Leikdagar í Meistaradeildinni

Drátturinn í CL fór fram á fimmtudaginn en núna í dag er búið að setja upp leikdagana í þessari keppni sem verður forvitnilegt að fylgjast með. Alls átta umferðir þar sem átta efstu liðin komast beint í 16 liða úrslit og liðin í sætum 9 – 24 keppast um að komast þangað.

Það er því efstu 25% sem komast áfram og sem þumalputti ættu 18 stig að tryggja mann inn í efstu átta…en það auðvitað að spila við lið í ólíkum styrkleikum skekkir það smá. Það er samt gaman að pæla í hvar við stöndum varðandi þessi 18 stig sem þyrfti að sækja. Hér eru leikirnir í réttri röð með smá stigapælingum

1.umferð 17.sept AC Mílan (Ú) Eitt stig lágmark, þrjú stefnan, núll mögulegt
2.umferð 8.okt Bologna (H) Þrjú stig skylda
3.umferð 23.okt RB Leipzig(Ú) Eitt stig lágmark, þrjú stefnan, núll mögulegt
4.umferð 5.nóv Bayer Leverk. (H) Þrjú stig stefnan, eitt möguleiki, plís ekki núll
5.umferð 27.nóv Real Madrid (H) Þrjú stig stefnan, eitt möguleiki, plís ekki núll
6.umferð 10.des Girona Ú) Þrjú stig takk, eitt möguleiki
7.umferð 21.jan Lille (H) Þrjú stig skylda
8.umferð 29.jan PSV (Ú) Þrjú stig stefnan, eitt möguleiki, plís ekki núll

Um það bil svona teikna ég þetta upp. Í raun eru hérna á ferð bara tveir leikir sem öskra á þrjú stig og þá erum við komin með sex stig. Útileikir við Girona og PSV eru bananahýði sem við eigum að taka og förum upp í 12. Það þýðir þá að við þurfum að sækja 6 stig í hina leikina fjóra til að ná 18 stiga markinu. Það að byrja í Milan, stutt eftir landsleikjaglugga er verðugt verkefni og svo er erfiðasti útileikurinn strax í þriðju umferð áður en risa doubleheader heimaleikir við Xabi og helvítis Real verða verkefnin.

Þetta var erfiður dráttur og mörg önnur lið eiga einfaldari leið inn í topp átta en við. Ef við skoðum svo reiknipælingar fyrir sæti 9 – 24 ættu 7 stig að tryggja okkur þangað inn. Það yrði auðvitað katastrófa að ná þeim árangri ekki.

Semsagt, hægt að fara að skoða að kíkja á Meistaradeildarleik. Það má t.d. benda á það að leikurinn við Bayer Leverkusen fer fram 5.nóvember en við förum í Kop.is ferðina 7.nóvember…það er því séns að skoða doubleheader af alvöru leikjum!

#Leiðinaðno7

Ein athugasemd

  1. Maður á ekki að gleðjast að óförum annara. EN Everton ….. hvað er í gangi þarna

Manchester United – Liverpool

Byrjunarliðið gegn United: Þrjú hundruðasti leikur Robbo