Gullkastið – Skítur Skeður

Liverpool tók þessa líka hvellskituna í fyrsta leik eftir landsleikjahlé og sparkaði öllum jákvæðum straumum eftir byrjun tímabilsins langt út á haf. Afleit byrjun á rosalegu leikaprógrammi fram að næsta landsleikjaglugga. Lið sem ætlar sér eitthvað í Úrvalsdeildinni má hreinlega ekki tapa fyrir Forest heima, það er ekki í boði.
AC Milan bíður næst á San Siro og svo er það Bournemouth úti um helgina.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi

Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Ögurverk ehf / Done

MP3: Þáttur 486

2 Comments

  1. Arne Slot:
    “Hjá Feyenoord var ég lítið að breyta liðinu, það er of mikil einföldun að setja eitt tap á það,“ segir Slot og margir leggja orð í belg á samfélagsmiðlum og segja ekki hægt að ræða um Liverpool og Feyenoord á sama tíma.”

    Er þessi maður eitthvað geðveikur….

    2
  2. Takk fyrir góðan þátt. bræður.

    Sá bara fyrri hálfleikinn og svo hvernig staðan þróaðist á LiveScore og ákvað að láta það ekki eyðileggja kvöldið fyrir mér. Rétt eins og þið segið, skítur skeður, áfram gakk og inn í næsta verkefni.

    Veit samt ekki hvort við getum sótt eitthvað í fangið á AC Milan í kvöld, persónulega yrði ég sáttur með stigið og láta þar við sitja.

    Hlakka síðan mikið til að sjá hvernig framvindan verður í málarekstrinum gegn Man€ity. Það er bókað mál að deildin ætlar ekki að beita neinum úlnliðslöðrungi á olíufélagið. Líklegt þykir mér að annaðhvort verði þetta bara úrskurðað Man€ity í vil eða þá að við erum að sjá mögulega einhvern svakalegasta dóm sem fallið hefur í sögu íþrótta með tilheyrandi stigarefsingu o.s.frv. – megi þetta mál verða til þess að eigendafífl sem nota íþróttir til þess að fegra sína ásýnd leiti annað með sitt fjármagn í sínum hvítþvotti.

    Vona svo að við spörkum okkur almennilega í gang og tökum þrjá punkta næstu helgi – engar afsakanir!

    Varðandi næsta Ögur-verks-lið – teljið þið að það sé hægt að smella saman í ‘One Hit Wonder’-lið? Leikmenn sem áttu kannski 1-2 góð tímabil en koðnuðu svo algerlega niður?

    Áfram að markinu – YNWA!

    5

One Ping

  1. Pingback:

AC Milan – Liverpool

Liðið gegn AC Milan – fyrsta rótering Slot