Liverpool 0 – 1 Forest

Velkominn í raunveruleikann Arne Slot! Við hefðum alveg kosið að þetta raunveruleikatékk hefði borið að öðruvísi, en svona er þetta.

Markið

0-1 Hudson-Odoi (72. mín)

Hvað gerðist markvert í leiknum?

Okkar menn virtust ekki alveg vera komnir í gang í fyrri hálfleik, þetta leit svolítið út eins og 12:30 leikur á köflum. Engu að síður þá átti Díaz skot í stöng eftir að hafa unnið boltann vel af Yates. Jota átti skot af markteig eftir góða sendingu frá Macca, og sá síðarnefndi átti svo góðan skalla sem var varinn. Markvörður Forest var nálægt því að skora sjálfsmark en bjargaði á síðustu stundu.

Stemmingin var svolítið sú að “jújú, menn líklega aðeins lúnir eftir ferðalögin í landsleikjahléinu, en þetta hlýtur að koma í seinni hálfleik”. Svipað og í Ipswich leiknum. En það gerðist ekki, liðið var á svipuðu tempói í seinni hálfleik. Slot skipti Nunez, Gakpo og Bradley inn fyrir Díaz, Jota og Macca, þar spiluðu ferðalögin hjá Suður-Ameríkumönnunum örugglega inn í. Skiptingin gerði hins vegar ekkert til að bæta leik liðsins. Og þegar tæplega 20 mínútur voru til leiksloka náðu Forest menn að pota inn marki. Í framhaldinu skipti Slot Tsimikas og Jones inná fyrir Robertson og Konate, og skipti í 3ja manna vörn. Það hins vegar hafði ekki tilætluð áhrif og Forest menn sigldu leiknum í höfn.

Bestu menn leiksins

Þarna er helst hægt að nefna Gravenberch, Virgil og Konate. Restin hefur oft spilað betur.

Hvað hefði mátt betur fara?

Frammistaðan hjá nánast öllum öðrum leikmönnum. Tökum kannski Alisson út fyrir sviga, hann hefði hugsanlega getað verið betur staðsettur í markinu, en skotið fór í stöngina inn og erfitt að ætlast til að menn verji slíkt. Szoboszlai var áberandi lélegur og komst aldrei almennilega í takt við leikinn, en Salah átti líklega sinn alversta leik fyrir félagið. Trekk í trekk var hann kominn inn í teig hægra megin, reyndi að senda boltann á samherja en sendi hann í staðinn á varnarmann.

Tökum samt ekkert af þessu Forest liði sem mætti á svæðið til að berjast, og gerði það mjög vel.

Umræðan eftir leik

Alveg ljóst að Slot fékk hérna sína fyrstu alvöru eldskírn í enska boltanum. Menn munu velta fyrir sér hvort skiptingarnar hafi verið réttar, en erfitt að sjá hvaða aðrir leikmenn hefðu átt að breyta einhverju. Eftir á að hyggja hefði verið gott að hafa Chiesa til að koma í staðinn fyrir Salah, vandamálið með Salah er auðvitað hvað hann getur verið alveg út úr heiminum en samt dúkkað upp með stoðsendingu eða mark þrátt fyrir það, og sjálfsagt var Slot að vonast eftir því í dag. Jota var ekki nógu mikið í boltanum þangað til hann var tekinn út af, og spurning hvort það hefði ekki þurft að tækla það öðruvísi en með því að skipta honum út af. Annars er þessi leikur líka áfellisdómur yfir Nunez og Gakpo, þegar menn fá ekki að byrja en koma inn af bekknum þá er bara ekkert annað í boði en að mæta eins og argandi ljón inná. Ekki hægt að segja að það hafi verið málið.

Hvað er framundan?

Nú skella menn sér upp í flugvél og spila leik á San Siro á þriðjudagskvöldið, en taka svo á móti Bournemouth eftir viku. Það er ljóst að í þessum tveim leikjum verða menn að koma til baka úr þessari lægð sem liðið var í í dag.

53 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Einn af þessum leikjum þar sem frammistaðan er til háborinnar skammar.

    Bókstaflega allir leikmenn og þjálfari fá falleinkunn. Salah og Szobo virkilega slæmir en Egypski kóngurinn lélegastur á vellinum í dag.
    Hvar er Chiesa?

    Og hvernig geta þessir menn sem skipt er inn á, tiltölulega snemma, Gakpo, Nunez og Bradley, ekki nýtt það betur að fá tækifæri. Mikil vonbrigði.

    Já, Arne Slot var kannski sá fyrsti til að vinna þrjá í röð sem nýr stjóri – en nú er hann líka sá fyrsti í 55 ár sem tapar fyrir Forest á Anfield.
    Espírito Santo því miður með taktískt rúst á okkar mann í dag.

    Það sem stendur þó upp úr er andleysi og hreint út sagt hörmuleg spilamennska. Og það fyrir framan okkar fólk á Anfield.

    28
    • Ég held að Darwin Nunez sé búinn að festa sig í efsta sæti á topp 3 flop listanum miðað við verð og hvers var ætlast af leikmanninum svona af kaupunum í seinni tíð eftir að liðið varð aftur heimsklassa.

      1. Darwin
      2. Keita
      3. Thiago (meiðslin)

      5
  2. Þetta var slæmt, þetta var alveg skelfilega slæmt. Ekkert jákvætt við leik liðsins

    4
  3. Sælir félagar

    Tap á heimavelli staðreynd og það að ekki er hægt að kenna neinu um nema Slot og liðinu er verst. Enginn leikmaður Liverðpool var að spila vel í þessum leik og Maskínan Salah átti ekki eina sending í lagi á síðasta þriðjungi vallarins. Hörmuleg frammistaða vægast sag tog engu um að kenna nema lélegri frammistöðu liðsins.

    Það er nú þannig

    YNWA

    7
  4. Hræðileg frammistaða ..væri þetta á Etihad eða álíka velli og þetta væru úrslitin þá væri þetta ekki heimsendir en það eina sem N fokking forest og þeir áttu sameiginlegt með City var að þeir spiluðu í alveg eins treyjum.

    Tap á Anfield gegn þeim þetta er óásættanlegt en ég vona þetta sparki duglega í rassgatið á öllum þarna og komi mönnum niðrá jörðina aftur.
    Maður man vel um árið þar sem City töpuðu fyrir Norwich þarna um árið á Etihad og þeir unnu nú samt titilinn minnir mig.

    Ég vona svo innilega þetta sé svona moment hjá okkur og þetta verði til þess að menn hætti að vanmeta lið sem þeir eru að mæta í framhaldinu.
    Nú þarf aldeilis að þétta sér saman eftir svona frammistöðu það er morgunljóst !

    YNWA

    4
  5. Einu sinni voru menn að bera Haland og Nunez saman. Nunez væri nú betri í uppspili og yrði betri. Þessi drengur er mega flopp

    8
    • Því miður lítur allt út fyrir að Darwin verði eitt stærsta flopp seinni ára hjá Liverpool og þó víðar væri leitað. Þeir Gakpo berjast reyndar hart um þessa nafnbót en einhvern veginn hef ég meiri trú á að sá hollenski geti náð einhverju flugi undir stjórn Slot. Báðir virðast umbreytast í stjörnuleikmenn í landsliðum sínum en koðna svo jafnharðan niður þess á milli.

      1
  6. Enginn heimsendir en þetta var óvenju andlaust hjá okkar mönnum, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Sást greinilega hvort liðið átti fleiri leikmenn í landsleikjahléinu sem spiluðu 180 mín. Fannst okkar lykilmenn skorta bensín til að klára þetta, spil of hægt og sendingar ýmist of eða van. Svo má ekki gleyma því að andstæðingarnir eru í hópi bestu varnarliða deildarinnar það sem af er móti og þeir settu þennan leik vel upp.

    Engin ástæða til að fara á límingunum að mínu mati, Slot er bara rétt að byrja og þegar fleiri leikmenn komast í leikæfingu í leikjatörninni fram undan trúi ég ekki öðru en að bekkurinn skili meiru en hann gerði í dag.

    5
  7. Metnaðarleysi eigenda farið að bíta liðið í rassgatið strax í fjórða leik. Okkar lang bestu fyrstu 11 voru algjörlega OFF. Slot hafði litlar sem engar lausnir á bekknum til að brjóta þetta upp. Fékk engan stuðning i sumar til að hafa alvöru lausnir í svona leikjum.

    Vildi sjá meiri orku og kraft frá Gakpo en frammistaða Darwin og Curtis Jones kom 0% á óvart.

    Verð að viðurkenna að ég átti ekki von a þessu strax i september – þó það hafi verið augljóst að gæða breiddin á miðjunni er engin og hafði bundið vonir við að liðið héldi lengur út þessum góða takti.

    9
  8. Ég hafði áhyggjur af þessu. Óbreytt lið 4. leikinn í röð, fáar mínútur af bekknum það sem af er. Þetta hefði Klopp aldrei gert, hann hefði róterað 2-3 stöður strax í fyrstu leikjunum. Þeir sem komu inná eru varla í hlutverki og í engum takti við neitt. Curtis Jones átti að selja í sumar hann er ekki leikmaður til að spila í topp 10 liðum í deildinni. Þetta lítur út eins og Rodgers leikplan, ekkert in game plan og bara vona það besta. Þetta er f***** Nothingham Forest, þvílíkt djók.

    9
    • Berðu virðingu fyrir andstæðingur og ekki vanmeta þá þá vinna þeir Nottingham Forrest var betra liðið í dag

      8
  9. Szoboszlai og Salah alveg handónýtir. Sýndist hver einasta sending Salah fara út um þúfur, hitti aldrei á samherja. Ekki 350 þúsund punda virði hjá honum í þessari viku.

    4
  10. SLÆMT SLÆMT SLÆTM!

    Nú hafa menn verið að ræða kosti Slot framyfir Klopp og sé þroskari leiki hjá Slot
    lokum leikjum betur og framveigis.
    Það má samt ekki gleyma því sem Klopp afrekaði og gerði.
    Slot í dag er ekkert fyrir okkur nema nýr stjóri sem við treystum á.

    Í þessari viku var maður bara nokkuð solid og góður á því komnir með sigra og þar af einn á OT
    helvíti gott. næst á dagskrá væri Forresr á Anfield, og skemmtilegur og þæginlegur laugadagur í væntum.
    Þetta er skellur! risa skellur og svakaleg falleinkunn á Slot! þetta eru hræðileg úrslit og fær mann hreinlega til að hugsa mun þessi maður halda Liverpool á þeim stalli sem það er?
    en jú auðvitað getur maður ekki verið svona dramantískur og haldið að allt sé hrunið.

    En eitt er á hreinu það er mjög leiðinlegra að horfa á tapleiki með þessum göngutúr í garðinum fótbolta en rock n rólinu sem var. þar sem við fengum alltaf færi til þess að koma til baka.

    þarna var ekkert enginn svör einginn breyting eftir að við lentum undir.
    innkomur Gakpo og Nunez voru hræðilegar.
    maður spyr sig hreinlega hvort að allavega annar þeirra sé á réttum leveli á sínum ferli.

    en það er ljóst að þetta tap setur pressu á Slot, ekki að tala um að hann verði rekinn heldur að það var vitað að það væri erfitt að taka við af fan favurate þjálfara. og tap heima geng forrest er ekki mikið að hjálpa tap í næsta Pl gæti reynst erfið umræða innan félagsins.

    5
  11. Byrjar helvítis söngur hér allt ómulegt, Slot hefur enginn svör, Darwin Nunez eitt mesta flopp sem komið hefur til Liverpool, Curtis Jones átti að selja í sumar, eigendurnar vonlausir svo eitthvað sé nefnt.
    Á hverju áttu menn von?
    Að Liverpool tapaði ekki leik í vetur.
    Það er varla hægt að sakast við Arne Slot, hann reyndi eins og hann gat að hafa áhrif á leikinn með sýnum skriftingum og sýndi ákveðinn kjark með því að fækka í vörninni til þess að sækja úrslit.
    Okkar menn áttu vissulega ekki góðan dag
    en það verður ekki tekið af Forest að þeir
    vörðust vel.
    Það sem fór með þennan leik var að okkar bestu menn hittu ekki á daginn sinn og voru í hálfgerðum krummafót allann leikinn.
    Ég hef fulla trú á liðinu og sé enga ástæðu til að örvænta þótt við töpum þessum leik enda átti varla nokkur maður von á því að við færum taplausir í gegnum tímabilið.
    YNWA

    19
    • Það er varla hægt að sakast við Arne Slot, hann reyndi eins og hann gat að hafa áhrif á leikinn með sýnum skriftingum
      Er eitthvað við Ten hag að sakast eða annara manna sem tapa? eru ekki allir að reyna vinna? fyrir eru öllu er ástæða og leikendur ábyrgðarmenn ! Liverpool menn er eru ekki með frílans.

      Darwin Nunez eitt mesta flopp sem komið hefur til Liverpool, Curtis Jones átti að selja í sumar, eigendurnar vonlausir . hefur Nunez staðið undir væntingum?

      enda átti varla nokkur maður von á því að við færum taplausir í gegnum tímabilið.
      geri heldur ekki ráð fyrir að nokkur maður hefði horft á leikjadagskrá og búið við tapi fyir Forrest á heimavelli

      Það sem fór með þennan leik var að okkar bestu menn hittu ekki á daginn sinn
      hittu Manutd á vonda daginn sinn gegn okkur?
      getum búið til endalaust af afsökunum.

      en staðreyndin er að liðið tapaði fyrir Forrest á heimavelli og það eru slæm úrslit og menn hafa fullan rétt á að koma með skoðanir…….

      7
    • Well…

      Til að svara spurningunni; “á hverju áttu menn von?”

      Þá get ég sagt (og þori að fullyrða að ég tala fyrir fleiri) að ekki átti maður von á því að tapa á Anfield fyrir Nottingham Forest.

      Enginn reiknar með því að fara taplaus í gegnum heilt tímabil. En það er nóg af öðrum leikjum þar sem við munum tapa eða gera jafntefli; á móti City, Arsenal, Everton osfrv.

      28
    • Hvaða þvælu ert þú að kokka upp hérna. Tapa leik á móti Nothingham Forest á heimavelli og þér finnst það bara í lagi? Þetta er bara alls ekki í lagi, langt frá því! Við getum alveg tapað leik, en við töpum ekki á heimavelli á móti Nothingham Forrest það er bara óásættanlegt. Haltu bullinu þínu fyrir sjálfan þig!

      11
      • Jæja það liggur bara svona vel á þér Halli ef það hefur farið framhjá þér þá vorum við að tapa fyrir Forrest hvort sem þér líkar betur eða verr, minntist ég einhver staðar á að mér finnist það í góðu lagi.
        Og hvað varðar bullið mitt bið ég þig auðmjúkur afsökunar á fara ekki af taugum og úthrópa Liverpool eins og sumir gera hér eftir hvern einasta tapleik og ef liðið vinnur leik þá eru Liverpool svo gott sem orðnir meistarar.

        3
  12. Maður er sár og svektur með þennan leik.

    Mér leið alltaf eins og menn héldu að þetta kæmi að sjálfum sér. Menn voru smá töff með boltan og vælandi í dómurum þegar þeir voru að sparka okkur niður en héldu að þetta kemur bara. Salah hlýtur að skora, Jota setur eitt , Diaz gerir eitthvað geggjað, Trent kemur með töfra sendingu eða Virgil skorar með skall en viti menn þetta kom ekki að sjálfum sér og við töpuðum 0-1 og áttum það skilið.

    Jújú það má benda á einhver færi og hálfæri en Forest gerði þetta virkilega vel á meðan að ákefðin hjá okkur fór aldrei á fullt fyrr en við lentum marki undir og þá náðum við ekki að stjórna tilfinningunum og gerður virkilega illa að skapa eitthvað.

    Salah, Sly, Jota, Diaz, Gakpo, Andy, Trent, og Nunez voru allir skelfilegir í þessum leik. Gravenberg fannst mér okkar besti maður en það þýðir ekki að hann hafi verið frábær.

    Þetta var kjaftsög fyrir Slot og verður fróðlegt að sjá hvernig hann og strákarnir bregðast við eftir þennan leik. Það er nefnilega auðvelt að segja réttu hlutina og líta vel út þegar sigranir koma á færibandi en þegar illa gengur þá sér maður hversu góður stjóri Slot er og núna yfir til þín herra Slot.

    9 stig eftir 4 leiki er engin heimsendir en við vorum í dauðafæri að hafa þau 12 og töp á heimavelli voru ekki dagleg brauð hjá okkur undir stjórn Klopp og vona ég að Slot fari ekki að bæta þeim við.

    YNWA – Maður þarf að passa sig að fara ekki of hátt upp og of langt niður í þessari stuðningsmanna vegferð en djöfull er erfitt að reyna að vera jákvæður núna og eiginlega ómögulegt.

    9
  13. Welkominn í úrvalsdeildina Arne.

    Við vorum bara taktíst teknir í nefið og Forest átti svo sem alveg skilið að vinna, í það minnsta jafntefli.

    Forest spilaði bara þétt, lokaði vel miðjusvæðinu sem Arne hefur verið að spila mikið í gegn, svæði 14 held ég að það sé kallað. Geymdi 2 unga, mjög góða og fljóta stráka á bekknum sem komu inn á seinni og sköpuðu töluverð vandræði.

    Skiptingarnar voru líka alveg misheppnaðar, sérstaklega að taka Días útaf í stað Salah sem átti einn sinn allra slakasta leik á Anfield.

    3
  14. Sama byrjunarlið i 4 leikjum i röð, allir að koma ur landsliðsverkefnium.

    Og lfc ætlar bara að biða þangað til i næsta glugga?

    Það er engin breyt hja okkur og hvað Curtis Jones,,, a hann
    Að gera eirthvað.

    Helvits fouckong S-Fouck

    5
  15. Ekki færðist TAA nær því að skrifa undir í dag. Hann er augljóslega pirraður.

    Ekki mikla leikgleði að sjá í dag hjá leikmönnum Liverpool. Kannski bara þreyta, en mér fannst þeir alls ekki bregðast vel við að lenda undir. Maður hefði tekið þessu tapi betur ef maður hefði séð einhverja bætingu eftir mark Forest og við innáskiptingar.

    Þetta skilur mann eftir með alvöru áhyggjur.

    7
    • Rosalega pirrað body language hjá Trent, alveg frá byrjun. Ætli það gert með vilja, svo allir sjái?

      • Trent er allavega ekki að fara leynt með þetta. Hvort það séu samningamál, Slot eða bara spilamennska liðsins eða hans sjálfs. Best að reyna að lesa ekki of mikið í þetta. Hann vill vinna, það er pottþétt. Liverpool skiptir hann máli. og hann er 100m punda virði.

        Varðandi þreytu, þá er ég sammála þeim eru hissa ef það er málið, til þess er hópurinn, til að dreifa álagi. Ef menn eru of þreyttir til að spila fótbolta þá hljóta aðrir að bíða spenntir eftir tækifærinu.

        Anyway, hélt ég væri kannski búinn að jafna mig í dag, en ég hef sömu áhyggjur af stöðu mála og eftir leik í gær.

        Áfram Liverpool og áfram Slot.

        1
  16. Skrifa þetta tap mestmegnis á Slott.
    Hefur verið öllum ljóst hverjir eru að koma úr landsleikjum og hverjir eru meiddir. Auðvitað fókusera Notthingham á að slökkva á Mac Allister vitandi af honum semi-meiddur og þreyttur, og ná þannig tök á miðjunni, sem þeim tókst bara strax. Hefðum allan daginn átt að byrja með að minnsta kosti aðra á miðjunni, t.d. Endo og Gravenberch og jafnvel Gakpo í stað Salah (þreyttur eftir langt ferðalag og það sást alveg á honum…) og Nunez í stað Diego. Diego var reyndar alveg fínn í dag, en þessar breytingar eru ekki síst með það í huga að eftir nokkra daga er leikur á San Siro.
    Það er svo augljóst að við náum ekki að spila heila leiktíð á sama liði, og ef þessir leikir við „minni“ spámenn er ekki rétti tíminn til að dreifa álaginu þá veit ég ekki hvað.

    6
    • Finnst ekkert ólíklegt að ef hann hefði gert það og við hefðum tapað, þá væru menn brjálaðir hér inni og væru að hneykslast yfir því að spila ekki sama vinningsliði og vann í síðustu leikjum

      1
  17. Þetta var ömurleg frammistaða, það er ekki spurning. Áttu engin svör við þessari djúpu blokk hjá Forest og hreinlega virkuðu andlausir gegn baráttuglöðum Forest mönnum. Kannski er bara gott að fá smá reality check eftir gott start.

    Það er samt engin ástæða til að örvænta. Það sem ég er hinsvegar brjálaður yfir er að menn skuli ekki vera búnir að ganga frá samningum, af eða á. Þetta hefur auðvitað áhrif. Trent eins og engill með enska en frekar slappur með Liverpool.

    Horfum bjart fram á veginn. Kannski var þessi blauta tuska í andlitið góð uppá framhaldið.

    2
  18. Ömurlegt en enginn heimsendir. Upp með sokkana og sýna í næstu leikjum að þetta var bara slys.

    6
    • Þetta er verra en ömurlegt. City, Arsenal, Utd, Chelsea tapa ekki á heimavelli gegn þessu skötulíði. Þetta er huge áhyggjuefni

      4
      • minnir nú að Man Utd og Chelsea hafi bæði tapað gegn þessu skötuliði í fyrra.

        5
  19. Ömurleg frammistaða í alla staði.

    Maður hefur þó séð þetta áður. Forest hafði stærstan hluta af hópnum heima og um 2 vikur til að undirbúa þennan leik. Þannig að þetta var alltaf að fara að verða erfitt.

    Leikir við svipaðar aðstæður voru sjaldan glæsilegir hjá Klopp.

    Salah og Szobo áttu afleitan dag og innkomur Nunez og Gakpo valda áhyggjum.

    3
  20. Þessu átti maður nú ekki von á.
    Tap á heimavelli gegn Forrest eru úrslit sem geta sagt manni svo margt um framhaldið.

    Arne Slot er svo óskrifað blað þótt hann lofi vissulega góðu.

    Ánn þess að ætla að dæma tímabilið af þá voru þetta mjög vond úrslit.

    Ég nenni nú ekki að fara tala um þessa blessuðu breidd. Ég er frekar samála Steina í þessum podcast þáttum um breiddina hjá Liverpool vs önnur lið get ómögulega séð hvaða fleiri menn þau hafa til skiptana. Allt fer þetta mikið eftir heppni á að menn haldist svo heilir og framveigis

    En staðan er einfaldlega sú að nú reynir á Slot og liðið. Menn geta misstigið sig og þá er spurning hvernig menn standa upp en hitt er svo annað mál að í þessari deild máttu ekki misstíga þig oft.

    Held að spurning dagsins hjá okkur Poolurum sé var þetta slys eða erum við að fara sjá liðið taka skref niður eftir frábæran áratug.
    Það er allavega það sem fór í gegnum höfuðið á mér hvað Ef Arne slot sé ekki með þetta?

    En það breytir ekki því að þrátt fyrir allt! Þá er svo mikið betra vera Poolari en eitthvað annað!
    YNWA

    5
  21. Skiljanlega erum við súr, meira að segja verulega súr með þessa hrikalega vondu frammistöðu. Mér finnst hinsvegar ódýrt að kenna Nunez og Gakpo um… vissulega daufir en þjónustan við þá var eins og bilaður sjálfsafgreiðslukassi í Bónus. Fyrir mér var miðjan verst og versnaði til muna eftir að Macca fór út af. Jota gat svo ekkert frekar en Salah… ég vildi óska að Jota væri búinn að standa sig betur. En… 1 mark og 1 stoðsending í fyrstu fjóru leikjunum og það er verið að skammast í Nunez og Gakpo? Hef samt enn trú á Jota.

    Ef einhver ber mestu ábyrgðina í dag er það Slot sem hafði engin svör. Hann var taktíst tekinn í bólinu af Forest og rassskelldur. Hvernig hefði t.d. verið að prófa að segja mönnum að skjóta á markið þó við værum ekki komnir langt inn í teig? Nógu oft fengum við að spila boltanum rétt fyrir utan teig án þess að skjóta. En… öndum inn og síðan út… Afskrifum ekkert, Slot er að læra og leikmenn að læra á hann og systemið hans. En eitt er víst, the honeymoon is over.

    5
    • Taktískt tekinn í bólinu?

      Þetta var nú einungis old school low block skyndisóknarbolti sem Forest notaði í dag.

      Stundum virkar þetta, sérstaklega þegar andstæðingurinn er þreyttur og ekki á sínum degi eins og okkar voru í þessum leik.

      Í marga áratugi hafa minni lið náð stigum af þeim stærri með þessari aðferð.

      Er þetta nú orðið þannig að Slot hafi verið taktískt outklassaður af Nuno?

      6
  22. Þetta var ekki gott!

    Ég ætla mér ekki í geðshræringu að hrauna yfir liðið eða Slot út af einum slæmum leik, nú er ekkert annað enn að rífa sig upp á rassgatinu og vinna næsta leik.

    Ég ætla að bíða með að dæma liðið, þjálfarann eða sumargluggann fyrr enn í lok árs.

    Ein spurning, afhverju er ítalinn eikki einu sinni á bekknum, hann virðist ekki komast inn í hópinn?
    Ég ætla að vona að þessi kaup verði ekki verið svona bergmál af lánsdílnum á Arthur Melo eða kaupunum á Ben Davies hér um árið?

    1
    • Sælir félagar

      Nú er maður búinn að anda inn og anda út og getur horft á þennan leik úr sólarhrings fjarlægð. Auðvitað eru þetta vond úrslit og ekki síst á Anfield en slysin gerast og þá er að læra af þeim.

      Það er auðvitað bull að afskrifa Slot og liðið eftir þennan leik en niðurstaðan var vond samt sem áður. Ég undrast líka að Chiesa skuli ekki hafa verið á bekknum og til taks ef á þyrfti að halda. Ef hann er svo lélegur að hann kemst ekki einusinni á bekkinn til hvers var þá verið að leggja í hann peninga þó smáir væru. Ég er annars bæði sár og svkktur en dettur ekki í hug að slá Slot og liðið út af borðinu eftir þennan leik. Það eru ca.34 leikir eftir og mikið á eftir að gerast á þeim tíma.

      Það er nú þannig

      YNWA

      7
  23. Enginn taktur í liðinu í fyrri hálfleik. Salah, Jota, og Szobo allir mjög slakir.

    Þetta getur gerst. En ég hef áhyggjur af því að við skorum lítið nema Klopp mörk. Þeas. við erum ekki að skapa næga hættu úr spilamennskunni, öll hættan er að koma úr hraðupphlaupum og gegenpressing. Það mun reynast dýrt gegn 10 manna vörn.

    Við vanmátum andstæðinginn og gáfum mark og eftir það reyndi stjórinn að hræra í hlutnum til að búa til smá kaos og ná marki af Forest. Það var alveg hugmynd og virkaði næstum. En þá sást líka að liðið er ennþá ekki alveg búið að ná áttum með breyttum áherslum. En ég held/vona að við munum sjá liðið byrja af meiri orku og minna yfirlæti. Við getum ekki unnið leiki með 80% vinnuframlagi — sérstaklega ef 3-4 leikmenn eru svo lélegir því til viðbótar.

    4
  24. Slot er byrjaður að fara flatt á því að nota alltaf sama byrjunarliðið. Það virkaði hjá honum í Hollandi en leikjaálagið hjá Liverpool er á allt öðru stigi. Premier League er ekki Eredivisie.

    Vissulega er gott að sjá liðið halda boltanum mjög vel (pass them to death fílósófía Slots) en að sama skapi vantar núna meiri adrenalín-faktor í sóknina. Og gott ef það kemur ekki hreinlega fram í daufari undirtektum áhorfenda á Anfield.

    Íþróttaskríbentar hafa verið að velta því fyrir sér hvort gullöld flottu langskotanna, the screamer, sé liðin í fótboltanum og það má vel vera. Amk. gera Liverpool-menn lítið af því að skjóta fyrir utan teig undir handleiðslu Slot. Szoboszlai sem dæmi er maður sem er með tvær sleggjulappir, jafnvígur á báðar og sýndi okkur það þegar hann byrjaði en núna er lítið um slíkt. Ég hefði viljað sjá hann skjóta meira í leiknum gegn NF.

    Hvað finnst fólki hér um leikstíl og leikmannanotkun Slots eftir fjóra leiki í deildinni?

    3
  25. Í byrjun leiksins var goðsögnin Ron Yeats kvödd hinstu kveðju á Anfield. Ég hefði talið það næga ástæðu til þess að spila góðan varnarleik og halda þannig búrinu hreinu og jafnvel skora nokkur mörk. Bara til þess að heiðra minningu Ron Yeats sem aðdáendur Everton syngja ennþá um: “We hate Bill Shankly and we hate St. John, but most of all we hate Big Ron…” Því miður urðum við undir í baráttunni og náðum ekki að nýta þær stöður sem liðið komst í.

    2
  26. Þetta var skelfilega lélegur leikur hjá okkar mönnum. Ég bara man ekki eftir öðru eins. Algjörlega andlausir. Liverpool á alltaf í vandræðum með lið sem pakka í vörn, 11 menn fyrir aftan boltann. Það er eitthvað sem þarf að laga.
    Vonandi mæta þeir til leiks í Milanó.

    3
  27. Djöfulli svekkjandi leikur.
    Okkar menn voru á hælunum allan leikinn, sendingar voru off og lítil sem engin ógn fyrir framan markið.
    Skil svo ekki af hverju það er bara búið að loka fyrir það að skjóta á markið ef leikmaður er við vítateig eða rétt utan við hann.
    Mér leið eins og við ættum að vera búnir að skora þrjú mörk í fyrri hálfleik.

    Reality check fyrir Slot og leikmenn Liverpool sem héldu að það væri til leikir í Premier League þar sem hægt væri að slaka á.

    3
  28. Þetta er ekkert nýtt.
    Sáum þetta aftur og aftur í lok síðustu leiktíðar. Misstu af titlinum. Ótrúlegur árangur.
    Vantar meiri breidd.

    4

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liðið gegn Forest

AC Milan – Liverpool