Stelpurnar mæta Dagný Brynjars og félögum

Næsti leikur hjá kvennaliðinu er á dagskrá núna kl. 14 að íslenskum tíma, þær eru komnar til Lundúna og hitta þar fyrir lið West Ham. Þar fer að sjálfsögðu Dagný Brynjars fremst í flokki, hún er komin aftur á völlinn eftir að hafa eignast sitt annað barn.

Hamrarnir spiluðu gegn United á (nánast tómum) Old Trafford í fyrstu umferð og töpuðu þar 3-0, svo þær vilja alveg örugglega rétta sinn hlut í þessum leik. Okkar konur tóku á móti Leicester á St. Helens um síðustu helgi og gerðu 1-1 jafntefli, Leicester hafa löngum reynst óþægur ljár í þúfu og það var raunin í þeim leik. En vissulega var það líka þannig að Matt vildi meina að liðið ætti þá ca. viku eftir til að komast í fullt leikform, og vonandi er það komið núna.

Liðið er komið og lítur svona út:

Laws

Clark – Bonner – Matthews

Parry – Nagano – Hinds

Holland – Höbinger

Smith – Roman Haug

Bekkur: Spencer, Fahey, Silcock, Evans, Daniels, Lundgaard, Kiernan, Enderby, Kapocs

Einna helst áhugavert að Matt Beard tekur Gemmu Evans úr byrjunarliðinu og setur Jasmine Matthews inn. Nokkuð ljóst samt að Gracie Fisk tekur þessa stöðu þegar hún kemur aftur úr meiðslum sem verður vonandi um næstu eða þarnæstu helgi. Hitt þarf svo ekkert að koma á óvart að hann spili með tvo dýrustu leikmennina uppi á topp, en það að eiga 3 sóknarmenn í þeirra stað á bekknum er ákveðið lúxusvandamál. Staðan á Teagan Micah er enn sú að hún er frá, rétt eins og Faye Kirby, svo það er aftur leitað í akademíuna fyrir varamarkvörð og Eva Spencer er því til taks á bekknum.

Leikurinn er sýndur á Youtube

Við myndum alveg þiggja eins og 3 stig í dag, og vonandi verður liðið beittara en það var um síðustu helgi.

KOMA SVO!!!

Ein athugasemd

Skildu eftir athugasemd
  1. Annað svekkjandi 1-1 jafntefli, aftur ná stelpurnar okkar forystunni, en fá svo á sig jöfnunarmark og núna var það undir lok leiksins. Ekkert annað að gera en að hrista þetta af sér, eitt stig er betra en ekkert, en svekkjandi engu að síður.

    Næsti leikur er á miðvikudaginn kl. 18, eða klukkutíma áður en strákarnir mæta Bologna, stelpurnar mæta þá United í Continental Cup.

    5

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Wolves – Liverpool 1-2