Hitum upp fyrir leiki helgarinnar í enska boltanum sem fer aftur að rúlla eftir landsleiki. Hvernig er staðan á hinum stóru liðunum, Ögurverk liðið og fókus á Nottingham Forrest sem mæta næst á Anfield
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 486
Sælir félagar
Takk fyrir góðan þátt og Maggi minn bara skýr í dag. MU umræðan skemmtileg og minnir á það að ég spáði MU utan efstu fjögurra og hafði Chelsea í 4 að mig minnir og Tottarana í 5… MU er bara miðlungslið með góðan mannskap innan um en stjórinn ónýtur og árangurinn verður eftir því. Mín spá var held ég 6. sætið. A.Villa og Newcastle geta líka farið vel upp fyrir þá í töflunni og þá enda þeir í 9. sæti sem er sætt.
Það er nú þannig
YNWA
Takk fyrir góðan þátt einsog ykkar er lagið….er Maggi á leið í framboð í næstu kosningum???
Jay Alvaran er reynslubolti úr Nýsjálenska boltanum. Ég vissi ekki að hann væri að taka við á ný. https://websites.mygameday.app/team_info.cgi?action=PSTATS&pID=202419907&client=1-2860-88792-428405-25652195