Liðið gegn Forest

Það er lítið verið að finna upp hjólið í liðsuppstillingum þessa dagana, sama byrjunarlið og síðast:

Bekkur: Kelleher, Gomez, Tsimikas, Quansah, Bradley, Endo, Jones, Gakpo, Nunez

Bekkurinn frekar varnarsinnaður, og Jones og Endo í raun einu miðjumennirnir. Enn sést ekkert til Chiesa, en þannig er einfaldlega staðan þegar megnið af hópnum eru heilir heilsu og leikfærir, að þá verður einhver að vera utan hóps. Hins vegar eru nú allar líkur á að þetta breytist á næstu 20 dögum eða svo, þ.e. leikjaálagið er slíkt að Slot mun líklega neyðast til að rótera.

Það væri náttúrulega frábært að krækja í eins og einn sigur, og enn betra væri ef liðinu tækist að halda hreinu. “Slæmar hefðir er best að rjúfa” sagði Stjörnu-Sævar forðum, og þessi hefð að fá á sig mark í upphafi leiks (eða bara að fá á sig mark yfirhöfuð) var orðin mjög þreytt.

Fyrstu tveir leikirnir fóru 2-0, er þá ekki bara við hæfi að næstu tveir fari 3-0?

KOMA SVO!!!!

39 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Þetta er mjög svo mikið Klopp lið.

    Sterkt byrjunarlið en fátækur bekkurinn í dag.

    Mín spá er 2-1 sigur.

    2
  2. Bekkurinn er sterkur med Nunez ogGapko ogBradley og Comes og Jones. En vonandi koma drengirnir vel upplagdir og vinna ørugglega.

    2
    • Þetta er lélegt á heimavelli en svona dúkkuspil dugar ekki sama hver mótaðilinn er,en flott hjá notthig ham.

      2
  3. Merkilegt að Yates sé ekki komin með rautt. Fær gullt fyrir að tefja en hefði klárlega getað verið búin að fá eitt eða tvö gul áður. Held að hann sé einn af þeim óheiðarlegustu sem ég hef séð. Alltaf í einhverju skíta brotum og brosir bara til dómaran og allt í lagi. Annars bara hraður og fjörugur hálfleikur og vonandi skila mörkin sér í seinni.
    YNWA

    6
  4. Hvað er í gangi með Szobozlai getur ekki neitt í þessum leik sendingarnar eru skelfilegar hjá honum

    7
  5. Hvenrig var ekki búið að tala við Salah um nýjan samning og tímabilið farið af stað. Einmitt svona leikir sem maður truir á sigur bara af þvi Salah er í liðinu.

    4
  6. Djöfull er þetta lélegt. Frá fyrstu mínútu. Steingelt sóknarlega. Og þessa varnarvinna hjá Bradley skelfileg.

    8
  7. Jæja þar kom að því, þetta er nú ljóta skitan en samt gott að hafa ekki keypt neinn leikmann í þetta lið nema einn meidda Ítalaskratta sem kemst ekki einu sinni í liðið… úff bara.

    6
  8. Ekki er liðið að sýna mikið annað en pirring við smá mótlæti. Liðið er marki undir á heimavelli og hellingur eftir.

    2
  9. Þýðir ekki að keyra upp hraðann í lok leiks eða þegar menn eru undir.
    Jota , sobo, robbo eiga allir að missa sætið við þessa frammistöðu

    1
  10. Skot og sendingargeta Salah í þessum leik á algjöru núlli! Virkilega slakur í dag og ekkert sem gefur tilefni til að bjóða honum nýjan samning!

    4
  11. Þegar aðal liðið er ekki ON og við neyðumst til að nota Darwin og Curtis Jones … þá segir maður bara úff !!!
    Svakalegt gæða drop ! Og þetta eru akkúrat leikmennirnir sem drepa taktinn í spili liðsins með að hanga á boltanum og slökum sendingum ( það er að segja drápu þennan 20% takt sem var til staðar).

    5
    • Jebb, en munið… innkaupa sérfræðingarnir fundu bara enga leikmenn sem voru betri en það sem við erum með fyrir.. Þeir hefðu kannski bara átt að skoða Forest liðið…..

      5
  12. Fær enginn yfir 5 í einkunn eiga gefa launin eftir þessa skitu í gott málefni í Liverpool borg

    2
  13. Slot virðist ætla að vera Rodgers týpan. Ekkert Plan B. Endalaust verið að hamast við sama planið (háir boltar fram og fyrir) sem var aldrei að ganga upp.

    4
  14. Það lélegasta sem ég hef séð í mörg ár. Allir herfilegir og karaktersleysið algert. Slot daufur á hliðarlínunni. Varamennirnir skiluðu engu. Sendingar um allan völl herfilegar. Endalaust af heimskulegum brotum. Sanngjarnt tap. Lélegastir af mörgum slæmum voru Salah og Szoboslai sem ég vil helst ekki sjá aftur í Liverpoolbúningi. Ég held að markvörður Forest hafi varið eitt skot auðveldlega í leiknum. Engin ástæða til að styrkja liðið?????????

  15. Þessi frammistaða er verulegt áhyggjuefni. Engin meiðsli. Engar afsakanir. Allir leikmenn lélegir. Allison nennti ekki einu sinni að skutla sér í markmannshornið í markinu. Bradley og Konate 2 á 1 og leyfa samt skot á markið eftir að Darwin tapaði boltanum klaufalega stuttu áður. Flestar sendingar á síðasta þriðjungi afleitar og fóru snillingarnir Salah, Szobo og Trent þar fremstir í flokki. Karaktersleysi liðsins algert. Eins og að þeim væri drullusama um að vera tapa á heimavelli. Innkoma varamanna afleit. Markvörður Forest varði 1-2 skot og það auðveldlega. Þetta var alls ekki frammistaða stórliðs. Þetta var hauskúpa. Leikmenn, áhorfendur og Slot afskaplega daufir.

    4

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Upphitun: Nottingham Forest mætir á Anfield

Liverpool 0 – 1 Forest