Milan 1-3 Liverpool

Arne Slot stýrði Liverpool í fyrsta skiptið í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið heimsótti AC Milan. Slot og leikmenn liðsins höfðu talað um að þurfa að sýna rétt svar við slæmu tapi gegn Nottingham Forest um síðastliðna helgi og tókst það heldur betur með mjög flottri frammistöðu og góðum 3-1 sigri á Milan.

Það voru tvær breytingar gerðar á byrjunarliðinu frá því um helgina en það voru þeir Tsimikas og Gakpo sem komu inn fyrir Robertson og Diaz. Báðir áttu nú heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum.

Hvað gerðist marktækt í leiknum?
Leikurinn byrjaði nú ekki vel þegar Liverpool var strax lent undir á þriðju mínútu leiks eftir mjög kjánalegan varnarleik hjá Tsimikas sem skildi vörnina eftir mjög illa setta og Christian Pulisic skoraði með góðu skoti. Í fyrstu virtist koma smá svona ónota tilfinning í liðið en nokkrum mínútum seinna náðu þeir sér niður á jörðina og tóku öll völd á leiknum.

Liverpool átti fín færi og Salah til að mynda átti tvö skot í tréverkið úr fínum færum en Liverpool jafnaði svo metin þegar Trent átti fyrirgjöf eftir aukaspyrnu sem fór á kollinn á Konate sem var örugglega kominn einhverja tíu metra upp í loftið og stangaði boltann af krafti í netið. Flott mark hjá honum og vonandi munum við sjá þetta reglulega hjá honum í vetur. Það var svo svipuð uppskrift af markinu sem kom Liverpool yfir en þá átti Tsimikas góða hornspyrnu á VVD sem sömuleiðis skoraði með kröftugum skalla.

Áfram hélt Liverpool stjórninni og gerði AC Milan eiginlega neitt að viti fram á við eftir að þeir lentu undir og Liverpool meira en minna bara stýrðu hraðanum á leiknum og umferðinni. Milan reyndi að sækja aðeins á bakvið þá og svona en gerðu í raun ekkert sem Liverpool réði ekki nokkuð þægilega við.

Það var svo Szoboszlai sem innsiglaði sigurinn í seinni hálfleik með flottu marki eftir frábæran undirbúning Gakpo sem var óstöðvandi í leiknum.

Bestu menn leiksins
Það voru ekki margir leikmenn Liverpool sem voru ekki að eiga fínan leik. Tsimikas gerði sig sekann í marki Milan og var úti á þekju en bætti það upp með stoðsendingunni og átti heilt yfir mjög fínan leik. Trent lagði upp en fannst fara töluvert minna fyrir honum heilt yfir þar sem uppleggið fór rosa mikið upp í gegnum þá Tsimikas og Gakpo.

Mac Allister átti flottan leik á miðjunni og þeir Konate og Van Dijk voru frábærir, ég er ekki viss um að þeir hafi þurft að svitna mikið í þessum leik. Það sem þeir þurftu að gera gerðu þeir bara svo rosalega vel og auðveldlega. Salah átti nokkrar fínar rispur og óheppinn að skora allavega ekki eitt mark. Szoboszlai var stanslaust að og skoraði gott mark en lengi vel fannst mér hann pínu ekki í takti en margar jákvæðar rispur.

Þeir sem ég tel hafa staðið hvað mest upp úr voru þeir Gravenberch og Gakpo. Gravenberch heldur áfram að vera frábær í þessu miðjumannshlutverki sem hann spilar í vetur og Gakpo byrjaði sinn fyrsta leik og var hreint út sagt frábær, einn af hans betri overall leikjum held ég hjá Liverpool í langan tíma. Gravenberch, Gakpo eða Van Dijk – held við getum hent verðlaunum á einn af þeim og ég verð bara sáttur.

Hvað hefði betur mátt fara?
Liverpool hefði getað skorað fleiri og svo sem kjánalegt mark að fá á sig svo fyrir utan það þá var í raun ekkert mikið út á þennan leik að setja. Fínar sóknir og vörðust vel. Ég nenni allavega ekki að reyna að týna bara einhver atriði til að reyna að finna neikvæðan vinkil á þetta – æ jú, segjum bara að við fengum alltof fáar mínútur af Chiesa á vellinum!

Næsta verkefni?
Næsti leikur er heimaleikur við Bournemouth um næstu helgi og svo bikarleikur gegn West Ham í miðri viku eftir það. Við viljum klárlega sjá meira svona í þeim leikjum heldur en það sem við sáum gegn Nottingham Forest takk!

22 Comments

  1. Konaté & VVD frábærir, Salah fínn í fyrri hálfleik, Szobo vaknaði heldur betur í seinni, Gakpo maður leiksins.

    5
  2. Hefði ekki verið hægt að mæta heppilegri andstæðing, AC Milan, stórt nafn, lélegt lið. Frábært tækifæri til að sanna sig smá. Gravenberch, Konate, Gakpo litu vel út dag.

    Frábær úrslit.

    7
    • veit ekki hvort Milan séu eitthvað heppilegri andstæðingur en Nottingham Forest, (stórt nafn, lélegt lið).

      Fyrst og fremst þarf að sigra þessa leiki.

      Að sigra sannfærandi á útivelli eftir að hafa lent undir er harla gott.

      15
      • Heppilegur andstæðingur eftir leikinn við Forest. Liðið og Slot þurftu mjög á jákvæðum úrslitum og spilamennsku að handa og þá er “heppilegt” að mínu mati að fá risa nafn eins og AC Milan og vinna þá nokkuð sannfærandi. Held við getum verið sammála um að AC Milan er ekki á góðum stað.

        3
  3. Virkilega flott frammistaða. Hefðum auðvitað getað skorað miklu fleiri mörk og sennilega hefði mátt svæfa þetta í lokin. Ég var mökksáttur við Gravenberch og miðverðina. Tek undir það að Gakpo var líka í hæstu hæðum.

    Vel sjálfur Gravenberch. Frábær á öllum sviðum.

    7
  4. Frábær sigur og virkilega gott svar við slysinu á móti forest. Áfram svona!

    4
  5. Skjótt skipast veður í lofti.

    Við skulum ekki gera lítið úr Ac Milan.
    Þetta er lið með stóra sögu í evrópu þótt leikmannahópur þess hafi oft verið sterkari.
    En þá voru þeir á heimavelli og tilbúnir að gefa allt í þetta.

    Við meigum heldur ekki fara upp í hæðstu hæðir. Mér fannst en vanta mikið uppá á gæðalega á síðasta þriðjung vallarins.
    Við skorum tvö flott mörk úr föst leikatriði.
    Mörk sem er ekki glæta að við fáum að sjá í PL að hafsentarnir fái bara að standa óáreittir.

    Svo kom mark nr.3 úr opnum leik eftir flottan undirbúning frá Gakpo og sobo klárar vel.

    Flottur sigur. En liðið er en brothætt og Slot á mikla vinnu fyrir höndum. Og ég gæti trúað að bið munum sjá breytingar á leikmannahópnum í næstu gluggum.

    Svo reynum að halda okkur á línuni, þegar við ræðum leikina. Það er ekki allt glatað eftir tapleiki og svo er liðið bara best í heimi ef við vinnum.

    8
  6. Er ekki rétt að strikerinn / nían hjá Liverpool hefur bara skilað einu marki í þessum fyrstu leikjum?
    Það getur varla talist gott.
    Jota alls ekki verið neitt frábær og Nunez virkar mjög kaldur þó hann sé að fá erfiðlega fáar mínútur.
    Slot þarf að sýna að hann geti verið frumlegur og komið liðum á óvart. Breiddin ekkert rosaleg og ef menn fara meiðast á miðjunni þá gæti þetta orðið þungt. Það þarf að spila mönnum eins og Nunez, Endo, Jones, Chieza og fleirum í gang með alvöru mínútum.

    6
    • 1 mark og stoðsending á Jota.

      Endo og Jones fá væntanlega deildarbikarinn í næstu viku. Þess utan vil ég sjá sem minnst af þeim.

      3
  7. Sælir félagar

    Takk fyrir mig Slot og leikmenn Liverpool. Þetta var alvöru svar við skelfilegum leik á laugardaginn var og maður er helsáttur með liðið eftir þennan leik. Rétt er það að ekki er vitlegt að fara á botn örvæntingar eftir tapleiki og í 7. himinn eftir vinningsleiki. En það er eðlilegt að gleðjast þegar vel gengur og þó það hafi komið smá óþægindatilfinning eftir mark Milan manna þá var Liverpool liðið býsna fljótt að reka þá tilfinningu til baka. Einhverjar athugasemdir má gera við einhverja leikmenn bæði til góðs og ills en ég sleppi því og veit að Slot mun fara yfir þetta allt með leikmönnum sínum og ég er bara sáttur.

    Það er nú þannig

    YNWA

    6
  8. Rosalega skemmtilegur leikur þó hann hafi ekki byrjað vel en leikmenn sýndu að þeir vildu bæta fyrir tapið í seinasta leik.
    Van Dijk og Konate frábærir í þessum leik og vá hvað Konate þarf að haldast heill í vetur, þvílíkt skrýmsli sem hann getur orðið ef hann nær að verða heill og spila flesta leiki.
    Gravenberch, hvað er hægt að segja um hann annað en bara geggjaður leikmaður sem er að stíga upp og heldur betur að njóta sín þarna í þessu hlutverki. Hann er ótrúlega góður að lesa leikinn og er með mikið presence á miðjunni og góða sendingargetu.
    Gakpo nýtti sitt tækifæri upp á 10, rosalegur leikur hjá honum og setur Slot í vandræði með að velja vinstri kantmann sem er gott vandamál.
    Svo er spurning hvort að Salah þurfi að spila frammi ef að sóknarmenn liðsins Jota og Nunez fara ekki að koma sér í gírinn.

    Hvernig eruð þið að fýla þetta nýja fyrirkomulag í meistaradeildinni ?
    Ég er spenntur fyrir þessu fyrirkomulagi

    5
    • Þetta nýja fyrirkomulag er alveg að bjarga þessu. Og er ég nú ekki mikið fyrir breytingar. Riðlakeppnin var úrelt.

      7
    • Endo virðist ekki henta leikskipulaginu og Curtis Jones er of mikið meiddur og slakur varnarlega þannig að þetta yrði mikil styrking.

      Gravenberch getur spilað allar miðjustöðurnar og mig grunar að hann yrði jafnvel sterkari ef hann spilaði þar sem Mac A. er að spila núna.

      Mögulega væri bara betra að fá Zubimendi í janúar. Nú hefur hann loksins séð hversu mikill skítaklúbbur Sociedad er og því ætti hann ekki lengur að velkjast í neinum vafa. Þeir hafa semsagt svikið hann um nýjan samning og þá launahækkun sem honum var lofað.

      5
    • Erum að spila double pivot með Mac og Gravenberch…eins og þú segir Gravenberch er líklega búinn að vera einn sá besti leikmaður Liverpool um þessar mundir og er búinn að eigna sér þessa stöðu.
      Ég vill aftur á móti losa Mac þaðan og fá leikmann eins og Zubi inn en það myndi þýða Mac framar og í 10una í stað Szobozlai sem hann er í núna.

      En það myndi mögulega þýða að Sly myndi detta úr byrjunarliðinu eða hvað haldið þið ?

      4
      • Á hvað hefur þu verið að horfa? MacA spilar bæði framar og vinstra megin við G.

        Þetta er ekki sama double pivot kerfi og Slot spilaði með Feyenoord nema þá að litlu leyti þegar liðið er að verjast, þá bakkar MacA og Szobo pressar framar.

        Slot fékk nú spurningu um hvers vegna Mac Allister hefði spilað á vinstri kantinum gegn Milan.

        3
      • Og svo skiptast Szobo og MacA á að pressa framarlega eða þá að þeir gera það báðir á meðan Gravenberch er djúpur.

        Punkturinn er þó að Graveberch og Mac Allister spila gjörólík hlutverk sóknarlega og talsvert ólík hlutverk varnarlega.

        Kerfið er mjóð flæðandi

        2

Liðið gegn AC Milan – fyrsta rótering Slot

Upphitun: Bournemouth á Anfield