Liverpool – West Ham

Mörkin

0-1 Quensah (sjálfsmark) 21.mín

1-1 Jota 25.mín

2-1 Jota 49.mín

3-1 Salah 74.mín

4-1 Gakpo 90.mín

5-1 Gakpo 90.mín (+2)

Hvað réði úrslitum

Eftir seinna mark Jota varði Kelleher í tví- eða þrígang til að koma í veg fyrir að West Ham næði að jafna. Eftir þennan kafla þar sem Liverpool þurfti að standast ansi stífan ágang West Ham náði liðið að skora aftur og tryggja sigurinn, síðan var þetta walk in the park. Ef West Ham hefði skorað þarna hefði leikurinn þróast allt öðru vísi.

Hvað þýða úrslitin

Titilvörnin heldur áfram og ekki minnkar leikjaálagið. Ef hópurinn helst sæmilega heill er það allt í lagi því Arne Slot er með 22 leikmenn – eiginlega bara akkúrat nákvæmlega – sem hann vill að haldi sér í formi og geti komið sterkir inn í deild og Meistaradeild. Meðan 22 leikmenn (eða því sem næst) eru ómeiddir er bara geggjað að halda áfram í þessum bikar, bara vinna hann aftur..

Hvað hefði mátt betur fara?

Klaufalegt mark sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik. Fyrst skallaði Bradley boltann í horn þegar engin hætta var á ferðum – en það er eitthvað sem gerist á háværum leikvöngum. Síðan kom klafs úr horninu, hálf aulalegt mark sem við fengum í andlitið.

Næsta verkefni

Úlfarnir um helgina í deildinni. Góð hvíld á a-liðið, magnað að geta stillt upp b-liði, mjög sterku liði af fullorðnum leikmönnum. Engir óreyndir unglingar að þessu sinni enda eru ekki 7-8 leikmenn á meiðslalistanum (crossing fingers).

YNWA

14 Comments

  1. Glæsilegur sigur en opinberar ákveðið ójafnvægi í liðinu. Eiginlega of mikil breidd í sókninni. Maður hefði viljað sjá Gakpo, Jota, Salah, Diaz byrja alla leiki og svo hlakkar maður til að sjá meira til Chiesa. Væri svo ekki amalegt ef Nunez færi að ná einhverju jafnvægi.

    Miðjan reyndist vera dýpri en maður hafði óttast. Jones kom sterkur inn, frábær snúningurinn hjá honum. Endo ryðgaður en maður veit að hann fórnar lífi og limum fyrir liðið! Svo munaði um Macallister þegar hann mætti. Engin smá sköpunarmáttur þar!

    En svo er vörnin brothætt. Maður væri rólegur með auka miðvörð.

    8
    • Passaðu að kalla ekki eftir miðverði. Ég talaði réttilega um það eftir leikinn gegn Bournemouth og fékk holskeflu að af skósólum og öðrum viðbjóð yfir mig.

      YNWA

      1
      • Þú sagðir að kaupa þyrfti miðvörð vegna þess að Konate væri ekki mægilega góður.

        Öll mörkin gegn Bournemouth komu eftir sendingar hans úr vörnini.

        Á mörgum miðlum var hann valinn maður leiksins. Þám í gullkastinu.

        Mögulega besti miðvörður í deildinni sem af er tímabilin ásamt VVD, Gabriel og Saliba.

        4
  2. Nákvæmlega Lúðvík, það verður að fá inn sterkan miðvörð í Janúar glugganum ef liðið á að halda út.

    6
    • tja, ekkert lið hefur fengið á sig færri mörk en Liverpool. Konate og VVD hafa verið frábærir.

      Quansah og Gomez áttu góðan leik í kvöld. Virkilega sterkir kostir nr. 3 og 4.

      Já mögulega vantar fimmta kost ef einhver þeirra lendir í langtíma meiðslum.

      7
  3. Já liðið er gríðarlega vel mannað sóknarlega og Slot væri í verulegum vandræðum ef að Nunez færi að gera eitthvað af viti.
    En það verður gaman að fylgjast með þeim Diaz og Gakpo á vinstri kantinum, báðir að spila frábæran fótbolta og sem betur fer kom ekki þessi Gordon frá bláliðinum.
    Ef Jota helst heill í vetur þá verðum við í toppmálum .
    Quansah var óheppinn að fá á sig sjálfsmark en hann fær fleiri tækifæri í vetur.
    En geggjaður leikur og liðið á virkilega góðri leið undir Slot.

    6
  4. Róðurinn er þungur hjá Eiríki óheppna á Gamla Vaði. Held að Liverpool hafi verið verulega heppið með sinn hollenska þjálfara.

    6
    • Hann lofa góðu þessi gaur.

      Virðist eiga það sameiginlegt með Klopp að hann gerir leikmenn betri.

      Spurning hvernig honum mun ganga að finna lausnir gegn low block liðum eins og Forest.

      8
  5. Sælir félagar

    Leiðinlegt að sjá ekki leikinn en mörkin voru fín (nema það fyrsta 🙂 ). Við verðum bara í efstu deild í þessari keppni og fáum B&HA í næstu umferð. Verður talsvert erfiðari leikur.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Það er svo geggjað að liðið getur bara skipt út markmanni, varnarlínu og tveir djúpum miðjumönnum og litið eins vel út og þeir gerðu í gær. Ekki mörg lið sem geta skipt út sínum öftustu 7 leikmönnum og verið svona solid.

    6
    • Mikið rétt og en og aftur.
      Ég skil ekki þessa umræðu um breiddina hjá Liverpool vs önnur lið.

      Í fyrra var talað um að loksins væri Liverpool komnir með breidd í þessum helstu podcöstum og sjónvarpsþáttum. og nánast ánn þess að missa leikmann sem eitthvað spilaði að viti í fyrra þá er breiddinn alltíeinu ekki orðinn nægjanlega mikill.
      jú jú Cl vs euro L ..
      Liverpool er ekki með minni breidd en hin liðinn goggle ið leikmannhópana og berið þá saman.
      Ef Liverpool þarf mann þá þarf að kaup mann sem er betri en þeir sem eru fyrir eða rétta púslið…

      • Mönnum er í fersku minni þegar liðið þurfti að nota leikmenn úr unglingaliðinu sl. vor og sumir virðast gera ráð fyrir að normið sé að hafa 12 leikmenn á meiðslalista.

        Það var hrópað á breidd úr öllum áttum í sumar og margir æstu sig yfir sölu á leikmönnum sem var hugsað takmarkað hlutverk í hópnum.

        Slot hefur einnig fengið talsverða gagnrýni fyrir að rótera ekki nægilega mikið í liðinu því einungis sé tímaspursmál hvenær leikmenn hrynji niður við það eitt að spila 2x í viku.

        Það er ýmislegt sem bendir til þess að Slot hugsi mun meira um álagsstýringu en Klopp sem ætti verða til þess að leikmenn meiðist sjaldnar.

        3
  7. Sælir
    Caoimhín Kelleher, Joe Gomez, Jarell Quansha, Conor Bradley, Curtis Jones, Darwin Núñez, Cody Gakpo fengu allir 93 mínútur undir beltið. Ég geri ráð fyrir að þetta sé keppnin hans Kelleher en auðvitað var Allison meiddur líka. Jota og Chiesa fengu 60 mínútur hvor. Hægt og rólega hlýtur Chiesa að fá meiri spiltíma. Tsimikas og Endo fengu 82 mínútur. Tyler Morton kom inná fyrir Endo og fékk 11 mínútur. Fyrir leik var ég að vonast til að sjá Morton byrja leikinn. Mér fannst Quansha eiga erfitt allan leikinn. En það vannst sigur þrátt fyrir allar þessar breytingar á liðinu.

Liðið gegn West Ham í deildarbikarnum

Úlfarnir heimsóttir