Liðið klárt sem mun ganga inn á Anfield í kvöld og mæta þar liði Bologna:
Bekkur: Kelleher, Jaros, Tsimikas, Gomez, Quansah, Bradley, Endo, Jones, Morton, Nyoni, Gakpo
Jota ekki klár í slaginn eins og hafði frést, og Chiesa ekki heldur. Maður hefði svosem alveg séð Slot rótera eitthvað aðeins, en það er bara skellt í sterkasta liðið sem völ er á.
3 stig yrðu aaaaafar vel þegin í kvöld.
KOMA SVO!!!!
Þess má geta að stelpurnar okkar eru að spila núna kl. 18 gegn erkifjendunum í United á þeirra heimavelli í deildarbikarnum. Það er róterað hressilega enda sú keppni sem minnst áhersla er á, og þar lítur liðið svona út:
Silcock – Fahey – Matthews
Evans – Lundgaard – Shaw – Daniels
Kapocs – Kiernan – Enderby
Bekkur: Spencer, Parry, Bonner, Nagano, Hinds, Höbinger, Smith, Roman Haug
Gallinn við þennan leik er hins vegar að hann er hvergi sýndur – nema á MUTV – og það er Ekki. Feitur. Séns. Í. Helvíti að maður fari að skrá sig þar. Svo við munum bara frétta af úrslitunum í gegnum gömlu góðu gufuna síðar í kvöld (eða þetta fyrirbæri sem menn kalla internetið).
3 stig algjört möst, væri gaman að sjá frammistöðu frá 8 og nr 9. Segjum 4-1
á hvaða stöð er leikurinn sýndur
Ég skil ekki hvers vegna róterað er ekki meira á milli leikja. Þetta endar bara með meiðslum og aðrir fá ekki leikæfingu.
Mac Allester er sko algjörlega orðinn minn uppáhalds !
Maccccaaa
Hvar er leikurinn sýndur?
Stöð 2sport 3
Mér sýnist menn vera á hælunum. Vantar feskar fætur.
Þetta er varla boðleg spilamennska þó við séum yfir
Bologna pressa okkur í drasl
Hvaða rugl gulu spjöld voru þetta á Konate og hinn gaurinn þvæla!!
Virkilega erfiður hálfleikur fannst manni. Bologna að gefa allt í þetta.
Okkar menn verða pikka upp tempoið í seinni og vanda sig á 3dja.
2 gul á sitthvora miðverði ekki að hjálpa.
Tökum þetta í seinni !
Kom svo Nunez , hvernig væri að valda ekki alltaf vonbrigðum. alveg steingelt framávið
Þetta er alveg skelfileg framistaða. Greinileg þreyta.
Ekkert skelfilegt við þessa frammistöðu. Bologna eru engir aukvisar.
Diaz búinn að vera skæður, Gravenberch öflugur, Macca alltaf góður og Salah óheppinn að skora ekki.
Hefðum mátt skora annað svo maður sé rólegur. Vil ekki missa þetta niður.
Nú hef ég verið á nokkrum evrópulekjum á Anfield, finnst eins og það sé ekki mikil stemmning
Einni snertingu of mikið þegar menn eru komnir í skotfæri. Væri til í að fá nokkur skot á markið núna!
Það er ekki alltaf hægt að skora frá línu!
Jæja Gakpo, öðlingurinn sjálfur er mættur. Vonandi bætir hann við marki!
Looooksins skutu þeir úr góðu færi! bogaskyttan sjálf!!!
2-0
Salah!!!!!!
Þessi líka flotta frammistaða hjá okkar mönnum.
Hver er þessi Gravenberch? … svarið er: Einfaldlega besti leikmaður Liverpool þessa dagana. Algerlega stórkostlegur í kvöld.