Liverpool 3 – 0 United (Skýrsla uppfærð)

Mörk

Diaz ’35

Diaz ’42

Salah ’56

Hvað gerðist marktækt í leiknum?

Snemma í fyrri hálfleik taldi Trent sig hafa skorað draumamarkið og fagnaði því með því að kyssa myndavélina eins og hetjan hans Gerrard gerði oftar en einu sinni á Old Trafford. Því miður komst VAR réttilega að því að Salah hefði verið rangstæður þegar hann kom við boltann á leið til Trent og markið tekið af.

Fyrri hálfleikur, fyrir utan fyrstu mínúturnar, voru það sem við munum væntanlega venjast hjá Slot. Liverpool stjórnuðu leiknum gjörsamlega á þess að vera með boltann. Það er unaður að fylgjast með pressu-gildrunum sem liðið leggur um allan völl og aftur og aftur unnu þeir boltann og sköpuðu hættu í leiftursnöggum sóknum. Bæpi mörk Liverpool í fyrri hálfleik voru keimlík: United gera mistök og missa boltann, sending út á kantinn á Salah sem gefur á Diaz og Kolumbíumaðurinn skorað.

Í byrjun seinni virtust heimamenn hafa tekið sér tak og gerðu atlögu að marki Liverpool nokkrum sinnum á stuttum tíma. Okkar menn stóðu þetta af sér. Það var upp úr litlu sem engu sem MacAllister vann boltann á miðjunni, fann Szobozlai. Ungverjinn hafði nægan tíma til að líta upp og sjá að Salah hafði allt pláss í heiminum. Stoðsendingin var svo til fullkomin og Salah skaut í fyrstu snertingu og gerði út um leikinn.

Næstu tíu mínútur lét maður sér dreyma um að þetta gæti endað 5-6 núll en United náði að taka sig aðeins á, hættu að sækja í gegnum miðjuna og sköpuðu meira að segja færi! En allt kom fyrir ekki og okkar menn sigldu þessu í landi 3-0, eina liðið sem hefur ekki fengið á sig mark í deildinni og Slot fyrsti þjálfari Liverpool síðan Paisley til að vinna sinn fyrsta leik gegn United!

Hverjir voru bestu mennirnir í leiknum?

Það er fátt ljúfara en að eiga í bölvuðu basli með að velja besta mann leiksins. Diaz og Salah voru báðir nokkuð hljóðir… fyrir utan að skora þrjú mörk með sínum einstaklingstöfrum. Varnarlínan í heild sinn var frábær og drápu flestar sóknir United í fæðingu, Alisson gerði sitt þegar á þurfti að halda. Gravenberch er búin að stimpla sig rækilega inn sem varnarmiðjumaður númer eitt hjá liðinu og Szobozlai og MacAllister gerðu helling vel þó það væri ekki sérstaklega áberandi. Ætli Mohammed “tvær stoðsendingar og mark í annars rólegum leik” verði ekki að fá titilinn bestur!

Hvað hefði betur mátt fara?

Helst má nefna að liðið hefði mátt skora úr fleiri af þeim aragrúa færa sem það skapaði í stöðunni 3-0. En ég skal taka því sem umkvörtunarefni hvenær sem er.

Næsta verkefni

Nú tekur við landsleikjahlé og eftir það taka Liverpool á móti Nottingham Forest. Njótið þess að vera óþolandi næstu tvær vikur!

27 Comments

  1. Þvílíkur leikur !
    Diaz – Salah – Gravenberch geggjaðir.

    Sacked in the morning fyrir ETH ?

    YNWA !

    9
  2. Ég er nú hræddur um það!!!
    Slot machine með fullt hús og hreint lak.

    YNWA

    15
  3. Nú skilur maður allar box- og kontaktæfingarnar á undirbúningstímabilinu. Okkar menn völtuðu svoleiðis yfir andstæðingana og létu þá virkilega finna fyrir sér án þess að vera grófir.

    Þrír leikir, þrír sannfærandi sigrar og liðið ekki búið að fá á sig mark. Mjög fín byrjun á Slot-skeiðinu og liðið betra en ég bjóst við á þessum tímapunkti með nýjan stjóra.

    Og Gravenberch, maður minn! Sá er að byrja vel!

    24
  4. Mikið rosalega er alltaf gaman að vinna united væri til í að spila við þá mun oftar.
    Slot er að koma eins og stormsveipur í ensku deildina enda svo sem með frábært lið í höndunum og er að nýta hópinn vel með skiptingum og vernda þannig leikmennina.
    Gravenberch, Salah og Diaz bestu menn leiksins.

    Geggjaður sigur, njótum vel á kaffistofunum á morgun.

    3
  5. Ja hérna hér! Við erum tilbúnir í alvöru mót! Reyndar er manjú skítlélegir en eiga það til annað slagið að bíta frá sér á móti okkur en hverjum er ekki sama um þá!?

    Við erum virkilega flottir!

  6. Áhugavert viðtal við Salah á Sky eftir leikinn. Hann er á sínu síðasta ári og er bara að njóta þess. Enginn haft samband við hann varðandi nýjan samning. Gæti þetta ekki orðið súrt eftir áramót?

    10
  7. Frábært leikur hjá okkar mönnum í dag. Við vorum einfaldlega miklu betri en þeir í dag og hefði sigurinn átt að vera stærri.

    Alisson 9 – Frábær í markinu
    Andy 8 – Mjög góður í vörn en sóknarleg er hans hlutverk minna heldur en hjá Klopp en skilar því vel
    Virgil 9 – Kóngurinn þarna
    Konate 9 – Mjög góður og sterkur í einvíginum.
    Trent 8 – Smá bras í vörn í byrjun en var svo frábær
    Mac Allister 9 – Lét allt tikka
    Gravenberg 9 – Við þurfum ekki að leita af 6 við erum með hana ( maður leiksins)
    Sly 9 – Hlaup úr sér lungun og var góður í vörn og sókn. Klúðraði rosalegu færi en ég fyrirgef honum það í þessari stöðu.
    Diaz 9 – Áræðin og virkilega góður í dag
    Jota 8 – Góður í dag en maður hefði viljað sjá hann komast í betri færi
    Salah 9 – Viljiði fara að spyrja hann strax í dag hvort að hann vill vera áfram í 1 ár.

    Slot 10 – Mætir á gamla klósettið og skeinir sér á Utd. Ef maður myndi ekki vita betur þá hefði maður haldið á ETH væri á stjórna sínum 3 mótsleik en A.Slot á sínu þriðja. Því að Liverpool virkuðu vel drillaðir og öryggir á meðan að hinir eru eins og hauslausar hænur 🙂

    YNWA – Gat ekki beðið um meira í fyrstu 3 leikjunum.

    23
  8. Hefðu samt verið mun sætara hefði helvítis FSG eytt meiri pening.

    Kaupa kaupa kaupa dm fyrir Gravenberch, Gordon fyrir Diaz, Branthwaite fyrir Konate ásamt breidd á bekkinn.

    Eru Gakpo, Nunez og Chiesa nógu gott backup?

    Koma svo og taka smá Chelsea á þetta.

    11
    • FSG vita ekkert hvað þeir eru að gera ráða svo trúðana Edwards og Houges og tala nú ekki um Þennan þjálfara skollótur hollendingur eins og Ten haag!
      Sumarið var ömurlegt fyrir okkur
      Fór enginn sem skiptir alvöru málii fyrir okkur og komu ekki 7 nýir inn!
      Þessi helvítis stöðuleiki í leikmannamálum er að gera mig geðveikan á ekkert nafn eftir til að setja á treyju!

      3
    • Nei maður verður aðeins að taka á bölmóðnum sem hefur verið hérna undanfarið.

      Málið er þó að ég hef bullandi trú á Slot og þessum hóp þó ég neiti því ekki að mögulega hefði ég viljað sjá 1-2 ný andlit í viðbót.

      Þessi samningsstaða við 3 lykilmenn er þó með öllu óverjandi. Sérstaklega í ljósi þess að nú hafa Salah og VVD sagt að engar viðræður hafi átt sér stað.

      10
  9. Landsleikjahlé er auðvitað ömurðin ein – en varla hægt að fara með betri fíling inn í það.

    En ætlar klúbburinn virkilega ekki að framlengja við Egypska kónginn? Að hann sé 32 ára er ekkert fyrir mann sem æfir og lifir eins og hann.

    Áfram Liverpool!

    17
  10. Þetta var ljúft. Slot sprengir alla væntingaskala með frábærri byrjun. Merkilegt að sjá hvernig hann heldur sínum karakter með þennan öfluga hóp. Svo sjáum við hvernig þetta heldur áfram en augljóslega er góður taktur í fólkinu.

    Diaz farinn að skora – hann stefnir í verða algjör geit, ef hann er ekki kominn þangað.
    Gravenberch orðin einhver kóngur þarna á miðjunni – himinhrópandi framfarir á milli tímabilia.
    Salah mættur aftur – Þetta hlýtur að vera skýringin á því af hverju búið er að leigja út þessa pilta alla ungliða og selja slatta. Nú ættu þeir að hafa efni á að borga Salah áfram. Þvílíkur leikmaður.

    Mu er, eins og ég skrifaði í upphitun, patent-lausna-lið. Hver á fætur öðrum, rándýrir leikmenn eiga að redda þessu. Svo þegar við unnum boltann þá sást hversu hægt þeir lulluðu til baka – hinir eiga jú að redda þessu.

    Nú bara að njóta og gleðjast. Dapurlegt að fá tvær vikur frá liðinu okkar ástkæra en það er hrikalega gaman þessi þriggja leikja lota skyldi enda svona!

    10
  11. Sælir félagar

    Takk fyrir skýrsluna Ingimar og er þar ekkert ofsagt. Meiri hluta leiksins var bara eitt fótboltalið á vellinum ásamt einhverju sundur flakandi dóti sem vissi ekki hvort það var að koma eða fara. Liðið sýndi að Slot veit alveg hvað hann er að gera og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Liðið spilar gríðarlega vel og stemmningin í liðinu er frábær. Allir vinna saman og leggja sig fram hver fyrir annan og niðurstaðan er ljós. Níu stig í þremur leikjum og haldið hreinu í þeim öllum. Éhef samt áhyggjur af gæðum í breidd liðsins þegar álagið fer að aukast en eins og stendur spilar liðið eins og meistarar.

    Það er nú þannig

    YNWA

    13
  12. Var samt hálf fúll yfir að vinna bara 0-3 (lúxusvandamál)
    Því þá hefðum við verið efstir í deildinni í þessu landsleikjahléi.
    En liðið er að fúnkera flott undir stjórn Slot sem var ekki lengi að finna sitt sterkasta lið, Ten Hag er t.d ennþá eftir 3 ár að finna sitt.
    Lengi megi þetta halda áfram og ég er ánægður að sjá að hann er líka óhræddur að nýta skiptingarnar í leikjunum og passa upp á hópinn sem vonandi skilar sér í minna álagi og færri meiðslum.

    4
  13. Alveg frábært að sjá, kemur skemtilega á óvart að þessi byrjun.

    Kanski er best að versla ekkert í byrjun þannig að Arne fái alvöru tilfinnigu fyrir hvað hann hefur í höndunum. Það hefði auðveldlega verið hægt að kaupa nokkra og leikmenn sem hefðu ekki passað inní hópinn, en verið troðið inn sem er fyrir og þá hefði tónninn verið annar.

    Er sáttur og er viss um að einhver kemur inn í jan þegar hann er búinn að kynnast sínum mönnum og sjá hvar veikleikarnir eru

    1
  14. Já geggjaður sigur og allt eftir fyrstu 3 leikina er ég bara mjög spenntur.

    En í alvöru, ætlum við bara að láta Salah labba í burtu….

    BBC Sport
    “Mohamed Salah says it is his “last year” at Liverpool and that nobody at the club has talked to him about a new contract.”

    6
  15. Nákvæmlega Marion! Mér finnst þetta vera efni í sér færslu. Er hann að segja þetta í alvöru og er hann búinn að ákveða að fara frá félaginu eftir þetta tímabil, eða er hann að ýta á stjórnendur að koma með alvöru 2-3 ára samning. Það gekk nú ekki lítið á í aðdraganda þess þegar Salah fékk síðasta samning, en aldrei minnist ég þess að hann hafi sagst vera á förum frá klúbbnum á þeim tíma.

    3
  16. Að semja við Trent á að vera forgangur númer 1 núna, það er algjörlega galið ef þeir ætla að bjóða Real að fá hann frítt næsta sumar.
    Van Dijk og Salah eru þannig leikmenn að þeir eiga alveg 2-3 ár eftir á toppleveli þannig að klárlega á að bjóða þeim samning. Þeir hafa báðir byrjað þetta tímabil af miklum krafti og eiga skilið nýjan 2 ára samning.
    Held að það myndi lyfta mönnum mikið upp að vita að þessir 3 verði áfram og trúi á verkefnið sem að Slot mun leiða áfram næstu árin.

    7
    • Maður óttast að skaðinn sé skeður amk með Salah. Hann hefur hingað til viljað láta eltast við sig í samningamálum.

      Ótrúlegt hvað menn eru værukærir með þetta

      2
      • Ég er ekkert svo viss um að það sé of seint, hann virkar rosalega ánægður með lífið og það er gríðarleg stemning í honum og hann að spila eins og hann gerir best.
        Ég held að ef menn kæmu með góðan samning á borðið hjá honum þá muni hann taka því.
        Glugginn í Sádí lokar í kvöld og kannski eru þeir ennþá að bíða eftir tilboði í hann og ef það kemur ekki þá setjast þeir vonandi niður og ræða nýjan samning því það væri galið að selja hann núna eða missa hann frítt næsta sumar.

        6
      • Maður vonar það besta. Held að Salah gæti spilað á þessu stigi þetta tímabil og tvö í viðbót.

        Hann virðist líka ánægður með stjóraskiptin. Spurning hvort samband hans og Klopp hafi verið farið að súrna.

        1
  17. Ef ég skil reglur fótboltans rétt þá átti Casemiro að fá beint rautt fyrir að skilja takkana eftir í náranum á Alexis Mac Allister á um það bil elleftu mínútu. En Liverpool var heppið að United komst ekki yfir í leiknum. Casemiro gaf tvö mörk. Fyrst var sending hans á miðsvæðinu étin og uppúr því skoraði Diaz. Síðan var boltinn hirtur af honum á miðsvæðinu og aftur skoraði Diaz. Frábært fyrir Liverpool ef að Diaz fer að leggja til meira af mörkum. Ten leitar mikið í gamla gengið sem hann þjálfaði hjá Ajax. Markamaðurinn, hægri bakvörðurinn og hafsentaparið auk sentersins voru hjá honum í Ajax.

    Szoboszlai átti að skora mark og Liverpool átti að fá víti á 90.mínútu. Fyrir mér hefðu sanngjörn úrslit verið 1 – 5.

Byrjunarliðið gegn United: Þrjú hundruðasti leikur Robbo

Gullkastið – Leikhúsveisla