar er langtímárangur ekki fenginn með endalausri eyðslu heldur með skynsamlegri eyðslu. Það hefur gengið ágætlega en því miður þá erum við að keppa við lið sem finnst eins og reglurnar eigi ekki við sig *hóst*115 kærur*hóst*.

      Ps. Það var Klopp sem vildi ekki Salah en transfer-nefndin ákvað það samt og tók fram fyrir hendurnar á honum. Eigendurnir skiptu sér ekkert af því. The rest is history…

      1
  8. Fatta ekki Sóknar-kirkjuna (Chiesa merkir … já gúglið bara) nema að Salah sé að fara að koma sér í burtu. Annars erum orðin svolítið Chelsea-leg þarna á kantinum.

    Já og Karius – handleggsbraut hann sig ekki skömmu áður en hann átti að hefja leika hjá okkur? og fékk hann ekki Ramosarolnbogann í andlitið í leiknum skömmu áður en allt fór í vaskinn? Sorgarsaga af góðum dreng.

    Ekki meira frá mér í bili nema þetta: Ó, hvað það væri nú gaman að taka yfirvegaða flengingu á lekavöllum á sunnudaginn.

    4
  9. Ég vona að það verði gengið frá kaupunum á Giorgi Mamardashvili, þetta er markvörður sem gæti orðið okkar framtíðar markvörður þegar Alisson Becker yfirgefur okkur?

    Enn mér líst ekkert á þennan Ítala sem hefur verið skugginn af sjálfum sér síðast liðin þrjú ár
    Ætlum aldrei að fara að læra af þessum mistökum að kaupa alla þessa meiðslapésa!

    Svo eigum við að vera nokkuð vel settir þarna fremst svo ég eiginlega skil ekki þessi kaup?

    2
  10. Vantar varnarmann/menn, miklu meira en framherja. Það er alltaf verið að tala um að Hughes og Edwards séu einhverjir snillingar í leikmannakaupum. Þeir virka einmitt öfugt á mig.

Liverpool 2-0 Brentford

STAÐFEST LEIKMANNAKAUP!