STAÐFEST LEIKMANNAKAUP!

Liverpool hefur loksins staðfest leikmannakaup og það eru kaup á Giorgi Mamardashvili markmanni Valencia sem verður áfram á láni hjá Valencia á þessu tímabili.

Fljótt á litið fyrir sumarið var þetta einmitt staðan sem Liverpool þurfti hvað síst að styrkja en vonandi er félagið með þessu að tryggja sér framtíðar arftaka Alisson og einn besta unga markmanninn í boltanum. Hann er klárlega allt of góður til að vera varamarkmaður og því áhugaverð lausn að lána hann áfram í eitt ár. Alisson er með samning til 2026 og sagði í síðustu viku nokkuð afdráttarlaust frá því að hann væri ekkert á förum, þetta er engu að síður góð öryggisráðstöfun ef Alisson heldur áfram að missa úr hluta af hverju tímabili vegna meiðsla.

Kaupverð er £25m með mögulegum £4m til viðbótar. Þetta er auðvitað ein af stjörnum EM frá því í sumar og einn bestu markmaður La Liga á síðasta tímabili.

Mamardashvili kom til Valencia árið 2021 frá Dinamo Tbilisi eftir að hafa slegið í gegn á láni hjá Locomotive Tbilisi. Hann er 1,99m og var að vinna með Alisson Becker-esq tölur síðasta vetur milli stanganna hjá bæði Valencia og landsliðinu.

Þannig að fyrstu leikmannakaup Richard Hughes tímans eru markmaður sem kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi fyrr en eftir 12 mánuði. Vonum að þetta sé byrjunin á töluvert busy viku á leikmannamarkaðnum.

Hvað er annað í pípunum?

Federico Chisea er sterklega orðaður við Liverpool. Hann á ekki nema ár eftir af samningi og hefur neitað að framlengja hjá Juventus sem setti hann fyrir vikið út í kuldann og vill losna við hann í sumar frekar en að missa frítt eftir ár. Hann verður 27 ára í október og var í landsliði ítala á EM.

Kaupverð er ekki nema um £12.7mog því mögulega hálfgerður Shaqiri díll en Liverpool er þó orðað við fleiri sóknarþenkjandi leikmenn áður en glugganum lokar. Helsta áhuggjuefnið með Chisea er auðvitað hvort hann sé samur eftir krossbandsslit árið 2021 og eitthvað minna meiðslagjarn en okkar menn eru fyrir? Síðasta tímabil er aðeins skárri vísbending en maður hélt:

Chiesa spilaði um 2.207 mín í deild timabilið 2023-24 eða 67% af deildarleikjum Juventus. Hann skoraði 9 mörk og var með 2 stoðsendingar. Hann var mest í stöðu second striker í 3-5-2 kerfi Juventus síðasta vetur en getur klárlega líka leyst út á báðum vængjum. Sem dæmi um spilatíma Chiesa síðasta tímabil þá spilað hann meira en flestir lykilsóknarmenn Liverpool.

  • Diaz spilaði um 2.646 mín (400mín meira en FC) skoraði 8 mörk og lagði upp 5
  • Gakpo spilaði um 1.646 mín, skoraði 8 og lagði upp 5
  • Elliott spilaði um 1.339 mín, skoraði 3 og lagði upp 6
  • Jota spilaði um 1.151 mín, skoraði 10 og lagði upp 5
  • Nunez spilaði um 2.050 mín, skoraði 11 og lagði upp 8
  • Szoboszlaði spilaði um 2.100 mín, skoraði 3 og lagði upp 2

Stefan Bajcetic er orðaður við Red Bull Salzburg á láni sem er nokkuð áhugavert þar sem þeir hafa nú þegar fengið miðjumann frá Liverpool og eru ágætlega mannaðir í þessari stöðu.

Tyler Morton er orðaður við Bayer Leverkusen, áhugavert ef svo verður því það er Meistaradeildarlið og Þýskalandsmeistarar. Ef við eigum uppalin varnartengilið sem er svo hátt skrifaður er spes að láta hann fara án þess að fá neitt í staðin.

Joe Gomez er ennþá eitthvað orðaður við önnur lið en líklega er tíminn að renna út hvað sölu á honum

Owen Beck Er farinn á láni til Blackburn í Championship deildinni

12 Comments

  1. Ágætis byrjun, svo er bara að bæta við tveimur í viðbót sem koma þá til okkar á þessu tímabili. Gordon/Chiesa, og/eða einn til tvo varnarmenn, helst langar mig í þennan hjá Everton, já eða þá Hincapie.
    Ég bið ekki um mikið 🙂

    3
  2. Mjög gott.

    Allavega samkvæmt nýjasta update Fabrizio (fyrir nokkrum mín þegar þetta er ritað )þá virðist Liverpool vera confident að klára þetta með Chiesa.

    6
  3. Klára svo Brantwhaite, Chilwell og stela Ugarte dílnum. Þá hoppar þessi gluggi uppí 9/10. Hann er í 1/10 eins og stendur.

    4
  4. Alveg hættur að skilja þessi kaup. Allison gæti verið í markinu næstur árin. Engin furða að þeir hafi fengið sftur inn þessa kappa til að sjá um kaupin hjá liðinu og þá til að græða sem mest.

    8
  5. Típísk panic kaup hjá Liverpool að kaupa markmann sem þeir þurfum ekki, og lána hann svo strax(hver er eiginlega tilgangurinn með því??) Og svo að reyna við einhvern ítalskan meiðsla pésa sem kemst ekki inn í aðallið Juventus. Vá álmáttugur frábært, og svo eru 3 bestu mennirnir að renna út á tíma og allir eru bara jolly með það líka.

    4
    • Gjörsamlega andstaðan við panic að kaupa leikmann sem félagið sér sem svo mikið langtímaplan að hann má vera áfram á láni í 12 mánuði.

      Chiesa spilaði svo megnið af leikjum Juventus í fyrra og var settur út í kuldann þegar hann neitaði að framlengja samningi sínum við þá. Hann var líka í landsliði ítala á EM og í byrjunarliðinu þar

      18
      • Mér fannst Chiesa einn besti Ítalinn í frekar döpru liði þeirra á EM. Einn af fáu sem keyrði áfram og var að gera eitthvað. Gæti komið skemmtilega út og þá má taka með í reikninginn hvað hann er að kosta okkur. Ekki mikið þar.

        Fréttir af áhuga olíupumpum á Alison og mögulegu brotthvarfi hans efitr tímabilið eða tvö gerir það að verkum að fyrir ekki meiri pening er mjög gott að vera kominn með top eintak til að taka við þessari stöðu. Mun yngri og væri þá á láni þetta tímabil og mögulega næsta.

        Safe útspil hjá klúbbnum í raun.

        1
  6. Mér líst vel á þessi kaup á Chiesa ef þetta gengur upp hjá þeim að semja um verð.
    Juve hlýtur að samþykkja það því að hann vill ekki framlengja og þeir ætla ekki að nota hann í vetur og eru að þvinga hann út.
    Fjölhæfur og spennandi leikmaður sem er auðvitað ekkert hugsaður sem einhver lykilmaður en gæti spilað fullt af leikjum og þá tekið álagið af Salah.
    Hann er stórt upgrade af Ben Doak eða Elliot sem er ekki þessi snöggi kantmaður sem dripplar framhjá leikmönnum en það er akkurat það sem Chiesa kemur með til liðsins.
    Ef að Barcelona væri ekki að daðra við hálfgert gjaldþrot og alltaf að vesenast að skrá leikmenn vegna fjárhagsreglna deildarinnar þá væri hann örugglega á leiðinni þangað.

    5
  7. Þetta eru svona blendnar tilfinningar þessi kaup.

    Krakkinn í manni er alltaf spenntur fyrir nýjum sóknarmanni en meiðslasagan hræðir og hvort hann nái algjörlega fyrri styrk og snerpu.

    Það jákvæða er hins vegar að hann er búinn að taka heilt tímabil með tilheyrandi álagi og leikmenn virðast oft þurfa að koma sér í gegnum heilt tímabil til þess að komast nokkurn veginn á fyrra “level”.

    Ef leikmaðurinn nær að vera eitthvað í líkingu við það sem við sáum með Ítalíu þá er þetta skemmtileg og góð viðbót.

    Það verður fróðlegt að sjá hvort það bætist ekki fleiri í hópinn.

    7
  8. Mjög spenntur fyrir báðum.

    Alvöru heimsklassa leikmenn.

    Áfram Liverpool!

    1

Gullkastið – Óvænt slúður af leikmannamarkaðnum

Chiesa að nálgast?