Deildarbikar á morgun

Á morgun kemur West Ham í heimsókn á Anfield þegar Liverpool hefur keppni í Deildarbikarnum sem ríkjandi Deildarbikarmeistarar og kemur leikurinn mögulega bara á fínum tíma hvað varðar leikform Liverpool sem hefur náð að svara skellinum gegn Nottingham Forest mjög sannfærandi með stórum og nokkuð þægilegum sigrum á Bournemouth og AC Milan.

West Ham vann Bournemouth 1-0 í síðustu umferð en þeir hafa verið svolítið daufir í byrjun leiktíðar með aðeins einn deildarsigur, eitt jafntefli og þrjú töp. Töpin svo sem á móti þremur sterkum liðum í Aston Villa, Man City og Chelsea en þeir hafa ekki litið rosalega sannfærandi út hingað til. Á pappír þá bættu þeir ágætlega við sig í sumar og fengu meðal annars leikmenn eins og Max Kilman, Crysencio Summerville, Niclas Fullkrug, Aaron Wan-Bissaka, Carlos Soler og Jean-Clair Todibo án þess að missa eitthvað stórkostlegt á móti. Þeir voru heilt yfir flottir í fyrra svo kannski er það bara tímaspursmál hvenær þeir fara að hrökkva í gang – en vonandi ekki á morgun!

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Liverpool mun stilla upp sínu liði á morgun, það verða margir leikir á skömmum tíma fram að næsta landsleikjahléi svo það má alveg reikna með einhverjum róteringum eins og við höfum séð í síðustu tveimur leikjum en mér þætti nokkuð ólíklegt að sjá Arne Slot skipta algjörlega út byrjunarliðinu eins og það leggur sig en frekar gætu þetta verið 4-5 breytingar í heild, ef það nær meira að segja svo mörgum.

Kelleher

Bradley – Quansah – Van Dijk – Tsimikas

Szoboszlai – Gravenberch – Jones

Salah – Nunez – Gakpo

Ég ætla að giska algjörlega út í bláinn hérna og setja bara upp þetta lið en ég hef enga trú á að það verði rétt. Ég horfi á leikmannalistann og þætti mjög eðlilegt að sjá svona 3-4 í viðbót detta inn í liðið. Joe Gomez gæti alveg komið inn í miðvörðinn og hefur lítið spilað, Endo á miðjuna og hefur lítið spilað líka, Jota er búinn að sitja á bekknum í síðasta leik, Chiesa gæti mögulega byrjað og fengið mikilvægar spilamínútur og gæti Jaros fengið frumraun sína í alvöru leik með Liverpool? Ég hef enga hugmynd!

Það væri vissulega gaman að sjá stráka eins og til dæmis Nyoni og Morton í leikmannahópnum á morgun og jafnvel fá einhverjar mínútur ef leikurinn spilast fínt en miðað við hve margir eru heilir þá efast ég um að hann sendi einhverja bara í algjört frí á morgun enda er West Ham krefjandi mótherji.

Sjáum hvað setur, fyrsta hindrunin í að verja þennan titil mætir Liverpool á morgun og vonandi fara þeir svífandi yfir hana.

3 Comments

Skildu eftir athugasemd
  1. Slot ýjar að því að Chiesa gæti byrjað leikinn á morgun, hlakka til að sjá hann í byrjunarliðinu og vonandi nær hann 60 mín eða svo.
    Frábært að vera með backup fyrir Salah.

    5
  2. Ætla að giska á þetta lið

    Kelleher
    Bradley, Quansha, Gomez, Tismikas
    Endo Jones
    Sly

    Chiesa Jota Gakpo

    Það þarf að fara að rótera aðeins og þetta er gott tækifæri til að gefa nokkrum mín sem hafa lítið spilað og leyfa köppum eins og Mac Allister, Van Dijk, Andy, Salah og Diaz smá hvíld

    6
  3. Sælir félagar

    Mér er nákvæmlega sama um þennan deildarbikar en fer bara fram á að Liverpool vinni leikinn 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

    2

One Ping

  1. Pingback:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Tímabilið að byrja hjá kvennaliðinu

Gullkastið – Aftur upp á hestinn