Mörkin
1-0 Diaz (26.mín)
2-0 Diaz (28.mín)
3-0 Nunez (37.mín)
Hvað réði úrslitum
Stutta svarið er rúmlega tíu mínútna kafli í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði þrjú mörk og gerði í raun út um leikinn. Nákvæmlega það sem maður hefur saknað í talsverðan tíma, að geta farið tiltölulega stresslaust inn í lokakafla leiks og hvílt menn eftir þörfum.
Lengri útgáfan er blanda af því formi sem Diaz er í, sem er nú kominn með fimm mörk (fjöldi sem hann náði ekki fyrr en í febrúar á síðasta tímabili), miðjan spilaði einnig stórt hlutverk, stjórnuðu leiknum á stórum köflum þar sem að Mac Allister og Gravenberch voru enn og aftur allt í öllu í miðjuspili liðsins og síðast en ekki síst var miðvarðarparið virkilega öflugt og þá einna helst Konate sem var frábær í dag. Þetta er n.b. hans þriðji leikur á einni viku. Það hefur aldrei verið nein spurning um þá hæfileika sem hann býr yfir, heldur hefur meiðslasagan og sú staðreynd að þar til nú hefur hann ekki getað spilað 2-3 leiki í viku – ef Slot og félagar finna lausnina við því þá er það gríðarlegur liðsstyrkur fyrir félagið. Við þurfum kjarna sem spilar 85%+ af leikjum liðsins, eitthvað sem við höfum ekki getað treyst á síðustu misseri.
Hvað þýða úrslitin
Það er frekar einfallt, toppsætið er okkar þar til á morgun þegar City tekur á móti Arsenal. Auðvitað svíður tapið gegn Nottingham Forrest ennþá en ef menn horfa til spilamennsku liðsins, þá staðreynd að liðið er komið með 12 af 15 stigum í deild, haldið hreinu í 4 leikjum af 5 (í deild) og farið á San Siro og unnið sannfærandi í fyrsta leik í CL þá er erfitt að vera annað en sáttur.
Hvað hefði mátt betur fara?
First things first. Sama hver andstæðingurinn er, það að vinna þriggja marka sigur í deild eftir CL leik í miðri viku er alltaf jákvætt, meira að segja virkilega jákvætt.
Ef það er eitthvað sem er hægt að benda á að hefði mátt betur fara þá er það kannski sú staðreynd að Bournemouth var með hærra en 1.0 í xG, sem er heldur hátt fyrir aðkomulið, sérstaklega lið sem líklega verður ekki í top 3-4 sætunum. Það verður þó að horfa á þetta í samhengi, Liverpool setti að vissu leyti í hlutlausan gír eftir að vera komnir í 3-0 og gátu leyft sér að spara aðeins orku, skipta mönnum inn og hvíla aðra.
Næsta verkefni
Það er leikur núna á þriggja daga fresti næstu vikurnar. Í vikunni sem nú er á enda var það meistaradeildin, næst er það West Ham í deildarbikarnum (miðvikudaginn) áður en við heimsækjum Úlfana um næstu helgi.
Þar til næst
YNWA
Frábær skemmtun í dag, sérstaklega fyrri hálfleikur og mjög öruggur sigur. Kelleher virkilega flottur.
Magnaður sigur gegn góðu liði.
Það er mikið látið með miðvarðarparið hjá Arsenal en það er alveg spurning hvort Konate og VVD séu ekki á sama stað. Höfum einungis fengið á okkur 1 mark í 4 leikjum.
Kelleher, Gravenberch og Diaz einnig frábærir.
Höfum einungis fengið á okkur 1 mark í 5 leikjum. Vildi ég sagt hafa
Gravenberch er að breytast í algjört skrímsli. Farinn að minna á Yaya Toure
Fagmaður Húsasmiðjunnar þessa vikuna er markstöngin sem loksins kunni að skila skotinu hans Nunes í rétta átt.
Sælir félagar
Frábær sigur og hefði getað orðið stærri ef Salah væri ekki svona eigingjarn þegar hann fékk mý mörg tækifæri til að leggja boltann á samherja. En Salah á mikla innistæðu hjá liðini en samt verður hann að spila fyrst og fremst fyrir liðið. Anarrs er ekki ástæða til að gera athugasemdir við leikmenn Liverpool sem allir, Mo Salah, líka spiluðu þennan leik mjög vel. Topp sætið í bili amk. og allir sáttir. Diaz með 2 og snilldarmark frá Darwin sem hann þurfti svo mikið á að halda, MU gerði jafntefli við C.Palace og gott væri ef bæði Manchester liðin skiluðu jafntefli um þessa helgi 🙂
Það er nú þannig
YNWA
Toppsætið einungis þangað til á morgun. Þá spila City og Arsenal. En það er full ástæða til að fylgjast með liðinu í 11. sæti. Segi svona.
Mjög gott hjá öllum í dag.
Diaz að sjálfsögðu maður leiksins.
Mjög gott að Nunez skoraði þetta mark vonandi heldur þetta áfram hjá honum.
Gravenberch frábær eins og í fyrri leikjum.
Kelleher stóð sig vel í fjarveru Alisson.
Eru að halda hreinu sem er mjög gott líka.
Verður athyglisvert að sjá hvaða byrjunarlið verður í deildarbikar á miðvikudag.
YNWA
Ætli ég verði ekki að taka Rafa að mér og ræða gallana eftir annars flotta frammistöðu
það eru 2 atriði sem mér finnst ekki í lagi
það er hvernig við byrjum þennan leik! t.d. Gravenberch með tvær kæruleysislegar sendingar
önnur í byrjun leiks voru í frábærri stöðu, og svo hin þegar við fáum sókn beint í smettið og úr því verður mark sem betur fer var dæmt af réttilega. jú Konate lét taka sig líka svolítið auðvelda þar.
En svo eru þessar sendingar á síðasta þriðjung vallarins að bögga mig svolítið,
manni finnst eins og við séum alltaf að skapa geggjaðar stöður á vellinum en ákvörðunartakan eða gæðaleysi í sendingum skemma það.
En menn eru að venjast nýjum hlaupum og aðferðum frá nýjum stjóra.
Og ef þetta fer að tikka að alvöru þá verður þetta rosalegt held ég.
En á meðan verðum við þá líka að þola þessi töp inná milli sem gætu alveg komið.
ef ég þekki þetta rétt kemur einhver og fer að tala um að alltaf sé hægt að finna eitthvað til að væla yfir jafnvel í 3-0 sigri.
En það er alls ekki pointið að draga eitthvað niður, heldur að rína til gagns.
mér perssónulega finnst allavega liðið eiga mikið inni með því að laga nokkra hluti.
og er viss um að Slot sjái það líka. sem gerir þetta líka en meira spennandi.
Ég vona að þessi Zubimendi orðrómur sé réttur og hann endi hjá félaginu í Janúar.
þetta er gæi sem félagið vill og væri geggjuð viðbót.
ætla hrósa
kelleher fyrir að koma inn og standa sig aftur sem toppkepper
Nunez! fær byrjunarliðssæti og skilar marki og en og aftur þá vona ég að hann komist yfir þröskuldin.
og Diaz! gæinn er á eldi!
hendi líka hrós á Gravenberch þótt ég hafi gagnrínt byrjunina í leiknum
en ef þessi gæi ætlar að halda áfram á þessari braut þá verður það algjör leikbreytir fyrir félagið næstu árin!.
Sammála
En er ekki málið að lágmarka skaðann af mistökum, og skapa flott xG oh skora meira en það.
Leikhraðinn er svo mikill að mistök gerast—hvernig við höndlum þau er lykillinn. Byrjar held ég vel hjá Slot með liðið.
Það er eitt sem mer finnst geggjað að hugsa um…
Í þessum risa sexu vandræðum í síðustu 2 gluggum kom Slot með svar sem ekki einu sinnu meistari Klopp sá.
Mér finnst það pínu cool og sé fyrir mér respect svipinn á Klopp núna til arftaka síns
“Wow”
Klopp er og var frábær…..Slott er vonandi betrungur…..ég.trúi því….menn eiga ekki að vera lengur en 8 ár í toppstöðum….FSG kunna þetta….
Liverpool hefur bara fengið á sig EITT mark í fyrstu fimm leikjum deildarinnar. Pælið í því!
Magnað…..annar yfirbragur á liðinu..
Já, akkúrat! Og einmitt það gefur manni auknar væntingar um stærri árangur því góð vörn vinnur titla.
Mikið er nú skemmtilegt að horfa í Diaz og hversu létt það er fyrir hann að taka menn á.Fyrsta snerting er alltaf frábær og hann leggur boltann yfirleitt fyrir sig með einni snertingu. Mun betri í því en Salah sem þarf oftast tvær snertingar. Frábærir leikmenn báðir og allt liðið flott í dag.
Frábær sigur hjá okkar flotta liði.
Nunez konungur stanganna.
Flottur sigur. Mjög góður fyrri hálfleikur. Töluverð sóun í seinni og því sigurinn síst of stór.
Maður er þokkalega sáttur en ímyndar sér stundum hvað þetta lið gæti gert með markamaskínu á la Haaland innanborðs.
Vonandi heldur þetta áfram að slípast til hjá Slot og frábært sem fyrr þegar liðið heldur hreinu.
Áfram Liverpool!
Rodri mögulega frá út tímabilið fyrir city, það er gríðarleg blóðtaka fyrir þá enda næst besti leikmaður liðsins
Vonum að Liverpool verði heppnara og missi engan mann í löng meiðsli.