Það styttist í leik dagsins og er þetta Liverpool liðið sem ætlar sér að komast á toppinn með sigri.
Hér er ekki verið að flækja hlutina. Þetta er hefbundið lið en þess má geta að Nunez er veikur og er því ekki valkostur af bekknum.
YNWA
Það styttist í leik dagsins og er þetta Liverpool liðið sem ætlar sér að komast á toppinn með sigri.
Hér er ekki verið að flækja hlutina. Þetta er hefbundið lið en þess má geta að Nunez er veikur og er því ekki valkostur af bekknum.
YNWA
Þessi bekkur er rosalega sterkur. Segir það sem segja þarf um breiddina og hvað byrjunarliðið þarf að vera á tánum í hverjum einasta leik. Samkeppni um allan vôll.
Áhugaverð úrslit í sumum leikjum í dag. Staðan gæti verið sú á sunnudagskvöld að Liverpool og Aston Villa væru í toppsætum deildarinnar.
Klaufalegt og léleg byrjun… koma svo
Óskop er þetta þungt í byrjun.
Wolves eru í neðsta sæti með eitt stig. Stig sem þeir náðu í gegn Forest.
Skil ekki þessa ást á Sobo.
Enda ekkert getað nema hlaupa um og pressa
Voðalega er þetta slappt hjá Liverpool, típískt að fara gera jafntefli eða tapa gegn neðsta liði deildarinnar.
Dansar við úlfa fara ekki alltaf vel, en ég held að þetta hafist hjá okkar mönnum í dag.
Konate !!
Þvílíkt sæla að sjá Konaté troða þessu marki inn! Er þetta ekki fyrsta deildarmarkið hans? Svo má einhver taka það að sér að senda Szoboszlai svolítið sjálfstraust í póstkröfu. Mig er farið að lengja eftir geggjaða Ungverjanum sem byrjaði svo vel hjá okkur. Og Salah fær óvænta stjörnu fyrir frábært leftbakk-rönn sem drap hraðaupphlaup hjá Úlfunum.
Komnir á toppinn höldum okkur þar
Jæja kannski eru þeir bara að þreyta Úlfana og keyra svo á þá í seinni hálfleik og vinna þetta stórt. En vel gert hjá Konanté.
Wolves verið góðir. En munu ekki hafa sama kraft í seinni. Setjum 2 í viðbót.
Guð minn góður þetta lið.
Glaður með stöðuna en of margar daprar frammistöður. Miðjumennirnir allir frekar off. Mikil veikindi og meiðsli hjá úlfum. Vonandi nýtum það í seinni hálfleik.
Sælir félagar
Ekki er frammistaða liðsins í fyrri til að hrópa húrra fyrir. Menn seinir og óákveðnir og Salah virðist kominn í sama gír og á síðustu leiktíð að gera ekkert rétt. Diaz og Jota sínu skárri en hann og Macca í svipuðu stuði og Mo. Sobo óheppinn að hafa ekki komið liðinu yfir og Grav hefur oft verið betri. Varnartröllin halda uppi heiðri liðsins en svo vara fyrirliðinn sem náði sér í hálfvitaspjald í upphafi leiks. Svoleiðis sæmir ekki fyrirliða liðsins. Ég sagði í athugasemd við upphitun þetta yrði erfitt og spáði 1 – 2. Ég vona að sú spá haldi.
Það er nú þannig
YNWA
Sannspár kallinn!
Grav oft verið betri?
Átti næstum fullkominn fyrri hálfleik.
Ryan Gravenberch vs Wolves:
8/8 duels won
6 possessions won
4 fouls won
3/3 tackles won
Passing accuracy 95%
Passing through lines 4/4
Jæja, hvernig væri að setja Gakpo og Bradley inná? Ég er ekkert að fíla þetta fýlu-attitjúd í TAA.
Hver er þetta í markinu ?
Jæja er hættur að hæla þessu liði því þá skíta þeir alltaf á sig.
Tekur þá ekki Konaté einn sígildan Eriksson og skítur alveg í buxurnar!
Eða Eriksen, öllu heldur. Skorar eitt og gefur eitt tilbaka.
Afhverju er þessi gaur inná en ekki Kelleher ?
Rólegur, 100 % á Konate þvílík skita, allison átti ekkert erindi í þennan bolta.
Æi ok sá ekki nógu vel á skjáinn hélt þetta væri eitthver annar en Alisson no joke ahaha
Útaf með Sobo.
Konate búinn að skora mark og bæta rækilega fyrir mistök
Því miður er þetta lið ekki meistaraefni.
Kominn tími til að stíga af Salah vagninum ef hann fer ekki að spila af viti.
Úff, þetta lið.
3 stig. Léleg frammistaða
tökum því
Liverpool heppnir að hafa mætt á Wolves þessa helgina. Miðað við spilamennsku hefðu þeir tapað fyrir öllum öðrum liðum. En þrjú stig og það skiptir öllu.
Here we are with all the problems on the mother fucking top!
Bestu hornspyrnurnar í fyrra tók Mac þegar vantaði báða Trent og Robbo. Hreinlega skil ekki af hverju Mac er ekki á þeim. Einnig myndi manni líða betur ef Mac væri með vítin en heilt yfir er tölfræði Salah mjög góð. Ekki hægt að kvarta svosem en sammála, maður getur varla horft þegar hann tekur þau.
Szobo er aðalkallinn hjá Ungverjalandi, svona Gylfi Sig þeirra, tekur aukaspyrnur og víti. Alltaf langbestur þar. Ég er alveg að fara gefast upp á honum, hefðum skorað a.m.k. tvö á móti Forest ef hann hefði ekki eyðilagt sóknir trekk í trekk. Skelfilegur í dag og hristi svo hausinn yfir að vera skipt útaf. Þó fyrr hefði verið! Salah hefði líka mátt vera skipt útaf. Chiesa átti skilið 15-20 mins e. leikinn gegn WH.
Fyrst og fremst sætt að ná í 3stig þegar liðið spilar illa. 15 af 18 eftir 6 leiki er mjög góð byrjun hjá nýjum stjóra og það tekur tíma fyrir liðið að komast í takt með breyttar áherslur. Þetta lofar góðu og ég get ekki beðið um meira. Nema kannski auka miðjumann í janúar.