Núna rétt upp úr hádegi var tilkynnt formlega að Federico Chiesa sé orðinn leikmaður Liverpool, og komi á 10 milljónir punda plús mögulegar 2.5 milljónir ef liðið vinnur PL og/eða CL. Ekki tóku þessi leikmannakaup nú langan tíma.
Hann tekur skyrtunúmerið 14, og fetar þar með í fótspor leikmanna eins og Jordan Henderson, Xabi Alonso og Jan Molby, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Velkominn Federico, og megir þú vinna marga titla með félaginu!
Ég er mjög spenntur að sjá hvernig hann á eftir að standa sig í liðinu, það er gríðarleg styrking að geta skellt Chiesa inná fyrir Salah heldur en Elliot með fullri virðingu fyrir honum, hann er bara ekki kantmaður.
Við gætum keypt 2 Chiesa fyrir 1 Sepp Van Der Berg látið það sökkva inn.
Ég fagna þessum kaupum og vona að við fáum 1-2 í viðbót fyrir hádegi á morgun.
Sælir félagar
Velkomin til Liverpool Frederico Chiesa og megi dvöl þín hjá LFC verða þér og stuðningmönnum til gleði og fagnaðar
Það er nú þannig
YNWA
Spennandi leikmaður.
Vonast eftir einum í viðbót.
Maggi dró mig aðeins niður á jörðina í síðasta podcasti. Það var erfitt að vera ekki sammála honum þar, en þetta kynningamyndband og bara nafnið Chiesa, held þetta verði skemmtileg viðbót í sóknina.
Það er ótrúlega gaman að fylgjast með Slot og liðinu þessa dagana, maður bíður alltaf spenntur eftir byrjunarliðinu og svo skiptingum. Ef Chiesa er leikmaður sem Slot bað um þá fáum við eflaust að sjá hann fyrr en síðar spila.
Forza Liverpool !!!
Það er ekki oft sem liðið okkar kaupir þekkt nöfn. Macca og Thiago komust e.t.v. næst því: heims- og CL-meistarar. En þessi Chiesa er eftirminnilegasti leikmaðurinn í sigurliði Ítala hérna um árið.
Þeir kunna að koma manni á óvart, strákarnir – ekki átti ég von á þessum kaupum. Nú finnst mér líklegt að það fari að hitna undir öðrum framherjum, einkum Nunez.
Sennilega verður Gomez áfram í liðinu og þá verður þörfin fyrir bætta vörn ekki eins brýn. Eftir stendur sexu-vandamálið en ef hann treystir Gravenberch – þá verður maður að treysta því að hann sé sá sem við þurfum á að halda. Eins got að hann standi sig um helgina.
Virkilega spenntur.
Chiesa er svo sannarlega heimsklassa leikmaður.
Carabao cup 3.umferð
Liverpool fékk heimaleik gegn West Ham.
Meistaradeildin
Real Madrid (heima) og Leipzig (úti), Bayer Leverkusen (heima), AC Milan (úti), Lille (heima), PSV Eindhoven (úti), Bologna (heima) og Girona (úti).
Nokkrir mjög áhugaverðir leikir eins og til dæmis Real heima og Xabi Alonso kemur á Anfield með Leverkusen.
Ætli okkar menn séu þá bara hættir á markaðnum ?
Ef Gomez verður áfram sem allt lítur út fyrir þá er varnarsstaðan bara í fínu lagi.
Og ef Gravenberch fær traustið með Mac Allister á miðjunni þá er allt í lagi að skoða markaðinn í jan.
Við fengum frábært backup fyrir Salah og liðið er flott í öllum stöðum.
Lokar glugginn ekki á morgun kl 11:00 fh ?
lokar kl. 23 á morgun
enskur tími
Velkominn Chiesa.
Alan Varela hjá Porto næstur.
Chiesa er góð viðbót við framlínu okkar og á vonandi eftir að nýtast Liverpool vel næstu árin.
En að öðru ég þoli ekki þessa helvítis glugga daga maður er endalaust að athuga hvort það séu ekki að koma nýir leikmenn en það er þó bót í máli að maður nagar ekki neglurnar af stressi yfir því að eitthvað af lykilleikmönnum okkar séu að fara frá okkur núna, ég mann enþá stressið og örvæntingu sem heltók okkur Liverpool menn þegar Chelsea stálu okkar helsta markaskorara en það var þó bót í máli að Spánverjinn gat ekki keypt sér mark hjá bláliðum enda hafði hann engan Gerald þar til að mata sig á færum þar eins og hjá okkur.
Enn eina ferðina komust FSG upp með að gera ekkert í leikmanna glugga.
Chiesa ágætis viðbót og allt það en ekki beint leikmaðurinn sem Liverpool þarf á þessum tímapunkti.
Þeir hafa verið duglegir að selja og senda á lán og eflaust fengið ágætis frá John að losa aðeins um.
Liverpool líta frekar út eins og klúbbur sem er að verða gjaldþrota en auðvitað ná að fela sig á bakvið hversu góður hópurinn er sem hann er ég er ekki það deluded að halda öðru fram.
Það er bara þegar að meiðslin kicka inná lykilmönnum sem menn lenda í vandræðum.
FSG geta ekki beðið eftir því að Salah losni af launaskrá hlítur að svíða þá í rassgat að borga 350k fyrir hann á viku.
Eflaust vilja losna við flesta launa háu leikmennina og fá leikmenn sem sætta sig við minni launaseðil í staðinn.
Slot hefur byrjað þetta hrikalega vel og efast ekki um að þarna sé góður stjóri á ferð en ætli hann sér strax byrjaður að hugsa í hvað í fjandanum er ég búinn að koma mér í eða var hann fenginn inn afþví hann er já maðurinn sem þeim vantaði?
Ég kem með þetta svona sem áhyggjur ég vona ég hafi rangt fyrir mér og þá má urða yfir þessa neikvæðni í mér en eins og er þá treysti ég bara ekki FSG því miður.
Fær Slot það backup sem hann á skilið eða ætla þeir að vona að þarna sé kraftaverkamaður númer 2 eins og þegar Klopp kom inn?
Sjáum hvað setur.
Þeir hafa verið duglegir að selja og senda á lán og eflaust fengið ágætis bónusa* frá John fyrir að losa aðeins um.
Nokkrir leikmenn farnir út í dag.
?????????: Nat Phillips heads to Derby County to undergo a medical for a loan move.
?????????: Kaide Gordon set to join Norwich City on Loan
?????????: Ben Doak set to move to Middlesbrough on a season long loan.
Líklegast verða leikmenn bara á útleið í dag hjá okkur.
Verður gaman að sjá sky Sport síðasta klukkutímann í kvöld þegar markaðurinn lokar……held það komi eitthvað óvænt til okkar….
Mikil vonbrigði þessi gluggi eins og svo oft áður og greinilegt að FSG ætlar líka að fæla frá TAA,Salah og WVD með því að gera ekki við þá nýja samninga. Einnig að kaupa leikmann sem er mikið meiddur hljómar svo rosalega í anda Liverpool og manni finnst þetta hafi allt verið gert mörgum sinnum áður. Hef enga trú á að þetta muni nokkurn tímann ganga upp. Ég spái líka að Slots verði ekki lengi hjá Liverpool og þegar menn byrja að hrynja niður í meiðsl og liðið að tapa leikjum þá verði þetta endalok FSG og Henry, og hann og hans hyski munu svo selja liðið á næstu leiktíð.
FSG og Slot eru alvöru……
Mér finnst þetta magnað og greinilegt að þeir kunna sitt fag. Ég elskaði Senior Chiesa með Sampdoria og vona innilega að sonurinn muni raða inn mörkum fyrir okkur.
Alltof langt sumarfrí hjá þér á þessu borði Svavar….