AC Milan – Liverpool

AC Milan í Meistaradeildinni? Já takk, ég er til í það.

(ATH: Gullkast þáttur vikunnar er hér fyrir neðan)

Eftir árshlé frá Meistaradeildinni eru okkar menn komnir aftur þangað og það er bara einfaldlega risaslagur framundan. AC Milan eru hluti af Evrópuelítunni rétt eins og Liverppol FC. En áður en við byrjum þá er ágætt að lesa þessa frábæru upphitun Einars frá 2021 þar sem hann fer rækilega í sögu félagsins, héraðsins og borgarinnar Mílanó. Því tek ég annan pól í hæðina í þessari upphitun. Mig langar að kynnast aðeins liði AC Milan í dag.

Þeir eru, eins og liðin á Englandi, búnir að spila fjóra leiki í Serie A. Þeir voru án sigurs í fyrstu þremur en öfugt við Liverpool rústuðu þeir fjórða leiknum sínum, Íslendingaliðið Venezia (ég veit reyndar ekkert hvort einhverjir Íslendingar séu eftir þar) var fórnarlambið í 4-0 sigri AC Milan.

Byrjunarliðið þeirra er nokkuð sterkt. Í markinu stendur franski landsliðsmarkvörðurinn Mike Maignan. Klárlega mjög sterkur markvörður sem getur skipt sköpum í svona leikjum. Varnarlínan verður líklega Emerson Royal sem hægri bakvörður, Tomori og Pavlovic miðverðir og Theo Hernandez vinstri bakvörður. Royal og Hernandez ættu flestir að kannast við, frá Tottenham og franska landsliðinu og engir aukvisar þar á ferð. Oluwafikayomi Oluwadamilola “Fikayo” Tomori er 26 ára gamall enskur miðvörður sem kom frá Chelsea en hefur lítið spilað fyrir þá en verið mest á láni. Hann á þó fimm landsleiki fyrir England. Serbinn Strahinja Pavlovic er með honum í hjarta varnarinnar. Sá er 1,94 á hæð, best að vera ekkert að senda Jota í skallabolta gegn honum. Hann er serbneskur landsliðsmaður, 23 ára sem á samt 40 landsleiki. Það er alveg þokkalega efnilegur varnarmaður.

Miðjan verður væntanlega skipuð Loftus Cheek, Fofana og Reijnders. Loftus Cheek er svo annar Chelsea leikmaðurinn sem er hjá AC Milan. Hann á 10 landsleiki, er 28 ára, hefur ekki náð neinum gríðarlegum landsliðsferli með Englendingum og er líklega ekki nógu góður til að fá 15 ára samning hjá Chelsea. Fofana er 25 ára franskur landsliðsmaður sem kom frá Mónakó fyrir nákvæmlega mánuði síðan og loks er Hollendingurinn Tijjani Reijnders, sem sló bara þokkalega í gegn á EM í sumar þarna líka. Hann var sterklega orðaður við Liverpool eftir EM og það er ekki ólíklegt að okkar menn reyni við hann næsta sumar. Þetta er bara ágætis miðja, kannski helst að Loftus Cheek sé veikleiki.

Sóknarlínan samanstendur svo af Rafael Leao, Tammy Abraham og Cristian Pulisic. Leao þarf vart að kynna, hann var mjög góður með Portúgal í sumar og hefur vakið töluverða athygli, er öskufljótur og leikinn með boltann og hefur líka örugglega verið undir smásjá okkar manna í sumar og verður eitthvað áfram. Tammy Abraham var hjá…you guessed it…Chelsea áður en þeir seldu hann til Roma þaðan sem hann kom til AC Milan á láni í sumar. Ágætis senter sem virkaði nú bara ágætlega í ensku deildinni, skoraði t.d. 25 mörk í 37 leikjum fyrir Aston Villa tímabilið 2018-2019. Þriðji sóknarmaðurinn var líka í Chelsea. Christian Pulisic er leikmaður sem Liverpool var eitt sinn að eltast við en er nú kominn til AC Milan. Flottur leikmaður sem hefur þó átt upp og ofan feril.

Sem sagt. Byrjunarliðið hjá AC Milan er skipað 5 Chelsea rejects og svo nokkrum öðrum frekar sterkum leikmönnum. No comment á hversu sterkir þessir Chelsea rejects eru, en þetta eru allt ágætis leikmenn. Bekkurinn er síðan þrælsterkur, í hópnum eru t.d. Davide Calabria fyrirliði, ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro Florenzi, alsírski landsliðsmaðurinn Ismael Bennacer, Evrópumeistarinn Alvaro Morata og serbneski senterinn Luka Jovic svo einhverjir séu nefndir. Það er því alveg óvíst að byrjunarliðið verði eins og ég giska á það hér en einhverjir af þessm eru meiddir, t.d. Calbria fyrirliði, en hann er tæpur fyrir leikinn.

En þá að okkar mönnum.

Liverpool fór í gamlan takt um helgina og eftir landsleikjahlé tapaði liðið á heimavelli fyrir…ja bara helvítis leiðindaseggjum í Nottingham Forest. En þannig er jú fótboltinn, þú þarft að finna leiðir til að vinna leiki og Forest gerði það, Arne Slot og drengirnir hans voru ekki nógu góðir.

En sá leikur er búinn, algjör óþarfi að hengja sig eitthvað í hann, heldur bara mæta á fullu gasi á San Siro. Þetta er alveg snúinn útileikur en miðað við hvernig Slot hefur brugðist við hingað til getum við alveg átt von á miklum breytingum á byrjunarliðinu því það voru allnokkrir leikmenn sem spiluðu ekki vel gegn Forest. Að því sögðu þá gerðu varamennirnir svosem ekkert stórkostlega hluti heldur. En leikjaálagið er komið í gang og það er meira “í lagi” að tapa stigum í Meistaradeildinni þannig að ég spái liðinu svona:

 

Þarna fram á við verða alls kyns róteringar, Aðallega þó Gakpo, Jota og Nunez. Það er kominn tími á að Gakpo og Nunez fái sénsinn, kannski verður Diaz samt inni, jafnvel Szoboszlai líka. Eða Jones. Snúið að spá til um þetta.

Það er alveg klárt að leikurinn verður erfiður, AC Milan á San Siro verður aldrei walk in the park. Ég segi 1-1, frekar súr leikur, en Chiesa fær að koma inn síðasta hálftímann eða svo og það verður gleðilegt.

Ein athugasemd

Skildu eftir athugasemd
  1. Sælir félagar

    Veit ekki hvað ég á að halda en tel að Darwin Nunez eigi að byrja þennan leik. Jota hefur byrjað 4 leiki og lítið lagt til málanna og Nunez verður að fara að sýna hvers vegna hann var keyptur. Gagpo eða Diaz á vinstri kanti og Salah/Chiesa á hægri. Annað sýnist mér vera sjálfvalið nema ef til vill vinstri bak. Það er eins og ég hefi minnst á hér á þessum þráðum ásamt fleirum að okkur vantar alvöru “bakkup” fyrir Robbo. Tsimikas er engan veginn nógu góður. Ein spurning í lokin. Er ekki Mini Garðurinn heimavöllur Liverpool í Reykjavík? Vonast eftir sigri í hunderfiðum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

    1

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Liverpool 0 – 1 Forest

Gullkastið – Skítur Skeður