Byrjunarliðið gegn United: Þrjú hundruðasti leikur Robbo

Þá er komið að fyrsta risaprófinu hjá Slot, eftir klukkutíma spila okkar menn á leikvelli erkióvinanna í United. Hann velur óbreytt byrjunarlið frá síðasta leik, nokkuð ljóst að hann telur þetta sitt sterkasta lið og held við séum flest sammála:

 

Hinn hollendingurinn hefur ákveðið að tefla fram eftirfarandi liði:

Onana
Mazraoui
De Ligt
Martinez
Dalot
Casemiro
Mainoo
Garnacho
Fernandes (c)
Rashford
Zirkzee

Varamenn: Bayindir, Heaton, Maguire, Evans, Eriksen, Collyer, Amad, Antony, Wheatley.

Það er alltaf risavaxið þegar þessi lið mætast, en í þetta sinn líður manni eins og leikurinn muni setja tóninn fyrir næstu mánuði hjá okkar mönnum. Leiðinlegt að Chiesa sé ekki á bekknum en hann kemur vonandi ferskur inn í næsta leik. Þó nokkrir leikmenn eiga stóran áfanga í daga, þetta er þrjúhundruðasti leikur Robbo, tvöhundruðasti leikur Van Dijk í deildinni og hundruðasti leikur Jota.

 

Hvet ykkur til að hella upp á kaffi og setja ykkur í stellingar, þetta er að skella á!

 

 

 

44 Comments

  1. Þetta eru alltaf þeir leikir sem ég er smeykastur við, erkifjendur sem er óþolandi að tapa fyrir.
    Ten Hag breytir til fyrir þennan leik, fyrsti byrjunarliðsleikur hjá Zirkzee, Garnacho og De Ligt að ég held á tímabilinu.
    En vonandi eru okkar menn klárir í slaginn því þetta verður fjandanum erfiðara í dag.

    3
  2. Sterk uppstilling auðvitað og keyrt á sama byrjunarliði. Ég vil svo endilega sjá a.m.k Elliot, Gakpo og Nunez fá einhvern spilatíma í dag.

    6
  3. Málið er að Liverpool þarf að vinna alla leiki til að halda i við Man City. Það þarf að fara í alla leiki til að ná i öll þrjú stigin. Það verður að vera hugarfarið, ég vil sjá Liverpool vinna í dag.

    Ég ætla að segja Liverpool verði eftir leikinn með markatöluna 6-0.

    KOMA SVO!!!

    8
  4. Montrétturinn er undir.

    City ætlar að verða óstöðvandi en sigur á mu er eitthvað stærra og meira en aðrir sigrar. Hvernig sem lyktar í vor væri sturlað gaman að vinna þennan leik!

    7
  5. Aldrei gott að skora of snemma i svona leikjum. Gaman að sjá hvernig Trent fagnaði samt. Fínt að bíða með markið til 30min, Salah reddar því.

    5
  6. Diaz í smá brasi finnst mér. En heilt yfir litið ekkert slæm spilamennska. Má kanski skjóta fyrr erum oft að reyna spila inní markið. Vill láta reyna á flappy hands í markinu

    3
  7. Gravenberch er að spila flott þarna á miðjunni en mætti alveg þora að skjóta stundum

    Jájájájá Lucho

    11
  8. Ryan Gravenberch er algjörlega nýr og betri leikmaður undir stjórn samlanda síns.

    18
      • Magnaður. Gefa honum tækifæri til að sanna sig í þessari stöðu í stað þess að kaupa þriðja kost.

        Það er ástæða fyrir því að hann er talinn einn efnilegasti miðjumaður í heimi.

        4
  9. Þetta lið lítur rosalega vel út, þéttir og spila ótrúlega vel saman.

    6
  10. Diaz er rosalega heitur og vonandi láta mannræningjar pabba hans í friði í vetur.

    12
  11. Hvað það er gaman að vera yfir gegn mu.

    love it!

    Allir geggjaðir. Elska að horfa á miðverðina éta löngu boltana, Miðjumennina okkar eigna sér svæðin og … mmmmama að sjá þá Diaz og Salah frammi.

    Eini sem hefur ekki alveg fundið sig er Jota!

    6
  12. Vá hvað þetta var vel spilaður fyrri hálfleikur. Slot heldur betur að fara vel af stað með þetta lið. Mér finnst þetta frábær fótbolti og getur bara orðið betri.

    Nú er bara að klára leikinn og fara heim með öll stiginn. Best væri að halda hreinu.

    7
  13. Þvílík frammistaða hjá öllum 11 mönnunum í liðinu og gæðin í hverri stöðu.
    Vörnin þétt og flott og Gravenberch að sýna af hverju það var ekki keyptur maður í þessa stöðu fyrir hann og vonandi heldur hann áfram að styrkja sig og læra betur á þessa nýju stöðu.
    Luis Diaz og Salah að eiga stórleik frammi, það er einna helst Jota sem hefur haft hægt um sig.

    Halda þessu áfram á sama krafti í seinni og klára þetta með stæl.

    5
  14. Leikgleðin skýn í gegnum liðið…..Slott kemur úr efstu hillu…

    5
  15. Uss var að lesa að mu var að selja Arafat til Tyrklands. Hann hefði getað nýst þeim eða þannig.

    2
    • Einfalt mál, það þarf að passa upp á Jota sem hefur átt það til að meiðast alltof mikið og svo er álag á Trent og Bradley þarf mín til að þróast og bæta sig.
      Kannski ástæðan fyrir fáum meiðslum hjá Slot eru kannski þessar skiptingar

      6
      • Hann tók Diaz útaf fyrir Gapko. Hefði verið nær að taka Jota útaf fyrir Gapko samkvæmt þínum rökum. Og að taka Trent útaf I skipti 3 röð meikar ekkert sence, hann er hvorki meiðslapési né spilaði hann mikið á Euro. Af hverju ekki taka Dijk eða Salah útaf 3 leiki I röð ?

  16. Menn að setja miðju utd i forgang þegar valið er sameiginlegt lið .. hættu Laddi

    4
  17. Fjórir kátir hollendingar ganga brátt af velli, en sá fimmti verður fyrir enn einum skelli.

    7

Leikdagar í Meistaradeildinni

Liverpool 3 – 0 United (Skýrsla uppfærð)