Liðið gegn Bournemouth – Darwin byrjar!

Þá er það næsta verkefni. Eftir vonbrigðin um síðustu helgi þá svaraði liðið vel á San Siro. Nú er tækifæri til þess að bæta fyrir þann leik, á sama stað í sömu keppni.

Slot sagði á blaðamannafundinum fyrir leik að Alisson væri tæpur. Ég man ekki eftir markverði sem á í jafnmiklum vandræðum með vöðvameiðsli og þessi frábæri markvörður en hann er frá í dag og inn stígur Kelleher.

Vörnin er óbreytt frá því í leiknum gegn Nottingham Forrest (Robertson kemur inn frá því í leiknum gegn AC Milan), miðjan einnig en á toppnum er það Darwin sem kemur inn í stað Jota og leiðir línuna ásamt Salah og Diaz. Í öðrum fréttum þá er Chiesa á bekknum í sínum fyrsta deildarleik – væri gaman að fá að sjá meira til hans í dag en á San Siro – sjáum hvað setur.

 

Þrjú stig takk.

Koma svo!

YNWA

33 Comments

  1. Vonandi stígur Nunez upp í dag, hann hefur verið rosalega slakur sem varamaður á tímabilinu og virkað þungur/áhugalaus en fær tækifærið í dag.

    3
    • Ef að hinn bráðsnjalli Charles Darwin Nunez stígur ekki rækilega upp í dag á Slot að setja hann í frystikistuna þangað til við losum hann í janúar. Það er fáránlegt að Jota sé á bekknum fyrir hann!

      3
      • Jota algjörlega geldur í þessum leikjum eftir landsleikjahléð. En já Darwin verður að stíga upp núna.

        4
  2. Ég hef sterka tilfinningu fyrir því að Darvin Nunez skori í dag og Mo Salah með annað.

    7
  3. Vorum stálheppnir að Semenyo var rangstæður. Konate réð ekkert við Kluivert, þurfum nauðsynlega betri miðvörð við hlið van Dijk.

    5
    • þetta komment er eiginlega verra en kommentið þitt um Nunez.

      Vissulega hafa menn fullan rétt á að vera pirraðir þegar illa gengur, en leikurinn er varla byrjaður og þú ert þegar búinn að ráðast á Nunez og Konate. Virðist vera það eina sem þú hefur til málana að leggja.

      Á meðan erum við að rústa Bournemouth.

      12
  4. Svona varnarleikur gengur ekki upp ..bjargað af rangstöðu.
    Nákvæmlega sama og gegn AC Milan eftir um það bil 3 mín nema núna stóð það ekki.

    4
  5. Ég skil ekki hvers vegna Sobozla… fær ekki hvíldina. Hann er búinn að vera slakur.

    4
    • er eitthvað sem bendir til þess að leikmaðurinn sé í slæmu formi og geti ekki spilað 2x í viku?

      Hvers vegna dæmir þú frammistöðu hans eftir 14 mínútna leik?

      Szoboslai hefur verið góður í fyrri hálfleik og ekki sé ég nein þreytumerki. Mikil vinnsl í kallinum.

      6
  6. Flottar fyrstu 45 Diaz og Nunez frábærir vonandi fylgjum við því eftir í seinni…

    4
  7. Fínasti leikur. Það fer samt í pirrunar á mér að liðið þarf alltaf að fá einhverja rassskellingu til að koma sér í gírinn. Í þessu tilfelli var það óölöglegt mark sem réttilega var dæmt af. Ég er enn að átta mig á gæðum liðsins. Hvort leikurinn gegn Forest, stafaði af taktleysi út af því að leikmenn voru nýkomnir úr landsleikjahléi eða liðið sé einfaldlega ekki eins og gott og ég held að það sé. Af þessum leik að dæma er liðið augljóslega rosalega sterkt og einu veiku blettirnir eru Konate og Keheller, Konate er heilt yfir frábær leikmaður en óvenju mistækur. Keheller er góður markvörður en virkar stundum hálf kaldur, eins og hann sé ekki í leikformi. Mér fanst honum vaxa ásmeginn þegar Alison var veikur í fyrra og allavega í einu tilfelli í þessum leik gerði hann sig sekan um mjög alvarleg mistök sem hefðu getað kostað mark.

    En heilt yfir frábær leikur, þó margt megi betur fara.

    4
    • get nú ekki sagt að Konate sé óvenju mistækur. Jú, hefur átt 1-2 slæm moment í leiknum en spilað nær óaðfinnanlega sem af er tímabilinu.

      6
    • Góðar pælingar með hversu gott liðið er…..það lofar mjög góðu hingað til og Slot veit hvað hann er að gera…

      4
  8. Sérðu Van Dijk gera svona mikið af sendingafeilum eins og hann gerir ? Heilt yfir er Konate mjög góður miðvörður en mér finnst stóri munurinn á honum og t.d Van Dijk og öðrum aljgörum heimsklassa miðvörðum eru þessir litlu feilar.

    3
  9. Salah með góðar hugmyndir en vantar smá kraft í skot og eða sendingar.

    2
  10. Slot verður að nota allar skiptingar og hvila Salah, Mc allister osfrv

    5
  11. 3 stig. 3 mörk. Clean sheeeat.
    Bið ekki um meira á laugardegi.
    Lífið er gott með Arne Slot.
    Takk fyrir mig

    9

Upphitun: Bournemouth á Anfield

Liverpool 3-0 Bournemouth