Ég er ekki viss um að allir viti hver Ron Yeats var enda langt síðan að hann var að spila fyrir Liverpool en til þess að setja þetta aðeins í samhengi þá var hann Steve G eða Mo Salah okkar á sínum tíma. Hann var leiðtogi liðsins og oftar en ekki okkar besti maður. Hann spilaði sem miðvörður.
Ron var 86 ára þegar hann lést
Bill Shankly nældi í Yeats í júlí 1961 frá Dundee og sagði “Walk around him,” the manager told the media when Yeats was unveiled that summer. “He’s a colossus.” As so often, Shankly was right. það var einmitt það sem einkenndi hann. Hann var stór og sterkur en hann gat líka sparkað í bolta svo að því sé haldið til haga. Bill Shankly fékk Ron og Ian St John á sama tíma(Ian kom 2 mánuðum fyrr) og hafði Bill Shnakly þetta að segja um kappana. They were the greatest signings and they were the beginning of Liverpool.
Bara Steve G hefur borið fyrirliðabandið oftar fyrir Liverpool. Ron Yeats var fyrsti Liverpool fyrirliðinn til að lyfta FA Cup bikarnum árið en það gerði hann árið1965. Hann var líka fyrirliðinn sem fór með Liverpool til Íslands að spila fyrsta evrópuleikinn og var það gegn KR. Hann varð Englandsmeistari með Liverpool 1964 og 1966 og var einn af lykilmönnum Bill Shankly
“Big Ronny is the best centre-half I have ever seen,” goalscoring legend, Roger Hunt, said in 1974. “With him in the team and at his best, we used to think we were unbeatable
Ron Yeats spilaði 456 leiki fyrir Liverpool, skoraði 16 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Hann spilaði frá 1961 til 1971 með Liverpool áður en hann fór á smá flakk og spilaði t.d með Los Angeles Skyhawks í Bandaríkjunum áður en hann lagði skóna á hilluna 1978 eftir tímabil með Formby.
YNWA – Ron Yeats
Hvíl í friði.
Pínu sérkennilegt að líkja Ron Yeats við Mo Salah eða SG. Yeats var miðvörður þannig að samlíking við VvD væri mun nær lagi enda má færa rök fyrir því áhrif þeirra á varnarleik liðsins hafi verið svipuð.
Hugmyndinn að líkja við Steve og Mo er ekki leikstíll heldur hversu stórir þeir eru í hjörtu Liverpool stuðningsmanna en já Virgil ætti líka heima þar.
Ef maður ætti að líkja eftir leikstíl þá væri það líklega Hyypia með Carragher hörku.
Hvenær nefndi ég leikstíl? Ég er bara að benda á að Ron Yeats var varnarmaður og hafði sem slíkur áhrif sem mætti líkja við þau áhrif sem VvD (nú eða Hyypia/ Carragher) hefur haft fyrir varnarleik Liverpool á okkar dögum. Ég skil hvað þú ert að fara með að hylli Yeats meðal áhorfenda hafi verið á pari við Salah í dag en finnst bara pínu fyndið að bera þessa tvo saman að öðru leyti, varla hægt að finna mikið ólíkari leikmenn í Liverpool sögunni.
Mér fannst nokkuð augljóst að SE var að meina að Ron Yeats hafi verið “generational” leikmaður LFC á þeim tíma, rétt eins og Salah er núna og Gerrard á undan honum
Trölli og Dýrlingurinn eins og Bill Shankly kallaði þá Ron Yeats og Ian St. John sem komu til Liverpool nánast á sama tíma. Þeir komu inn í lið sem í voru leikmenn eins og til dæmis “Sir” Roger Hunt, Ian Callaghan og Tommy Smith. Allt eru þetta leikmenn sem eru goðsagnir í sögu Liverpool. Seinna varð Ron Yeats njósnari fyrir Liverpool og fann leikmenn eins og Sami Hyypia og John Aldridge.
Liverpool aftur til Adidas
Ron Yeats er leikmaður sem setti skónna á hilluna áður en ég fæddist!
en einn af þeim mönnum sem maður hefur lesið um og séð á video ein af goðsögnum félagsins.
vann svo gott starf fyrir Liverpool utan vallar seinna.
svo Youll Never Walk Alone! og hvíldu í friði!
Jæja, þá verður Harvey Elliott frá næstu vikurnar. Chiesa kemur þá væntanlega inn á bekkinn í hans stað. Það verður fróðlegt að fylgjast með meiðslum leikmanna Liverpool eftir alla umræðuna í sumar.