Lokadagur félagaskiptagluggans

Þegar þetta er skrifað eru rétt um 4 tímar eftir af félagaskiptaglugganum. Það virtist enginn vera tilbúinn til að útiloka að Liverpool myndi kaupa leikmann í dag, en við skulum orða það þannig að líkurnar fara minnkandi með hverri mínútunni.

Það er þó ljóst að einhverjir dílar hafa verið gerðir í dag og ekki útilokað að fleiri bætist við í kvöld, en þá fyrst og fremst lánsdílar. Þannig er búið að tilkynna að Stefan Bajcetic sé farinn á láni til Red Bull Salzburg. Jafnframt þykir líklegt að Nat Phillips fari til Derby, og eins er líklegt að Kaide Gordon og Ben Doak verði lánaðir sömuleiðis.

Við uppfærum þráðinn ef/þegar fleira fréttist, nú og ef svo ólíklega vill til að einhver leikmaður bætist við.


UPPFÆRT: Búið að staðfesta Nat Phillips til Derby, á láni út leiktíðina. Nema að auðvitað fáum við hann til baka rétt til að spila á San Siro og taka einn Cruyff snúning í vítateignum. Eins og hefðin segir til um.


ÖNNUR UPPFÆRSLA: Marcelo Pitaluga fer til Livingston í Skotlandi á láni.


AFTUR UPPFÆRT: Ben Doak er kominn til Middlesboro á láni og verður þar í vetur.


ENN EIN OG KANNSKI SÍÐASTA UPPFÆRSLAN: Kaide Gordon er farinn til Norwich á láni, og fer þá að verða ansi tómlegt í kotinu.

23 Comments

  1. Það er með ólíkindum hvernig eigendur Liverpool geta aftur og aftur set upp leikrit og fengið marga penna til þess að skrifa um sig hvað þeir eru nú ágætir samningsmenn og miklir plottarar. Þeir leggja áherslu á að fá leikmenn sem bæta liðið en með þeirri undantekningu að fá halta menn sér til liðs. Þá er það bara góður díll. Þetta höfum við séð aftur og aftur í gegnum árin. Það eru bara engir þarna úti sem geta bætt liðið eða svo mikil ansans óheppni að missa af bestu mönnunum af því að önnur lið bjóða betur. Þjálfarinn sem kom frá Niðurlöndum er óspart notaður.

    Ég þekkti einu sinni fatlafól
    sem flakkaði um í hjólastól
    með bros á vör og berjandi þó lóminn
    hann ók loks í veg fyrir valtara
    og varð að klessu – ojbara
    þeir tóku hann upp með kíttisspaða
    og settu hann beint á sjónminjasafnið

    20
  2. Enn og aftur er FSG EKKI að styrkja liðið þar sem mest þörf er á, AFTUR ! eru þetta hálfvitar Hughes og Edwards ? Lánum út sem flesta miðjumenn og varnarmenn, en styrkjum ekki. Er þetta bara JWH sem er þessi hálfviti ? Fáum við kannski einhvern ódýrt AFTUR frá Stuttgart ?
    FSG OUT ! Ameríkanar geta ekki átt enskt fótboltafélag. Þeir skilja ekki SOCCER !

    15
    • Þegar stórt er spurt.

      Semsagt “hálfvitar Hughes og Edwards” eða “Er þetta bara JWH sem er þessi hálfviti?”

      Já og af öllum eru það Ameríkanar sem skilja ekki SOCCER.

      Þess vegna er Premier league SOCCER mun stærri en MSL SOCCER.

      4
      • hmm,, 12 leikmenn inn, 1 inn?

        já, spurning hvað það er. Ekki treysti ég mér til að svara.

        3
      • Annars hefði ég vilja sjá frekari styrkingu (1-2 í viðbót) þó ég sé spenntur fyrir Chiesa.

        En menn hafa greinilega trú á hópnum, getum stillt upp tveimur sterkum byrjunarliðum og höfum losað menn sem voru ekki inn í myndinni og lánað aðra.

        Góð úrslit og nýir samningar fyrir lykilmenn eru þó að mínu mati mikilvægari en frekari leikmannakaup.

        7
  3. Ok. Liverpool hefur verið á hægri niðurleið síðustu 2-3 ár. Margar kempur hætt eða seldar og rotation leikmenn losaðir. ( Dæmi; Matip, Henderson, Milner, Fabinho, Óx, Keita, Firmino, Mané, Thiago). Í staðinn komnir Szobo, Endo, Gravenberch, Nunez, Diaz, Gakpo. Ábyggilega flestir sammála um að þarna hallar bæði á magn og gæði. Í sumar eru líklega yfir 12 leikmenn seldir eða lánaðir og 2 keyptir í staðinn. Niðurstaðan yfir 25m punda hagnaður, 1 leikmaður inn núna (Chiesa) og yfir 12 menn út úr hóp. Getur einhver sagt að hér sé verið styrkja byrjunarliðið eða hópinn?? Mér finnst þetta ótrúlega svekkjandi metnaðarleysi. Maður trúði ekki öðru en að öflugur miðjumaður yrði keyptur eða akkúrat maður eins og Calafiori sem getur leyst vinstri bakvörðinn og hafsent. Í síðustu tveimur gluggum fáum við inn einn leikmann fyrir 10m punda og markmann sem kemur eftir 1-2 ár. Mig langar að vera bjartsýnn en er líklegt að þessi hópur dugi í hátt í 60 leiki og geri sig gildandi í öllum keppnum? Er líklegt að menn eins og Trent, Salah og Van Dijk hafi trú á verkefnið og skrifi undir nýja samninga? Að þessu sögðu vona ég að við sleppum vel með meiðsli í vetur og Slot nái að kreista vel út úr þessum mannskap. Ægilega væri gaman að vinna á Old Trafford. Utd er búið að eyða 214m punda í leikmenn í sumar og losa sig við Scott og Bissaka.

    11
  4. Mikið sammála félögum mínum hér fyrir ofan! Tvær spurningar………..

    1. Hvað myndi nú gerast ef Van Dijk og Konate myndu meiðast og frá í einhvern tíma??
    2. Chiesa virðist gæða drengur að sjá en hvenær hefur Ítali gert góða hluti í Liverpool búningnum??

    4
  5. Sóknin er ruglað dæmi. Hver öðrum betri. Ef miðja og vörn eru solid og Jota heill er atlaga að titlinum vel raunhæf

    3
    • Klopp var svo þreyttur útaf blaðaviðtölum, áreiti og að vera mest elskaði maður Liverpool borgar. Uhhh nei hann hætti vegna þess að þetta helvítis FSG módel bakkaði hann ekki upp.
      Vonandi fyrir okkur öll er Slot einhver kraftaverkamaður en mér er alveg sama hvað hver segir eigendur LFC eru fávitar

      2
  6. Úlfarnir að krækja í brasilíska miðjumanninn Andre frá Fluminense, þennan sem við reyndum sem mest við um árið. Var það ekki bara í fyrra?

    4
    • jú það voru þreifingar sl. sumar og mikil blaðaumfjöllun.

      Held þó að Liverpool hafi aldrei gert tilboð í þennan mann.

      Áhuginn semsagt ekki lengur til staðar. Kostaði Wolves 25m evra.

      1
  7. Þessi gluggi er falleinkunn hjá “snillingunum” hughes og edwards, (skrifa með litlum upphafsstaf) vegna þess hve glataðir þeir eru í sínu starfi. fsg, (með litlum) er s.s. sátt við að berjast um BARA meistaradeildarsæti, EKKI um titla, eru menn virkilega enn að hnoðast í þessu moneyball fokking rugli ?
    Sem skilar kannski titli “once in a blue moon” með heppni.
    FSG OUT !
    Liverpool er að fara að tapa þessum leik á sunnudaginn, því miður. 2-1
    4-6 sætið er okkar.

    4
    • Comon við erum kannski ekki líklegir til að keppa um titilinn en við förum nú ekki að tapa fyrir miðju moðs liðinu scum united….er það nokkuð..

      2
      • Bíddu bíddu! Ertu að tala um liðið sem hefur eytt skrilljónum síðustu ár? Og hljóta þá að vinna Liverpool og enda mklu ofar í töflunni miðað við öll rök sem hérna eru 😉

        1
    • Módelið sem FSG vinnur eftir snýst fyrst og fremst um að reksturinn sé sjálfbær.
      Þeir hafa sett mikla fjármuni í leikvanginn og svæðið umhverfis og þannig á að reyna að græða meira á heimaleikjum sem er svo sem gott og blessað.
      En þessi nálgun skilar sér því miður sjaldnast í fjölda titla (eins og aðdáendur vilja) nema kannski þegar menn eins og Klopp stýra liðum.
      Peningar stýra nær öllum árangri í þessu sporti, eins og göggt má sjá undanfarin ár og viljaleysi (getuleysi?) FSG til að keppa um dýrustu bitana mun, og er þegar farið að bíta.
      Exit Jurgen Klopp, og inn kemur ungur þjálfari sem er vanur að vinna með unga leikmenn, sem við virðumst reyndar vera að reyna að losa sem mest við getum!
      Ég vona sannarlega að 26 ára Chiesa muni fara með himinskautum en er um leið smeykur um að lágt verðið segi eitthvað um við hverju má búast. Þessi kaup æpa líka soldið á mann að þau hafi verið framkvæmd til að róa aðdáendur svo við færum ekki “tómhentir” inn í tímabilið.

      6
      • Það er ekki búið að róa neinn að fá Chiesa inn.
        Samningar enn í lausu lofti hjá lykilmönnum og förum veikari inní tímabilið sé 0 styrkingu.
        Chiesa var leikmaður sem við þurftum minnst á að halda þetta tímabilið nema 3 meiðist skyndilega og bara detti út næstu mánuði.

        FSG fá fall einkunn hjá mér líka.
        Hughes og co komu John í 15m í plús og lækkun á launakostnaði gott fyrir félag sem er að ströggla eins og Liverpool FC.(KALDHÆÐNI)

        2
      • ES.
        Treysti Slot fullkomnlega til að gera góði hluti sem þjálfari Liverpool treysti bara ekki FSG til að backa hann upp það er það sem ég er pirraður yfir.

        2
  8. Ekki örvænta kæru bræður og systur Dele Alli er laus undan samningi og kemur til okkar eins og frelsandi engill eftir að glugginn lokar og heldur áfram að heilla heimsbyggðina eins og þegar hann var hjá Tottenham.

    2
  9. Jæja, gluginn lokaður og þetta endaði talsvert verra en ég hefði getað ímyndað mér. Í einfeldni minni bjóst ég við látum í vikunni. Hvað eru menn að reykja þarna? Hvernig endar Ugarte hjá utd? Held að þar fari svakalegur leikmaður.

    Ok, það má bara enginn meiðast og þá kannski hugsanlega mögulega vonandi þraukum við fram að áramótum í séns í einhverri keppni þegar janúar kemur og við bíðum allan mánuðinn eftir kaupum sem aldrei verða. Það var einhver sem kom með þá athugasemd um daginn að fsg hljóti að vera selja klúbinn. Veistu, ég er farinn að halda það líka. Þetta er alveg galið. Ef ég væri lfc football director og þiggjandi feit laun myndi ég klárlega kaupa miðvörð, defmid, selja tsmikas og kaupa world class left back því Robbo er ekki að yngjast, bara til að sýna fram á að ég væri að sinna starfinu. Þetta er no brainer! 115m.p. tilboð í Caicedo fyrir ári síðan. Halló! 25m.p. gróði í þessum glugga! Það er verið að hafa okkur að fíflum! Vinnum samt á sunnudaginn andskotinn hafi það!

    1
  10. Ég held að menn verði stundum full æstir varðandi þessa félagaskiptaglugga. Mörg lið, sérstaklega á gluggadeginum, eru í einhverjum algerum panik kaupum. Það virðist vera eitthvað leikplan í gangi þarna hjá Liverpool og menn kaupa ekki menn nema það séu réttu mennirnir og á réttu verði.

    Ég held að þessi óvissa með VVD, TAA og Salah geri það að verkum að menn flýta sér hægt, því að það verður erfitt verkefni og dýrt að fylla þeirra skó næsta sumar, ef ekki nást samningar.

    Það væri því glórulaust að fara að hella úr veskinu núna, bara til að fá inn einhverja leikmenn afþví að það er gluggi.

    Slot spilar allt öðruvísi bolta en Klopp og það er ekki þessi svakalega ákefð í leiknum hans. Ákefðin kostar álag og álag kostar meiðsli. Þetta sáum við hjá Newcastle líka í fyrra. Svo erum við með lið eins og City og Arsenal sem spila mikið rólegri bolta, en þessi lið voru ekki með 6-8 manns á meiðslalistanum ein og Liverpool allt tímabilið í fyrra.

    Önfum aðeins með nefinu. Það eru 6 af 6 stigum þegar í vasanum með fyrirhafnarlitlum hætti. Hópurinn er sterkur og helst vonandi heilli en í fyrra. Svo ef í harðbakkann slær, þá eru 4 mánuðir í næsta glugga.

    7

Dregið í Meistaradeildinni

Manchester United – Liverpool